Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.04.2018, Qupperneq 24

Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.04.2018, Qupperneq 24
HEILSA Þeir sem stunda hjólreiðar, hlaup og eróbik ættu að íhuga að bætasundi við þar sem það þjálfar aðra vöðvahópa svo sem bakvöðva og léttir á ýmsum álagsmeiðslum sem geta komið með öðrum íþróttum. Sund góð viðbót við allt 24 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22.4. 2018 Grein um vegan-lífsstílinn er að finna í nýj- ast hefti Vogue en þar eru nákvæmar leið- beiningar fyrir fólk sem ætlar að verða veg- an eða grænkeri „eins og Beyonce“ að því er segir í fyrirsögn. Samkvæmt tölum frá Global Data hefur hópur þeirra sem eru grænkerar stækkað um 600 prósent síðustu þrjú árin í Banda- ríkjunum. Greinahöfundur leggur áherslu á að taka aukalega inn B-12 vítamín, sink og D-vítamín og mælir með að allir eigi tilbúna veganrétti í frystinum því þegar fólk er hug- myndasnautt og svangt er því hættast við að falla. Af góðum veganbloggum má nefna ohsheglows.com og thefullhelping.com sem er einnig mjög góð síða um heilsu og sjálfsímynd. FLEIRI OG FLEIRI VELJA AÐ VERA VEGAN Grænkerum fjölgað um 600% Grænkerar þurfa sérstaklega að huga að bæti- efnunum; B12, D-vítamíni og sinki. Í saumaklúbbum kvenna á fimm-tugs- og sextugsaldri er gjarnanrætt um einkenni breytinga- skeiðsins; oft hvimleið einkenni sem valda miklum óþægindum og pirr- ingi. Sumar konur vakna í svitabaði á nóttinni í renn- blautu rúmi en aðrar þjást af endalausum blæðingum sem gera engin boð á undan sér. Marg- ar konur finna fyrir hitakófum sem koma eins og skrúfað sé frá krana, hvar og hvenær sem er. Það getur verið vandræðalegt á miðjum vinnudegi að roðna eins og karfi af engu tilefni og þurfa helst að stinga höfðinu út um glugga! Depurð, svefnleysi, þreyta og skapsveiflur eru önnur einkenni sem geta fylgt þessu tímabili í lífi hverrar konu. Til allrar hamingju er hægt að minnka óþægindin á ýmsan hátt; bæði með hjálp læknisfræðinnar sem og með hollu líferni og hreyfingu. Svefnleysi eftir hitakóf Margar konur finna vel fyrir lík- amlegum og andlegum breytingum í kringum tímann þegar blæðingum lýkur en aðrar fara léttar í gegnum tímabilið. Algengt er að breytinga- skeiðið svokallaða hefjist milli 45 og 50 ára en hjá litlum hópi kvenna get- ur það hafist fljótlega eftir 40 ára aldur. „Meðalaldur þegar blæðingar hætta er um 52 ár hjá íslenskum kon- um en einkenni breytingaskeiðsins hafa oft staðið yfir í nokkur ár áður en blæðingar hætta alveg. Breyt- ingaskeiðið getur varað í mörg ár og sumar konur losna aldrei alveg við einkenni þess. Í flestum tilvikum standa þau yfir í 3-5 ár að meðaltali en það getur verið mjög einstaklings- bundið,“ segir kvensjúkdómalækn- irinn Berglind Steffensen, en hún fær til sín margar konur sem leita lausna á sínum óþægindum. Hún segir einkennin geta verið mörg; hita- og svitakóf, blæðinga- truflanir, skapgerðarbreytingar, svefntruflanir, þreyta, þurrkur í leg- göngum, þvagfærasýkingar, liðverk- ir, verkir við blæðingar, brjósta- spenna, minnkuð kynhvöt, þyngdaraukning og fyrirtíðar- spenna. „Flestar koma vegna nokkurra einkenna en algengast finnst mér vera blæðingartruflanir og hita- og svitakóf, enda sérlega óþægilegt og þreytandi. Hitakófin eru oft slæm á nóttunni og hindra góðan nætur- svefn og geta líka komið án fyrirvara yfir daginn og oft á óþægilegum tím- um fyrir framan hóp af fólki. Kon- unum finnst það óþægilegt en ennþá verra er að vera líka svefnlaus eftir að hafa vaknað í hitakófi sem jafnvel er það slæmt að þurfi að skipta á rúminu,“ segir hún. „Blæðingatruflanirnar eru oft þannig að styttist eða lengist á milli blæðinga, sem geta verið stundum mjög miklar eða það getur líka blætt í nokkrar vikur samfleytt og því geta oft fylgt verkir og óþægindi. Það er mjög hamlandi og getur valdið þreytu og slappleika vegna blóðleys- is og járnskorts.“ Lífsgæðin skipta miklu máli Konur sem þjást af kvillum breyt- ingaskeiðs geta hafið meðferð undir leiðsögn læknis. „Tilgangur meðferðar er að auka lífsgæði konunnar og þegar einkenni eru slæm er algengt að ráðleggja uppbótarmeðferð með estrógen- hormónum og oftast er einnig gefið prógesterónhormón líka, nema kon- an hafi farið í legnám eða sé með pró- gesterónhormónalykkju. Hægt er að gefa þessi hormón með töflum, plástrum eða geli,“ segir Berglind. Hún segir einkenni og áhættu- þætti fyrst metin áður en meðferð hefjist. Einnig skipti afstaða kon- unnar til slíkrar meðferðar miklu máli og mikilvægt sé að fara vel yfir kosti og galla meðferðarinnar. „Hormónameðferð virkar oft mjög vel á hitakófin og stundum einnig blæðingatruflanirnar en alls ekki hjá Andlega hliðin fer stundum á hlið- ina á breytingaskeiðinu og fylgir stundum mikil depurð og breyting á andlegri líðan. Berglind segir að þá megi íhuga meðferð með þunglynd- islyfjum ef hormónameðferðin hefur ekki bætt líðan. Þunglyndislyf eins og Venlafaxin geta líka haft góð áhrif á hitakófin og er það stundum notað hjá þeim sem ekki geta tekið horm- ónalyf. Berglind leggur einnig áherslu á að ræða við konur á breytingaskeiði um hreyfingu og mataræði. „Það skiptir ekki síður máli á þessu ævi- skeiði enda getur það spornað gegn þyngdaraukningu, sem er algeng á þessu tímabili, bætt andlega líðan og unnið gegn beinþynningu svo eitt- hvað sé nefnt,“ segir hún. „Það verður einnig að taka fram að það er mjög misjafnt hversu slæm einkennin eru; einstaka konur fá nánast engin einkenni og þurfa enga meðferð en aðrar fá veruleg einkenni og skert lífsgæði en sem betur fer gengur þetta yfir hjá flestum kon- um,“ segir Berglind að lokum. öllum. Flestum konum líður betur, en eins og við aðrar lyfjameðferðir geta komið fram aukaverkanir eins og bjúgur, brjóstaspenna, hjart- sláttartruflanir eða blæðingatrufl- anir, svo að þetta er alls ekki lausn fyrir allar konur,“ segir hún. „Fyrir þær konur sem finna lítið fyrir hitakófum en hafa þurrk í leg- göngum sem getur valdið óþæg- indum við samfarir er hægt að mæla með staðbundnu estrógeni sem sett er í leggöngin. Þetta geta allar konur notað, líka þær sem hafa fengið brjóstakrabbamein,“ segir hún. „Oftast eru konurnar að taka hormónalyfin í tvö til fimm ár en ein- staka sinnum lengur. Það eru alltaf einhverjar sem líður betur á horm- ónum og kjósa að halda áfram þó að ekki sé mælt með því en ef lífsgæði þeirra eru miklu meiri á lyfjunum verður að muna að lífsgæðin skipta miklu máli og ekki má bara einblína á hugsanlegar aukaverkanir. Það er mælt með árlegu eftirliti þar sem lyfjameðferð er endurmetin,“ segir Berglind. Getty Images/iStockphoto Konur í kófinu Flestar konur sem ná miðjum aldri ganga í gegnum hið alræmda breytingaskeið. Kvensjúkdómalæknirinn Berglind Steffensen segir að hægt sé að gera ýmislegt til að létta konum lífið á þessu lífsskeiði. Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is Berglind Steffensen kvensjúkdómalæknir Hundaeigendur eru í talsvert minni hættu á að fá hjartasjúkdóma og eru almennt líklegri til að lifa lengur en þeir sem eiga ekki hunda. Þetta sýnir ný sænsk rannsókn sem náði til 3,4 milljóna manna á aldrinum 40-80 ára. Þeir sem eiga hunda hafa það forskot að vera 23% ólíklegri til að fá hjartasjúkdóma en þeir sem eiga ekki hunda, þeir eru með minna kólesteról í blóðinu og þjást síður af streitu. Fyrri rannsóknir hafa sýnt að hundaeigendur þjást síður af depurð og félagslegri einangrun. Hins vegar er ekki vitað hvort það er hundahaldið sem er aðalorsökin fyrir þessum auknu lífslíkum eða hvort sú manngerð sem fær sér hund ástundi al- mennt hollari lífshætti í grunninn en þeir sem gera það ekki. Þannig sé fólk sem fari reglulega út í göngu- túra líklegra til að nenna að fá sér hund en kyrr- setufólk. Besti vinur mannsins er ef til vill einnig besti vinur heilsunnar. Morgunblaðið/Hanna DÝRAHALD Heilsuhraust hundafólk

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.