Morgunblaðið - 27.04.2018, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 27.04.2018, Blaðsíða 37
DÆGRADVÖL 37 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. APRÍL 2018 E F L IR / H N O T S K Ó G U R Frábærir tímar framundan! Fitform 60+ og 70+ Vornámskeið á tilboði 7. maí - 9. júní Nánar á jsb.is og í síma 581 3730 Velkomin í okkar hóp! Innritun og nánari upplýsingar í síma 581 3730 og á jsb.is Markviss, fjölbreytileg og öflug líkamsrækt fyrir konur og stelpur sem tekur mið af þörfum ólíkra hópa og skilar auknum krafti, hreysti og vellíðan. Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þú gætir orðið fyrir hörðum atgangi einhvers sem vill sannfæra þig um eitthvað eða selja þér eitthvað í dag. Vertu varkár. 20. apríl - 20. maí  Naut Reyndu ekki að hefjast handa fyrr en þú hefur kynnt þér málin vandlega og velt fyrir þér frá öllum hliðum. Gættu þess að þú hefur aðrar skuldbindingar sem ganga fyrir öllu. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þú ert að eiga við fólk sem er erf- itt að ná til tilfinningalega, en þú getur það ef þú reynir. Sem betur fer ert þú í góðu skapi og getur tekið gamni eða gert að gamni þínu. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Ekki taka áhættu þó að þú viljir vera sjálfstæður og teljir að þú þarfnist ekki leið- sagnar. Tilraunir þínar til að bæta hlutina geta komið þér í vandræði í dag. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Ástvinir þurfa á skilningi þínum að halda meira en nokkru sinni fyrr. Dagurinn í dag er góður til þess að sannfæra vini um hvaðeina sem þér er mikilvægt. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Viðamikið samstarfsverkefni sem þú ert nú að taka þátt í krefst mikils af þér. Svo virðist sem allir séu mjög hrifnir af áætlunum þínum. 23. sept. - 22. okt.  Vog Það er engin ástæða til annars en brosa framan í lífið þesa dagana. Létta af þér einhverjum verkefnum, sem aðrir geta sinnt, svo þú getir annað þínum hlut. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Áhættusamt verkefni blasir við, en hversu áhættusamt er undir þér komið. Leitaðu ráðgjafar og notaðu heilbrigða skyn- semi og beittu þig aga, þá farnast þér vel. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Það er ástæðulaust að fá sekt- arkennd yfir öllu sem þú gerir fyrir sjálfan þig. Slakaðu á þótt rétt sé að hafa skikk á hverjum hlut. 22. des. - 19. janúar Steingeit Reyndu ekki að hespa hlutina af, það virkar bara illa á samstarfsmenn þína auk þess sem árangurinn verður slakur. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Taktu einn hlut fyrir í einu því ef þú ert með of mörg járn í eldinum þá nærðu ekki tökum á neinu. Einhverjir árekstrar við aðra valda þér leiðindum og áhyggjum. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þú þarft að gera það upp við þig hvaða stefnu þú vilt taka í lífinu. Láttu ekk- ert trufla þig á meðan því þá muntu verða sáttur við útkomuna. Guðmundur Arnfinnsson erglöggur á hesta: Gráni var enginn góðhestur, geðstirður eins og flóðhestur, pratinn og þrár og par ekki frár, en Pegasus vængjaður ljóðhestur. Helgi R. Einarsson yrkir um flóttann: Til Svíþjóðar frá Sogni í sól og blæjalogni hann sveif á braut og sæll þess naut Sindri, þessi flogni. Og síðan um hliðarsporin: Hann gyrti sig breiða í brók brosti og ákvörðun tók. Freistingar víða í felum hér bíða. Nú fær hann sér pylsu og kók. Ágúst Dalkvist rifjar upp að „hlaup kom í Múlakvísl fyrir nokkr- um árum úr Mýrdalsjökli, það stórt að brúin yfir ána fór. Hugsanlegt var að lítið gos í Kötlu hefði valdið hlaupinu. Var þetta afar hvimleitt fyrir þá sem bjuggu fyrir austan ána þar sem ekki var fært suður svo dögum skipti: Hlutir eru fjarri fínu fyrir austan vissa á því Katla gamla prumpar pínu og puðraðist með bleytu smá.“ Hallmundur Guðmundsson segist hafa starfað við brúargerð hjá Vegagerðinni þá þetta gerðist og verið einn þeirra sem unnu við upp- setningu bráðabirgðabrúarinnar, og reyndar líka við þá nýju sem nú stendur. Hann segist hafa ort duggulítinn vísnabálk um þetta æv- intýri þeirra piltanna en verið svoddan leir að ekki sé birtandi. En fyrsta vísan var tiltölulega skamm- laust ort utan aukastuðlapars í síð- ustu línu: Pínd var Katla og pirruð smá, prumpaði frekar blautu. Æddi hennar sull í sjá og sendi brú af brautu. Um annað eldfjall, Heklu, var þetta ort: Næðir fjúk um beran búk byltist skafl að hreysi; tunglið yfir Hekluhnjúk hangir í reiðileysi. Úr Gránuvísum eftir Pál Bjarna- son á Undirfelli: Margan fráan fékk ég hest, fóru af því sögur, þó hefur Grána borið best beina minna drögur. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Af góðhestum, hliðarspori og hlaupi í Múlakvísl Í klípu „SMÁ FAGMENNSKU, PLÍS! ÞEGAR VIÐ BIÐJUM SJÚKLINGA AÐ AFKLÆÐAST, ÞÁ FLISSUM VIÐ EKKI.“ eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „HVAÐ ERTU AÐ FELA FYRIR AFTAN BAK?“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að vera hamingjusamur í rigningunni. TRÉ FÉLL Á BÍLINN MINN! HVAÐ Á ÉG AÐ GERA?! JÓN! JÓN! ÞETTA SKALTU GERA… GAKKTU ÚT Í BÚÐ AÐ KAUPA MATINN MINN ÞÚ ERT Í VONDUM MÁLUM! HELGA SAGÐI AÐ ÞÚ ÆTTIR EKKI AÐ FARA Á PÖBBINN! ENGAR ÁHYGGJUR! ÉG DRAKK BARA VODKA! HÚN MUN EKKI FINNA NEITT Á ANDARDRÆTTI MÍNUM! NEI, EN HÚN MUN KANNSKI HEYRA Í MAGANUM ÞÍNUM! SLOMP SKVAMP Ekki er nóg með að gömlu málm-hausarnir í Slayer ætli að heim- sækja ævintýraeyjuna um hvíta- sunnuna heldur er nú einnig farið að minna á heimsókn Guns N’ Roses. Sveitin ætlar að spila á hljóðfærin sín í Laugardalnum seint í júlí. x x x Tískumiðlar landsins hljóta aðsafnast saman á þessum við- burði, þó ekki væri nema til þess að athuga hvort söngvari hljómsveitar- innar, Axl Rose, kjósi ennþá að vefja tóbaksklút um höfuðkúpuna þegar hann treður upp. Tískuálitsgjafar hljóta að geta skrifað marga dálka um það útspil kappans. x x x Einnig er áhugavert að hugsa tilþess hvaða Íslendingur fær það vandasama hlutverk að þjónusta hljómsveitarmeðlimi. Ekki vildi Vík- verji vera í þeim sporum að reyna að gera Rose til geðs. Sá mun vera dyntóttari á góðum degi en Michael Jackson var á slæmum degi. Sá sem sniglast í kringum sveitina verður vafalaust löðursveittur í íslenska sumarhitanum að sortera gulu M&M molana frá þeim rauðu. x x x Víkverji fagnar því að geta hlýtt áþekkta erlenda málmvísinda- menn hérlendis. Eitthvað þurfa menn að hafa fyrir stafni á meðan beðið er eftir því að Arsenal verði Evrópumeistari og þess að Sunda- brautin komi. Víkverji er auk þess orðinn margs fróðari um þetta list- form eftir ítarlega umfjöllun í SunnudagsMogganum á síðustu ár- in. x x x Eins og gjarnan þegar árin færastyfir málmvísindamennina þá er áhugavert að sjá hversu mikið púður er eftir í hólkunum. Rose gat á árum áður haft hamskipti. Gat þess vegna farið beint úr Sweet Child of Mine og sest við hvítan flygil til að flytja Nov- ember Rain eins og virðulegur org- anisti. Myndbandið við síðarnefnda lagið hefði þess vegna getað verið tekið upp á Íslandi þar sem Slash tók menntað gítarsóló með einmanalega sveitakirkju í baksýn. vikverji@mbl.is Víkverji Lofaður sé Guð er hvorki vísaði bæn minni á bug né tók frá mér miskunn sína. (Sálm: 66.20)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.