Morgunblaðið - 27.04.2018, Qupperneq 22
22 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. APRÍL 2018
562 1717
Kletthálsi 2 - bilalif@bilalif.is
bilalif.is
Skráðu bílinn
FRÍTT
hjá okkur
Með óvísindalegri
ráðgjöf Hafrann-
sóknastofnunar hefur
það tíðkast að áætla
stofnstærð hrognkelsa
og gefa í kjölfarið ráð-
leggingu um hámarks-
afla. Í umræðum um
stofnmatið er látið að
því liggja að um sé að
ræða niðurstöðu
ábyggilegra vís-
indalegra aðferða, en svo er alls
ekki. Niðurstöðurnar eru byggðar á
því hvað veiðist af grásleppu í stofn-
mælingu botnfiska (togararallinu).
Það er vægast sagt furðulegt að vís-
indastofnun á sviði náttúrufræða
skuli beita mælingum sem gerðar
eru við botninn til að meta stofn-
stærð hrognkelsis sem heldur sig í
yfirborði sjávar utan hrygningar-
tímans.
Það ætti einnig að hringja hávær-
um viðvörunarbjöllum um áreiðan-
leika stofnstærðarmats ef stofn-
stærð hængs í ákveðinni fisktegund
sveiflast með allt öðrum hætti en
stofnstærð hrygnunnar. Það er ein-
mitt niðurstaða Hafró í tilfelli grá-
sleppunnar og rauðmagans!
Ástæðan fyrir því að stofnmat
tveggja ára er lagt til
grundvallar fyrir
ákvörðun á hámarks-
afla grásleppu er hve
mikil óvissa er í mæl-
ingunum – sannleik-
urinn er sá að aðferðin
sem stofnmatið byggist
á er vitleysa.
Ef það á að skilja
stofnsveiflur og bæta
forsendur veiðiráð-
gjafar þurfa áhersl-
urnar að fara af því að
telja fiska. Mikilvæg-
ara er að átta sig á samkeppni
hrognkelsa við aðrar tegundir um
fæðu og því hve stór hluti gráslepp-
unnar lifir af hrygninguna.
Hin eilífa
fiskatalning
Eftir Sigurjón
Þórðarson
» Það ætti að vekja
spurningar um
áreiðanleika stofn-
stærðarmats grásleppu
að mat á fjölda hænga
sveiflast með allt öðrum
hætti en mat á fjölda
hrygna.
Sigurjón Þórðarson
Höfundur er líffræðingur.
sigurjon@sigurjon.is
Árið 2014 stundaði
ég framhaldsnám í
sjúkraþjálfun í Ástr-
alíu, þrjár annir sem
jafngilda 75 ECTS-
einingum. Eins og lög
og reglur gera ráð fyr-
ir var ég í fullu starfi í
tvö ár eftir útskrift og
sótti um sérfræðileyfi í
íþróttasjúkraþjálfun í
maí 2017. Nú, 10 mán-
uðum síðar, fékk ég synjun frá land-
læknisembættinu, sem sér um veit-
ingu slíkra leyfa.
Embættinu ber að leita umsagnar
frá námsbraut sjúkraþjálfunar við
HÍ, sem það og gerði. Eftir tvær
umsagnir þar sem ég fékk kost á að
koma með athugasemdir er niður-
staða embættisins að nám mitt sé of
stutt og ekki með nægjanlega mikla
aðferða- og tölfræði. Reglugerð nr.
1127/2012 fjallar um veitingu sér-
fræðileyfis til sjúkraþjálfara. Í 8. gr.
kemur fram að námsbraut í sjúkra-
þjálfun eigi að meta hvort umsækj-
endur standist 6. gr. sömu reglu-
gerðar. Þar eru þrjú skilyrði fyrir
veitingu sérfræðileyfis; í fyrsta lagi
að hafa starfsleyfi sem sjúkraþjálf-
ari á Íslandi, í öðru lagi að hafa lok-
ið meistaraprófi eða doktorsprófi
frá viðurkenndum skóla eða hafa
sambærilega menntun og í þriðja
lagi að hafa starfað í fullu starfi við
viðeigandi sérsvið undir handleiðslu
í að lágmarki tvö ár eftir útskrift.
Námsbrautin telur nám mitt ekki
standast þessar kröfur og vísar í
viðmið um æðri menntun og próf-
gráður. Hvergi í reglugerð 1127/
2012 er minnst á að standast þurfi
þessi viðmið. Námsbraut gefur
sterklega til kynna að
ég muni fá sér-
fræðileyfi ef ég klára
15 ECTS-einingar í að-
ferða- og tölfræði á
framhaldsstigi. Slíkt
stenst ekki umrædd
viðmið sem vísað var í.
Þar stendur að meist-
aranám þurfi að vera
90-120 ECTS-einingar
og rannsóknarverkefni
eða lokaverkefni að
minnsta kosti 30
ECTS-einingar.
Það var mitt að kynna mér lög og
reglugerðir áður en ég valdi mér
nám. Einnig notaðist ég við for-
dæmi í veitingu sérfræðileyfa í
sjúkraþjálfun. Út frá eldri reglu-
gerð, þeirri sem reglugerð 1127/
2012 tók við af, fengu sjúkraþjálf-
arar sérfræðileyfi með um 60
ECTS-eininga nám og litla sem
enga aðferða- og tölfræði. Þegar ný
reglugerð tekur gildi á hún aðeins
við um þá sem hefja nám eftir það.
Svo þarf að ljúka námi og vinna í
fullu starfi í tvö ár eftir útskrift.
Landlæknisembættið hefur svo
samkvæmt stjórnsýslulögum 90
daga til að svara umsókninni. Svo
fyrstu mögulegu fordæmi út frá
reglugerð 1127/2012 hefðu getað
komið fram í kringum apríl 2016.
Í svari landlæknisembættisins er
vísað í að á árunum 2008-2013 hafi
fjórir fengið sérfræðileyfi í sjúkra-
þjálfun eftir að hafa stundað nám í
Ástralíu, sem sagt með minna en 90
ECTS-einingar. Matsaðilar á þeim
tíma töldu þessa einstaklinga upp-
fylla lög og reglugerðir. Árið 2014
var skipt um matsaðila og nú meta
þeir aðilar að nám minna en 90
ECTS-einingar uppfylli ekki lög og
reglugerðir sem embættinu eru
sett. Landlæknir fellst nú á umsögn
lögbundinna aðila að umsækjendur
verði að uppfylla viðmið um æðri
menntun og prófgráður. Land-
læknir féllst á umsögn lögbundinna
aðila fyrir árið 2014 að ekki þyrfti
að uppfylla viðmið um æðri mennt-
un og prófgráður þrátt fyrir að við-
mið um æðri menntun og próf-
gráður hafi fyrst komið fram árið
2006. Hvernig á að vera hægt að
meta lög, reglur og fordæmi þegar
landlæknisembættið er ekki sam-
kvæmt sjálfu sér í veitingu sér-
fræðileyfa? Lög og reglugerðir virð-
ast vera túlkuð af matsaðilum
hverju sinni og það samþykkt af
landlæknisembættinu þrátt fyrir að
túlkun núverandi nefndarmanna
gangi þvert gegn túlkun fyrri
nefndarmanna.
Ég spyr því – er eðlilegt að mats-
aðilar túlki lög og reglugerðir á sinn
hátt eftir því hver situr í nefndinni
og að landlæknisembættið sam-
þykki hvað sem lagt er á borð
þeirra og virði þannig að vettugi
fordæmi sem hafa verið sett?
Hvernig á að vera hægt að meta
hvort ákveðið nám muni nægja til
að fá sérfræðileyfi þegar landlækn-
isembættið veit ekki í hvorn fótinn
það á að stíga? Hver mun bera
ábyrgð á fjárhagslegu tjóni mínu
við að starfa á lægri taxta í um það
bil eitt ár ef ákvörðun landlækn-
isembættis verður snúið í kæru-
ferli?
Eftir Valgeir
Viðarsson » Opið bréf til land-
læknis og heilbrigð-
isráðherra.
Valgeir Viðarsson
Höfundur er sjúkraþjálfari.
valgeir@atlasendurhaefing.is
Sérfræðileyfi í sjúkraþjálfun
Nýlega birtist í frétt-
um blaðsins að met-
aðsókn væri í störf flug-
liða hjá Icelandair og
WOW. Ef grannt er
skoðað þá þarf ekki að
koma á óvart að fólk
vilji komast í þessi
störf. Hver vill ekki
komast hjá því að
greiða tekjuskatt af
stórum hluta tekna
sinna?
Staðreyndin er sú að í áratugi hafa
flugliðar fengið stóran hluta launa
sinna greiddan í formi ferðadagpen-
inga og komist upp með að svíkja
þessar greiðslur þannig undan tekju-
skatti. Þeir embættismenn sem hafa
eftirlit með skattskilum og eiga að
ganga í að talið sé rétt fram svo skatt-
ar skili sér með réttmætum hætti í
ríkiskassann eru ríkisskattstjóri og
skattrannsóknarstjóri. Forsvars-
menn þessara stofnana hafa hins veg-
ar lagt sig í framkróka við að tryggja
áframhaldandi skattundanskot af
þessum toga með tómlæti sínu. Þetta
er jú samhangandi dagpeninga-
greiðslum og öðrum vafasömum
sporslum til ríkisstarfsmanna eins og
t.d. alþingismanna og embættis-
manna sem eru þó í engu samræmi
við það sem gengur og gerist hjá
þeim sem starfa í einkageiranum að
undanskildu millilandafluginu. Flug-
liðar fá greidda ferða-
dagpeninga sem eru
lögum samkvæmt fram-
talsskyldir en sam-
kvæmt sömu lögum að-
eins frádráttarbærir frá
tekjuskattstofni að því
leyti sem þeim er sann-
anlega varið til greiðslu
ferðakostnaðar í tilfall-
andi ferðum á vegum
vinnuveitanda utan
venjulegs vinnustaðar.
En flugliðar bera engan
kostnað af þessum svo-
kölluðu ferðum og þar að auki er
venjulegur vinnustaður flugliða flug-
förin sem þeir sinna störfum sínum
um borð í og því er alls ekki um að
ræða tilfallandi ferðir utan venjulegs
vinnustaðar. Þetta fyrirkomulag á
einnig við um „ferðir“ þar sem þessir
starfsmenn koma til baka úr flugi
samdægurs. Af þessum dulbúnu
launagreiðslum sem kallaðar eru
ferðadagpeningar ber því að greiða
fullan tekjuskatt en hefðin er sú að
færa alla þessa fjárhæð til frádráttar
að fullu frá tekjuskattstofni enda hafa
þessar starfsstéttir getað reitt sig á
að hvorki embætti ríkisskattstjóra né
skattrannsóknarstjóra muni róta upp
nokkru moldviðri varðandi þessi und-
anskot. Þess í stað kjósa bæði þessi
embætti að leika sér sér við bauna-
talningar sem litlu máli skipta og best
njóta þau sín í að valda sem flestum í
einkageiranum ama, aðilum sem þó
eru að sperra sig við að skila ein-
hverju sem er til þess fallið að greiða
launin þeirra sem og annarra al-
menningsþjóna.
Ráðherrar og þingmenn hafa
hvergi fundist sem hreinsa vilja upp
þennan sóðaskap enda hefur berlega
komið í ljós að þeir njóta margir
hverjir skattundanskotinna fríðinda
sem oft á tíðum kallast þeim nöfnum
að venjulegt fólk hefur ekki hug-
myndaflug í slíkar nafngiftir. Fræg-
astur er án efa aldursforseti þingsins
og sá sem helst hefur reynt að slá sig
til riddara með orðagjálfri um sam-
félagslegan jöfnuð borgaranna á
sama tíma og hann hefur búið til ára-
tuga í Breiðholtinu með húsnæð-
isstyrk frá almenningi. En þann
styrk hefur hann fengið greiddan þar
sem hann hefur í þykjustunni búið á
fjarlægu horni landsins þó hann hafi
tæplega komið þar nema í mý-
flugumynd. Á meðan ráðherrar, þing-
menn og aðrir ráðamenn í stjórnkerf-
inu halda uppteknum hætti með
einbeittum vilja til að halda þessu
skattundanskotakerfi við lýði fljúga
skattsvikarar háloftanna áfram með
bros á vör, vissir um að ekki verði við
þeim hróflað. Hvers vegna skyldu bíl-
stjórar hjá Strætó og bílstjórar á
flutningabílum sem aka milli lands-
hluta ekki njóta sambærilegra fríð-
inda fyrir sín störf og þá sambærilegs
tómlætis hjá þeim embættismönnum
sem ráðnir eru til að uppræta skatt-
svik? Hvers vegna ætti starfsmaður
fyrirtækis í Hafnarfirði sem á lög-
heimili í Kópavogi ekki að njóta sam-
bærilegra skatt„fríðinda“? Spyr sá
sem ekki veit, þó hann hafi sínar
grunsemdir.
Eftir Örn
Gunnlaugsson » Á meðan fljúgaskattsvikarar há-
loftanna áfram með bros
á vör, vissir um að ekki
verði við þeim hróflað.
Örn Gunnlaugsson
Höfundur er atvinnurekandi.
orng05@simnet.is
Skattsvikin heilla
Atvinna