Morgunblaðið - 27.04.2018, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. APRÍL 2018
Gunnar Rögnvaldsson segir að„níu af hverjum tíu gjaldeyr-
isviðskiptafærslum í heiminum
eru í Bandaríkjadölum. Umfangið
er 5,1 billjón dala á dag, segir í
grein Wall Street Journal í dag
Tveir þriðju allra forða seðla-
banka heimsins eru í Bandaríkja-
dölum
Evran hefur sem forðamynt
seðlabanka fallið
úr 28 prósentu
hlutfalli niður í
20 prósent eftir
að í ljós kom að
hún leiðir þau
lönd sem tóku
hana upp frekar
inn í þjóðargjald-
þrot, en til hag-
sældar.
Hin kínverska mynt undra-lands á leið í japanskt hrun
er 1,2 prósent af gjaldeyr-
isforðum seðlabanka heimsins og
hún er notuð í 1,6 prósentum af
greiðslum. Það undraland ásamt
Íran bindast nú samtökum um að
skáka Bandaríkjadal. Með hverju,
veit ég hins vegar ekki.
Fyrir evrulöndin snýr máliðmeð evruna þannig að þeim
var kastað á bál pólitísks rétt-
trúnaðar. Á því báli er efnahag
evruríkja fórnað svo að pólitísk
elíta í ESB-klaustrum geti baðað
sig í ösku þeirra á báli rétttrún-
aðar, og pískað sig daglega með
evrum. Sjálfspyntingar í nafni
rétttrúnaðar eru enda evrópsk
sérfræði. Næsta skref evrulanda
niður til botns er þegar tekið.
Heimilum evrulanda var rúst-að svo að stærstu evruríkin
gætu flutt út. Eru þau nú svo út-
flutningsháð að troll alþjóðavæð-
ingar sem verið er að draga inn,
áður tog þess tekur togaraflota
heimsins niður, mun koma ESB
endanlega fyrir sem hinum nýja
þriðja heimi evruríkis. Evrusvæð-
ið sjálft er í trollinu.“
Gunnar
Rögnvaldsson
Í fáum dráttum sýnt
STAKSTEINAR
Læknarnir Tómas Guðbjartsson og
Ólafur Már Björnsson verða með
fyrirlestur í Ísafjarðarbíói í dag,
föstudag, kl. 18 í samstarfi við
Ferðafélag Íslands. „Ósnortin víð-
erni á Íslandi“ nefnist yfirskrift
fundarins.
Þar munu þeir Tómas og Ólafur
sýna ljósmyndir og drónaskot frá
miðhálendi Íslands en einnig af
fossunum og víðernunum upp af
Ófeigsfirði á Ströndum, þar sem
áform hafa verið uppi um að reisa
Hvalárvirkjun.
Fyrirlesturinn tekur um 40 mín-
útur og á eftir fara fram umræður.
Aðgangur er ókeypis en búast má
við nokkurri þátttöku þar sem
fjöldi gesta er staddur á Ísafirði
vegna Fossavatnsgöngunnar.
Ósnortin
víðerni sýnd
á Ísafirði
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Ófeigsfjörður Fjallað verður m.a.
um fossana í firðinum vestra.
eldu á milli fimm girnilegra tegunda
f Snack Pot frá Knorr. Réttirnir eru
ægilegir, ljúffengir og fljótlegir.
ynntu þér úrvaIið á KNORR.IS
V
a
þ
Veður víða um heim 26.4., kl. 18.00
Reykjavík 5 skýjað
Bolungarvík 3 alskýjað
Akureyri 4 alskýjað
Nuuk 1 léttskýjað
Þórshöfn 6 skýjað
Ósló 9 heiðskírt
Kaupmannahöfn 9 skúrir
Stokkhólmur 11 skúrir
Helsinki 11 skúrir
Lúxemborg 12 heiðskírt
Brussel 14 heiðskírt
Dublin 10 skúrir
Glasgow 11 léttskýjað
London 13 skúrir
París 15 heiðskírt
Amsterdam 11 léttskýjað
Hamborg 10 skúrir
Berlín 11 skúrir
Vín 12 rigning
Moskva 9 skýjað
Algarve 20 léttskýjað
Madríd 24 heiðskírt
Barcelona 20 léttskýjað
Mallorca 18 heiðskírt
Róm 23 heiðskírt
Aþena 24 léttskýjað
Winnipeg 8 léttskýjað
Montreal 8 rigning
New York 13 léttskýjað
Chicago 12 heiðskírt
Orlando 23 skýjað
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
27. apríl Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 5:13 21:39
ÍSAFJÖRÐUR 5:04 21:57
SIGLUFJÖRÐUR 4:47 21:41
DJÚPIVOGUR 4:39 21:11
Magnús Heimir Jónasson
mhj@mbl.is
Bergur Ebbi, rithöfundur og ljóð-
skáld, og Ólafur Stefánsson, frum-
kvöðull og fyrrverandi landsliðsfyr-
irliði í handbolta, voru kosnir í stjórn
UN Women á aðalfundi samtakanna
í Miðstöð Sameinuðu þjóðanna á Ís-
landi. Elín Hrefna Ólafsdóttir lög-
fræðingur og Karen Áslaug Vignis-
dóttir hagfræðingur gáfu ekki kost á
sér til áframhaldandi stjórnarsetu.
Íslenska landsnefndin er fyrir vikið
fyrsta landsnefnd stofnunarinnar
sem skipuð er til jafns konum og
körlum.
Umsvif íslenskrar landsnefndar
UN Women hafa aukist mikið und-
anfarin ár og jukust framlög lands-
nefndarinnar til verkefna UN Wo-
men um 40% á milli áranna 2016 og
2017. Framlag landsnefndarinnar til
alþjóðlegra verkefna árið 2017 var 94
m.kr., bæði söfnunartekjur sem og
tekjur af söluvarningi, jókst veru-
lega en 83% aukning var á tekjum af
söluvarningi frá fyrra ári, að því er
segir í fréttatilkynningu samtak-
anna. Árið 2017 sendi íslensk lands-
nefnd UN Women annað árið í röð
hæsta framlag til verkefna UN Wo-
men, allra fimmtán landsnefnda og
þá óháð höfðatölu.
Ný stjórn UN Women á Íslandi
Ljósmynd/aðsend
Jafnrétti Stjórn UN Women.
Á myndinna vantar tvo meðlimi.
Bergur Ebbi og Ólafur Stefánsson
kosnir í stjórnina Jafnt kynjahlutfall