Morgunblaðið - 27.04.2018, Page 18

Morgunblaðið - 27.04.2018, Page 18
Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Margir sérfræðingar í málefnum Kóreuríkj- anna eru efins um að fundir leiðtoga Norður- Kóreu, Kim Jong-un, með forseta Suður-Kóreu í dag og síðar með Donald Trump Bandaríkja- forseta verði til þess að norðurkóreska ein- ræðisstjórnin afsali sér kjarnavopnum eins og bandarísk stjórnvöld hafa krafist. Varanleg lausn á deilu Bandaríkjanna og Norður-Kóreu um kjarnavopn einræðisstjórnarinnar myndi krefjast tilslakana sem ríkin tvö hafa ekki léð máls á. Walter Russell Mead, bandarískur prófessor og sérfræðingur í utanríkismálum, telur að skilaboðin frá Kim fyrir leiðtogafundina bendi ekki til þess að einræðisstjórn hans ætli að af- sala sér kjarnavopnum. „Hann hefur frekar sent þau skilaboð að hann vilji hjálpa Trump forseta ef Trump hjálpar honum. Norður-- Kóreustjórn myndi samþykkja kjarnorkuaf- vopnun sem markmið og stöðva kjarnorkutil- raunir; Bandaríkjastjórn myndi í staðinn fallast á að aflétta sumum af refsiaðgerðunum og styðja samningaviðræður um frið,“ segir pró- fessorinn í grein í The Wall Street Journal. Mead telur að Trump geti lýst yfir sigri eftir fundinn ef Kim heitir því að stöðva eldflaugatil- raunir N-Kóreumanna. Hægt verði þá að halda áfram viðræðum um varanlegan frið á Kóreu- skaga og allir ráðamennirnir geti flutt fjálgleg- ar ræður um kjarnorkuafvopnun á Kóreuskaga. Trump og dyggustu stuðningsmenn hans gætu síðan hampað þessum „sigri“ og lýst hon- um sem sönnun þess að forsetinn væri afburða- snjall samningamaður. Ólík markmið Kim Jong-un ræðir við forseta Suður-Kóreu, Moon Jae-in, á hlutlausa beltinu við landamæri Kóreuríkjanna í dag. Fundurinn fer fram í Friðarhöllinni sem er Suður-Kóreumegin á hlutlausa beltinu og þetta er í fyrsta sinn sem leiðtogi einræðisstjórnar Norður-Kóreu fer á suðurkóreskt landsvæði frá því að Kóreustríð- inu lauk fyrir 65 árum. Meginmarkmiðið með fundinum er að greiða fyrir fyrirhuguðum fundi Trumps með Kim Jong-un sem gert er ráð fyrir að verði haldinn í maí eða júní. Skilaboðin frá Kim fyrir fundina hafa hljómað vel. Einræðisherrann hefur sagt að hann vilji ræða kjarnorkuafvopnun á Kóreuskaga og hann sagði um síðustu helgi að hann hefði ákveðið að stöðva kjarnorkutilraunir N-Kóreu- manna og tilraunir þeirra til að þróa langdræg- ar eldflaugar sem hægt væri að skjóta á megin- land Bandaríkjanna. Norður-Kóreumenn hafa þó áður lýst því yfir að þeir hafi hætt slíkum til- raunum og léð máls á kjarnorkuafvopnun, jafn- vel undirritað samninga sem þeir hafa síðan ekki staðið við. „Það eru margar ólíkar leiðir til að túlka orða- lag Norður-Kóreumanna – menn geta túlkað orðin bókstaflega, lesið á milli línanna, eða túlk- að þau þannig að það endurspegli vonir þeirra sjálfra,“ hefur fréttaveitan AFP eftir Koh Yu- hwan, prófessor í Norður-Kóreufræðum við Dongguk-háskóla í Seoul. Hann segir að leið- togar Bandaríkjanna og Kóreuríkjanna tveggja hafi ólík markmið í viðræðunum. „Í augum Trumps er brýnast að koma í veg fyrir að Norður-Kóreumenn geti lokið þróun eldflauga sem gætu dregið til Bandaríkjanna. Í augum stjórnvalda í Norður-Kóreu er mikilvægast að koma í veg fyrir að Bandaríkjaher geri árás á landið og hefja samningaviðræður sem kjarn- orkuveldi til að bæta efnahag landsins. Ráða- mennirnir í Suður-Kóreu vilja fá Norður-Kóreu og Bandaríkin til að hefja viðræður um frið- samlega lausn og bæta tengsl Kóreuríkjanna.“ Sama setningin í viðræðunum getur þannig ver- ið túlkuð með ólíkum hætti í löndunum þremur. Óljós krafa um öryggistryggingar Þegar Norður-Kóreumenn hafa talað um að þeir vilji kjarnorkuafvopnun á Kóreuskaga hafa þeir sett þau skilyrði að bandarísku hersveit- irnar í Suður-Kóreu verði fluttar þaðan og stjórnin í Washington skuldbindi sig til að beita ekki kjarnavopnum til að vernda landið. Banda- rísk stjórnvöld hafa aldrei léð máls á slíkum samningi. Moon hefur sagt að Norður-Kóreu- menn hafi ekki sett fram slík skilyrði með skýr- um hætti í aðdraganda leiðtogafundarins í gær en talað óljóst um „öryggistryggingar“. Suður-kóreski stjórnmálaskýrandinn Hong Min telur að refsiaðgerðir Sameinuðu þjóðanna og sú stefna Trumps að beita Norður-Kóreu- stjórn „hámarksþrýstingi“ hafi orðið til þess að Kim „virðist nú vera viljugri en nokkru sinni fyrr“ til að fallast á tilslakanir í deilunni um kjarnavopnin. Hann segir að besta mögulega niðurstaða fundar leiðtoga Kóreuríkjanna í dag væri að Kim skuldbyndi sig með skýrum hætti til að stefna að kjarnorkuafvopnun og nákvæm- ari tillögur um framkvæmd hennar yrðu síðan ræddar á fundi hans með Trump, m.a. um eftir- lit vopnasérfræðinga Sameinuðu þjóðanna með kjarnorkustöðvum Norður-Kóreumanna. Aðrir fréttaskýrendur eru þó efins um að þetta verði niðurstaðan og segja að þótt yfir- lýsing N-Kóreumanna um að stöðva kjarnorku- tilraunirnar hljómi vel sé ekki víst að hún hafi mikla þýðingu þar sem þeir eigi nú þegar kjarnavopn og þurfi ekki lengur að sprengja kjarnorkusprengjur í tilraunaskyni. Stjórnin í N-Kóreu sagði reyndar um helgina að frekari tilraunir væru óþarfar þar sem hún hefði náð markmiðum sínum um þróun kjarnavopna. Ein- Yeonpyeong Baengnyong Gangneung NORÐUR-KÓREA SUÐUR-KÓREA Seoul Pjongjang Saga átaka og spennu á Kóreuskaganum Leiðtogar Suður-Kóreu og Norður-Kóreu undirrituðu vopnahléssamkomulag 27. júlí 1953, en hann var aldrei staðfestur með formlegum friðarsamningi. Nokkrum sinnum hefur komið til átaka sem hafa valdið mikilli spennu og jafnvel hættu á nýju stríði. 19. janúar 1967 21. janúar 1968 18. ágúst 1976 Norðurkóreskir hermenn réðust á hóp manna sem voru að höggva tré á hlutlausa beltinu. Tveir bandarískir hermenn biðu bana. 9. október 1983 Norður-Kóreumenn gerðu sprengjuárás á grafhýsi í Yangon í Búrma þegar forseti Suður-Kóreu, Chun Doo-hwan, var þar í heimsókn. Hann komst lífs af en 21 lét lífið. Útsendararnir reyndu að komast hjá handtöku í Barein með því að taka inn banvænt eitur en einn þeirra (Kim Hyun-hee) lifði af og var handtekinn. Talið er að um 50 N-Kóreumenn hafi látið lífið Park Chung-hee Norðurkóreskt stórskotalið skaut á suðurkóreska skipið Dangpo í Gulahafi. Skipið sökk og 39 af 70 skipverjum létu lífið. 31 sérsveitarmaður frá Norður-Kóreu laumaði sér inn á svæði nálægt Bláa húsinu, aðsetri og skrifstofu forseta Suður-Kóreu í Seoul, til að myrða Park Chung-hee, þáverandi forseta. Suðurkóreskir öryggisverðir komu í veg fyrir tilræðið og urðu tveimur Norður-Kóreu- mönnum að bana í skotbardaga. Kim Hyun-hee September 1996 Suðurkóreskur njósnakafbátur strandaði nálægt Gangneung í Suður-Kóreu. 24 bátsverjar og útsendarar lágu í valnum eftir 45 daga leit. 23. nóvember 2010 N-Kóreumenn skutu sprengjum á eyjuna Yeonpyeong, tveir sjóliðar og tveir íbúar hennar biðu bana. 15. júní 1999 Átök blossuðu upp milli herbáta undan landamæraeyjunni Yeonpyeong í Gulahafi. 1 norðurkóreskur herbátur sökk og 3 varðbátarstórskemmdust.29. júní 2002 Suðurkóreskur eftirlitsbátur sökk í átökum varðbáta Kóreuríkjanna og 6 létu lífið. 26. mars 2010 Suðurkóreska herskipið Cheonan sökk nálægt landamæraeyjunni Baengnyong í Gulahafi, 46 sjóliðar biðu bana. Alþjóðleg rannsóknarnefnd komst að þeirri niðurstöðu að herskipið hefði orðið fyrir tundurskeyti frá norðurkóreskum kafbáti. 29. nóvember 1987 Tveir útsendarar Norður-Kóreustjórnar komu fyrir sprengju í suðurkóreskri farþegavél sem sprakk í loft upp yfir Andamanhafi. 115 manns biðu bana. Sprengjuárás N-Kóreumanna í Yangon Brak úr herskipinu Cheonan híft upp Norðurkóreskur hermaður á flótta yfir hlutlausa beltið Heimildir og myndir: Sjóher Suður-Kóreu/Chosun Ilbo/AFP Photo/Sameinuðu þjóðirnar Suðurkóreskir sjóliðar fara í norður- kóreskan kafbát sem strandaði Suðurkóreskir og norðurkóreskir herbátar í átökum á Gulahafi GULAHAF Kumgang- fjall 21. ágúst 2015 13. nóvember 2017 Leiðtogi N-Kóreu, Kim Jong-un, fyrirskipaði landa- mærasveitum að búa sig undir stríð eftir að hermenn beggja ríkjanna skutu sprengjum yfir landamærin. Norðurkóreskur hermaður hljóp yfir hlutlausa beltið og félagar hans skutu á hann. Hann særðist en komst á svæði Suður- Kóreumanna og var fluttur á sjúkrahús. Helstu atburðir Kim og Trump gætu hjálpað hvor öðrum  Trump sagður geta lýst yfir sigri ef Kim lofar að binda enda á tilraunir sem ógni Bandaríkjunum 18 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. APRÍL 2018 SKRIFSTOFUHÚSGÖGN Síðumúli 35 | 108 Reykjavík | S. 568 2828 | www.holmris.is Bjóðum uppá húsgögn eftir marga fræga húsgagnahönnuði. Mörg vörumerki.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.