Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.03.2018, Side 19

Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.03.2018, Side 19
fyrir ribböldum og herjum annarra þjóða. Leys- ingjarnir heyrðu til lægsta lagi samfélagsins, máttu ekki kvænast, og þeirra beið ekkert nema atvinnuleysi og betl. Þess í stað gaf Rumford þeim hlutverk og von um betra líf. Og gott betur, Rumford skaut skjólshúsi yfir betlara og umrenninga, sem voru á þriðja þús- und í München, og kenndi þeim að vinna og sæta aga. Engum var haldið þar nauðugum en meðal verkefna betlaranna var að sauma búninga fyrir hinn nýstofnaða her. „Sumar heimildir herma að þar hafi útlitið verið haft framar notagildinu. Rumford greifi virðist hafa verið glysgjarn,“ segir Jón Eldon en við þetta má bæta að greif- inn setti á laggirnar skóla fyrir börn hinna snauðustu. Honum mun hafa þótt ófært að nokkrir kraftar í samfélaginu færu til spillis. Þá mun grunnhugmyndin að Enska garðinum í München, sem er eitt helsta kennileiti borg- arinnar, vera frá Rumford komin. Afstýrði innrás Spurður hvernig Rumford hafi framfleytt sér þá segir Jón Eldon hann annars vegar hafa búið að lífeyri frá Englandskonungi, auk þess sem kjör- fursti Bæjaralands hafi borgað honum kaup fyr- ir margvíslega vinnu. Greifinn mun hafa verið ágætlega stæður. Í eitt skipti fól kjörfurstinn Rumford varnir München, þegar Habsborgarar og Frakkar bár- ust á banaspjót við þröskuld borgarinnar og gerðu sig líklega til að ryðjast þar inn. Lét sig svo sjálfur hverfa. „Þá kom sér vel hversu vel Rumford var kynntur í álfunni,“ segir Jón Eld- on. „Hann kom einfaldlega að máli við Frakkana og sannfærði þá um að Habsborgarar væru hættir við að ráðast inn í München og öfugt sem varð til þess að báðar sveitir lögðu niður vopn. Hermt er að einungis einu skoti hafi verið hleypt af og hafi það hæft vindhanann á tóbaksverk- smiðju Rumfords.“ Eftir þetta varð Rumford að vonum þjóðhetja í Bæjaralandi og var gerður að lögreglustjóra um tíma. Þessi snarpa rimma varð til þess að greifinn sá í hendi sér að borgarmúrarnir voru þess ekki umkomnir að vernda borgina. Hann sá sér því leik á borði og lét rífa þá niður sem varð til þess að München sprakk út og dafnaði. Stofnaði vísindaakademíu Sjálfur var Rumford ekki tíður gestur á vígvell- inum en þegar hann lagði leið sína þangað og leit yfir sviðið hugkvæmdist honum jafnan eitthvað snjallt; eins og að hafa eina hjólastærð fyrir alla hestvagnana. Það mun hafa verið mikil bylting. Eftir að Rumford sneri aftur til Englands stofnaði hann vísindaakademíu í Lundúnum í fé- lagi við náttúrufræðinginn Sir Joseph Banks ár- ið 1800, þar sem margir af fremstu vísinda- mönnum heims á þeim tíma lögðu sitt af mörkum, þeirra á meðal efnafræðingurinn Sir Humphry Davy. Framan af var akademían rek- in fyrir fé úr sjóðum Rumfords. „Skólanum var á endanum lokað vegna þess að yfirstéttinni lík- aði ekki þjónkun Rumfords við alþýðuna,“ segir Jón Eldon. Að endingu lá leið Rumfords til Frakklands, þar sem hann einbeitti sér að vísindarann- sóknum og kvæntist öðru sinni. Sú sæla stóð að- eins í þrjú ár. Rumford lést árið 1814, 61 árs að aldri, og hvíla bein hans í París. Hann lét Har- vard-háskóla eftir mikið af fjármunum sínum en dóttirin, sem hann átti í Bandaríkjunum, erfði greifatignina; varð greifynjan af Rumford. Heillar alltaf meira Rumford greifi hefur legið í meira en tvær aldir í gröf sinni en minningin lifir og margt af því sem maðurinn hafði til málanna að leggja í lif- anda lífi. „Rumford heillar mig alltaf meira eftir því sem ég opna fleiri bækur,“ segir Jón Eldon. „Það er reyndar synd og skömm að hann var einu sinni rændur aleigunni á ferðalagi til Eng- lands. Þar glötuðust dagbækur hans og fleiri merkileg skjöl sem hefðu veitt ennþá betri inn- sýn í líf hans. Þau hafa aldrei komið í leitirnar. Saga hans byggist því að miklu leyti á frásögn- um samferðamanna hans.“ Spurður um einkalíf Rumfords segir Jón Eld- on hann hafa verið mjög kvenhollan. „Annars bíð ég núna eftir bók um ástalíf hans,“ segir hann að endingu – sposkur á svip. Það verður væntanlega eitthvað! Jón Eldon Logason arinmúrari við arininn á heimili sínu sem að sjálfsögðu er hlaðinn í stíl Rumfords greifa. Morgunblaðið/Árni Sæberg ’Hann kenndiÞjóðverjum tildæmis að sjóðakartöflur; fram að því voru þær borð- aðar hráar. Hann þurrkaði þær einnig og breytti í flögur – löngu áður en menn byrjuðu á því í Þykkvabænum. Teikning sem sýnir fallbyssusmiðju Rumfords. Hann fylgdi kenningum sínum gjarnan eftir með ítarlegum tilraunum. Í þessu húsi á Elm Street nr. 90 í North Woburn, Massachusetts, fæddist Rumford greifi. Þar er nú safn tileinkað honum. Portrettmynd Thomas Gains- borough af Rum- ford greifa frá árinu 1783. 18.3. 2018 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.