Morgunblaðið - 27.04.2018, Page 39
MENNING 39
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. APRÍL 2018
Sönghópurinn Voces Thules kemur
ásamt gestum fram á tónleikum á
dagskrá Sígildra sunnudaga í
Norðurljósasal Hörpu á sunnudag-
inn kemur klukkan 17. Yfirskrift
tónleikanna er Polyphonia.
Efnisskráin spannar fjölradda
sönghefðir frá öndverðu. Elstu lögin
koma úr íslenskum og breskum mið-
aldahandritum, meðal annars fjöl-
radda söngur úr tíðum heilags
Magnúsar Orkneyjajarls og vor-
söngurinn „Sumer is icumen in“
ásamt tveimur íslenskum miðalda-
tvísöngvum með latneskum messu-
textum. Þá verða flutt fjölradda
sálmalög frá 16. öld, sem varðveitt-
ust í íslenskum handritum með ís-
lenskum textum, sem og verk frá
gullöld fjölröddunarinnar, meðal
annars þættir úr „Missa papae Mar-
celli“ eftir Palestrina ásamt verald-
legum madrigölum. Einn af þeim
barst til Íslands og umbreyttist í
þjóðlagið „Vera mátt góður“.
Tónleikarnir eru tileinkaðir minn-
ingu Halldórs Vilhelmssonar, óperu-
söngvara og húsasmiðs, en hann var
einn af stofnfélögum Íslensku óp-
erunnar. Hann hefði orðið áttræður
24. apríl síðastliðinn. Halldór átti
töluverðan þátt í að sönghópurinn
Voces Thules var stofnaður og átti
meðal annars hugmyndina að viða-
mesta verkefni hópsins, heildar-
flutningi og útgáfu á Þorlákstíðum.
Halldór tók þátt í nokkrum verk-
efnum sem urðu undanfari að stofn-
un hópsins þar sem viðfangsefnin
voru fjölradda verk frá 16. öld.
Gestir hópsins á tónleikunum
verða nemendur á miðaldatónlistar-
námskeiði í tónlistardeild Listahá-
skólans sem Voces Thules hefur um-
sjón með, ásamt félögum úr
Camerata-hópnum sem leggur
stund á flutning endurreisnar- og
barokktónlistar og er skipaður nem-
endum í söng og hljóðfæraleik.
„Sum verkanna hefur Voces Thu-
les flutt áður en annað, sem við flytj-
um sem stækkaður hópur, tökumst
við á við í fyrsta sinn á tónleikun-
um,“ segir Sigurður Halldórsson,
einn félaga Voces Thules. „Út-
færslur á þessum verkum eru oft
mismunandi en á þessum tónleikum
flytjum við verk samin á talsvert
löngum tíma, þau yngstu við lok 16.
aldar.“
Sigurður segir hafa gengið vel að
æfa verkin upp með söngvurum sem
sumir eru að kynnast tónlist miðalda
í fyrsta skipti. „Við höfum sungið
þessa tónlist lengi og erum kannski
búnir að gleyma að það getur verið
strembið að koma sér inn í sumt en
það hefur samt gengið afskaplega
vel enda er úrvalsfólk í hópnum. Og
sumir eru reyndir söngvarar og tón-
listarmenn, jafnvel þekktir á lands-
vísu, en eru nú í nýju tónlistar-
umhverfi og það er áhugavert. Nýtt
fólk kemur með ný sjónarhorn og
nálgun,“ segir Sigurður.
Miðaldatónlistarnámskeiðið nú er
það níunda sem LHÍ stendur fyrir í
samstarfi við Voces Thules, þar sem
nemendur fá reynslu í að vinna með
atvinnutónlistarhóp og taka þátt í
opinberum tónleikum.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Miðaldatónlist Sönghópurinn Voces Thules æfði í gær ásamt gestum sínum fyrir tónleikana á sunnudag.
Fjölradda sönghefðir
Voces Thules kemur fram ásamt nemendum á miðalda-
tónlistarnámskeiði Yngstu verkin frá lokum 16. aldar
Sænska akademían (SA) íhugar að
veita engin Nóbelsverðlaun í ár
vegna þeirrar krísu sem upp er kom-
in innan SA. Það væri þá í fyrsta sinn
í sögu verðlaunanna, sem afhent
hafa verið árlega síðan 1901. Í sam-
tali við Sænska ríkisútvarpið (SVT)
staðfestir Carl-Henrik Heldin, tals-
maður Nóbelsstofnunarinnar, að
rætt hafi verið um það hvernig
standa skuli að verðlaunaafhending-
unni í ár. „Það er aðkallandi spurn-
ing hvort SA muni veita Nóbels-
verðlaun í ár eða ekki, en ég get ekki
tjáð mig frekar um málið,“ segir
Heldin. „Við erum sem stendur að
skoða málið,“ hefur SVT eftir And-
ers Olsson, starfandi ritara SA. Sam-
kvæmt ónafngreindum heimildar-
manni SVT mun vera til skoðunar að
veita engin Nóbelsverðlaun í bók-
menntum þetta árið, en tvenn á
næsta ári, fyrir bæði 2018 og 2019.
„Ég held að þetta sé eina leiðin til að
koma í veg fyrir álitshnekki,“ hefur
SVT eftir heimildarmanninum sem
kýs að koma ekki fram undir nafni.
Verðlaunin hafa verið afhent í des-
ember ár hvert, en tilkynnt um verð-
launahafa í október.
„Ég frábið mér viðtal, en get þó
sagt að það væri í ljósi aðstæðna inn-
an SA og með hagsmuni verð-
launanna að leiðarljósi best að af-
hendingunni væri frestað í ár,“ segir
Peter Englund, einn þeirra sem í
byrjun mánaðar ákváðu að hætta hjá
SA þegar ekki reyndist meirihluti
fyrir því innn SA að afhenda lögregl-
unni úttekt lögfræðistofunnar
Hammarskiöld & Co sem Sara Dan-
ius, þáverandi ritari SA, réð til að
rannsaka tengsl Jean-Claude
Arnault við alla meðlimi SA, en
Arnault er kvæntur Katarinu Fros-
tenson sem átti sæti í SA þar til um
miðjan þennan mánuð. Eftir hrær-
ingar síðustu vikna eru samtals sjö
af 18 sætum SA auð en alls þarf 12
atkvæði sitjandi meðlima til að taka
allar meiriháttar ákvarðanir.
Horace Engdahl, sem var ritari
SA 1999-2009, veitti í vikunni fyrsta
viðtalið eftir átakafundinn 12. apríl
þar sem bæði Danius og Frostenson
yfirgáfu SA. „Í mínum huga snýst
málið um lélega krísustjórnun og
ósætti um hvernig vinna ætti úr stöð-
unni sem upp kom í nóvember,“ seg-
ir Engdahl í viðtali á P1 og vísar þar
til þess að í nóvember birti Dagens
Nyheter (DN) grein þar sem 18 kon-
ur sökuðu Arnault um kynferðislega
áreitni og ofbeldi, en þess ber að
geta að DN skrifaði fyrst um ofbeldi
Arnault fyrir um tveimur áratugum
um það leyti sem ein kvennanna
sendi Sture Allén, ritara SA 1986–
99, bréf þar sem hún lýsti ofbeldinu
sem Arnault hafði beitt hana, en Al-
lén hefur í sænskum fjölmiðlum lýst
því yfir að hann taldi bréfið ekki
mikilvægt á sínum tíma. „Ég vildi
óska að ég hefði búið yfir meiri yf-
irvegun í nóvember þegar við innan
SA ræddum hvernig við ættum að
bregðast við þeirri ógn sem birtist í
greininni,“ segir Engdahl og tekur
fram að erfitt hafi verið að meta
sannleiksgildi greinarinnar vegna
þess að frásagnirnar voru nafn-
lausar og því hefði ekki verið rétt-
lætanlegt að slíta öll tengsl við Ar-
nault, sem var samt gert tveimur
dögum eftir að lögreglan hóf að
rannsaka mál Arnault í desember.
Í seinustu viku kröfðust 700 vís-
inda- og menntamenn þess að fyrr-
nefnd lögfræðiúttekt um málefni Ar-
nault yrði gerð opinber. Engdahl
hæddist að þessari kröfu í viðtalinu
við P1 og sagði hana „heilalausa“.
„Þetta klaufalega útspil hans [Eng-
dahl] sýnir enn og aftur hvernig
hann og hluti SA er lokaður inni í
heimi sjálfhóls, vinaspillingar og
valdatafls,“ segir Johan Fornäs, pró-
fessor í samskipta- og fjölmiðlafræði
við háskólann í Södertörn.
silja@mbl.is
Verður verðlaunum frestað?
Bið Kazuo Ishiguro hlaut Nóbelsverðlaunin í bókmenntum 2017.
Bandaríska blússöngkonan Karen
Lovely kemur fram á tónleikum á
veitingastaðnum Bryggjan brugg-
hús í kvöld kl. 21 ásamt hljóm-
sveit sem skipuð er gítarleik-
urunum Mark Bowden og Ben
Rice, Róberti Þórhallssyni á
bassa og Dave Melanie á tromm-
ur.
Lovely kom fram á Blúshátíð
Reykjavíkur árið 2016 og þótti
einkar kraftmikil í flutningi sín-
um og lífleg á sviði. Hún mun,
ásamt hljómsveitinni, flytja blús-
tónlist af ýmsum gerðum í kvöld
og fer miðasala á tónleikana
fram á midi.is.
Lovely blúsar á Bryggjunni brugghúsi
Kraftmikil Karen Lovely í ham.
Ert þú á leið í leikhús? Pantaðu ljúffengar veitingar til
að njóta fyrir sýningu eða í hléi á borgarleikhus.is
Rocky Horror (Stóra sviðið)
Lau 28/4 kl. 20:00 25. s Þri 15/5 kl. 20:00 aukas. Fim 31/5 kl. 20:00 41. s
Mið 2/5 kl. 20:00 26. s Fim 17/5 kl. 20:00 35. s Fös 1/6 kl. 20:00 46. s
Fim 3/5 kl. 20:00 27. s Fös 18/5 kl. 20:00 36. s Lau 2/6 kl. 20:00 47. s
Fös 4/5 kl. 20:00 28. s Lau 19/5 kl. 20:00 37. s Sun 3/6 kl. 20:00 48. s
Lau 5/5 kl. 20:00 29. s Mið 23/5 kl. 20:00 aukas. Mið 6/6 kl. 20:00 49. s
Sun 6/5 kl. 20:00 30. s Fim 24/5 kl. 20:00 aukas. Fim 7/6 kl. 20:00 50. s
Þri 8/5 kl. 20:00 31. s Fös 25/5 kl. 20:00 38. s Fös 8/6 kl. 20:00 51. s
Mið 9/5 kl. 20:00 32. s Lau 26/5 kl. 20:00 39. s Lau 9/6 kl. 20:00 52. s
Fös 11/5 kl. 20:00 33. s Sun 27/5 kl. 20:00 40. s Sun 10/6 kl. 20:00 53. s
Lau 12/5 kl. 16:00 34. s Mið 30/5 kl. 20:00 aukas.
Besta partý sem þú munt nokkurn tímann upplifa.
Elly (Stóra sviðið)
Fös 31/8 kl. 20:00 139. s Sun 9/9 kl. 20:00 142. s Sun 16/9 kl. 20:00 145. s
Lau 1/9 kl. 20:00 140. s Mið 12/9 kl. 20:00 143. s Lau 22/9 kl. 20:00 146. s
Fös 7/9 kl. 20:00 141. s Fim 13/9 kl. 20:00 144. s Sun 23/9 kl. 20:00 147. s
Sýningar haustið 2018 komnar í sölu.
Sýningin sem klikkar (Nýja sviðið)
Fös 27/4 kl. 20:00 21. s Fim 3/5 kl. 20:00 25. s Fim 10/5 kl. 20:00 29. s
Lau 28/4 kl. 20:00 22. s Fös 4/5 kl. 20:00 26. s Fös 11/5 kl. 20:00 30. s
Sun 29/4 kl. 20:00 23. s Lau 5/5 kl. 20:00 27. s
Mið 2/5 kl. 20:00 24. s Sun 6/5 kl. 20:00 28. s
Það er alveg öruggt að þetta fer úrskeiðis!
Fólk, staðir og hlutir (Litla sviðið)
Fös 27/4 kl. 20:30 aukas. Fim 3/5 kl. 20:30 aukas. Mið 9/5 kl. 20:30 15. s
Lau 28/4 kl. 20:30 9. s Fös 4/5 kl. 20:30 12. s Fim 10/5 kl. 20:30 aukas.
Sun 29/4 kl. 20:30 10. s Lau 5/5 kl. 20:30 13. s Fös 11/5 kl. 20:30 16. s
Mið 2/5 kl. 20:30 11. s Sun 6/5 kl. 20:30 14. s
Komumst við vímulaus af í geggjuðum heimi?
Slá í gegn (Stóra sviðið)
Sun 29/4 kl. 20:00 25.sýn Sun 27/5 kl. 19:30 30.sýn Sun 10/6 kl. 19:30 34.sýn
Lau 5/5 kl. 19:30 27.sýn Lau 2/6 kl. 19:30 31.sýn Fim 14/6 kl. 19:30 35.sýn
Sun 6/5 kl. 16:00 28.sýn Sun 3/6 kl. 19:30 32.sýn
Sun 13/5 kl. 19:30 29.sýn Lau 9/6 kl. 19:30 33.sýn
Einstaklega litríkt sjónarspil og frábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna!
Svartalogn (Stóra sviðið)
Fös 27/4 kl. 19:30 Frum Fim 3/5 kl. 19:30 3.sýn Fös 11/5 kl. 19:30 5.sýn
Lau 28/4 kl. 19:30 2.sýn Fös 4/5 kl. 19:30 4.sýn
Heillandi verk um óvæntu möguleikana í lífinu
Stríð (Stóra sviðið)
Mið 16/5 kl. 19:30 Frums Fim 17/5 kl. 19:30 2.sýn Fös 18/5 kl. 19:30 3.sýn
Ragnar og Kjartan hafa tvívegis skapað í sameiningu sviðsverk fyrir Volksbühne-l
Faðirinn (Kassinn)
Sun 29/4 kl. 19:30 48.sýn Sun 6/5 kl. 19:30 49.sýn
Áhrifamikið nýtt verðlaunaverk.
Aðfaranótt (Kassinn)
Fös 11/5 kl. 19:30 Frums Fös 18/5 kl. 19:30 5.sýn Fös 25/5 kl. 19:30 9.sýn
Lau 12/5 kl. 19:30 2.sýn Lau 19/5 kl. 19:30 6.sýn Lau 26/5 kl. 19:30 10.sýn
Mið 16/5 kl. 19:30 3.sýn Mið 23/5 kl. 19:30 7.sýn
Fim 17/5 kl. 19:30 4.sýn Fim 24/5 kl. 19:30 8.sýn
Lokaverkefni leikarabrautar sviðslistadeildar LHÍ
Improv Ísland (Þjóðleikhúskjallari)
Mið 2/5 kl. 20:00 Mið 9/5 kl. 20:00 Mið 16/5 kl. 20:00
Spunasýningarnar vinsælu snúa aftur - engin sýning eins!
Oddur og Siggi (Á flakki um landið)
Þri 15/5 kl. 11:00
Vestm.eyjar
Skemmtileg, sorgleg og hjartnæm sýning
Pörupiltar (Þjóðleikhúskjallarinn)
Fös 27/4 kl. 10:00 Mán 30/4 kl. 10:00 Mið 2/5 kl. 10:00
Fös 27/4 kl. 11:30 Mán 30/4 kl. 11:30 Mið 2/5 kl. 11:30
Hlátur og skemmtun í bland við eldfimt efni
leikhusid.is | midasala@leikhusid.is | 551 1200
Atvinna