Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.04.2018, Qupperneq 19

Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.04.2018, Qupperneq 19
„Já, mér finnst það alveg flippað. Við erum svo blessunarlega langt frá stríði. Maður hefði ekki getað ímyndað sér að menn gætu bara skráð sig í andspyrnuhreyfingu á Facebook. Haukur fór reyndar aðra leið, en þetta er svona auðvelt. Menn mæta svo á staðinn, fá ör- fárra vikna herþjálfun og þá eru þeir farnir að berjast við menn sem hálshöggva blaðamenn á götum úti! Þetta er of ævintýralegt til þess að maður nái upp í það, en þetta er raunveru- leiki.“ Tilbúinn að deyja fyrir málstaðinn Nú átti Haukur danskan vin þarna úti, er sá maður kominn heim? „Nei, og það gæti tekið langan tíma. Menn eru bara skotnir ef þeir fara yfir landamæri á hættulegum stað, þeir eru ekkert að fara í gegnum vegabréfaeftirlit. Haukur átti að vera í þessum hópi sem er á leiðinni heim. Hann var lagður af stað þegar þeim var snúið við og hann beðinn um að fara til Afrin,“ segir Eva. Hún segist vera í sambandi við fjölskyldu þessa danska manns. „Þegar hann kemur heim ætlar hann að segja okkur allt sem hann getur en hann veit ekki hvað varð um Hauk. Þeir skildu að skipt- um, þessi danski og aðrir félagar Hauks, um mánaðamótin janúar-febrúar , voru sendir á sitt hvort svæðið og enginn þeirri hitti Hauk eftir það. Við höfum ekki náð sambandi við neinn sem hitti Hauk síðustu vikurnar áður en hans var saknað.“ hjálpa fólki sem er að byggja upp lýðræðislegt samfélag til að losna undan ógnarvaldi skelfi- legra kúgara. Það þarf einhver að gera það. Maður vill helst ekki að einhver sem maður elskar geri það, heldur einhverjir aðrir.“ Að halda áfram að lifa Hvernig líður þér í dag? „Mér líður auðvitað eins og öðru fólki sem er að fara í gegnum sorg,“ segir Eva og segist ganga í gegnum tímabil afneitunar, sorgar og reiði. „Kannski tekur sorgarferlið lengri tíma þeg- ar maður er í óvissu svona lengi. Við höfum ekki sannanir fyrir því að hann sé látinn og á meðan er mögulegt að hann sé á lífi,“ segir hún. „En það er fullt af Íslendingum sem hafa aldrei fengið fullvissu um afdrif ástvina sinna og ég er ekkert ein í þessari sorg. Haukur á kærustu, pabba, systkini og fjölda ættingja og vina sem eru í sama limbóinu, og við mætum samúð og skilningi alls staðar.“ Eru einhver næstu skref í þessu máli? „Við erum komin í hring með að afla upplýs- inga og ég hef litla von um að fá staðfestingu á því hvað gerðist. Ef Haukur hefur látist í loft- árás á svæði sem er nú undir stjórn Tyrkja er líklegast að líkið verði sett í fjöldagröf og finn- ist aldrei,“ segir Eva. „Eina vonin um að við fáum eitthvað á hreint er að þessi hópur fari til Afrin, sem verður von- andi ekki fyrr en farið að róast. En þótt þau fari er ekkert víst að það skili neinum árangri. Þannig að það eru engin skref framundan, nema að vona það besta og halda áfram að lifa.“ Eva hefur skrifað Erdogan Tyrklandsforseta nokkur hatursbréf og segir það sinn rétt. „Á meðan við höfum engar sannanir um að hann sé látinn er auðvitað von. Ég vona að ég muni sjá hann aftur en reikna ekki sérstaklega með því,“ segir Eva Hauksdóttir, móðir Hauks Hilmarssonar sem talinn er hafa fallið í Sýrlandi. Ljósmynd/Brian Sweeney Heldurðu að Haukur hafi gert sér grein fyr- ir því að hann væri að leggja sig í lífshættu? „Já, já. Þeir eru látnir gera myndbönd sem eru bara birt ef maðurinn fellur. Það er gert til þess að fjölskyldan velkist ekki í vafa um það að menn hafi farið út í þetta sjálfviljugir. Hann gerði sér alveg grein fyrir hættunni.“ Hann er þá í rauninni tilbúinn að deyja fyrir málstaðinn? „Já.“ Það kemur smá hik á samtalið. „Já, hann var tilbúinn að deyja til þess að Haukur Hilmarsson er enn ófundinn. 22.4. 2018 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.