Morgunblaðið - 27.04.2018, Page 14

Morgunblaðið - 27.04.2018, Page 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. APRÍL 2018 KRINGLU OG SMÁRALIND HERRASKÓR SKECHERS FLEX ADVANTAGE HERRASKÓR MEÐ STÖMUM BOTNI SEM HENTAR VEL TIL VINNU Á SLEIPU OG HÁLU GÓLFI. STÆRÐIR 41-47,5 ERUM EINNIG MEÐ DÖMUTÝPUR MEÐ SAMA BOTNI. VERÐ: 12.995 Uwe Beyer, akstursþjálfari frá Mercedes Benz, hefur verið hér á landi við að leiðbeina íslenskum rútubílstjórum. Fer þjálfunin fram á vegum bílaumboðsins Öskju sem flutti inn nýja rútu m.a. til þessa verkefnis. Rútan er af gerðinni To- urismo, sem hefur verið endur- byggð og breytt í útliti, sem m.a. hefur í för með sér minni eldsneyt- iseyðslu. Að sögn Guðna Sveins Theodórs- sonar, ökukennara og milligöngu- manns í verkefninu, er Uwe mörg- um íslenskum bílstjórum að góðu kunnur í gegnum akstursþjálfun- arnámskeið sem Ökuland ökuskóli hefur haldið á sérhönnuðu æfinga- svæði við Hockenheim-kappakst- ursbrautina í Þýskalandi. Íslenskum rútubíl- stjórum leiðbeint Rútuakstur Uwe Beyer, til vinstri, og Guðni Sveinn Theodórsson frá Ökulandi. Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Nýr Landspítali ohf (NLSH) hefur auglýst útboð, í samstarfi við Rík- iskaup og Framkvæmdasýslu rík- isins, vegna framkvæmda við Hring- brautarverkefnið. Um er að ræða framkvæmdir vegna jarðvinnu fyrir meðferðarkjarnann, götur, göngu- stíga, bílastæði og annan lóðafrá- gang, ásamt fyrirhuguðum bílakjall- ara. Tilboðin verða opnuð hjá Ríkiskaupum 6. júní nk. Gunnar Svavarsson, fram- kvæmdastjóri NLSH, segir í samtali við Morgunblaðið að lengi hafi verið beðið eftir þessum áfanga. Það hefur löngum verið um það deilt hvort Nýr Landspítali eigi að rísa við Hring- braut eða annars staðar. Aðspurður hvort hann teldi, nú þegar fram- kvæmdir væru komnar á þetta stig, að deilum um staðsetningu Nýja Landspítalans við Hringbraut væri hugsanlega lokið, sagði Gunnar: „Við höfum verið að vinna eftir lög- um númer 64 frá 2010, sem kveða á um það að verkefnið skuli fara fram við Hringbraut. Auðvitað eru ólíkar skoðanir gagnvart stórum fram- kvæmdum. Það verða alltaf ein- hverjir sem munu gagnrýna Hring- brautarvalið.“ Gunnar segir að vissulega megi búast við miklu raski, enda mikil framkvæmd hér á ferð. Verkefnið sé ekki óumdeilt. Gunnar segir að kostnaðurinn við þennan áfanga verði mikill og hlaupi á milljörðum, enda um að ræða alla jarðvinnu fyrir meðferðarkjarnann, auk mjög stórs hluta af gatnagerð- arverkefninu. Hann segir að útboð vegna jarð- vinnu við nýjan meðferðarkjarna sé stór áfangi í Hringbrautarverkefn- inu. Nýr meðferðarkjarni, sem muni verða 66 þúsund fermetrar, muni gerbreyta allri aðstöðu fyrir sjúk- linga, starfsmenn og aðstandendur. Samkvæmt áætlunum muni bygg- ingu spítalans verða lokið 2024 í samræmi við framlagða fjár- málaáætlun 2019-2023. Fulln- aðarhönnun standi nú yfir og hafi verið notuð aðferðarfræði not- endastuddrar hönnunar sem leiði það af sér að hagsmunaaðilar taki virkan þátt í hönnunarferlinu. „Hönnun hússins er í höndum Corpus-hópsins, en Spital-hópurinn sér um gatna-, veitna- og lóðahönn- un“ segir Gunnar. Líkt og fram kemur í máli Gunn- ars er meðferðarkjarninn stærsta byggingin í uppbyggingu Hring- brautarverkefnisins, en aðrar bygg- ingar eru nýtt sjúkrahótel, sem þeg- ar er risið og verður tekið í notkun innan skamms, rannsóknahús og bílastæða-, tækni- og skrifstofuhús. Útboð vegna jarðvinnu stór áfangi Nýja Landspítalans  Framkvæmdastjórinn segir að einhverjir muni alltaf gagnrýna staðsetningu Mannvirki Líkan af meðferðarkjarna nýs Landspítala sem á að rísa sunnan við núverandi aðalbyggingu spítalans. Héraðsdómur Reykjavíkur hef- ur hafnað beiðni Valitors um dóm- kvaðningu tveggja nýrra matsmanna í máli fyrirtækjanna Datacell og Suns- hine Press Pro- ductions gegn Valitor. Úrskurður þess efnis var kveðinn upp í gær. Í málinu krefjast fyrirtækin þess að Valitor greiði Sunshine Press Pro- ductions tæpa 7,7 milljarða króna í bætur og DataCell um 405 milljónir króna. Áður höfðu stefnendur aflað mats dómkvaddra matsmanna sem var lagt fram í dómi fyrir rúmum tveimur árum síðan. Málið snýst um það hvert fjártjón Datacell og Suns- hine Press Productions hafi verið við það að greiðslugátt fyrir Wiki- leaks hafi verið lokað í 617 daga. Beiðni Valitors um matsmenn hafnað Heilsumiðstöðin sem rekur Hótel Ísland, og er aðili að rammasamningi Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) um hótelþjónustu á höfuðborg- arsvæðinu, hefur orðið við ósk SÍ um að framlengja tímabundið aðild sína að rammasamningnum þar sem tafir hafa orð- ið á opnun sjúkrahótels á Hringbraut. Fram kemur í fréttatilkynningu frá Hótel Íslandi að aðstandendur (ættingjar eða vinir sjúklings) þurfi ekki lengur að greiða fyrir gistingu dvelji þeir í herbergi með sjúkratryggðum hótelgesti. Gunnar Svavarsson segir að nýja sjúkrahótelið verði tekið í notkun með haustinu. Opnun þess hafi tafist vegna þess að þéttingarkerfi klæðningar hússins hafi ekki verið talin uppfylla jarðskjálfta- og öryggiskröfur. Verður opnað með haustinu NÝTT SJÚKRAHÓTEL VIÐ HRINGBRAUT Nýja sjúkrahótelið við Hringbraut. Pétur Hrafn Sigurðsson, bæjar- fulltrúi í Kópavogi, er áfram efstur á lista Samfylkingarinnar, sem kynnti stefnumál sín í gær fyrir kosningarnar 26. maí. Vill flokk- urinn m.a. að öll börn fái leik- skólapláss frá 12 mánaða aldri og að starfsaðstæður leikskólakenn- ara og starfsfólks verði bættar. Fjölbreytt framboð verði á húsnæði í Kópavogi og ráðast þurfi gegn fá- tækt í bænum. Einn liður í því verði að hækka íþrótta- og tómstunda- styrki fyrir börn í 80 þúsund kr. Í öðru sæti á listanum er Bergljót Kristinsdóttir, Elvar Páll Sigurðs- son er í þriðja sæti og Donata H. Bukowska í því fjórða. Heiðurssæti listans skipar núver- andi bæjarfulltrúi flokksins, Ása Richardsdóttir. Kópavogur Fjórir efstu frambjóðendur á lista Samfylkingarinnar í Kópavogi. Pétur Hrafn áfram efstur í Kópavogi Guðlaug S. Kristjánsdóttir, sjúkraþjálfari og forseti bæjar- stjórnar Hafnar- fjarðar, skipar efsta sætið á nýj- um Bæjarlista í Hafnarfirði fyrir komandi kosn- ingar. Guðlaug fór inn í bæjar- stjórn í síðustu kosningum fyrir Bjarta framtíð. Í tilkynningu segir að Bæjarlistinn sé óháður stjórn- málaflokkum, skipaður fólki sem vilji hafa jákvæð áhrif á nær- umhverfi sitt. Í öðru sæti er Birgir Örn Guðjónsson lögreglumaður og Helga Björg Arnardóttir tónlistar- maður í þriðja sæti. Guðlaug gengur til liðs við Bæjarlistann Guðlaug S. Kristjánsdóttir Mun fleiri hafa kosið utankjör- fundar hjá embættum sýslumanns en fyrir síðustu sveitarstjórnar- kosningar, 2014. Í gær höfðu um 270 manns kosið á öllu landinu, í samanburði við um 100 fyrir fjórum árum, þegar mánuður var til kosn- inga. Í Reykjavík hafa 207 kosið, voru 60 á sama tíma árið 2014. Fleiri kosið utan kjörfundar en síðast 2018

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.