Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.04.2018, Side 15
22.4. 2018 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15
Mér líður vel hér. Ég hafði unnið ínokkrum störfum áður. Ég vannsem handlangari hjá byggingar-
fyrirtæki en ég var í smíðanámi í Iðnskól-
anum. En ég hætti í því, ég dýrka þessar
hendur og þegar ég sá allar þessar vélar og
sagarblöð sem geta sagað af mér putta þá gat
ég þetta ekki. Fingurnir eru mjög dýrmætir,“
segir hann og útskýrir að hann hafi svo lært
ljósmyndun í Iðnskólanum, sem er eitt af
áhugamálum hans.
„Ég reyndi einu sinni að sækja um vinnu
hjá Morgunblaðinu en þeir voru ekki að ráða.
En eftir að hafa verið atvinnulaus í tvö ár þá
bara var ég að missa vitið.“
Var erfitt í upphafi að byrja að vinna hjá
Leturprenti?
„Ekki svo. Vaktstjórinn hjálpaði mér mikið
að venjast umhverfinu. Ég er mjög ánægður
hér, ég kýs frekar að vinna en að vera at-
vinnulaus. Þegar maður er ekki að gera neitt
kemur alltaf þessi hugsun; ég er ekki að gera
neitt fyrir þjóðfélagið, ég er ekki að gera neitt
fyrir landið. Ég er bara hér að lifa á kerfinu.
Þá fær maður þessa hræðilegu tilfinningu að
maður sé gagnslaus. Að vera ekki að gera
neitt. Ég er aðallega að vinna af því að ég vil
gera eitthvað fyrir landið, fyrir þetta fyrir-
tæki. Að þetta fyrirtæki haldi áfram að lifa.
Þetta fyrirtæki er lítið og það er einfalt að
tala við starfsfólkið, líka forstjórann. Það sem
er óhuggulegt við stór fyrirtæki er að stund-
um veistu ekki einu sinni hver á fyrirtækið.“
Ég heyrði að þú værir að fara með starfs-
fólkinu til útlanda, er það ekki skemmtilegt?
„Jú, það er mjög fínt. Ég held að mörg
fyrirtæki fari að ráðum Walt Disney. Hann
reyndi að hugsa um starfsfólkið sitt. Þá gekk
þetta aðeins betur. Hér eru tveir forstjórar,
og þeir vita alveg hvað þeir eru að gera, þó að
stundum viti þeir það ekki en það er þannig
með alla forstjóra,“ segir hann í gríni.
Finnst þér þú hafa styrkst við að vinna
hérna?
„Ef ég lít á mig eins og ég var fyrir fjórum,
fimm árum, þá var ég í algjörri rúst. Mér leið
hræðilega. Lífið fer upp og niður hjá öllu
fólki. Ef maður tekur vonda ákvörðun fer lífið
niður á við. Og fáir eru bara alltaf á leiðinni
upp.“
En þú ert núna á uppleið?
„Ég er núna á uppleið og ég vonast til að
það haldi áfram.“
Hvað gerir þú í frítímanum?
„Á þriðjudögum og fimmtudögum fer ég á
æfingu í Hreyfingu. Ég er þar í svona klukku-
tíma í einu því ég er að hugsa um að taka þátt
í tíu kílómetrum í Reykjavíkurmaraþoni með
fólkinu í Specialisterne.“
Hvað er skemmtilegast við starfið?
„Félagslífið er eitt. Svo er þetta fjölbreytt.
Það er nóg að gera. Svo er þetta lítið fyrir-
tæki þannig að ég er tilbúinn að treysta fólki
hér.“
„Ég er núna á uppleið“
Hinn 28 ára gamli Daði Gunnlaugsson hefur unnið hjá Leturprenti í þrjú ár. Hann er í hálfu starfi, frá 10-14, og unir hag sínum
vel. Hann segist vilja gera gagn í samfélaginu en fyrir nokkrum árum var hann í mikilli lægð. Nú er hins vegar allt á uppleið.
’Þegar maður er ekki að geraneitt kemur alltaf þessi hugs-un; ég er ekki að gera neitt fyrirþjóðfélagið, ég er ekki að gera
neitt fyrir landið. Ég er bara hér
að lifa á kerfinu. Þá fær maður
þessa hræðilegu tilfinningu að
maður sé gagnlaus.
Eygló hafði samband við okkur og ég slótil. Ég þurfti að ræða þetta við starfs-menn og þeir voru svolítið til baka fyrst.
Við höfðum einu sinni verið með starfsmann
sem þurfti svolítið að sinna og fylgjast með.
Þannig að starfsfólkið mitt var á báðum áttum
en ég fékk þau til þess að láta á það reyna.
Annaðhvort myndi það ganga eða ekki, það
kæmi þá í ljós. Daði kom þá til okkar og það
var fljótlega sem við ákváðum að halda honum,“
segir hann, en um tíu manns vinna hjá fyrir-
tækinu.
„Daði er að aðstoða í frágangi, að gorma inn
skýrslur, hefta blöð, pakka, plasthúða og allt
sem til fellur,“ segir Bjarni.
Styrkist með hverju árinu
„Það sem hefur gerst er að hann hefur styrkst
alveg svakalega. Fyrst fann maður fyrir óör-
yggi en hann styrkist með hverju árinu. Við
höfum verið að fara út á tveggja ára fresti og
hann hefur komið með í þessar ferðir. Fyrst
þurfti að leiða hann í gegn í ferðinni því það var
hræðsla fyrir einhverju nýju, en nú síðast vor-
um við í Valencia og þá var hann bara einn úti
um alla borg að taka myndir. Það er ótrúlegt
hvað hann hefur vaxið. Svo er hann búinn að
kaupa sér íbúð og býr einn. Þvílík breyting,
þetta er eins og lygasaga. Hann er allt annar
maður. Tekur þátt í samræðum, sem hann gerði
ekki áður. Þetta hefur breytt honum rosalega.
Það er gaman að fylgjast með því,“ segir hann.
„Ég myndi ekki hika við að taka annan ef
Daði myndi hætta.“
Morgunblaðið/Ásdís
Hann er
allt annar
maður
Burkni Aðalsteinsson, eigandi
og framkvæmdastjóri prent-
smiðjunnar Leturprents, segir
ótrúlegt að fylgjast með breyt-
ingum starfsmannsins Daða.
’Þvílík breyting, þetta er einsog lygasaga. Hann er allt ann-ar maður. Tekur þátt í samræðum,sem hann gerði ekki áður. Þetta
hefur breytt honum rosalega.
Burkni Aðalsteinsson, eig-
andi Leturprents er ánægð-
ur með Daða Gunnlaugsson
sem stendur sig með prýði.