Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.03.2018, Qupperneq 26
Það muna margir eftir tísku-merkinu Don Cano sem komfyrst á markað árið 1981 en
vinsældir Don Cano-krumpu- og
glansgallanna voru gríðarlegar á sín-
um tíma og má í raun segja að þessir
eftirminnilegu gallar hafi gersamlega
átt íslenskan markað.
Hugmyndasmiður Don Cano er
Svíinn Jan Davidsson. Jan hefur ein-
stakt auga fyrir hönnun og klæð-
skurði og hóf sinn feril til að mynda á
hinni þekktu klæðskeragötu Lund-
úna, Savile Row, þar sem hann
útbjó jakkaföt á kóngafólk og
leikara áður en hann fluttist
til Íslands og snéri tísk-
unni, eins og hún þekkt-
ist, við.
Aðstoðaði við
textíliðnaðinn
Jan kom fyrst til Ís-
lands árið 1970. Hann
var þá fenginn af íslenska ríkinu
til þess að kynna sér og aðstoða
við þróun á textíliðnaðinum hér á
landi. Áður hafði hann starfað
sem ráðgjafi í Svíþjóð, Noregi og
Danmörku. „Ég vann fyrir flest
fyrirtæki hér á Íslandi sem unnu með
föt á þessum tíma til að mynda Ála-
foss og Sambandið,“ útskýrir Jan
sem starfaði til dæmis einnig fyrir
Karnabæ og byggði upp framleiðslu
fyrir fyrsta íslenska gallabuxnamerk-
ið, Bandido, áður en hann stofnaði
eigið merki. „Eftir 10 ár í bransanum
hefði maður getað sagt að þessi iðn-
aður væri búinn hér á landi þar sem
fólk var farið að horfa meira út fyrir
landsteinana hvað varðaði verslun og
framleiðslu,“ útskýrir Jan en það
voru afar fáar fataverksmiðjur eftir
hér á landi árið 1980 og þá voru hér
aðallega fatafyrirtæki tengd útgerð-
inni.
Árið 1981 hóf Jan því framleiðslu á
eigin merki sem bar heitið Don Cano
sem einkenndist af sportlegum fatn-
aði. Don Cano náði gríðarlegum vin-
sældum hér á landi og víðar. „Don
Cano varð ekki eingöngu vinsælt hér
í landi heldur einnig í Noregi, til að
mynda seldum við fyrir 30 milljónir
norskra króna í heildsölu árið 1983,
og í London þar sem vörumerkið var
meðal annars selt í versluninni Har-
rods.“ Samhliða Don Cano vann Jan
að ýmsum verkefnum víðs vegar um
Jan Davidsson hefur búið á Ís-
landi frá árinu 1970 og tók
þátt í byggja upp fjölda textíl-
og tískufyrirtæka hér í landi.
Morgunblaðið/Hari
Endurkoma
Don Cano
Don Cano var án efa vinsælasta fatamerki á
Íslandi á níunda áratugnum. Svíinn Jan
Davidsson sem stofnaði Don Cano hefur nú
hafið framleiðslu á merkinu að nýju.
Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is
Don Cano
1985.
Ljósmynd eftir
Sigurgeir Sig-
urjónsson frá
árinu 1985.
Auglýsing fyrir Don Cano frá árinu 1984.
Myndina tók Sigurgeir Sigurjónsson.
Jan hannaði bún-
inga fyrir íslenska
ólympíuliðið
þegar það keppti
í Sarajevo 1984.
TÍSKA
26 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18.3. 2018
Laugardaginn 17. mars verður haldin sölusýning íslenskra hönnuða, Til hamingju, í
tilefni af 10 ára afmæli HönnunarMars. Sölusýningin er opin frá 11.00-17.00 á KEX /
Gamla Nýló, Skúlagötu 28. Á sýningunni má sjá brot af flóru hönnunar á Íslandi.
Sölusýning íslenskra hönnuða