Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.03.2018, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.03.2018, Blaðsíða 28
FERÐALÖG Á safninu er fjallað um sögu og þróun Hansasambandsinsá helstu tungumálum sem komu við sögu á áhrifasvæði Hansakaupmanna, þýsku, ensku, sænsku og rússnesku. Evrópska Hansasafnið 28 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18.3. 2018 Borgin var stofnuð árið 1143.Staðurinn var vandlega valinnmeð tilliti til varna og mögu- leika til verslunar og siglinga á Eystrasalti. Heinrich der Löwe, her- togi af Sachsen, tók yfir borgina árið 1159. Hvatti hann kaupmenn og handverksmenn til að flytja til borg- arinnar og hét vernd og víðtækum verslunarréttindum. Kaupahéðnar flykktust til borgarinnar sem stækk- aði ört. Friðrik annar keisari staðfesti síðan sérstöðu Lübeck árið 1226 með lögum um að borgin væri frjáls og óháð og heyrði einungis undir keisara Þýsk-rómverska ríkisins. Allt skyldi byggt úr steini Eftir nokkra stórbruna í Lübeck var lögfest að byggja skyldi öll hús úr steini. En jarðvegur í Norður- Þýskalandi er víða heppilegur fyrir múrsteinaframleiðslu. Hafið var að reisa dómkirkjuna í rómönskum stíl árið 1173. Seinna kom gotneski stíll- inn til sögunnar og þróaðist þá fal- legur byggingastíll sem þjóðverjar nefna „Backsteinsgotik“. Það eru há- reist og skrautleg múrsteinsgaflhús. Gaflinn mikið skreyttur og gjarnan tröppulaga meðfram þakinu. Glugg- arnir með oddboga að ofan. Mar- íukirkjan er dæmigerð fyrir þennan byggingarstíl, en hún er ein stærsta múrsteinskirkja heims með 38,5 metra lofthæð í miðskipi, en turn- arnir tveir teygja sig í 125 metra hæð. Kirkjan var fullgerð árið 1350. Bygg- ingarstíllinn í Lübeck varð fyrirmynd annarra borga við Eystrasaltið. Útlit gaflhúsanna fylgdi síðan tísku- straumum í byggingarlist í aldanna rás. Fleiri borgir í Norður-Þýskalandi urðu frjálsar verslunarborgir í kjöl- farið og stofnuðu þær formlega Hansasambandið árið 1358. Af þeim ber helst að nefna Hamborg, Bre- men, Wismar, Greifswald, Rostock, Danzig, Münster, Stralsund, Lüneb- urg og Köln auk Lübeck sem var öfl- ugasta borgin og varð í reynd höf- uðborg sambandsins. Nánast árlega mættu fulltrúar Hansaborganna til þings sem oftast var haldið í ráðhús- inu í Lübeck. Þar samræmdu kaup- menn verslunarleiðangra, en gjarnan var farið í skipalestum til að verjast sjóræningjum sem voru mikil plága, einkum á Eystrasalti. Hansa- kaupmenn töldu að sumir sjóræningj- anna væru á mála hjá Danakonungi. Ráðhúsið glæsilega sem var byggt í áföngum milli 1350 og 1594 stendur að mestu óbreytt að utan, en hinum fræga fundarsal Hansakaupmanna hefur verið skipt í minni herbergi. Ráðhúsið er opið gestum með leið- sögn. Tenging við Hamborg Árið 1398 var lokið við að grafa Stecknitz-skipaskurðinn sem tengdi saman Lübeck og Hamborg svo ekki þurfti lengur að sigla gegnum dönsku sundin. Borgirnar tvær komu á mjög náinni samvinnu, þannig að siglingar og verslun um Eystrasalt fór í gegn- Ljósmynd/Ómar Óskarsson Horft niður eftir Glockengiesserstrasse. Günter Grass-Haus er númer 21. Lübeck – drottning Hansasambandsins Lübeck hlýtur að teljast með fallegri borgum Evrópu. Mestur hluti gamla borgarkjarnans á hólmanum þar sem árnar Trave og Wakenitz mætast var settur á heimsminjaskrá UNESCO árið 1987, en borgarmyndin þar hefur að miklu leyti haldist óbreytt frá 14. öld Texti og myndir: Ómar Óskarsson omarscz@simnet.is Göngubrú yfir Obere Trave. Skemmtibátar bíða eftir ferðamönnum. Áður fyrr voru bústaðir hinna fátækari gjarnan í bakgörðunum. Nú eru þar víða sælureitir eins og hér í Rosengang.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.