Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.03.2018, Qupperneq 37

Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.03.2018, Qupperneq 37
heimili Ívars, sem er strákurinn í ÍBV. Við lögðum okkur líka fram við að finna flottar leiðir til að taka upp leikina, fljúga yfir vellina á ákveðinn hátt og koma inn úr Herjólfsdal með svakalegum þyrluskotum. Þetta er bara eins og risastór hollywood- mynd tekin í Vestmannaeyjum,“ segir hann en krakkar eru kröfu- harðir kvikmyndagestir. Mynd fyrir alla ættina „Það er nú málið, þeir bíógestir sem gera mestar kröfur eru einmitt krakkar. Þeir eru ekkert að pæla í því hvort þetta sé lítil íslensk mynd eða risastór ofurhetjumynd. Þeir gera bara þær kröfur að þessar myndir séu jafnvígar. Við erum svo- lítið að veðja á það, maður tekur stórt upp í sig en við förum alla leið í þessu. Það eru notaðir allir helstu fagmenn kvikmyndaiðnaðarins og helstu leikarar á Íslandi. Við erum að reyna að gera þetta að íslenskri stórmynd fyrir krakkana og fjöl- skyldur þeirra,“ segir hann og bætir við að myndin ætti að höfða til breiðs aldurshóps. „Þetta er ættarmynd, ekki einu sinni bara fjölskyldumynd, það á að halda ættarmót í bíósölum Íslands næstu vikurnar finnst mér,“ segir hann og hlær. Var eitthvað óvænt sem kom upp við tökurnar síðasta sumar? „Óveður setti pínu strik í reikn- inginn; við fengum vont verður fyrsta og annan daginn og það riðl- aði tökuplaninu okkar. Það var mjög vel skipulagt og það mátti eiginlega ekkert klikka vegna samninga við mótsnefnd og síðan voru það leik- arar sem þurfti að koma út í eyju og aftur til baka,“ segir Bragi Þór en allt gekk upp á endanum. Sjóveiki og sprang Honum er einnig minnisstæður tökudagur með átján krakka á báti heilan dag. Þá hafi leikstjórinn, að- stoðarleikstjórinn og framleiðendur átt fullt í fangi með að passa upp á að börnin yrðu ekki sjóveik, skutla í land til að jafna sig og gefa kakó til að hressa við. „Það þurftu allir að vera jafn- hressir í senunni og það var ævintýri að ná því í gegn án þess að það sæist að einhver væri veikur. Það er svona eftirminnilegast,“ segir Bragi Þór og minnist líka á daginn þegar farið var inn í Spröngu. „Við vorum með risastóran krana sem elti aðalhetjurnar okkar upp klettinn þar sem þeir komu sér í stöðu til að spranga. Fyllsta öryggis var gætt en við notum myndavél- arnar til að láta þetta líta svolítið hættulega út.“ Fyrsta bíóástin Bragi Þór hlakkar til að sýna krökk- unum myndina en hann fékk sjálfur bíóbakteríuna snemma, níu ára gam- all eftir að hafa séð mynd Stevens Spielbergs E.T. árið 1983. Önnur bíóminning úr æsku er að hafa verið að bíða eftir miðum á Löggulíf á Ráðhústorginu á Akureyri. „Ég var fyrir norðan um helgina og það eru plaköt utan á Nýja-Bíói á Akureyri af Víti í Vestmannaeyjum og Ready Player One, nýrri mynd Spielbergs, míns helsta átrúnaðar- goðs í kvikmyndum. Það kom mér í opna skjöldu þegar ég sá þetta á plakataveggnum og var pínu móment fyrir mig,“ segir Bragi Þór. Allra eftirminnilegast finnst hon- um samt samstarfið við leikarana ungu. „Krakkarnir koma ómótaðir í að- stæðurnar en það er hlutverk mitt sem leikstjóra að fá þá til að leika óþvingað og eðlilega. Ég vil gefa þeim mikið lof fyrir hvernig þau eignuðu sér aðstæður, myndina og andrúmsloftið í henni. Þessi mynd er um krakkana og fyrir þá og alla ís- lenska krakka.“ Fálkar og Fylkir. Það eru mörg ævintýri utan vallarins í myndinni. Ljósmynd/Elma Karen ’ Við förum alla leið í því og reynum að skapa fótboltaatriðin eins raunveruleg, hættuleg og stór og hugsast getur með tilheyrandi hljóðmynd, tónlist og leik TÓNLIST Elton John hefur tilkynnt útgáfu nýrrar plötu sem mun bera nafnið Revamp en á henni verður að finna mörg af hans þekktustu lögum í flutningi tónlistarfólks á borð við The Killers, Lady Gaga, Florence & The Machine og Queens Of The Stone Age. Platan kemur út 6. apríl næst- komandi en á henni verður að finna lög hans í nýjum út- gáfum og má þar nefna „We All Fall In Love“, „Candle In The Wind“ og „Your Song“. Á plötunni koma enn- fremur við sögu Coldplay, Ed Sheeran, Sam Smith, Miley Cyrus og Mumford & Sons. „Það er alltaf mikið hrós þegar listamaður elskar lag þitt nógu mikið til að taka sér tíma til þess að endurvinna það að sínum hætti,“ hefur NME.com eftir tónlistarmanninum. Elton John í nýjum búningi Elton John er þekktur m.a. fyrir skrautlegan klæðnað. AFP 18.3. 2018 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 37 SJÓNVARP James Corden gerði grín að Trump og rannsókn Roberts Muell- ers á því hvort núverandi Bandaríkja- forseti hafi unnið með Rússum í kosn- ingabaráttu sinni. Corden lék í atriði í spjallþætti sínum The Late Late Show á móti söngvaranum Shaggy sem tók lag sitt „It Wasn’t Me“ ásamt Corden, sem er liðtækur söngvari. Lagið var þó með nýjum og gamansömum texta sem tók á mörgu því sem hefur gerst í for- setatíð Trumps. Trump (Shaggy) svar- aði þar Mueller (Corden) ítrekað „It Wasn’t Me “. Shaggy sem Trump James Corden og Shaggy. Helga Mogensen Kristin Sigfríður Garðarsdóttir Vagg og velta Íslensk hönnun - Íslenskt handverk Vesturgötu 4, 101 Reykjavík, s. 562 8990 www.kirs.is, Kirsuberjatréð Íslensk Hönnun Opið: Mán.-fös. 10-18, lau. 10-17, sun 10-17 Sími: 411 5000 • www.itr.is Fyrir líkama og sál Laugarnar í Reykjavík Frá morgnifyrir alla fjölskylduna í þínu hverfi t i l kvölds Atvinna

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.