Morgunblaðið - 27.04.2018, Síða 34

Morgunblaðið - 27.04.2018, Síða 34
34 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. APRÍL 2018 Ég ætla að eyða afmælisdeginum í París en verð með sum-argleði heima á Íslandi þegar líða tekur á vorið,“ segir Hró-bjartur Jónatansson lögmaður, sem á 60 ára afmæli í dag. „Það er búið að setja saman dagskrá fyrir mig í ferðinni og ég fylgi henni bara eftir. Það verður farið á söfn og Michelin-veitinga- staður prófaður á laugardaginn. Það er ágætis veðurspá fyrir af- mælisdaginn og þá verður labbað um skemmtilega staði um Mýr- arnar og virt fyrir sér mannlífið og sest á kaffihús og fengið sér kaffi og jafnvel rauðvín. Svo verður dinner-sigling niður Signu um kvöldið.“ Hróbjartur er eigandi lögmannsstofunnar Jónatansson & co. „Ég er búinn að vera í lögmennskunni í yfir 30 ár sem er ágætur tími að mörgu leyti og fer maður ekki í smá naflaskoðun núna? Það hefur enginn á dánarbeðinum kvartað yfir því að hafa ekki verið nógu mikið í vinnunni.“ Meðal þess sem Hróbjartur hefur verið að fást við í frítímanum er tónlistar- og textasmíði. „Ég stefni að því að gefa út hljómdisk með lögum og textum eftir mig í vor, með dyggri aðstoð Péturs Hjalte- sted útsetjara. Betra er seint en aldrei eins og einhver sagði. Það eru svo margir góðir tónlistarmenn hérna á landinu að það væri synd að nýta þá ekki, en ég vildi þó líka sjálfur koma að tónlistinni og því syng ég nokkur lög sjálfur, en aðrir sem syngja á plötunni eru m.a. Jóhann Sigurðarson, Pálmi Gunnars og Páll Rósinkrans. Tónlistin er fyrir fólk sem vill slaka á.“ Eiginkona Hróbjarts er Valgerður Jóhannesdóttir viðskiptafræð- ingur. „Hún sér um reksturinn á lögmannsstofunni og að allt sé upp á punkt og prik þar.“ Börn þeirra eru Viktoría, Jóhannes og Jónatan og fyrir átti Hróbjartur soninn Björn. Kvöldverður í sigl- ingu niður Signu Hróbjartur Jónatansson er sextugur í dag Hjónin Hróbjartur og Valgerður stödd í Tuileries-garðinum í París. S igurður Jónsson fæddist 27. apríl 1948 í Reykja- vík en ólst upp á Sel- fossi. Sem unglingur var hann í sveit í Langholti í Flóa hjá Eiríki Þorgilssyni – einnig vann hann nokkur sumur hjá Mjólkurbúi Flóamanna. Sigurður stundaði íþróttir og keppti bæði í sundi og frjálsum íþróttum. Sigurður lauk kennaraprófi frá KÍ 1971, stúdentsprófi þaðan 1972, stundaði nám í uppeldisfræði við Háskólann í Lundi í Svíþjóð 1972- 73 og lauk prófi í verkefnastjórnun hjá Endurmenntun HÍ 2004. Sigurður kenndi við Gagnfræða- skólann á Selfossi, síðar Sólvalla- skóla, 1973-96, að einu ári undan- skildu er hann kenndi við Fjöl- brautaskóla Suðurlands. Hann og fjölskylda hans hafa verið búsett á Selfossi frá 1973. Hann vann í sex ár hjá KÁ, við ferðaþjónustu KÁ og var síðan framkvæmdastjóri Brúar er sá um byggingarframkvæmdir Hótel Selfoss. Hann hóf síðan störf sem forstöðumaður Vinnumiðlunar Suðurlands 2003 þar til hann fékk áfall í nóvember 2007 og varð að hætta störfum. Sigurður sinnti félags- og leið- beinendastörfum í Ungmennafélagi Selfoss, sat í aðalstjórn félagsins og var formaður þess. Hann var rit- stjóri hérðaðsblaðsins Suðurlands 1981-91, var fréttaritari Morgun- blaðsins á Selfossi frá 1985 og for- maður Okkar manna, félags frétta- ritara Morgunblaðsins, 1987-97. Sigurður sat í bæjarstjórn Selfoss fyrir Sjálfstæðisflokkinn 1990-98, var formaður bæjarráðs 1994-95 og 1996-97, forseti bæjarstjórnar 1995- 96 og 1997-98. Hann sat í héraðs- nefnd Árnesinga 1994-98 og í stjórn SASS, Samtaka sunnlenskra sveit- arfélaga 1990-98. Þá var hann for- maður vinafélags heimilisfólks á Ljósheimum sem var stofnað 2004 og sat í stjórn Stróks, stuðnings- félags geðfatlaðra. Sigurður Jónsson kennari – 70 ára Stórfjölskyldan Það er fastur liður að fjölskyldan hittist heima hjá Sigurði og Esther á Laxabakka á jóladag. Þessi mynd er frá árinu 2016. Viljasterkur og lét ekki bugast af miklu áfalli Á vinnustofunni Sigurður vinnur ýmislegt handverk þar. Reykjavík Óskírður Ragnarsson fæddist 29. mars kl. 7.35. Hann vó 3.702 g og var 50 cm langur. Foreldrar hans eru Dagmar Ólafsdóttir og Þórður Ragnar Þórðarson. Nýr borgari Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.