Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.04.2018, Side 6
6 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22.4. 2018
Þegar Kim Bodnia gekk úr
skaftinu eftir aðra seríuna af
Brúnni var annar danskur
leikari ráðinn í staðinn,
Thure Lindhardt, og lék hann
vinnufélaga og síðar ástmann
Sögu í seinni seríunum
tveimur, Henrik Sabroe.
Synd væri að segja að Lind-
hardt hafi stokkið hæð sína í
loft upp við tíðindin; hann
vissi ekki einu sinni af til-
vist Brúarinnar. „Ég
hafði ekki séð þættina,“
viðurkennir hann í
The Telegraph. „Ég
á ekki einu sinni
sjónvarp.“
Hún býr innra með mér, þann-ig að ég sé ekki hvernig égá að geta saknað hennar.
Hún er ég. Eftir átta ár með henni
finn ég að hennar hugsunarháttur
hefur haft áhrif á heilastarfsemina í
mér, en á jákvæðan hátt.“
Þetta segir sænska leikkonan
Sofia Helin í samtali við breska blað-
ið The Telegraph, spurð hvort hún
eigi eftir að sakna hinnar kostulegu
persónu Sögu Norén sem hún lék
með tilþrifum í dansk/sænsku fram-
haldsþáttunum Brúnni sem runnu
sitt skeið á enda fyrr á þessu ári.
Eftir átta ár viðurkennir Helin að
hún sé úrvinda, andlega og líkam-
lega. Hlutverkið hafi reynt verulega
á hana. „Mér líður eins og ég sé að
koma í mark í maraþonhlaupi,“ segir
Helin og líkir hlutverkinu við stein-
steypugervi. „Maður þarf að halda
öllu í sér og vera mjög einbeittur.
Þetta er eins og að ganga með þung
lóð á sér alla daga.“
Eins undarlega og það hljómar
núna þá voru framleiðendur þátt-
anna ekki sannfærðir um að Helin
væri rétta manneskjan í hlutverkið
þegar Brúin var fyrst lögð, ef svo má
að orði komast, árið 2010. Óttuðust
að hún væri ekki nógu þekkt í Dan-
mörku en Brúin var samstarfsverk-
efni danska og sænska sjónvarpsins.
Þeir sjá ekki eftir því nú enda bar
Helin þáttinn uppi; svo rammt kvað
raunar að þeim burði að danski leik-
arinn Kim Bodnia, sem lék hitt aðal-
hlutverkið í fyrstu tveimur seríunum,
sagði sig frá verkefninu, áður en
hann drukknaði í kjölsoginu.
Í úttekt The Telegraph kemur
fram að Helin átti sjálf heilmikinn
þátt í því að móta persónu Sögu. „Allt
sem hún les, það lærir hún, en þegar
kemur að mannlegum samskiptum
er hún algjörlega úti á túni. Meira
höfðum við eiginlega ekki að segja
um Sögu Norén í upphafi,“ útskýrir
Hans Rosenfeldt, handritshöfundur
og einn þeirra sem skópu Brúna.
Lagðist í rannsóknir
Fyrsta manneskjan sem gerði því
skóna að Saga væri með Asperger-
heilkennið var Charlotte Sieling, sem
leikstýrði fyrstu fjórum þáttunum.
Það varð til þess að Helin lagðist í
rannsóknarvinnu; las bækur, ræddi
við samtök um heilkennið og gerði
tilraunir með kauðaleg orðaskipti.
Það var líka Sieling sem skóp útlitið
sem Saga hélt út allar seríurnar;
ómáluð, í leðurbuxum og slitnum
frakka. „Sögu er slétt sama um útlit-
ið,“ segir Helin.
Brúin fór til þess að gera rólega af
stað. Það var ekki fyrr en sýning-
arrétturinn var seldur út fyrir Norð-
urlöndin árið 2012 að hjólin fóru að
snúast fyrir alvöru. Þátturinn hefur
nú verið sýndur í 188 löndum og end-
urgerður á hinum ýmsu landamær-
um; svo sem Bandaríkjanna og
Mexíkó, Bretlands og Frakklands og
nú síðast Rússlands og Eistlands.
Allir vildu Sögu kveðið hafa.
Eftir aðra seríuna gerðu framleið-
endur könnun meðal áhorfenda og
kom þrennt í ljós, að sögn eins fram-
leiðendanna, Bo Ehrhardts. „Þeir
vildu Sögu, meiri Sögu og enn meiri
Sögu. Þeir vildu kynnast henni betur,
sjá hana sýna meiri tilfinningar og
vera ekki svona mikið vélmenni. Þá
vildu þeir að allt færi vel hjá Sögu.
Við létum áhorfendur hafa tvennt af
þessu þrennu.“
Raunar munaði mjóu að Helin
fylgdi fordæmi Bodnias og segði
skilið við Brúna eftir þriðju ser-
íuna. Þá hefði gerð þáttanna
líklega verið sjálfhætt. „Ég sá
ekki hvernig við gætum haldið
áfram að þróa persónuna en
síðan hitti ég Hans [Rosen-
feldt] og þegar við byrjuðum
að spinna sá ég skyndilega leið og
vissi að ég yrði að kýla á þetta,“ segir
hún við The Telegraph.
„Þetta hverfist um sjálfið,“ heldur
hún áfram, „uppáhaldsviðfangsefni
mitt í heiminum – hver er ég? – þann-
ig að ég stóðst ekki mátið. Saga hefur
gengið lengi fyrir ótta, reiði, hryggð
og ofsa. Hún nemur ekki staðar til að
velta fyrir sér hvers vegna hún er að
gera hlutina.“
Það gerist loks þegar Saga er
ranglega sett bak við lás og slá í loka-
seríunni. „Fangavistin þvingar hana
til að endurmeta allt sitt líf. Hún get-
ur ekki sinnt lögreglustörfum lengur
og hver er hún þá? Hver er ég ef allt
er tekið frá mér?“ segir Helin sem lét
sjálf loka sig inni í sólarhring til að
búa sig undir hlutverkið.
Spurð hvað henni hafi þótt erfiðast
við það að leika Sögu svarar Helin:
„Ég hata kynlífsatriði. Sem ég held
að sé mjög heilbrigð afstaða. Það
segir sitthvað um mig og mín heil-
indi. Þetta er bara eitthvað sem mað-
ur verður að láta sig hafa til að segja
söguna.“
Og þvílík Saga.
Saga býr
innra með
mér
Menn hafa endanlega brennt Brúna að baki sér en
sænska leikkonan Sofia Helin veit eigi að síður að
hún hefur eignast ferðafélaga fyrir lífstíð, hina
sérlunduðu lögreglukonu Sögu Norén.
Thure Lind-
hardt í hlut-
verki Henriks
Sabroe.
Á ekki
sjónvarp
Ljósmynd/DR/SVT
Sofia Helin hefur hlotið heimsfrægð fyrir túlkun sína á lögreglukonunni sérlunduðu Sögu Norén í þáttunum Brúnni.
’
Ég byrjaði á túr í morgun.
Dæmigerð setning fyrir Sögu Norén, þegar hún bryddar
upp á samræðum við annað fólk, jafnvel bláókunnugt.
Ekki hennar sterkasta hlið.
ERLENT
ORRI PÁLL ORMARSSON
orri@mbl.is
NÝJA-SJÁLAND
WELLINGTON Jacinda
Ardern forsætisráðherra er æf
yfi r því að
hafa verið
líkt við
Donald
Trump
Bandaríkja-
forseta.
Rótin er
umfjöllun
The Wall
Street Journal, þar sem áherslum
leiðtoganna tveggja í innfl ytj-
endamálum var líkt saman. „Þetta
reitti mig til reiði,“ sagði hún
við sjónvarpsstöðina ABC. „Við
erum þjóð sem byggir á innfl ytj-
endum. Sjálf er ég bara þriðja
kynslóð Nýsjálendinga.“
BANDARÍKIN
FÍLADELFÍA Flugstjór-
inn Tammie Jo Shults hefur
fengið mikið lof fyrir að
lenda farþegafl ugvél með
150 manns innanborðs
á fl ugvellinum í Fíladelfíu
í vikunni eftir að hreyfi ll
sprakk í háloftunum. Í
látunum brotnaði rúða og
farþegi sogaðist hér um bil
út. Allir farþegarnir nema
einn lifðu fl ugferðina af en
nokkrir slösuðust. Shults
fl aug áður orrustuvélum
fyrir Bandaríkjaher.
SÓMALILAND
HARGEISA Skáldkonan Naima Abwaan Qorane hefur verið dæmd
í þriggja ára fangelsi fyrir andþjóðleg viðhorf og að sýna ríkinu lítils-
virðingu. Ákæruvaldið hélt því fram að hún hefði látið í ljós
sjónarmið á samfélagsmiðlum sem grafa undan sjálfstæðisbaráttu
þjóðarinnar sem vill kljúfa sig að fullu frá Sómalíu. Málið er liður
í átaki hins opinbera gegn rithöfundum og aðgerðasinnum.
BRETLAND
LUNDÚNIR Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada,
þykir með frjálslegri og nútímalegri mönnum í sinni
stétt. Það kom því ekkert sérstaklega á óvart þegar
hann hlóð í sjálfu með Sadiq Khan, borgarstjóra Lund-
úna, Jacindu Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands,
og fl eirum þegar hann var í heimsókn ásamt öðrum
leiðtogum Samveldisríkjanna í Bretlandi í vikunni.