Morgunblaðið - 27.04.2018, Side 44

Morgunblaðið - 27.04.2018, Side 44
Tilbúnir í stríð ef leik- menn Turda vilja það Aron Rafn Eðvarðsson, landsliðs- maður í handknattleik, er á leið til Rúmeníu ásamt liðsfélögum sínum í ÍBV þar sem þeir freista þess að kom- ast í úrslitaleikina í Áskorendabikar Evrópu. Þeir mæta til Turda með þriggja marka forskot úr fyrri leikn- um. „Við erum sagðir spila fast, er ekki rætt um það? Þar af leiðandi er- um við tilbúnir í stríð ef leikmenn Turda vilja það,“ segir Aron Rafn í ít- arlegu viðtali við Morgunblaðið. »4 FÖSTUDAGUR 27. APRÍL 117. DAGUR ÁRSINS 2018 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 608 KR. ÁSKRIFT 6.597 KR. HELGARÁSKRIFT 4.119 KR. PDF Á MBL.IS 5.851 KR. I-PAD ÁSKRIFT 5.851 KR. 1. Fékk aðsvif í miðri sýningu 2. Andlát: Sigrún Olsen 3. Mynduðu kross á Heimakletti 4. Rekinn fyrir sænska síld »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Kór Fella- og Hólakirkju og Vörðu- kórinn halda tónleika saman í Fella- og Hólakirkju á morgun kl. 17 og verður boðið upp á vordrykk og lif- andi tónlist hálftíma fyrir tónleikana í anddyri kirkjunnar. Vörðukórinn er skipaður söngvurum frá Flúðum og nágrenni og munu kórarnir bjóða upp á fjölbreytta efnisskrá og syngja lög á borð við „Hudson Bay“ og „La verg- ine degli Angeli“. Einsöng syngja Inga J. Backman og Kristín R. Sigurð- ardóttir og Sigrún Harðardóttir leikur á fiðlu. Stjórnandi og meðleikari kirkjukórsins er Arnhildur Valgarðs- dóttir og stjórnandi Vörðukórsins Ey- rún Jónasdóttir. Tveir kórar í Fella- og Hólakirkju  Hljómsveitin Lily of the Valley held- ur tónleika á skemmtistaðnum Dillon á Laugavegi í kvöld kl. 22. Hljóm- sveitina skipa Mímir Nordquist, Tinna Katrin, Logi Marr, Hrafnkell Már, Leó Ingi og Guðmundur Thor. Seldir verða bolir og geisladiskar á staðnum til styrktar baráttunni gegn ofbeldi og einelti gagnvart börnum. Lily of the Valley leikur á Dillon Á laugardag Norðlæg eða breytileg átt 3-8 m/s og víða stöku skúrir eða él. Hiti 0 til 8 stig að deginum, hlýjast S-lands. Á sunnudag Ákveðin sunnanátt með rigningu eða slyddu. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Norðlæg átt 5-13 m/s V-lands og skúrir eða slydduél S- og V-til, en yfirleitt þurrt NA-lands. Hiti 0 til 8 stig að deginum, hlýjast syðst, en víða næturfrost, einkum NA-til. VEÐUR Þrátt fyrir betri spila- mennsku er íslenska karla- landsliðið í íshokkí enn stigalaust eftir þrjá leiki í A- riðli 2. deildar heimsmeist- aramótsins í Tilburg í Hol- landi. Ísland mætti Belgum í gær og þurfti að sætta sig við 6:3-tap. Tveimur um- ferðum er ólokið og Ísland mætir Kína á morgun í nán- ast hreinum úrslitaleik um áframhaldandi sæti í deild- inni. »2-3 Þriðji ósigur Ís- lands í Tilburg Valskonur eiga von um að verða Íslands- meistarar í körfubolta í fyrsta sinn í sögunni eftir að hafa tryggt sér odda- leik við Hauka í úrslitaeinvígi Íslands- mótsins. Valur vann leik liðanna á Hlíð- arenda í gær eftir mikla spennu á lokamínútunni, 68:66, en oddaleikurinn verður á Ásvöllum á mánudagskvöld. Haukar fóru illa með færi til að tryggja sér sigur eða framlengingu. »3 Síðasti blóðdropinn mun falla á Ásvöllum ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Erna Ýr Öldudóttir ernayr@mbl.is Haldið var upp á upphaf fertugasta starfsárs Jarðhitaskólans með ráð- stefnu í Hörpu í gær, þar sem núver- andi og fyrrverandi nemendur hitt- ust og sérfræðingar víða að héldu fyrirlestra. Morgunblaðið hitti að máli þrjá einstaklinga sem sótt hafa skólann hérlendis. Öll höfðu orð á mikilvægi þess að geta komið og kynnst þekk- ingu, innviðum og verkefnum í jarð- varma hérlendis, enda af nógu að taka hvað varðar reynslu og verklega þáttinn af jarðvarmavirkjun. Charlin Bodley er fyrsti nemand- inn frá Austur-Karíbahafseyjunni Sankti Lúsíu, en hún er nýkomin til landsins til að taka þátt í sex mánaða þjálfun skólans. „Mitt sérsvið er verkefnisstjórnun og fjármögnun jarðhitaverkefna. Við erum í könnunarferli fyrir boranir heima fyrir eins og er og verkefnið er fjármagnað af Alþjóðabankanum,“ segir Bodley, sem segir erfitt fyrir lítið eysamfélag að ráðast í svo áhættusöm verkefni. Von um ódýrari orku „Eins og er neyðumst við til að notast við kolefnisbruna við orku- framleiðslu. Það gerir orkuna á Sankti Lúsíu með þeirri dýrustu í heimi, en auk þess höfum við skuld- bundið okkur með Parísarsam- komulaginu til að draga úr mengun og kolefnislosun.“ Peketsa Mangi lauk þjálfun hjá Jarðvarma- skólanum árið 2015. Hann er yfirmaður þró- unarsviðs jarðvarmaorku til innviðauppbyggingar hjá KenGen, lands- virkjun Kenýa. „Ég valdi þetta sérsvið því það eru tækifæri í jarðvarmaorku til uppbyggingar í Kenýa. Stjórnvöld hafa á stefnuskrá að auka hlut hennar í orkuframleiðslu. Það var tækifæri að fá að taka þátt í þjálf- un Jarðvarmaskólans til að afla þekkingar og mynda sambönd við sérfræðinga annars staðar frá.“ Tækifæri en þekkingu skortir Getenesh Hailegiorgis Abebe sótti þjálfun Jarðvarmaskólans árið 2015 og er nú í meistaranámi í jarðeðl- isfræðirannsóknum við Háskóla Ís- lands. Hún segir námið hérlendis hafa hjálpað sérfræðikunnáttu sinni í að afla gagna til að nota við rann- sóknir. „Það eru jafnvel enn fleiri tækifæri í Eþíópíu til nýtingar á jarð- varmaorku en í Kenýa. En það skort- ir fagfólk og því er verið að einblína á aðra orkugjafa ennþá þar.“ Þekking til uppbyggingar  Jarðhitaskólinn þjálfar áræðna sérfræðinga Morgunblaðið/RAX Sérfræðingar F.v. Peketsa Mangi frá Kenýa, Getenesh Hailegiorgis Abebe frá Eþíópíu og Charlin Bodley frá Sankti Lúsíu. Með þeim á myndinni er Lúðvík Georgsson skólastjóri Jarðhitaskólans. Jarðhitaskóli Háskóla Sameinuðu þjóðanna hefur starfað á Íslandi frá 1979. Orkustofnun hýsir skólann og ber á honum rekstrarlega ábyrgð. Námið felst í sex mánaða þjálfun sérfræðinga frá þróunarlöndum þar sem jarðhiti er til staðar. Áhugi á nýtingu jarð- hita fer sífellt vaxandi og berast skólanum óskir um þjálfun og kennslu bæði frá þró- unarlöndum og iðnríkjum sem vilja efla notkun endurnýjanlegra orku- linda. Frá upphafi starfseminnar hafa samtals 647 einstaklingar frá 60 löndum stundað nám við skól- ann. Þar að auki heldur skólinn reglulega námskeið í þróun- arlöndum og hafa tæplega 1700 manns frá 30 þróunarlöndum sótt þau frá því námskeiðahald hófst ár- ið 2005. Á sjöunda hundrað nemendur ÁHUGI Á NÝTINGU JARÐVARMA FER SÍFELLT VAXANDI OG ÓSKIR UM ÞJÁLFUN BERAST FRÁ ÞRÓUNAR- OG IÐNRÍKJUM Borhola við Kröflu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.