Morgunblaðið - 27.04.2018, Side 19

Morgunblaðið - 27.04.2018, Side 19
J Leiðtogafundur Kóreuríkjanna Kim Jong-un, leiðtogi einræðisstjórnar Norður-Kóreu, og Moon Jae-in, forseti Suður-Kóreu, hefja fundinn á markalínu sem skiptir hlutlausa beltinu við landamæri ríkjanna Panmunjom Sameiginlegt öryggissvæði Varðstöð Norður- Kóreumanna Varðstöð Suður- Kóreumanna Frelsishúsið - eftirlits- bygging Panmungak- byggingin Heimildir: AFP/Global Security/Sameinuðu þjóðirnar/Stjórn S-Kóreu/Yonhap Marka- línan NORÐUR-KÓREA SUÐUR- KÓREA Fundarskálar sem liggja þvert yfir markalínuna PJONGJANG SEOUL KÍNA NORÐUR- KÓREA SUÐUR- KÓREA GULAHAF Kim Jong-un og fylgdarlið hans fara út úr byggingunni til fundarins 1 Báðir leiðtogarnir ganga að Friðarhúsinu í fylgd hermanna sem standa heiðursvörð 2 Forseti Suður-Kóreu og fylgdarlið hans bíða sunnan við markalínuna 3Moon og Kim takast í hendur kl. 9.30 að staðartíma (00.30 að ísl.) 4 Hlutlaust belti 50 cm 4m Um 5 cm Marka- línan fundarstaðurinn Friðarhúsið er - ræðisstjórnin lýsti því þar með yfir að Norður- Kórea væri orðin kjarnorkuveldi, að mati fréttaskýrendanna. Norður-Kóreumenn sögðust einnig ætla að loka tilraunastöðinni Punggye-ri þar sem þeir hafa sprengt alls sex kjarnorkusprengjur í til- raunaskyni. Kínverskir vísindamenn fullyrtu nýlega að tilraununum í Punggye-ri hefði í reynd verið sjálfhætt því að tilraunastöðin væri ónothæf vegna síðustu sprengingarinnar sem hefði orðið til þess að göng, sem notuð voru til að sprengja kjarnorkusprengjuna, hefðu hrun- ið. Sérfræðingar í öryggismálum hafa dregið þessa fullyrðingu í efa og sagt að ekki hafi kom- ið fram neinar vísbendingar um að tilraunastöð- in sé ónothæf. Gæti reynst hættuspil Fréttaskýrendur segja ólíklegt að Norður-- Kóreumenn samþykki að tilraunastöðin verði rifin niður eða fallist á eftirlit með því að hún verði ekki notuð. Þeir óttist að eftirlitsmenn gætu aflað upplýsinga um kjarnorkutilraunirn- ar sex ef þeir fengju að rannsaka stöðina. Talið er því líklegra að Norður-Kóreumenn loki ein- faldlega stöðinni, án eftirlits, og þeir gætu þá hæglega tekið hana í notkun aftur síðar, að því er fréttaveitan Reuters hefur eftir sérfræðing- um í öryggismálum. Walter Russell Mead telur mjög ólíklegt að Kim fallist á algera kjarnorkuafvopnun eða eftirlit með því að vopnunum verði eytt þar sem einræðisstjórnin líti enn á þau sem einu trygg- inguna fyrir því að Bandaríkin reyni ekki að steypa henni af stóli. „Kimarnir vildu frekar vera einræðisherrar í fátæku landi en fyrrver- andi ráðamenn lands sem hefur hafið sig upp úr fátæktinni.“ Trump hefur sagt að hann krefjist þess að Norður-Kóreumenn eyði kjarnavopnum sínum fljótt og loforð þeirra um að stöðva kjarnorku- og eldflaugatilraunirnar dugi ekki til að refsiað- gerðunum verði aflétt. The Wall Street Journal hefur þó eftir sérfræðingum að niðurstaðan geti orðið sú að Bandaríkjastjórn sætti sig að lokum við samning sem fæli í sér að N-Kórea yrði í reynd áfram kjarnorkuveldi en að kjarnorku- og eldflaugatilraunirnar yrðu stöðvaðar. Samningur sem fæli í sér að N-Kóreumenn héldu kjarnavopnum gæti reynst dýrkeyptur og erfitt yrði að hafa eftirlit með því að þeir stæðu við hann. N-Kóreustjórn gæti t.a.m. notað vopn- in síðar til að knýja fram sameiningu Kóreu- ríkjanna á sínum forsendum. FRÉTTIR 19Erlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. APRÍL 2018 Kæru vinir, velunnarar og viðskiptavinir. Í tilefni af 25 ára afmæli Kirsuberjatrésins, bjóðum við til afmælisveislu föstudaginn 27. apríl kl. 17. að Vesturgötu 4 Okkur þætti vænt um að sjá sem flesta til að fagna þessum stóru tímamótum með okkur. Eitthvað gott í munn, fast og fljótandi verður í boði og frábær tombóla. Lúðrasveitin Svanur mun ganga frá Ingólfstorgi að Vesturgötu 4, kl. 17 og halda uppi fjörinu með lúðrablæstri. Vesturgötu 4, 101 Reykjavík, s. 562 8990www.kirs.is, Kirsuberjatréð Íslensk Hönnun Opið: Mán.-fös. 10-18, lau. 10-17, sun 10-17 25 ára Kirsuberin. 25% afsláttu r verður af völdum vörum frá kl. 17 -19 Kirsuberjatréð Fundur leiðtoga Kóreuríkjanna tveggja í dag er þriðji leiðtogafundur landanna frá því að Kóreustríðinu lauk árið 1953. Báðir fyrri fundirnir voru haldnir í Pjongjang, höfuðborg Norður-Kóreu. Fyrsti leiðtogafundurinn var haldinn í júní 2000 þegar Kim Jong-il, faðir núverandi leið- toga Norður-Kóreu, ræddi við Kim Dae-jung, þáverandi forseta Suður-Kóreu. Umfjöllun fjölmiðla og yfirlýsingar ráðamanna um fund- inn einkenndust af mikilli bjartsýni. „Nýtt tímaskeið hefur runnið upp fyrir þjóð okkar,“ sagði t.a.m. Kim Dae-jung, eftir fundinn. Bandarísk stjórnvöld töluðu um „nýja dögun“ í samskiptum Kóreuríkjanna. Annar leiðtogafundurinn var haldinn í október 2007, ári eftir að Norður-Kóreumenn sprengdu fyrstu kjarnorkusprengju sína í til- raunaskyni. Leiðtogar ríkjanna undirrituðu yfirlýsingu þar sem hvatt var til kjarnorku- afvopnunar og samnings um varanlegan frið á Kóreuskaganum. Almenningur í Suður-Kóreu virðist nú binda miklu minni vonir við leiðtogafundinn við landamæri ríkjanna í dag en fyrsta fund- inn fyrir átján árum. Margir Suður-Kóreu- menn líta á viðræðurnar sem sýndarmennsku og óttast að einræðisstjórnin í Norður-Kóreu reki rýting í bakið á þeim síðar ef refsiað- gerðunum verður aflétt. S-Kóreumenn gera sér ekki miklar vonir ÞRIÐJI LEIÐTOGAFUNDUR KÓREURÍKJANNA EFTIR STRÍÐIÐ

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.