Morgunblaðið - 27.04.2018, Page 27
til margra ára. Við kynntumst öll
þegar við störfuðum við sérdeild-
ina í Laugarnesskóla. Það var
gott að vinna með henni Erlu.
Hún var dugleg og drífandi og
bar hag barnanna sem hún
kenndi ávallt fyrir brjósti. Eftir
að við fórum sitt í hverja áttina í
starfi hittumst við reglulega og
áttum saman skemmtilegar
stundir. Þá sögðum við frá því
sem á daga okkar hafði drifið,
rifjuðum upp gamla daga og
ræddum um allt milli himins og
jarðar. Og við hlógum. Það var
auðvelt að hlæja með henni Erlu.
Hún hafði einstaklega skemmti-
legan hlátur og átti gott með að
sjá broslegar hliðar á tilverunni.
Þegar hún sagði frá stelpunum
sínum, þeim Emmu og Sæunni
Sif, fór ekki á milli mála hversu
stolt hún var af þeim. Við vitum
líka að hún og Heiðar, kletturinn í
lífi hennar, bjuggu þeim traust og
gott heimili. Þau hlúðu vel að
þeim og gáfu þeim gott veganesti
út í lífið. Þegar við kvöddumst
eftir gefandi samverustundir,
með fyrirheit um að hittast fljótt
aftur, var faðmlag hennar hlýtt
og brosið bjart.
En skjótt skipast veður í lofti
og samverustundirnar með henni
Erlu verða ekki fleiri. Við sitjum
eftir með sorg og söknuð í hjarta
og minnumst yndislegrar vin-
konu.
Við sendum Heiðari, Sæunni
Sif, Emmu, Jóni Gabríel, Jónu og
fjölskyldu hennar okkar innileg-
ustu samúðarkveðjur.
Vignir Ljósálfur, Kristín
og Anna Vigdís.
Öllum brotum
var þröngvað í sjónhending saman
og ég saknaði brotanna:
hvert um sig hafði sitt
líf, gljáa og lit.
(Þorsteinn frá Hamri)
Við vorum þrjár, Guðrún Erla,
Svanhvít og ég, sem leigðum sam-
an íbúð í þrjú ár, allar samstúd-
entar úr ML. Síðan hefur mikið
vatn runnið til sjávar og langt er
síðan leiðir skildi. En ég man
þessi ár, þessi áhyggjulausu há-
skólaár á Logalandinu. Ég man:
Hvað hún var glaðlynd; Hvernig
hún gat skellihlegið; Hvernig
henni lá ekki illt orð til nokkurs
manns; Hve hún hafði mikinn
áhuga á kennaranáminu; Hvernig
hún reyndi að kenna okkur að
meta danska rétti, skrýtna osta
og rauðvín með; Hvernig hún
burstaði þykkt sítt hárið uns það
glóði …
Þessum minningabrotum var
snögglega þröngvað saman í
sjónhending þegar ég frétti
ótímabært lát hennar fyrir
skömmu. En enn hafa þau sitt líf,
sinn gljáa og sinn lit. Og ég mun
aldrei gleyma henni.
Ég votta eiginmanni, dætrum,
systur og öðrum vandamönnum
Guðrúnar Erlu innilega samúð.
Blessuð sé minning hennar.
Harpa Hreinsdóttir.
Kveðja frá samstúdentum
frá Menntaskólanum að
Laugarvatni árið 1978
Bekkjarfélagar Guðrúnar Erlu
Ingvadóttur úr samheldnum út-
skriftarárgangi frá ML kveðja í
dag með sorg í hjarta góða vin-
konu sem fallin er frá allt of
snemma. Erla hefur í gegnum tíð-
ina verið hrókur alls fagnaðar í
hópnum, bæði á skólaárunum á
Laugarvatni og einnig á þeim 40
árum sem liðin eru síðan. Þar
dvöldust flestir á heimavist í fögr-
um fjallasal og ýmislegt var brall-
að og eignuðust menn þar vini til
lífstíðar.
Fullyrða má að dvölin á
Laugarvatni hafi lagt grunn að
ævilangri vináttu þeirra sem út-
skrifuðust með Erlu 1978. Á 10
ára útskriftarafmælinu 1988 gaf
árgangurinn skólanum minning-
argjöf um Guðrúnu Gunnarsdótt-
ur frá Hvolsvelli sem féll frá að-
eins 25 ára að aldri árið 1983.
Erla er því annar bekkjarfélag-
inn sem við kveðjum og erum við
um leið minnt á hversu lífið er við-
kvæmt og fallvalt.
Við vorum dugleg að hittast
eftir menntaskólaárin þar sem
m.a. voru rifjaðar upp minningar
sem hafa glatt okkur alla tíð. Oft-
ar en ekki snúast þær um alls
konar uppátæki nemenda, ýmsar
hefðir sem voru í hávegum á
Laugarvatni. Þar má t.d. nefna
skírnina þar sem öllum nýnemum
er dýft í Laugarvatn, teygingar
þar sem togað er í alla útlimi sam-
tímis, naflaskoðun, táskoðun,
bjölluslag, stigasöng og vatns-
slag. Þegar bekkjarfélagarnir
hafa hist hefur gleðin verið við
völd og þótt stundum hafi liðið
nokkur ár á milli endurfunda
skiptir það ekki máli. Böndin á
milli bekkjarfélaga styrkjast við
slíka endurfundi og einnig hafa
menn fylgst með lífi og starfi fé-
laganna. Erla var frá upphafi í
hópi þeirra sem lögðu áherslu á
að rækta vinaböndin og við minn-
umst með hlýju allra samveru-
stundanna með henni, bæði í ML
og alla tíð síðan. Eftirminnilegast
er blíða brosið hennar og vænt-
umþykjan sem streymdi frá
henni. Hennar verður sárt sakn-
að úr vinahópnum.
Erla helgaði sig menntun
barna og ungmenna alla sína
starfsævi og lagði þar sérstaka al-
úð við að sinna nemendum með
sérþarfir og þeim sem áttu á ein-
hvern hátt undir högg að sækja.
Það kom okkur bekkjarfélögun-
um sem höfum þekkt hana frá
menntaskólaárum ekki á óvart.
Erla sérhæfði sig í náms- og
starfsráðgjöf og lagði alúð sína í
það starf allt þangað til hún varð
að hætta störfum vegna veikinda.
Erla hefur í um það bil eitt ár
átt í erfiðri baráttu við illskeyttan
sjúkdóm og kom það okkur öllum
í opna skjöldu, en mörg okkar
vissu ekki hversu alvarleg veik-
indin voru. Bestu vinkonur henn-
ar frá menntaskólaárunum stóðu
þétt við hlið hennar í lok barátt-
unnar og fyrir nokkrum vikum þá
færðu þær Erlu blóm frá bekkj-
arfélögunum með góðum kveðj-
um og þótti henni afar vænt um
það. Einnig hefur fjölskylda
hennar og Jóna systir hennar og
fjölskylda staðið vaktina. Við vilj-
um í lokin senda Heiðari eigin-
manni Erlu, dætrum þeirra þeim,
Emmu Guðrúnu og Sæunni Sif,
Jónu systur Erlu og fjölskyldu
innilegar samúðarkveðjur. Eitt
er víst að í tengslum við 40 ára út-
skriftarafmælið í vor munum við
bekkjarsystkini Erlu halda minn-
ingu hennar á lofti. Minning um
kæra vinkonu lifir.
Guðni Olgeirsson.
Lífsneisti skólasystur minnar
og vinkonu, Guðrúnar Erlu, er
slokknaður. Varla er hægt að
trúa þeirri staðreynd að hinn ill-
vígi sjúkdómur, krabbameinið,
hafi lagt hana að velli, svo lífs-
glaða og sterka konu á besta
aldri.
Í vor verða 40 ár síðan við
bekkjarsystkinin í ML settum
upp stúdentshúfurnar okkar;
hinu langþráða takmarki var náð.
Þá var gleðin við völd og bros á
hverju andliti. Gleði og bros, já,
það var einmitt það sem ein-
kenndi Erlu, hún var alltaf svo
brosmild og glaðleg og hafði ein-
staklega góða nærveru.
Erla átti auðvelt með að um-
gangast börn og unglinga enda
gerði hún kennarastarf að aðal-
starfi sínu og síðar náms- og
starfsráðgjöf. Hún var samvisku-
söm, heilsteypt, ráðagóð, ákveð-
in, rökföst, hjálpsöm og mátti
ekkert aumt sjá og var henni
mjög umhugað um nemendur
sína.
Eilítil ævintýramennska kitl-
aði Erlu og ef til vill var grunn-
urinn lagður að þeirri ævintýra-
mennsku í æsku því að hún fór oft
með foreldrum sínum og systur
til annarra landa þar sem hún
kynntist nýstárlegri menningu
sem var nokkuð óvenjulegt á
þeim tíma. Eftir stúdentspróf
vann hún eitt sumar á Ítalíu og
þrjú sumur í Kaupmannahöfn og
eftir nokkra áeggjan féllst ég á að
koma með henni til stórborgar-
innar í tvö sumur til að vinna. Það
var skemmtilegur tími; alltaf sól
og blíða, við vorum alltaf í pilsum
eða stuttbuxum, urðum fallega
brúnar, þurftum eiginlega aldrei
að sofa, vöknuðum um miðja nótt,
miðað við okkar mælikvarða, til
að fara í vinnuna, skoðuðum söfn
og frægar byggingar, lentum í
maríuhænufaraldri á ströndinni,
sem okkur fannst ekki mjög
skemmtilegt, þekktum orðið
flestar búðir, krár og veitinga-
staði, tókum ferju til Óslóar,
gerðum svo ótalmargt saman.
Þannig var Erla, hún vildi upp-
lifa, njóta og fræðast þegar tæki-
færi gáfust áður en alvörulífsbar-
áttan tæki við. Okkur fannst við
vera orðnar heimskonur, stúlk-
urnar frá Íslandi. Þetta var
ógleymanlegur tími enda rifjuð-
um við hann oft upp og þá var nú
hlegið. Það er yndislegt að eiga
svona góðar og fallegar minning-
ar um Erlu sem verða aldrei
teknar frá manni.
Það verða því blendnar tilfinn-
ingar sem bærast með okkur
skólasystkinunum í útskriftar-
hópnum í maí; gleði og sorg, til-
finningar sem banka upp á hjá
hverri manneskju í þessu jarð-
neska lífi. Erla hefði örugglega
viljað að við minntumst hennar
með birtu og hlýju, frekar en að
standa hnípin í hóp, og þannig
viljum við varðveita minninguna
um hana. Hún vildi nefnilega ekki
að við yrðum sorgmædd yfir ör-
lögum hennar, hún vildi hlífa okk-
ur enda bar hún harm sinn nánast
í hljóði og tókst á við sjúkdóminn
á þann hátt.
Ég kveð góða vinkonu og
þakka vináttuna og samfylgdina
alla þessa áratugi. Ég kem til með
að sakna svo margs, m.a. löngu
símtalanna þar sem margt bar á
góma, allra heimsóknanna og
þéttu faðmlaganna þegar við
kvöddumst; síðasta faðmlagið var
óvenjusterkt og kraftmikið þrátt
fyrir veikan mátt.
Ég og fjölskylda mín sendum
Heiðari, Emmu og Sæunni okkar
innilegustu samúðarkveðjur.
Blessuð sé minning vinkonu
minnar, Guðrúnar Erlu.
Svanhildur Edda
Þórðardóttir.
Það er sárt að þurfa að kveðja
hana Guðrúnu Erlu fyrir aldur
fram en yndislegri manneskju er
vart hægt að hugsa sér.
Ég kynntist Guðrúnu Erlu
þegar ég starfaði í Fellaskóla um
hríð. Guðrún Erla og mamma
mín, Anna María Snorradóttir,
voru æskuvinkonur og skólasyst-
ur á Selfossi þannig að við tengd-
umst strax traustum böndum. Við
Guðrún Erla unnum mikið saman
í Fellaskóla og urðum fljótt góðar
vinkonur. Guðrún Erla reyndist
mér traustur vinur og leitaði ég
til hennar með margvísleg mál.
Guðrún Erla var mikill fag-
maður í starfi sínu sem námsráð-
gjafi. Hún lét sér annt um alla
nemendur og var alltaf tilbúin að
hlusta, leiðbeina og þerra tár.
Guðrún Erla hafði einstaklega
fallega framkomu, hún var blíð og
góð og létt í lund. Hún hafði ein-
lægan áhuga á fólki og mikið
innsæi og var alltaf tilbúin til að
aðstoða aðra.
Guðrún Erla var mikil fjöl-
skyldukona og gleðin og stoltið
leyndi sér ekki þegar hún talaði
um dætur sínar sem áttu hug
hennar og hjarta.
Guðrún Erla var ein af þessum
perlum sem ég er þakklát fyrir að
hafa fengið að kynnast og eiga að.
Hvíl í friði, kæra vinkona.
Ég sakna þín, ég syrgi farinn vin,
í sálu þinni fann ég dýpsta hljóminn,
er hóf sig yfir heimsins dægurglys.
Á horfna tímans horfi ég endurskin,
ég heyri ennþá glaða, þýða róminn,
frá hreinni sál með hárra vona ris.
(Steinn Steinarr)
Álfheiður Eva Óladóttir.
MINNINGAR 27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. APRÍL 2018
✝ Sigurður Árna-son fæddist á
Ísafirði 5. maí
1926. Hann lést á
Dvalar- og hjúkr-
unarheimilinu
Grund 16. apríl
2018. Foreldrar
hans voru Árni Jón
Árnason bankarit-
ari, f. 17.5. 1894, d.
13.7. 1939, og Guð-
björg Tómasdóttir
húsmóðir, f. 6.12. 1898, d. 23.4.
1960. Systkini hans voru Theo-
dór Árnason verk-
fræðingur, f. 11.1.
1924, d. 27.3.
2013, Svanhildur
Árnadóttir hús-
móðir, f. 25.2.
1929, d. 15.7.
2016, og Árni Jón
Árnason verka-
maður, sam-
mæðra, f. 2.7.
1945. Sigurður
verður jarðsung-
inn frá Fossvogskapellu í dag,
27. apríl 2018, klukkan 15.
Siggi bróðir lét ekki lífið vefj-
ast fyrir sér frekar en dauðann.
Lausnin var að fresta engu til
morguns sem hægt er að gera í
dag. Tímaskynið var óbrigðult
og hvergi lausir endar. Þannig
lifði hann lífinu og þannig dó
hann. Hann gaf sér rétt tíma til
að kveðja, svo var hann farinn.
Engir vafningar, ekkert vesen.
Siggi var lítillátur maður með
sterkar skoðanir en hann hélt
þeim fyrir sig, eins og hefð er
fyrir í ættinni. Þegar ég kom til
sögunnar hafði hann munstrað
sig á skútu, sem hélt honum við
efnið til starfsloka við góðan
orðstír. Siggi í Fossberg var af-
greiðslumaður af lífi og sál. En
lífinu fylgja áskoranir og þeim
fékk hann snemma að kynnast.
Hann þurfti ungur að flytjast
frá fæðingarbæ sínum Ísafirði
til Reykjavíkur vegna atvinnu
föður síns, sem innan fárra ára
lést af slysförum. Það var mikið
áfall eins og gefur að skilja.
Hann tjáði sig lítið um það,
sagði bara að faðir sinn hefði
verið mjög góður maður. Stað-
festa og æðruleysi einkenndi
Sigga alla tíð og þeir eiginleikar
komu að góðum notum. Hann
sem alltaf hafði verið hraustur
og laus við kvilla þurfti upp úr
miðjum aldri að glíma við mörg
heilsufarsleg áföll en þau hristi
hann jafnan af sér og átti góða
kafla inn á milli. Glíman við Elli
kerlingu var snörp og leikslokin
fyrirséð. Upprunaleg hreysti
hans og jafnaðargeð dugðu þó
lengi vel. Systkini okkar voru
mikið atgervisfólk og fóru sínar
eigin leiðir. Svanhildur fór
norður í land og fann þar af-
bragðsmann, Kristján Bene-
diktsson á Þverá í Öxarfirði, og
eignaðist með honum átta börn
en fyrir átti hún son. Theodór
var einhleypur eins og við hinir
strákarnir en einn okkar systk-
inanna gekk hann menntaveg-
inn og gerðist verkfræðingur og
vann sér mikið traust og álit í
þeim fræðum.
Ættfræði stundaði hann líka
af mikilli einurð. Einurð Svan-
hildar var ekki síðri. Þegar
skyldum hins stóra og erils-
sama heimilis var af henni létt
og heilsa tekin að hnigna sýndi
hún enn hvað í henni bjó og ein-
henti sér í listina, sem hafði
reyndar lengi blundað með
henni. Árangurinn sést meðal
annars á því að heimilli okkar
Sigga er beinlínis betrekkt með
fögrum og fjölbreyttum mál-
verkum.
Siggi vann ekki stór afrek
eins og áðurnefnd systkini hans
en einurð átti hann í ríkum
mæli. Mér veitti hann alltaf tak-
markalausa þolmæði og stuðn-
ing.
Einurð hans var líka fólgin í
því að standa af sér allar rast-
irnar og stórsjóina sem lífs-
róðurinn bauð upp á og komast
loksins í gegnum brimgarðinn
sjálfan. Þar sem sandfjara fyr-
irheitna landsins tekur við mjúk
undir il. Blessuð sé minning
hans.
Árni Jón Árnason.
Í dag kveð ég kæran frænda
sem reyndist mér ákaflega vel
og gaman var að heimsækja,
sem ég gerði um áratugaskeið.
Þegar ég var á vertíð í Grinda-
vík á áttunda áratugnum var á
vísan að róa að heimsækja þá
bræður Sigga og Árna. Þeir
voru alltaf á sínum stað og tóku
mér opnum örmum. Ég óska að
góður guð gefi Sigga góða
heimkomu.
Tómas M. Guðgeirsson.
Við Sigurður Árnason vorum
vinnufélagar hjá GJ Fossberg
vélaverzlun í rúman áratug
þangað til hann lét af störfum
vegna aldurs, sem ég hygg að
hafi verið árið 1995. Og í raun-
inni höfðum við verið vinnu-
félagar lengur, því ég vann þar
öll sumur frá 1973 á meðan ég
var í námi. Starfsævi Sigurðar
hjá Fossberg var þó miklu
lengri, því hann hóf þar störf á
fimmta áratug 20. aldar. Af-
greiðslustörf í vélaverzlun
Fossberg urðu því ævistarf
hans og stóðu í um 50 ár. Hann
mundi eftir móðurafa mínum og
stofnanda fyrirtækisins, Gunn-
laugi J. Fossberg, sem féll frá
árið 1949.
Sigurður var aðeins á fimm-
tugsaldri þegar hann varð fyrir
heilsuáfalli og átti dálítið erfitt
með mál eftir það. En Sigurður
stóð sig eins og hetja. Það er
ekki alltaf auðvelt að afgreiða í
verslun, því getur fylgt mikið
álag og miklar kröfur eru gerð-
ar til afgreiðslufólks. Vinnudag-
urinn langur, fyrst í kjallaran-
um á Vesturgötu 3 og síðan í
stórhýsinu sem Fossberg reisti
á Skúlagötu 63 (nú Bríetartún
13).
En Sigurður gaf aldrei eftir
og náði meira að segja að kom-
ast í ljósmyndabók hjá þekktum
ljósmyndara þar sem hann sést
standa í sloppnum fyrir innan
búðarborðið. Ljóst má vera að
frumkvæðið að þeirri mynda-
töku hefur komið frá ljósmynd-
aranum, sem sá þar gott mynd-
efni.
Samgangur okkar Sigurðar
var ekki mikill síðustu árin. Þó
hitti ég hann og Árna bróður
hans fyrir einu og hálfu ári og
hef ég grun um að Árni hafi
reynst honum vel.
Ég vil fyrir mína hönd og
gamalla vinnufélaga þakka Sig-
urði öll árin hjá Fossberg. Guð
blessi minningu Sigurðar Árna-
sonar.
Einar Örn Thorlacius,
fyrrv. forstjóri GJ Foss-
berg vélaverzlunar.
Sigurður Árnason
Þeir þutu upp á
hvern fjallstindinn
á fætur öðrum
hann Einar Haukur
og Geiri frændi
minn, ungir og sprækir. Þeir
könnuðu hálendið, skráðu og
skoðuðu, Geiri grösin og blómin,
Einar örnefni og sögu. Hann
sem hafði legið á Vífilsstöðum
með berklana yfir sér eins og
dimman skugga og fengið þann
dóm að hann mundi ekki til
stórræða í lífinu, kæmist með
herkjum upp stiga. En Einar lét
ekkert buga sig. Hann elskaði
landið sitt, ekki síst Snæfells-
nesið og Ytra-Skógarnes, þar
sem hann átti sín bernskuár.
Oft sagði hann söguna af skírn
sinni, en þar var það sjálfur
Árni Þórarinsson sem lagði
höndina á litla kollinn hans, þá
gamall maður, en einmitt þessi
sama hönd hafði árið 1886, þeg-
ar séra Árni var að ljúka
prestaskólanum, haldið undir
kistuhornið þegar borin var til
Einar Haukur
Kristjánsson
✝ Einar HaukurKristjánsson
fæddist 25. ágúst
1930. Hann and-
aðist 3. apríl 2018.
Útför Einars fór
fram 17. apríl 2018.
grafar Þórunn
Hannesdóttir, síð-
asta biskupsdóttir-
in í Skálholti, fædd
1794, móðir Stein-
gríms Thorsteins-
sonar, rektors
Lærða skólans. Það
var ljúft að ganga
með þeim Einari og
Önnu Jónu um
hvíta sandströndina
á Löngufjörum,
horfa út á hafið og hlusta á Ein-
ar rifja upp minningar sínar frá
löngu liðnum dögum. Oft tínd-
um við svartbaksegg og suðum
á okkar óteljandi ferðum þar
sem Einar sá um fróðleikinn og
Anna Jóna um lífsins kræsingar
og lystisemdir. Betri ferðafélaga
hef ég ekki átt. Einar var ein-
staklega ljúfur maður, hægur
og íhugull en alltaf reiðubúinn
að taka þátt, fræða og aðstoða.
Oft tók hann Ragnar son minn á
herðarnar þegar litlir fætur
urðu þreyttir og ekki brást að
girnilegur poki með suðusúkku-
laði og rúsínum var dreginn upp
þegar þrek samferðamannanna
minnkaði á langri göngu.
Þau Anna Jóna voru ólík
hjón, en þó svo samhent, og
deildu svo mörgu. Einar hafði
alltaf næði til þess að sitja með
bækurnar sínar, grúska og
skrifa, það virti Anna Jóna, vissi
að það voru hans ær og kýr.
Hún reiddi fram matinn af mik-
illi list og margir nutu stund-
anna við litla borðið í eldhúsinu
á Hrísateignum og eiga þaðan
ljúfar minningar. Einar var ekki
aðeins afar næmur á náttúruna,
hann var einnig frábær stílisti,
og bera árbækur Ferðafélagsins
um Snæfellsnesið, bæði norðan
og sunnan fjalla, glöggan vott
um það. Þar flýtur fróðleikurinn
fram líkt og lækur, ljóðrænn og
hlýr.
Lilja var augasteinn foreldra
sinna, þau umvöfðu hana ást og
hlýju og glöddust með henni í
námi og starfi, jafnt heima sem
erlendis, og síðar með hennar
fallegu fjölskyldu. Versnandi
heilsa og síðar fráfall Önnu
Jónu og erfið elliár Einars
komu því miður í veg fyrir að
þau gætu notið barnabarnanna
sinna sem skyldi, en hvert sem
leið þeirra liggur munu þau
finna hlýju streyma frá minn-
ingum samferðamanna þeirra.
Með Einari og Önnu Jónu eru
horfnir af sjónarsviðinu einir
minna bestu vina og söknuður-
inn er sár, en allar góðu minn-
ingarnar munu ylja um ókomin
ár. Ég sendi Lilju og fjölskyldu
hennar mínar innilegustu sam-
úðarkveðjur, en hún umvafði
pabba sinn ást og hlýju til
hinstu stundar. Guð blessi
minningu Einars Hauks Krist-
jánssonar.
Guðfinna Ragnarsdóttir.