Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.03.2018, Page 4

Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.03.2018, Page 4
4 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18.3. 2018 Litið framhjá þátttöku kvenna Litið hefur verið framhjá þátttöku kvenna ísjávarútvegi og gögn skortir um hlut-verk þeirra að sögn Alexöndru Yingst sem skrifaði meistararitgerð sína um hlutverk og stöðu kvenna sem starfa við sjávarútveg á norðanverðum Vestfjörðum. Niðurstöður henn- ar sýna að það er mikill munur á milli lífsgæða kvenna frá ólíkum löndum sem starfa í sjávar- útvegi og íslenskra kvenna. Íslenskar konur búa við meiri lífsgæði en konur af öðrum þjóðernum og pólskar konur búa við verst lífskjör. Yingst nam líffræði við háskólann í Pitts- burgh í Bandaríkjunum og hlaut Fulbright- styrk til þess að nema haf- og strandsvæða- stjórnun við Háskólasetur Vestfjarða, sem er þverfræðilegt meistaranám á sviði auðlinda- stjórnunar. Meistararitgerð hennar ber heitið Konur í sjávarútvegi á norðanverðum Vest- fjörðum á Íslandi: hlutverk, skynjun og vonir. Ég hafði mikinn áhuga á að rannsaka kynja- hlutverk og sjávarútveg í mínu framhaldsnámi og Ísland virtist fullkominn staður til að læra það. Þið hafið náð árangri bæði í jafnrétti kynjanna og í sjálfbærum veiðum. Upphaflega fékk ég hugmyndina að því að rannsaka sér- staklega þátt kvenna í störfum tengdum sjávar- útvegi út frá bókinni Seawomen of Iceland eftir Margaret Wilson. Hún vakti áhuga minn á því að koma til Íslands. Svo fann ég fullkomið meistaranám við Háskólasetur Vestfjarða og nýtti Fulbright-styrkinn til að koma hingað og rannsaka þetta efni. Kjörið að læra um sjávarbyggðir í sjávarbyggð Yingst bjó á Ísafirði í tæpt ár meðan hún vann að rannsókn sinni. Hún segir reynsluna ómet- anlega fyrir líffræðing með áhuga á sjávar- byggðum og hafsvæðum. Á Vestfjörðum séu kjöraðstæður til að nema fræði tengd hafinu, fiskveiðum og málefnum sjávarbyggða. Meginspurningin sem Yingst lagði upp með að svara var hver eru hlutverk, vonir og kjör kvenna sem starfa í sjávarútvegi á Íslandi. Það kom henni á óvart þegar hún hóf rannsókn sína að flestar konurnar sem starfa við fiskvinnslu eru af erlendum uppruna. Hún skoðaði því jafn- framt mismun á hlutverkum, vonum og kjörum íslenskra kvenna og erlendra kvenna. Þegar ég kom til Ísafjarðar komst ég að því að konur sem starfa í sjávarútvegi, við annað en stjórnunarstörf, eru mest konur af erlendum uppruna, flestar frá Pólland en einnig margar frá Filippseyjum. Það er einnig mikil skipting milli karla og kvenna, mjög hefðbundin kynja- skipting. Konur vinna ákveðin störf tengd vinnslu sjávarafurða og karlar önnur. Konur starfa helst á línunni, í sjálfri fiskverkuninni. Ég komst að því að margar þeirra eru ósáttar við þessa klassísku verkaskiptingu og vildu fá önn- ur tækifæri. Telja sig verða undir í samfélaginu Yingst notaði spurningalista og tók einnig lengri viðtöl við konurnar. Ég skoðaði hvernig þær upplifa hlutverk sitt og hvaða hindranir mættu þeim. Pólsku konurnar töldu sig vera undir í samfélaginu og á vinnustaðnum, upplifðu að starf þeirra væri ekki virt og vildu einnig fá fleiri tækifæri til að sinna ólíkum störfum. Þær filippseysku upplifðu óöryggi í starfi, voru til dæmis ekki vissar um hvort samfélagið kæmi þeim til hjálpar ef þær myndu slasast við störf. Þær íslensku upplifðu einnig að litið væri niður á starf þeirra. Þeim leið eins og horft væri á starf þeirra sem eitthvað sem þú neyðist til að gera ef þú kláraðir ekki skóla. Fyrri rannsóknir benda til þess að áður hafi verið litið á störf í fiskvinnslu sem mikilvægan hluta af fæðufram- leiðslu landsins, en það er ekki upplifun kvennanna nú. Yingst skoðaði einnig kjör kvennanna, ekki aðeins út frá tekjum þeirra heldur líka almennt út frá lífsgæðum, starfsánægju þeirra og ánægju með lífið almennt og bar sérstaklega saman kjör íslenskra kvenna og þeirra erlendu í greininni. Pólskar konur eru ósáttastar við kjör sín og búa við minnst lífsgæði. Þær skortir tengsl við samfélagið og eru ekki ánægðar með það hvern- ig þeim er tekið. Þær íslensku hafa það mun betra og búa almennt við mun meiri lífsgæði, segir Yingst og bætir við að mikill munur hafi verið á ánægju og lífsgæðum íslensku kvennanna og þeirra erlendu almennt. Mikilvægt fyrir smærri samfélög að huga að aðbúnaði fiskverkafólks Spurð að því hvaða þýðingu svona rannsókn hafi segist Yingst vonast til þess að sveitarfélög og fyrirtæki í sjávarútvegi finni leiðir til að halda betur utan um konur af erlendum upp- runa sem vinna við sjávarútvegi. Innflytjendur, sérstaklega konur, halda fisk- vinnslu gangandi á Íslandi. Enginn Íslendingur vill vinna þessi störf. Innflytjendurnir sem flytja til þessara staða halda þeim á lífi með því að koma og vinna þarna en þetta fólk upplifir sig ekki alltaf velkomið. Mögulega þarf líka að skoða ráðningarferlið, því konurnar upplifðu oft að þeim væru aðeins boðin ákveðin störf en fengju ekki tækifæri til að spreyta sig á störfum sem ekki eru talin hefðbundin kvennastörf. Yingst hafði ekki mikinn tíma til að ræða við blaðamann því hún var á leið til Afríku til að starfa á rannsóknarskipi. Draumur hennar er þó að rannsaka þetta efni betur, hún nefnir að til dæmis þyrfti að gera svipaða rannsókn á körlum og skoða hvernig þeirra upplifun er. Þá náði hún ekki að tala við þá einstaklinga sem starfa í sjávarútvegi en tala hvorki ensku né ís- lensku. Mjög líklega eigi þeir enn erfiðara upp- dráttar og búi við minni lífsgæði. Hún vinnur nú að fræðigrein upp úr ritgerð sinni sem hún vonast til að fá birta í ritrýndu tímariti á næstu mánuðum. Framlag kvenna til sjávar- útvegs er vanmetið og hef- ur lítið verið rannsakað. Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon Konur hafa gegnt veigamiklu hlutverki í sjávarútvegi á Íslandi gegnum aldirnar en í dag er litið framhjá þátttöku þeirra. Konur sem starfa í fiskverkun upplifa að litið sé niður á störf þeirra. Alexandra Yingst skoðaði hlutverk kvenna í sjávar- útvegi á norðanverðum Vestfjörðum í meistararitgerð sem hún vann við Háskólasetur Vestfjarða. Hún segir konur í greininni sem eru af erlendum uppruna búa við mun minni lífsgæði en þær íslensku. ’ Pólsku konurnar töldu sig vera undir í samfélaginu og á vinnustaðnum, upplifðu að starf þeirra væri ekki virt og vildu einnig fá fleiri tækifæri til að sinna ólíkum störfum. Alexandra Yingst INNLENT EYRÚN MAGNÚSDÓTTIR eyrun@mbl.is Um 40 háskólanemar stunda meist- aranám í haf- og strandsvæða- stjórnun og sjávartengdri nýsköpun við Háskólasetur Vestfjarða. Í haust fer af stað nýtt meistaranám í sjávar- byggðafræðum þar sem fengist er við þróun byggða í fortíð og framtíð. Áhersla er lögð á sjávarbyggðir við Norður-Atlantshaf og norðurskauts- svæðið. Háskólasetrið er einnig fjar- námssetur og þjónar um hundrað fjarnemum. Nýtt meistara- nám í sjávar- byggðafræði

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.