Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.04.2018, Qupperneq 28
Le Clos du Lac-tjaldsvæðið er í nær 1.500 metra hæð og útsýnið eftir því.
Flest höfum við gist í tjaldi og
margir Íslendingar eru reynslu-
boltar í því að koma upp tjaldi og
sofa jafnvel í smá næturfrosti vel
dúðaðir. Falleg tjaldsvæði í Frakk-
landi, Svíþjóð, Grikklandi og víðar í
Evrópu eru dásamleg að sumri til
og aldrei næturfrost.
Tjaldsvæðið Le Clos du Lac er
að finna í 1.485 metra hæð, nálægt
litlu frönsku fjallaþorpi, Saint
Apollinaire í Provence-héraðinu, al-
veg á suðurjaðri hins gríðarstóra
þjóðgarðs Ecrins.
Ekki aðeins er útsýnið óvið-
jafnanlegt heldur eru margir
afþreyingarmöguleikar fyrir fjöl-
skylduna í nágrenninu. Serre-
Ponçon vatnið er í göngufæri frá
tjaldsvæðinu, þar sem hægt er að
synda og veiða, og Boscodon-
skógurinn allt um kring er með fal-
legar gönguleiðir, en samkvæmt op-
inberum tölum eru loftgæði í öllu
Útilega erlendis
Íslendingar þekkja tjaldútilegur innanlands út og
inn. En hvað með að prófa slíkt ferðalag erlendis
og gista á bestu tjaldsvæðum Evrópu?
Síðumúla 22 | Sími 517 0404 | serefni.is
Opið: 8-18 virka daga 10-14 á laugardögum
Svansvottuð
betra fyrir umhverfið, betra fyrir þig
Almött veggjamálning
Dýpri litir - dásamleg áferð
ColourFutures2018
Silver Shores
Steel Symphony
Faded Indigo
FERÐALÖG Tartaruga Camping heitir tjaldsvæði í Zakynthos íGrikklandi en þar skemmta gestir sér einkum við
að kafa og fylgjast með skjaldbökum á sundi.
Grísk útilega
28 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22.4. 2018
Ferðafrömuðurinn og fjölmiðla-konan með meiru, SnæfríðurIngadóttir, hefur ferðast mik-
ið um ævina. Ferðabakterían hefur
bitið hana svo harkalega að fjöl-
skyldan ætlar að dvelja allan næsta
vetur á Tenerife. Ákveðinn vendi-
punktur varð til þess að fyrir fimm
árum fór hún að prófa annan ferða-
máta, sem hentaði fjölskyldunni
mun betur. Þessi ferðamáti snýst
um að hafa íbúðaskipti við fólk um
víða veröld og er reynslan orðin slík
að Snæfríður hefur nýlega gefið út
handbókina Íbúðaskipti - minni
kostnaður, meiri upplifun.
„Þessi valmöguleiki í gistingu
hefur opnað fleiri dyr að ferðalög-
um. Við eigum þrjú börn og það vita
allir að það er kostnaðarsamt að
ferðast með slíkan fjölda og við
værum ekkert að því nema við nýtt-
um okkur íbúðaskipti,“ segir Snæ-
fríður.
„Svo er þetta bara svo miklu
þægilegra. Ég hef verið á hótelum
með mín börn og þar er þröngt og
börnin hafa lítið við að vera í stað
þess að fá heimili með öllu, jafnvel
garði, verönd og barnadóti.“
Snæfríður hefur prófað flestallar
vefsíður sem bjóða upp á íbúðaskipti
en er núna fastur meðlimur á tveim-
ur.
„Þessar síður bjóða upp á mis-
munandi þjónustu svo það fer eftir
því hvers konar þjónustu og skiptum
fólk er að leita eftir á hvaða síðu best
að skrá sig á. Það eru til dæmis til
sér íbúðaskipti fyrir Ástralíu, síður
sem sérhæfa sig í að þjónusta barna-
fjölskyldu og svo framvegis. Fólk
þarf að finna út hvað hentar því
best.“
Í bókinni er farið vel yfir síður
sem eru í boði, kosti og galla íbúða-
skipta og hvernig þau ganga fyrir
sig, svo sem hvernig skal undirbúa
þau, hvernig á að hafa bílaskipti og
allt er viðkemur dvölinni og heim-
komunni.
„Ég er sjálf hætt að telja hvað við
höfum prófað þetta oft. Við erum á
ferðalagi um tvo til þrjá mánuði á
ári, bæði innanlands og utan og ég
nýti þessar síður einnig fyrir innan-
landsferðir, fór í tvo sumarbústaði á
síðasta ári til dæmis.“
Íbúðaskiptin
breyttu öllu
Snæfríður Ingadóttir og fjölskylda hennar
hafa upplifað hvert ævintýrið á fætur öðru
eftir að þau fóru að nýta sér íbúðaskipti.
Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is
Fjölskyldan við Teresitas-ströndina á
Tenerife; Matthías Kristjánsson, dæt-
urnar Bryndís, Margrét Sóley og Ragn-
heiður Inga og svo Snæfríður Ingadóttir.