Morgunblaðið - 27.04.2018, Side 29

Morgunblaðið - 27.04.2018, Side 29
MINNINGAR 29 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. APRÍL 2018 ✝ Eyþór Karls-son fæddist á Akureyri 29. sept- ember 1950. Hann lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri 13. apr- íl 2018. Hann var elsti sonur hjónanna Karls Jóhanns- sonar, f. í Hovi í Suðurey í Fær- eyjum 21. nóv- ember 1924, og Jóhönnu Birg- ittu Magnúsdóttur, f. í Vogi, Suðurey í Færeyjum 25. apríl 1932, d. 26. júní 1986. Bræður Eyþórs eru Reynir H. Karlsson, f. 5. september 1954, og Heimir H. Karlsson, f. 28. ágúst 1965. 11. nóvember 1972 kvæntist Eyþór Ragnheiði Antonsdóttur, f. 7. desember 1952. Foreldrar hennar voru Anton Kristinn Jónsson, f. í Bolungarvík 8. 1999; Adam Þór Eyþórsson, f. 5. ágúst 1985, sonur hans er Hermann Þór Hovgaard, f. 2010. Eyþór ólst upp á Eyrinni á Akureyri. Hann stundaði sjó- mennsku frá 1969 til 1997, alla tíð hjá Útgerðarfélagi Akureyr- inga utan einnar vertíðar í Vestmannaeyjum, árið sem gaus. Hann var lengst af kokk- ur á Svalbaki EA-302 en flutti sig yfir á Sólbak EA-307 og var þar síðustu árin á sjó. Þegar í land var komið starf- aði Eyþór á Hótel Akureyri um hríð og síðan hjá Endurvinnsl- unni óslitið til 2014, þegar hann lét af störfum vegna heilsu- brests. Hann tók virkan þátt í verkalýðsbaráttunni með Ein- ingu-Iðju og hlaut gullmerki fé- lagsins fyrir störf í þágu þess. Hann starfaði einnig í Lions- klúbbi Akureyrar í tvo áratugi og gegndi þar öllum embættum. Útför Eyþórs fer fram frá Akureyrarkirkju í dag, 27. apríl 2018, klukkan 13.30. september 1924, d. 23. október 2006, og Ragnheiður Aðalgunnur Krist- insdóttir, f. 23. apr- íl 1929 á Foss- völlum í Hlíðar- hreppi í N-Múla- sýslu. Börn Eyþórs og Ragnheiðar eru Anton Kristinn Stefánsson, f. 28. október 1970, eiginkona hans er Bryndís Björk Reynisdóttir, f. 5. apríl 1977, synir þeirra eru Oliver Darri, f. 2006, og Viktor Freyr, f. 2008; Eva Birgitta Ey- þórsdóttir, f. 28. september 1972, eiginmaður hennar er Matti Ósvald Stefánsson, f. 21. júní 1966, börn þeirra eru Eva María Mattadóttir, f. 1991, Jó- hann Birgir Ingvarsson, f. 1994, og Oddný Sól Mattadóttir, f. Elsku pabbi minn. Ég á erfitt með að trúa að nú sért þú farinn. Minningarnar streyma sem aldrei fyrr. Þú og ég; að redda kosti fyrir skipið, að rölta um bæinn, mín litla hendi í þinni traustu. Sjómaður varstu en fyrst og fremst góður pabbi. Ég man þegar þú sagðir að þrátt fyrir að þú værir mikið í burtu vildir þú frekar leyfa mér að kaupa bók við og við en nammi. Ég var ánægð með það. Þú áttir auðvelt með að sjá það jákvæða í öllu. Þegar við ræddum muninn á því að vera lágvaxin eða hávaxin var útskýringin einföld: „Það er gott að vera lágvaxin, þér verður þá ekki illt í bakinu, margur er knár þótt hann sé smár.“ Við ræddum freknur, sem ég átti nóg af, útskýringin var einföld og hitti beint í mark: „Freknur eru hraustleikamerki!“, ég varð stolt af freknunum. Mér fannst ég loð- in eins og lítið apabarn og að sjálfsögðu var það jákvætt: „Þú verður rík.“ Það var einstakt að upplifa hvernig þér tókst að gera allt svo einfalt og skýrt, sjá kosti í stað galla. Þegar þú hættir á sjónum var ég flutt að heiman. Alla tíð hef ég þó fundið hve miklu það skipti þig að mér og mínum liði vel. Þú fylgdist með barnabörnunum, skólagöngunni, íþróttunum, og fannst mikið til þeirra koma. Hlátur þinn ómar innra með mér við að rifja upp minningarn- ar. Þú varst grallari. Hverjum dettur í hug að binda saman sokkabuxur barnsins síns... og bíða svo átekta? Eða binda hnút á sængina innan í sængurverinu og hlæja óstjórnlega? Jú, grallarinn þú. Ég man eftir því að hafa feng- ið að fara með þér heilan túr á sjó, 10 ára gömul. Í minningunni var sólskin allan tímann. Minn- ingin um að sigla inn fjörðinn í sumarsól, á heimleið, er með þeim mögnuðustu sem ég hef upplifað. Nokkuð sem ég mun aldrei gleyma. Minningin um þig fyrir framan sjónvarpið; að hlæja yfir Tomma og Jenna eða keppn- isskapið yfir íþróttunum. Þar hafðir þú sterkar skoðanir á dóm- urum og þjálfurum... já, og tærn- ar á fullu, svo mikill var ákafinn. Fyrir um átta árum, þegar þú veiktist fyrst, sátum við saman á hverjum degi í langan tíma og ræddum heima og geima. Þú varst staðráðinn í að komast á fætur á ný, sem og þú gerðir af þvílíkum krafti og elju. Ég veit ekki hversu oft þú sýndir lækn- um fram á það sem þá óraði ekki fyrir. Þegar við fengum fréttir um að ástandið væri harla slæmt spýttir þú í lófana og sýndir þeim hið gagnstæða. En þar er komin lýsingin á þér; ákveðinn, þrjósk- ur (og mátt vera það, þú skilur þetta) staðfastur, traustur og hlýr, forvitinn og dugandi. Elsku pabbi minn sem gast nánast allt. Ég er svo þakklát fyrir þig, þú hefur kennt mér svo ótal margt. Að lokum neyddist þú til að gefa eftir, að mínu mati ekki sann- gjarnt enda varstu ekki tilbúinn, en ég hugga mig við að minning- arnar lifa og fyrir þær er ég þakklát. Ég er líka þakklát fyrir að geta verið hjá þér síðustu vik- urnar, geta haldið í höndina þína og fá að kveðja þig. Elsku, elsku pabbi minn, takk fyrir allt og allt, ég held áfram að spjalla við þig og hlakka til þegar við hittumst að nýju. Endalaus ást frá uppáhalds- dóttur þinni, Eva Birgitta. Góður, ljúfur og skemmtilegur maður er farinn frá okkur allt of snemma. Ég trúi því ekki þegar ég rita þessi orð að ég sé að kveðja hann Eyþór tengdapabba. Ég á erfitt með að trúa að svona lifandi og áhugasamur maður sé ekki leng- ur hér með okkur. Það hefur lík- lega vantað eitthvert fjör og framkvæmdir þarna hinum meg- in hjá fólkinu hans sem farið er á undan. Ég kynntist honum fyrir um 20 árum þegar ég kynntist dóttur hans. Það var ekki auðvelt verk- efni að ætla sér að ganga í augun á snót sem átti pabba sem var sjómaður, hörkutól, góður kokk- ur og með mynd af akkeri á fram- handleggnum. Hann reyndist hinn mesti öðlingur og náðum við fljótlega vel saman. Orðin sem einkenndu hann fyrir mér voru strákslegur prakkari og vand- virkni. Eyþór var mjög áhugasamur um marga hluti og var einstak- lega gaman að sitja með honum og spjalla um hin ýmsu málefni. Ég lærði mikið af honum og þá kannski mest um hvernig hann vandaði til allra verka sem hann tók sér fyrir hendur, kannaði og undirbjó alla hluti mjög vel og hve vel hann fór með allt sem hann átti eða sá um. Hann sagði stundum sjálfur að hann væri sérvitur, en hann hafði alltaf góð rök fyrir því sem honum fannst um málefni eða fyrir því sem hann gerði. Ég var fljótur að átta mig á maður gat treyst því sem hann sagði um hluti. Hvort sem það sneri að því að kaupa sér nýja tölvu, nýjan bíl eða umræða um nýjustu varahluti í vélum Form- úlu 1 kappakstursbílana var hann búinn að vinna vinnuna sína og rannsaka í þaula hvað væri í raun best. Hann var einnig án nokkurs vafa mesti prakkari sem ég hef kynnst á ævinni. Sögurnar sem hann sagði okkur af sér og strák- unum, bæði í Lundargötunni á Akureyri og í Færeyjum hjá ömmu sinni og afa, eru nokkuð sem við sem eftir erum munum ylja okkur við um ókomna tíð. Hann hló stundum svo mikið þeg- ar hann sagði mér frá viðbrögð- unum þegar prakkarastrikin uppgötvuðust að hann átti erfitt með að koma þessu frá sér. Það er auðvelt að kalla fram hláturinn hans í huganum. Það var heldur ekkert leiðinlegt að vera svo heppinn að þiggja það sem kom af grillinu hjá honum. Hann var enginn meðalmaður þar, afreksmaður við grillið er nærri lagi. Fyrir utan að vera eina manneskjan sem ég þekki með orðið grilli í netfanginu sínu er ógleymanleg sagan af því þeg- ar tengdamamma vaknaði um miðja nótt, degi áður en ég og Eva komum norður með krakk- ana í heimsókn, við hljóðin í Ey- þóri þar sem hann stóð fáklædd- ur í eldhúsinu við að marinera rif sem hann ætlaði að grilla fyrir fjölskylduna kvöldið á eftir. Skemmst er frá því að segja að rifin fengu hæstu einkunn. Hann var nákvæmnismaður í öllu sem hann gerði og fjölskyld- an naut góðs af því. Það skein í gegn um margt sem hann gerði hvað honum var umhugað um alla sína. Hann var ekki bara maður sem ég kallaði tengdapabba, hann varð mér góður vinur sem mér fannst alltaf gaman að vera í kringum. Ég kveð þig með söknuði, minn kæri Eyþór, og veit það svo vel að ég er betri maður fyrir að hafa kynnst þér. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Matti Ósvald Stefánsson. Enginn vill lenda í þeim að- stæðum að sjá á eftir kærum syni, bróður, frænda og mági en allt þetta var Eyþór Karlsson okkur fjölskyldunni í Kringlu- mýri 1. En þegar áföll dynja yfir er mikilvægt að reyna að koma auga á ljósið í myrkrinu, láta hug- ann reika og ylja sér við góðar minningar. Það fór ekki fram hjá þeim sem til þekktu hve nánir og góðir vinir þeir bræður Reynir og Ey- þór voru. „Sæll bróðir“ sagði hann alltaf þegar þeir hittust, sem var nánast á hverjum degi. „Hvernig er það, eigum við ekki að fara að borða siginn fisk og spik?“ eða „hvenær eigum við að hafa skerpukjötið?“ en matur var eitt af sameiginlegum áhugamál- um bræðranna, ferðalög annað af mörgum. Við Eyþór vorum sérstakir vinir. Ef ég varð vör við jeppann fyrir utan húsið stökk ég um leið niður til að spjalla við frænda, þótt tilgangur hans með heim- sókninni væri að heimsækja aldr- aðan föður. Ég átti auðvelt með að ná athygli frændans því við áttum sameiginlegt áhugamál, dýr og velferð þeirra. Einnig höfðum við gaman af því að stríða hvort öðru, undir góðlátlegum formerkjum þó. Í einu af mörgum ferðalögum fjölskyldnanna tveggja vorum við stödd úti í Danmörku. Ég hafði fundið snigla og vildi ólm ná þeim út úr skel sinni. Ég vissi ekki betur og notaði til þess prik, sem ég potaði í sniglana. Eyþór var snöggur til að leiðbeina frænku sinni, sagði henni að sniglar væru nú við- kvæm dýr og þetta myndi valda þeim kvölum. Það sem eftir lifði ferðar var Eyþór áfram áhuga- samur um sniglaræktina – sem átti sér stað í tómu smjörboxi. Í rúm þrjátíu ár hafa fjölskyld- urnar hist fyrir hver jól til þess að skera og steikja laufabrauð. Það verður tómlegt við borðið nú þegar stórt skarð hefur verið höggvið í hópinn. Rúsínurnar í jólaglögginu verða jafnmargar og áður, en sögurnar og brand- ararnir færri. Við trúum því að þrátt fyrir að missirinn sé mikill og söknuður- inn sár verði þakklætið fyrir að hafa átt Eyþór að sorginni yfir- sterkari. Fyrir hönd fjölskyldunnar í Kringlumýri 1, Katrín Vinther Reynisdóttir. Eyþór Karlsson ✝ Björn Júlíussonfæddist á Ing- unnarstöðum í Geiradal 29. sept- ember 1924. Hann lést á Hjúkrunar- heimilinu Ási í Hveragerði 16. apr- íl 2018. Foreldrar hans voru hjónin Júlíus Björnsson, f. 28. júlí 1889, d. 24. des 1977, bóndi á Ingunnarstöðum og Garpsdal í Geiradal, og kona hans Haflína Ingibjörg Guðjóns- dóttir húsmóðir, f. 16. maí 1897, d. 5. júlí 1968. Systir hans er Sigríður, f. 19. okt. 1928. Á þriðja ári fluttist Björn með foreldrum sínum að Garpsdal og ólst þar upp fram undir tvítugt er hann fór til starfa og náms í Reykjavík. Björn lærði rafvirkj- un og hóf störf hjá Rafmagns- veitu Reykjavíkur 1953 við El- liðaárvirkjun og var þar fram á sumar 1954 en var þá beðinn að fara austur að Sogi og leysa þar af í mánuð. Þessi mánuður varð að 40 árum því að Björn vann við Sogsvirkjanirnar, Írafoss, Ljósafoss og Steingrímsstöð, frá 1954-1994 er hann lét af störfum vegna aldurs. Konu sinni, Aðalheiði Huldu Björnsdóttur, f. 13. júní 1916, d. 20. ágúst 1995, kynnt- ist Björn á Írafossi og giftu þau sig ár- ið 1956. Þau bjuggu á Írafossi fram í ágúst 1994 er þau fluttu á Selfoss. Dóttir þeirra er Ingibjörg Erla, f. 16. janúar 1957. Fyrir átti Aðal- heiður soninn Sigurð Þorvalds- son, f. 26. des. 1939, d. 12. feb. 2010. Björn var í ýmsum fé- lagsstörfum, meðal annars starfaði hann með skátunum í þónokkur ár. Var formaður Fé- lags rafvirkjanema síðasta skólaárið og fulltrúi í Iðnnema- samtökunum. Fyrsti formaður Félags rafiðnaðarmanna á Suðurlandi frá 1970-1977 og var því sjálfkrafa í miðstjórn Raf- iðnaðarsambandsins, við kjara- samningsgerð o.fl. Frá 1974- 1990 í Hreppsnefnd Gríms- neshrepps og frá 1977-1990 í byggingarnefnd sama hrepps. Söng lengi með kór eldri borg- ara á Selfossi. Útför Björns fer fram frá Sel- fosskirkju í dag, 27. apríl 2018, klukkan 13. Í dag kveð ég elsku yndislega pabba minn. Hann var gull af manni, góðhjartaður, hjálpsam- ur, fróður og klár og alltaf stutt í húmorinn. Hann var náttúrubarn og sveitamaður í sér enda fæddur og alinn upp í sveit. Hann kunni best við sig úti í náttúrunni og naut þess að hlusta á fuglana syngja og skoða blómin. Hann þekkti hvern einasta fugl sem hann heyrði í og fjöldann allan af blóm- um og öðrum gróðri. Pabbi átti fjölmörg áhugamál, meðal annars tónlist og bækur. Hann hafði hlakkað mikið til að geta eytt nær öllum tíma sínum í að lesa bækur og fræðast þegar hann hætti að vinna, en það fór á annan veg þegar sjónin gaf sig. Þess í stað hafði hann unun af að dunda sér í garðinum sínum og hlusta á tónlist. Eitt af aðaláhugamálum pabba var að taka ljósmyndir og gerði hann það eins lengi og hann gat. Frá því ég var barn höfum við ferðast mikið og ég man ekki eftir honum öðruvísi en með 2-3 myndavélar og ljósmæli hang- andi um hálsinn í öllum ferðum okkar. Takandi myndir af öllu sem fyrir augu bar, ekki síst fjöll- um, fossum og blómum. Við höfum átt yndislegan tíma saman og ég sakna hans óend- anlega mikið. Hann var stoð mín og styrkur og besti vinur. Alltaf var hann tilbúinn að rétta öllum hjálparhönd og greiðviknari manneskju þekki ég ekki. Ég á eftir dásamlegar minningar um góðan, ljúfan og hjartahlýjan mann sem átti til ómælda þolin- mæði. Farðu í friði vinur minn kær faðirinn mun þig geyma. Um aldur og ævi þú verður mér nær aldrei ég skal þér gleyma. (Bubbi Morthens) Elsku pabbi, takk fyrir allt. Erla. Björn Júlíusson Kær vinur, Örn Pálsson, er farinn. Við kynntumst í Vestmannaeyjum þegar hann kom þangað og dvaldi hjá Önnu móðursystur sinni á Boðaslóðinni, en hús hennar stóð gegnt húsi föðursystur minnar Jóhönnu sem ég heimsótti oft. Ég minnist þess hve mér þótti Örn alltaf vera lifandi og skemmtilegur strákur, áræðinn og um margt uppátektasamur. Við áttum góða tíma saman í Eyj- um, lékum okkur óttalausir, m.a. fleyttum við bátum í fjöruborðinu og vorum þá skipstjórarnir og höfðum háleitar skoðanir á því hvað farsæll skipstjóri þyrfti að hafa til brunns að bera og hvern- ig hann ætti að bera sig að. Við vorum einnig sammála um að lykillinn að farsæld var góð áhöfn. Við Örn vorum nánast jafngamlir, aðeins sex dagar á milli okkar. Einnig áttum við sameiginlega þá erfiðu reynslu að missa feður okkar þegar við vorum 11 ára, feður sem voru góðir menn og við litum mjög upp Örn Pálsson ✝ Örn Pálssonfæddist 11. des- ember 1948. Hann lést 2. apríl 2018. Útför Arnar fór fram 9. apríl 2018. til. Fráfall þeirra hafði að sjálfsögðu mikil áhrif á líf okk- ar og breytti í raun öllu umhverfi okkar og þeim áskorunum í lífinu sem við þurftum að takast á við eftir það. Sú breytta lífsmynd hafði örugglega mikil áhrif á Örn og mótaði lífshlaup og lífviðhorf hans þaðan í frá. Seinna lágu leiðir okkar aftur saman í Reykjavík, þá komnir undir tvítugt, og vorum byrjaðir að fara út að skemmta okkur. Um það leyti kom Maggý til sög- unnar og Örn og hún stigu dans- inn saman. Það var alltaf gaman að vera með þeim. Örn var glað- vær, góður og heiðarlegur félagi. Ég man vel eftir því þegar ég kom fyrst á heimili hans í Langa- gerði, hvað mér var vel tekið af móður hans. Síðan liðu árin án mikilla samskipta eins og gengur þegar lengra var á milli okkar hér eða erlendis. Fyrir rúmlega tíu árum myndaðist á okkar góða grunni aftur traust samband, sem verið hefur samfellt síðan. Á því tímabili þurfti Örn að takast á við mikil og langvarandi veikindi eftir að hann greindist með nýrnabilun. Ég ætla þó ekki að gera veikindi hans að frekara umtalsefni, heldur miklu fremur hvernig Örn og Maggý tókust á við þau, en það var aðdáunarvert að fylgjast með því hvernig þau höndluðu lífið við þessar oft erf- iðu aðstæður. Um vegferð vinar míns síðustu samferðarár okkar ætla ég að nota myndlíkingar úr æsku okkar Arnar frá Eyjum. Þegar veikindin herjuðu á, þá var þar mætt ímynd hins góða skip- stjóra úr fjöruborðinu í Vest- mannaeyjum, einarður í lífsins ólgusjó og með frábæra áhöfn, áhöfn sem hann sannreyndi að skipti öllu máli. Örn var skip- stjórinn sem leiddi fleyið aftur og aftur á svo ótrúlegan hátt í gegn- um brim og boðaföll og náði alltaf landi. Kominn heill í höfn fór hann strax að huga að nýjum áskorunum. Hans bjargfasta trú var að það myndi lygna í veikind- unum og að hann fengi gott leiði til að sigla inn í fallegt ævikvöldið með Maggý sinni. Það dúraði því miður ekki heldur þurfti hann að standa vaktina til hinstu stundar. Hans ljúfa viðmót og fallega bros var þó alltaf til staðar, hvað sem á dundi, og yljaði öllum sem með honum sigldu. Kæri vinur, þá er þinni veg- ferð lokið, og við Inga biðjum Guð að blessa þig og fólkið þitt. Allir sem til þekkja hafa dáðst að samhug og dugnaði ykkar Mag- gýjar. Kæri vinur! Í mínum huga skilur þú eftir margar góðar minningar og þakklæti. Það, hvernig þú mættir því sem þú þurftir að takast á við í lífinu, sýndi vel að þú varst ekki venju- legur maður, þú varst afreks- maður. Henry Þór. ÚTFARARÞJÓNUSTA Vönduð og persónuleg þjónusta athofn@athofn.is - www.athofn.is ATHÖFN ÚTFARAÞJÓNUSTA - s: 551 7080 & 691 0919 Inger Steinsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.