Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.03.2018, Side 6

Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.03.2018, Side 6
6 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18.3. 2018 Amelia Earhart fæddist 24. júlí 1897 í Atchison, Kansas í Bandaríkjunum. Árið 1920 fór hún í sína fyrstu flugferð en frá þeirri stundu vissi hún að hún yrði að læra að fljúga. Eftir að hafa náð tökum á fluginu keypti Amelia sína fyrstu flugvél. Á þeirri vél setti hún sitt fyrsta met, að verða fyrsta konan til að fara upp í 14.000 fet. Árið 1928 varð hún fyrsta konan til þess að fljúga yfir Atlantshafið, en hún var far- þegi í þessu flugi. Síðar ætlaði hún að fljúga í kringum jörð- ina umhverfis miðbaug ásamt flugleiðsögumanninum Fred Noonan. Sú ferð endaði ein- hvers staðar yfir Kyrrahafinu þegar vélin hvarf og ekkert spurðist til þeirra fyrr en ný- lega að staðfest var að bein sem fundust þremur árum eftir slysið, tilheyra Earhart. Flugkonan hug- djarfa er því loks fundin. Sagan af hvarfi Ameliu Earharthefur ætíð verið sveipuðdularfullum ævintýrablæ. Þessi einstaka kona gerði tilraun til þess að verða fyrsta konan til þess að fljúga í kringum heiminn en flug- vél hennar hvarf yfir Kyrrahafi og var talið að hún hefði farið í sjóinn. Nú er hins vegar næsta víst að bein sem fundust á Kyrrahafseyjunni Nikumaroro séu af þessari ævin- týrakonu sem fæddist seint á næst- síðustu öld. Það var 2. júlí 1937, nálægt Howl- andeyju í Kyrrahafinu, að hún og siglingafræðingurinn Fred Noonan, hurfu og ekkert hefur spurst til þeirra síðan. Fyrr en nýlega. Beinin tilheyra Earhart Þremur árið eftir hvarfið, árið 1940, fannst beinagrind á eyjunni Nikum- aroro, en frá 1998 hafa samtökin TIGHAR (International Group for Historic Aircraft Recovery) freistað þess að sanna að um sé að ræða lík- amsleifar Earhart. Bresk yfirvöld töldu beinin ekki tilheyra konu, en beinin voru skoðuð árið 1941 af dr. D. W. Hoodless, yfirmanni lækna- skólans á Fiji, sem sagði þau vera af karlmanni. Beinin týndust í kjölfarið og það var ekki fyrr en árið 1998 að TIGHAR komst yfir skýrslurnar sem innihéldu mælingar á bein- unum. Richard Jantz, prófessor við Ten- nessee-háskóla, stýrði nýrri rann- sókn á skýrslum með mælingum beinanna. Flórída-háskóli greindi fyrst frá niðurstöðunum en Jantz komst að því að beinin væru af konu af sömu hæð og uppruna og Ear- hart. Jantz notaði upplýsingar um líkamsbyggingu Earharts og bar saman við mælingar á beinunum. Þessi greining sýndi að Earhart passar betur við Nikumaroro beinin en 99% fólks í samanburðarhópi. Gamlar ljósmyndir og jafnvel fatn- aður hennar var notaður, en hann hafði verið geymdur í öll þessi ár. Eftir allar þessar mælingar komst Jantz að þeirri niðurstöðu að beinin gætu aðeins tilheyrt Ear- hart. Ein á eyðieyju Margt bendir til að Earhart hafi ekki farist við lendingu á sjón- um. Á síðasta ári greindi TIGHAR- teymið frá því að Earhart hefði sent frá sér fleiri en 100 neyðarsendingar dagana 2.-6. júlí 1937, sem sannar þá að hún var á lífi eftir lendinguna. Þykir líklegt að öld- urnar hafi hrifið vélina með sér og hún því ekki sést þegar leit var gerð. Á eyjunni fundust merki um að kveikt hefði verið í bálköstum á svæðinu þar sem beinin fundust. Einnig fundust bein úr fiskum og fuglum sem talið er að Earhart hafi lifað á í vikur, jafnvel mánuði. Talið er að Noonan hafi látist við lendingu eða stuttu síðar, því aðeins fundust bein af einni manneskju. Earhart hefur því verið ein á eyði- eyju þar til hún lést. Varð hún bensínlaus? „En það er heill lokakafli í lífi Ear- hart sem fólk hefur ekki vitneskju um. Hún varði dögum, mögulega mánuðum, í hetjulegri baráttu sem skipbrotsmaður,“ sagði Ric Gil- lespie, framkvæmdastjóri TIGHAR. „Við teljum að hún hafi lifað hetju- lega, og ein, um tíma, við hræðilegar aðstæður. Sagan þarf hins vegar að vera rétt,“ segir hann. Ef Earhart hefði tekist áætlunar- verkið og komist fljúgandi umhverf- is hnöttinn hefði henni verið hampað sem hetju. En með því að hverfa sporlaust varð sagan af henni við- varandi ráðgáta og spruttu upp ýms- ar skemmtilegar getgátur í gegnum tíðina. Ein var sú að Japanar hefðu tek- ið hana höndum og notað flugvélina hennar, Lockheed 10E Electra, sem módel fyrir bardagavélina Zero. Önnur kenning er að hún hafi komist óséð til Bandaríkjanna og hafi lifað lífi sínu undir fölsku nafni. Þriðja kenningin var að hún hefði verið njósnari fyrir bandarísk stjórnvöld og að forseti Bandaríkj- anna, Franklin D. Roosevelt, hefði vitað að hún væri í haldi Japana en þagað yfir því. Svo er auðvitað leiðinlegasta kenningin; að hún hafi hreinlega orðið bensínlaus. Það eru auðvitað einhverjir efa- semdarmenn sem ekki trúa því að beinin á eyðieyjunni tilheyra Ear- hart. En þá vaknar ný spurning: Hver bar beinin þarna? Amelia Ear- hart loksins fundin? Ráðgátan um hvarf flugkonunnar Ameliu Earhart virðist leyst. Sérfræðingar telja 99% líkur á að bein sem fundust á eyðieyju í Kyrrahafi séu hennar. Dul- úð hefur legið yfir þessari ráðgátu í rúm áttatíu ár. Dularfull saga Ameliu Earhart hefur lifað með kynslóðum en flugvél hennar hvarf yfir Kyrra- hafi árið 1937. Nýlega var staðfest að bein sem fundust á eyðieyju séu líkamsleifar hennar. Margar kenningar um hvarfið hafa verið á lofti. Amelia Earhart er fundin. Flugkon- an Amelia ’ En það er heill lokakafli í lífi Earhart sem fólk hefur ekki vitneskju um. Hún varði dögum, mögulega mánuðum, í hetjulegri baráttu sem skipbrotsmaður. Ric Gillespie, framkvæmdastjóri TIGHAR. ERLENT ÁSDÍS ÁSGEIRSDÓTTIR asdis@mbl.is TYRKLAND Tyrkneska fótboltaliðið Besiktas hefur verið kært af UEFA, Knattspyrnusam- bandi Evrópu, fyrir „lélega skipulagningu” en stöðva þurfti leik við Bayern München í vikunni vegna kattar sem hljóp inn á völlinn. Bayern vann leikinn 3-1 og 8-1 samanlagt og komst í átta liða úrslit. Þýskir stuðningsmenn völdu köttinn „mann” leiksins. Málið verður tekið fyrir hjá UEFA 31. maí. FRAKKLAND Franskur dómstóll gaf út þann 15. mars handtökuskipun á prinsessu Hassa bint Salman, dóttur kóngsins í Saudi Arabíu. Hún er ákærð fyrir að skipa lífverði sínum að ganga í skrokk á verkamanni í íbúð sinni í París árið 2016. Ástæða fyrir því að hún fyrirskipaði árásina var að verkamaðurinn tók mynd í íbúð prinsessunnar og álitið var að hann hefði í hyggju að selja myndirnar. Áður var búið að ákæra lífvörðinn. Verkamaðurinn segist hafa verið kýldur, bundinn og neyddur til þess að kyssa fætur prinsessunnar. Greint hefur verið frá í fjölmiðlum að prinsessan hafi fl úið Frakkland stuttu eftir atvikið. ENGLAND Stjórnvöld í Egyptalandi þrýsta á bresk yfi rvöld að bregðast við morðinu á átján ára gamalli egypskri námsstúlku í Bretlandi. Mariam Moustafa varð fyrir árás í febrúar og lá í dái áður en hún lést á miðvikudaginn. Árásin átti sér stað í Nottingham fyrir utan verslunar- miðstöð en hópur stúlkna lét höggin dynja á henni. 17 ára stúlka var handtekin en var síðan sleppt. Moustafa undir- gekkst níu aðgerðir áður en hún lést. Getgátur eru uppi um að árásin hafi verið vegna kynþáttafordóma. Egypsk stjórnvöld vilja senda sendinefnd til Bretlands til þess að rannsaka dauðsfallið og fá réttlætinu fullnægt. Mikil reiði hefur gripið um sig í Egyptalandi vegna málsins. BANDARÍKIN Leikkonan Heather Locklear var handtekin á sunnu- dag fyrir heimilisofbeldi. Locklear, sem frægust er fyrir hlutverk sitt í Melrose Place, var ákærð fyrir að hafa ráðist á kærasta sinn og síðar á þrjá lögreglumenn. Locklear þurfti að borga 20 þúsund dollara tryggingu og var látin laus. Hún mætti fyrir rétt í vikunni en kæran fyrir árásina á kærastann var látin niður falla. Hún á enn yfi r höfði sér kæru fyrir árásir á lögreglu- þjóna en hún veitti mótspyrnu við handtökuna.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.