Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.03.2018, Síða 21

Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.03.2018, Síða 21
18.3. 2018 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21 Þ að eru hönnuð- irnir Anna Þór- unn Hauksdóttir hjá Anna Thor- unn, Sigríður Hjaltdal Pálsdóttir hjá By- bibi og Þórunn Hannesdóttir hjá Færid fyrir North Limi- ted og Ingibjörg Hanna Bjarnadóttir og Iðunn Brynja Sveinsdóttir hjá Ih- anna Home sem standa á bak við Mun. Mun er tilvísun í muni og minningar og leggja hönnuðirnir upp úr klassískri, hágæða hönnun. Sýningar Mun vegna Hönn- unarmars verða opnar til 24. mars en þar mun einnig hönnunartvíeykið Flétta, sem þær Birta Rós Brynj- ólfsdóttir og Hrefna Sigurð- ardóttir skipa, sýna hand- gerða kertastjaka auk þess sem munir frá Studio Tripp- in verða til sölu. Vinnustofa fyrir börn Laugardaginn 17. mars verð- ur haldin spennandi vinnu- stofa fyrir börn á milli klukkan 12 og 15. Þar gefst börnum tækifæri á að skreyta sinn eigin Krumma í tilefni þess að Krummi, hönnun Ihönnu, verður 10 ára á árinu. Hönnunarveisla á Barónsstíg Mun er hönnunarverslun og vinnustofa á Barónsstíg. Það eru hönnunarstúdíóin Anna Thorunn, Bybibi, Færid, North Limited og Ihanna Home sem standa á bak við Mun sem tekur þátt í Hönnunarmars með nýjum verkum og spennandi viðburði. Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is Þær Anna Þórunn, Sigríður Hjaltdal, Iðunn Brynja, Ingibjörg Hanna og Þórunn Hannesdóttir reka Mun á Barónsstíg 27. Morgunblaðið/Eggert Anna Þórunn Hauksdóttir sýnir þrjá hluti unna út frá hringforminu sem bera nafnið STILLNESS, hliðarborð/ bakkaborð úr duftlökkuðum málmi, kertastjaka úr hvítum marmara í tveimur stærðum og bakka á fótum sem einnig er gerður úr duftlökkuðum málmi. „Ég var byrjuð í allt öðru ferli en í þetta skiptið leyfði ég mér að snúa ferl- inu við því yfirleitt held ég mig við það sem ég er byrjuð á. Lífið einkennist oft af miklum hraða og ég fann þörf til að vinna með einfalt form eins og hringinn sem ég teikna oft ósjálfrátt og ró færist yfir mig. Hringformið á sér margar þýðingar sem eiga mikið við það sem ég vil koma frá mér. Hringformið er okkur eðlislægt og þegar við sjáum hringlaga form þá meðtökum við það fyrirhafnarlaust. Í þetta skiptið vil ég að fólk meðtaki vöruna mína án þess að þurfa að hugsa svo mikið og upplifi frið og ró sem er frekar ólíkt fyrri vörum frá mér,“ útskýrir Anna sem þykir afar mikilvægt að taka þátt í Hönnunar- Mars. „Mér finnst gaman að sýna að maður sé virkur og hluti af þessu frá- bæra hönnunarsamfélagi hér á Íslandi sem ég er afar stolt af.“ Það er margt spennandi að gerast hjá Önnu Þórunni en Feed Me-skál hennar er að koma á markað í svörtu, 70% borðin eru einnig að koma aftur á markað og svo er hún að fara að taka þátt í hönnunarsýningu í Kaupmanna- höfn. „Svo er bara að halda áfram að koma fleiri vörum í framleiðslu og njóta þess að láta MUN dafna.“ Anna Þórunn segist að þessu sinni vilja að fólk meðtaki vöruna án þess að þurfa að hugsa svo mikið og upplifi frið og ró, sem einkennir oft hringformið. Anna sýnir þrjá hluti unna út frá hringforminu. Kertastjaka úr hvítum marmara í tveimur stærðum, hliðarborð eða bakkaborð úr duftlökkuðum málmi og bakka á fótum úr sama efni. Hringformið á sér margar þýðingar

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.