Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.03.2018, Síða 35
18.3. 2018 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 35
BÓKSALA 7.-13. MARS
Listinn er tekinn saman af Eymundsson
1 Mið-AusturlöndMagnús Þorkell Bernharðsson
2
Konan sem át fíl og
grenntist (samt)
Margrét Guðmundsdóttir
3 ÞorstiJo Nesbø
4 Það sem að baki býrMerete Pryds Helle
5 Independent PeopleHalldór Laxness
6 UppruniDan Brown
7 Hulduheimar 3 – SkýjaeyjanRosie Banks
8 Inniræktun matjurtaZia Allaway
9 Þitt annað lífRaphaëlle Giordano
10 Óvættaför 30 – AmiktusAdam Blade
1 Hulduheimar 3 – SkýjaeyjanRosie Banks
2 Óvættaför 30 – AmiktusAdam Blade
3
Stóra bókin um Hvolpa-
sveitina
Mary Tillworth
4
Lói þú flýgur aldrei einn
Styrmir Guðlaugsson/
Sigmundur Þorgeirsson
5
Lærðu að láta þér líða vel
Judith M.Glasser Ph.D./
Kathleen Nadeau Ph.D
6 Hvolpasveitin – Litabók
7 Gagn og gamanHelgi Elíasson/Ísak Jónsson
8 Íslensk barnaorðabókIngrid Markan
9 Hulduheimar 1 – ÁlagahöllinRosie Banks
10
Fuglar
Hjörleifur Hjartarson/
Rán Flygenring
Allar bækur
Barnabækur
Ég er að lesa bók sem heitir The
Angels og kynnir fyrir manni ýmsa
engla, hlutverk þeirra og tengsl
fólks við þá. Þetta er
í rauninni eins og
handbók, það er
hægt að fletta upp í
henni.
Ég var líka að
enda við að lesa
einu sinni enn bók-
ina Austræn hugsun fyrir vest-
rænan hug eftir Anthony Strano,
sem tengist lótusjóga og rajajóga
sem Lótushúsið er
með.
Þetta er á mínu
áhugasviði og þar er
líka höfuðbeina- og
spjaldhryggjar-
meðferð sem ég hef
verið að kynna mér.
Lykilbækur í því eru CranioSacral
Therapy I og II eftir John E. Up-
ledger. Ég hef verið
að lesa þetta í vetur,
tók fyrsta nám-
skeiðið í vetur og
ætla að fara dýpra í
það.
Svo er ég með
eina nýja bók á nátt-
borðinu, Mið-Austurlönd eftir
Magnús Þorkel Bernharðsson. Ég
tek hana um páskana, þá ætla ég
að fara aðeins út úr fræðunum.
ÉG ER AÐ LESA
Alma Sig-
urðardóttir
Alma Sigurðardóttir er bókasafns-
og upplýsingafræðingur.
Bókaforlagið Partus heldur sínu striki með út-
gáfu Meðgönguljóða, bókaröð sem helguð er
nýjabruminu í íslenskri ljóðlist. Í síðustu viku
komu úr þrjár bækur í röðinni.
Salt heitir ljóðabók Maríu Ramos. Hún lauk
stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Hamra-
hlíð og hefur áður birt ljóð og smásögu í skóla-
blaði MH. Salt er fyrsta ljóðabók Maríu. Í bók-
inni er að finna ljóð um konur sem skrifa, ljóð
um seltuna í tilverunni. Saltið býr í tárunum og
harminum, en það skerpir líka bragðið af lífinu
og vekur okkur upp af doðanum.
Díana Sjöfn Jóhannsdóttir er líka að gefa út
sína fyrstu ljóðabók og nefnir hana Freyju.
Díana lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum
við Hamrahlíð og grunnnámi í almennri bók-
menntafræði og ritlist frá Háskóla Íslands.
Díana stundar nú framhaldsnám í menningar-
fræði við sama skóla. Í bókinni er að finna vafn-
ingalaus ljóð um flækjurnar og hnútana í lífinu
og dauðanum og tilraunir okkar til þess að leysa
þá með orðum.
Þriðja frumraunin er Ódauðleg brjóst eftir
Ásdísi Ingólfsdóttur, ljóðabók þar sem heilt líf liggur undir, frá áták-
anlegri reynslu ungrar stúlku til þroskaðra til-
finninga og hugsana fullorðinsáranna. Ásdís
lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við
Hamrahlíð, BS-prófi í jarðfræði og meistara-
prófi í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands. Ásdís
starfaði sem blaðamaður á Morgunblaðinu og
hefur gefið út prjónablað og námsbækur. Hún
hefur birt ljóðaþýðingar í Stínu og Tímariti
Máls og menningar og ljóð hennar og smásög-
ur hafa birst í enskum þýðingum. Ásdís stundar
nám í ritlist við Háskóla Íslands.
NÝJAR BÆKUR
Fyrir rúmum áratug kom út nýíslensk þýðing á Biblíunni oglögðu margir hönd á plóg. Einn
af þeim var Jón Rúnar Gunnarsson
málfræðingur og lektor í almennum
málvísindum við Háskóla Íslands
(1940-2013) sem
vann að þýðingu
nokkurra bóka
Biblíunnar. Ein
af þeim bókum
var Esterarbók
sem Jón þýddi
1992.
Er Jón hafði
lokið þýðingu á
Esterarbók, eða því sem hann kallaði
þýðingartillögu, skilaði hann einnig
inn greinargerð um þýðingartillögu
sína þar sem finna mátti rökstuðning
fyrir þeirri leið er hann fór og ítarleg-
ar skýringar með dæmum. Til marks
um hve vandvirkur Jón var má nefna
að sjálf er Esterarbók um tíu síður í
Biblíunni, en greinargerð Jóns ríf-
lega hundrað síður.
Þessi greinargerð var stíluð á þýð-
ingarnefnd Hins íslenska biblíufélags
og ætluð henni, en að Jóni gengnum
ákvað eiginkona hans, Margrét Jóns-
dóttir prófessor, að koma henni á bók
sem Háskólaútgáfan gaf út.
Í spjalli við Margréti kemur fram
að greinargerð Jóns hafi ekki verið til
á tölvutæku formi, hún hafi aðeins
verið til útprentuð og því hafi það
kostað mikla vinnu að búa hana til
prentunar. „Jón var mikill fullkomn-
unarsinni og honum fannst ekkert
sem hann gerði nóg gott til að gefa
það út, en ég vissi að hann hefði lagt
mikla vinnu í þetta verk á sínum tíma
og sent Biblíunefndinni það. Það var
þó ekki til í tölvu og því þurfti að ljós-
lesa það allt. Það var meiriháttar mál
sem hefði aldrei gengið upp nema
fyrir það að Bjarki Karlsson skáld og
málfræðingur vann í þessu með mér í
mörg ár; ég get ekki sagt þér hve
margar vinnustundir hafa farið í
þetta verk.“
Margrét segir að vissulega megi
alltaf deila um þýðingar, en að bókin
sýni það hver hversu fjölhæfur Jón
var, hve mikla þekkingu hann hafði á
tungumálum og hve vandaður og ná-
kvæmur hann var í sinni vinnu. „Af
inngangi Jóns að verkinu, sem er afar
merkilegur, má ráða að hann heill-
aðist af þessum heimi. Raunar veit ég
það vel enda fylgdist ég vel með verk-
inu."
– Hvað þýðinguna varðar þá er
hún í senn fagleg og fræðileg, fyrir
mér sem leikmanni í það minnsta, en
það er mikil kúnst að færa svona
gamlan texta til nútímans.
„Það er ekki auðhlaupið að því að
þýða Biblíutexta. Taka þarf ákvörðun
um hvert málsniðið skuli vera. Mark-
miðið er að orðið komist til allra, text-
inn sé öllum skiljanlegur, en um leið
skal málið vera hátíðlegt, jafnvel svo-
lítið upphafið. Þetta getur verið snú-
ið. En mér finnst Jóni takast þetta af-
ar vel.“
Margrét segir að ýmsir hafi lagt
henni lið við samantekt bókarinnar
og útgáfuna. Vinna og alúð Bjarka
Karlssonar hafi skipt sköpum en
einnig nefnir hún Svein Valgeirsson
Dómkirkjuprest, sem hafi lagt lið við
hebreskuna í bókinni og Ragnar
Helga Ólafsson sem hafi hannað káp-
una af einstakri smekkvísi.
Fullkomnunarsinni
Í bókinni Esterarbók – þýðing og fræðilegar forsendur er birt greinargerð
Jóns Rúnars Gunnarssonar fyrir þýðingu biblíusögunnar af Ester, þeirri er
varð drottning Medea og Persa, en bókin er gefin út í minningu Jóns.
Árni Matthíasson arnim@mbl.is
Ljósmynd/Margrét Jónsdóttir
Jón Rúnar
Gunnarsson
málfræðingur.
Viðarhöfða 1, 110 Reykjavík | Sími 566 7878 | rein.is
Bakteríuvörn
Kvarts steinn frá Silestone er fáanlegur í fjölbreyttum áferðum og litum.
Silestone bjóða einir upp á borðplötur með varanlegri
bakteríu- og sveppavörn.
Gefðu heimilinu ferskleika og líf á þínum forsendummeð Silestone.
Blettaþolið Sýruþolið
Högg- og
rispuþolið
Kvarts steinn
í eldhúsið
silestone.com