Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.03.2018, Side 14
Menntamálastofnun er ekki skylt að veita að-
gang að prófspurningum eftir að prófin hafa
verið lögð fyrir, samkvæmt reglugerð um
framkvæmd samræmdra prófa.
Foreldrar sem lagt hafa fram beiðni til
Menntamálastofnunar um aðgang að
samræmdum prófum sem hafa verið lögð
fyrir börn þeirra hafa fengið neitun og nú
nýlega hafa foreldrar a.m.k. tveggja barna
skotið synjuninni til úrskurðarnefndar upp-
lýsingamála sem er enn með málin til með-
ferðar.
„Prófin eiga að hjálpa nemendum að finna
hvar skórinn kreppir svo þeir geti tekið sig á
í 10. bekk. En þar sem við fáum aldrei að sjá
prófin er erfitt að undirbúa þau og einnig er
erfitt að hjálpa þeim sem þurfa á því að halda
að bæta sig eftir prófið því ég veit ekki hvað
það var sem gerði það að verkum að ákveð-
inn nemandi fékk svona eða hinsegin ein-
kunn.
Hjá okkur hafa verið nemendur sem hafa
verið afburða nemendur en hafa fengið ein-
kunn sem þeir hafa verið ósáttir við og við
kennarar getum ekki fengið að vita hvað lá til
grundvallar þeirri einkunn. Og öfugt, við höf-
um verið með nemendur sem hafa átt mjög
erfitt með að fóta sig og hafa fengið háa ein-
kunn og sökum fyrirkomulagsins höfum við
ekki getað fengið að sjá hvar styrkleikar
þeirra liggja.“
Hulda D. Proppé, kennari
„Menntamálastofnun hefur undanfarin
ár unnið að innleiðingu rafrænna sam-
ræmdra könnunarprófa og eru ein-
staklingsmiðuð próf endanlegt markmið
þeirrar vinnu. Einungis er mögulegt að
leggja slík próf fyrir á rafrænu formi þar
sem prófkerfið þarf að geta fylgt getu nem-
andans eftir sjálfvirkt með því að leggja
fyrir hann spurningu við hæfi, þannig velur
prófkerfið hærra hlutfall erfiðra prófspurn-
inga fyrir nemendur sem sýna fram á góða
hæfni, en hærra hlutfall auðveldra próf-
spurninga hjá nemendum þar sem hæfnina
skortir. Í slíku prófaumhverfi fer niðurstaðan
eftir því hve þungum prófspurningum nem-
andi svarar rétt, en ekki hve mörgum. Er-
lendar rannsóknir sýna fram á að með ein-
staklingsmiðuðum prófum er hægt að fá
ýtarlegri upplýsingar um námsárangur nem-
enda sem er bæði nemandanum og skólakerf-
inu til hagsbóta. Einstaklingsmiðuð próf
byggja á mjög stórum banka af prófaspurn-
ingum, raunar svo stórum að ekki er raun-
hæft að semja ný atriði fyrir hverja próffyr-
irlögn. Bæði þarf að vera til staðar fjölbreytni
í því hvaða hæfni prófspurningar reyna á og
um leið ákveðinn fjöldi prófspurninga sem
reyna á sömu hæfni og eru svipuð að þyngd. Í
prófaumhverfi sem þessu eru prófatriði alla
jafnan notuð í nokkur ár og gerð opinber þeg-
ar notkun er hætt. Til þess að unnt sé að ná
fram markmiðinu um einstaklingsmiðuð próf
raunverulega prófið er, annars er það verra
en ekki neitt. Ef það er raunin, þá er sýni-
prófið nákvæmlega eins og prófin voru áður
og þau hafa mikið verið gagnrýnd og eru
meingölluð.
Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor
„Menntamálastofnun gerir sér fulla grein
fyrir mikilvægi þess að nemendur, kennarar
og foreldrar geti skoðað árangur nemenda á
prófi, hvar nemandinn sýndi fram á góða hæfni
og hvar hann getur ef til vill bætt sig frekar.
Því hefur stofnunin útbúið rafræna próf-
úrlausn sem grunnskólar geta látið foreldrum í
té, þar sem kemur fram hvernig nemandi svar-
aði hverri prófspurningu, lýsing á þeirri hæfni
sem viðkomandi prófspurning krafðist og sýn-
ishorn af prófspurningu sem reynir á sömu
hæfni. Einnig er unnið að mælaborði í Skóla-
gátt fyrir samræmd könnunarpróf.“
Arnór Guðmundsson, Menntamálastofnun
„Ég vil halda því fram að gagnrýni á prófin
hafi gert það að verkum að lokað var fyrir að-
gang að innihaldi prófanna. Ég var einn af
þeim sem gagnrýndu innihald íslenskuprófsins
á sínum tíma og nú fáum við ekki að sjá þau
lengur. Við vitum ekki hvernig þessi próf eru
og þegar þetta eru próf sem eiga að skipta
máli þá er stórmerkilegt að við fagfólkið fáum
ekki að sjá þau. Ef við vitum ekki hvernig próf-
in eru, eigum við þá að senda börnin í þau?
Rafræn prófúrlausn sem grunnskólar fá
hafa nánast ekkert nýst. Aðeins er hægt að sjá
hvernig t.d. dæmið var, ekki hvers vegna nem-
andinn leysti verkefnið ekki rétt. “
Hafsteinn Karlsson, skólastjóri
Enginn fær að sjá
er nauðsynlegt að prófspurningarnar komi
ekki fyrir augu almennings þann tíma sem
þær eru í notkun ef prófspurningar eiga ekki
að falla úr gildi. Ef prófspurningar hefur bor-
ið fyrir augu nemenda sem eiga að fara í próf,
foreldra eða kennara þeirra er ljóst að ekki er
hægt að nota þær aftur.“
Arnór Guðmundsson, Menntamálastofnun
„Ég skil ekki þessa leynd og hef lengi talið
að hún standist ekki upplýsingalög eins og ver-
ið er að láta reyna á núna. Kennarar vita í raun
ekki í hvernig próf nemendur þeirra eru að
fara í og alltaf eftir próf fæ ég pósta frá kenn-
urum sem hafa kannski gægst yfir öxlina á
nemendum í prófum og eru að spyrja mig
hvort hitt og þetta sé rétt.
Kennarar hafa svokallað sýnispróf á vef
MMS til undirbúnings og maður hlýtur að
ætla að það gefi góða mynd af því hvernig
ÚTTEKT
14 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18.3. 2018
VIÐMÆLENDUR
Arnór Guðmundsson,
forstjóri Menntamálastofnunar
Eiríkur Rögnvaldsson,
prófessor í íslenskri málfræði
Hafsteinn Karlsson
skólastjóri
Helga Birgisdóttir
kennari
Hulda D. Proppé
kennari
„Ég held það sé ekki nokkur vafi á að sam-
ræmdu prófin hafa áhrif á viðhorf barna og
unglinga til móðurmálsins. Í málfræðihluta
prófanna, þar sem spurt er um rétt og rangt,
gott og vont mál, er ofuráhersla á þágufalls-
sýki og margar spurningar í hverju prófi snú-
ast um það atriði eitt og sér. Mikið snýr að
orðflokkagreiningu, það er spurt um sterka
og veika beygingu, sem segir nákvæmlega
ekki neitt um málkunnáttu. Ég hef heyrt það
frá mörgum, nemendum og foreldrum, að
þetta mótar neikvætt viðhorf til íslenskunnar.
Íslenskan er viðkvæmari en mörg önnur fög,
í stórri könnun sem við Sigríður Sigurjóns-
dóttir prófessor stöndum fyrir núna, þar sem
við erum að skoða viðhorf ungs fólks til ís-
lenskunnar og ensku, hefur komið í ljós að
yngstu kynslóðinni þykir ekki eins mikilvægt
að vera góður í íslensku eins og þeim sem eldri
eru og talar stundum ensku við félaga sína í að-
stæðum þar sem allir eru íslenskumælandi.
Ef viðhorfið til móðurmálsins verður nei-
kvætt hrindir það af stað svo mikilli keðju-
verkun og tungumál veiklast. Þessi próf við-
halda þeirri röngu ímynd að íslenska og
íslenskukennsla gangi út á orðflokkagrein-
ingu og utanbókarlærdóm.“
Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor
Hafa prófin
áhrif á viðhorf
til íslensku?
Samræmd könnunarpróf eiga að meta hæfni
allra nemenda með sama hætti og við sam-
bærilegar aðstæður.
„Tilgangurinn er að meta hvernig mark-
miðum aðalnámskrár hefur verið náð og
veita endurgjöf til nemenda, foreldra, kenn-
ara og fræðsluyfirvalda.
Með þessari endurgjöf er til dæmis hægt
að fá upplýsingar um þekkingu og hæfni
hvers nemanda, hvort breyta þurfi áherslum
í námi, hvað þurfi að bæta og almennt hver
séu gæði menntunar.
Nemandi, foreldrar/forráðamenn og kenn-
arar geta þannig notað niðurstöður prófsins
til að ígrunda frekari áherslur í náminu í
framhaldinu.“
(Vefsíða Menntamálastofnunar, mms.is)
„Með samræmdu prófunum eiga kennarar
að geta metið stöðu nemenda í faginu. Raun-
in er sú að það er afar erfitt að fá að vita sér-
staklega hvað vel er gert eða verr, niðurstöð-
urnar er erfitt að nota til gagns og kennarar
fá takmarkaðar upplýsingar.
Þá er verið að prófa mjög lítinn hluta og
á einhæfan hátt og prófin eru bara alls
ekki í samræmi við aðalnámskrá grunn-
skóla og taka aðeins á örfáum hæfni-
viðmiðum. Nemendur fá ákveðna rað-
einkunn eða þennan bókstaf en það er
verið að prófa svo lítinn hluta námsefnis, á
svo einhæfan hátt, að nemendur fá ekki að
sýna hvað í þeim býr.“
Hulda Dögg Proppé kennari
Af hverju samræmd próf?
Við tökum alla inn í almenna grunnskóla,
krakka sem flytja frá útlöndum, krakka með
ýmiss konar fatlanir og raskanir. Fyrir þessi
börn eru prófin kvalræði og gera ekkert ann-
að en setja þau til hliðar. Samræmd próf eru
því skaðleg fyrir nútímaskólastarf þar sem
markmiðið er að rækta margs konar
eiginleika og hæfni og koma algjörlega á
skjön inn í það starf og vinna gegn hinni op-
inberu skólastefnu. Samræmdu prófin eru
eldgamalt fyrirbæri og í seinni tíð eru þau
orðin að einhvers konar stofnun sem lifir
sjálfstæðu lífi og er ekki í neinum tengslum
við starfið í skólanum lengur.“
Hafsteinn Karlsson skólastjóri
„Það er mikilvægt að átta sig á því að
samræmd próf heita samræmd próf því þau
eru í samræmi við aðalnámskrá. Hinn þátt-
urinn í að þau eru samræmd er að þau eru
samanburðarhæf, milli nemenda, sveitar-
félaga og landshluta. Í niðurstöðum þeirra
koma fram mikilvægar niðurstöður fyrir þá
sem reka grunnskóla og þurfa að fylgjast
með frammistöðu nemenda og fyrir
menntayfirvöld til að fylgjast með stöðu
menntakerfisins. Það er til dæmis áhyggju-
efni sá vaxandi munur sem birtist milli
landsbyggðar og höfuðborgarsvæðisins í
niðurstöðum þessara prófa og það væri ekki
hægt að bregðast við því ef þessi saman-
burður væri ekki fyrir hendi. Það væri því
mjög bratt að afnema þessi próf.“
Arnór Guðmundsson, Menntamálastofnun
?
„Samræmdu prófin eru afar takmörkuð og
sjónarhorn þeirra er þröngt, sniðið fyrir lít-
inn hóp nemenda. Hér á landi er „skóli án að-
greiningar“ opinber skólastefna og í dag er
eðlilega mikil pressa frá ríki og sveitar-
félögum á að við vinnum eftir þeirri stefnu.