Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.04.2018, Page 30

Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.04.2018, Page 30
30 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22.4. 2018 Þ ekkt tímarit á heimsvísu mun hafa gert sér mat úr því fyrir mörgum áratugum að þá sat aðeins einn mað- ur lokaður inni fyrir morð á Íslandi. Það hafði sent mann austur á Eyr- arbakka til að kanna hvort fá mætti tal af „morðingjanum“. Snápur hafði komið að Litla- Hrauni og þótt athyglisvert að fangelsisgirðingin náði aðeins hálfhring um fangelsið, sem upphaflega var byggt sem sjúkrahús. Erindreki tímaritsins kvaddi dyra og það var opnað. Hann bar upp erindi sitt og varð dálítið undrandi þegar svarað var, að því miður væri umhendis að koma á slíku samtali, eins og á stæði. Þegar hann má vera að En þar sem blaðamaður var kominn alla þessa leið, út á þennan hjara veraldar, vildi hann ekki gefa sig bar- áttulaust, enda myndi hann þá fá bágt fyrir á rit- stjórninni. Hann spurði því með nokkrum þunga hvort þetta væru ófrávíkjanlegar reglur sem giltu sér- staklega um þennan fanga. Nei, það var alls ekki vandinn. En þannig háttaði til að þessi tiltekni fangi væri ekki staddur í fangelsinu í augnablikinu. Hann hefði skotist út í þorpið til að lag- færa eitthvað sem bilað væri. Blaðamanninum leið strax betur því að jafnvel þetta eitt væri þokkalega safaríkur biti í lengri grein. Hann spurði því nokkuð glaðbeittur hvort vitað væri hvenær dagsins yrði komið með fangann aftur í fang- elsið. Sá í dyragættinni lét sem hann heyrði ekki þetta með fangaflutninginn en sagði langlíklegast að fang- inn myndi skila sér til baka í hús fyrir klukkan 10 um kvöldið. En svo væru engir heimsóknartímar og alls ekki aðgengilegt að hitta menn og þá síst af öllu út- lendinga. „En hvernig geturðu verið svona viss um það að fanginn, morðinginn, verði kominn til baka fyrir klukkan 10?“ spurði blaðamaðurinn. Það er vegna þess að klukkan 10 stundvíslega er fangelsinu lokað. Og honum er fullkunnugt um það að verði hann ekki kominn þá kemst hann ekki inn fyrir fyrr en daginn eftir! Fyrirmyndarmaður Rétt er að taka fram, að ekkert hefur verið gert til þess að sannreyna hvort þessi tímaritsgrein sé til og þá hvort samtalið hafi verið nákvæmlega svona. En þetta segir sagan. Afi bréfritara var læknir Vinnuhælisins, eins og það hét þá, og amman sagði nokkrum sinnum frá þeim manni, sem sagan gæti vel átt við, sem skaust nokkr- um sinnum í Skjaldbreið, þar sem þau bjuggu, og lag- færði eitt og annað smálegt og fékk svo kaffi með henni eða þeim hjónum ef læknirinn var heima, áður en hann rölti aftur út á hæli. Amma sagði að þetta hefði verið strangheiðarlegur ágætismaður og allt leikið í höndum hans. Hann lauk svo sinni afplánun á hefðbundnum hluta dæmdrar refsingar og varð í framhaldinu að prýðilegum og velmegandi borgara. Mörg tilbrigði refsinga yfirvalda Refsilöggjöf og framkvæmd hennar er mjög mismun- andi í heiminum. Allt frá skriflegu áfelli, sektum, skil- orðsbundnum fangelsisdómum eða beinum og yfir í það sem verra er. Sums staðar eru menn barðir með svipum, grýttir eða höggvinn af þeim limur. Þegar verst lætur fýkur höfuðið fyrir sverði, menn eru skotnir í hnakkann, svæfðir endanlega með lyfjum eða hengdir upp í byggingarkrana, svo allir megi sjá. Heimildum til að dæma menn til dauða fækkar smám saman eftir því sem siðferðisstigið styrkist og fullnustu slíkra dóma enn meir, sem betur fer. En þau ríki sem enn hafa slíkar heimildir á sínum bókum hafa mjög misjafnar aðferðir með útfærslu refsinga. Í lýðræðisríkjum, sem beita enn slíkum refsingum, sem eru ekki mörg, er nokkurt aðhald með fram- kvæmdinni, þótt stuðningur almennings við slíkar refsiheimildir sé enn furðu mikill. Í einræðis- eða alræðisríkjum eða ríkjum sem eru nær þeirri skipan en þau vilja viðurkenna á ákæru- valdið alls kostar við hina ákærðu. Þar sem málfrelsið er takmarkað, eins og ýmsir aðrir þættir sem gefa lýð- ræði og frelsi raunverulegt gildi, má næstum segja að ákærður maður sé fundinn sekur samhliða ákærunni. Í Bandaríkjunum fær ákæruvaldið fram sakfellingu í vel yfir 90 prósentum tilvika. Þá staðreynd túlka margir svo að ákæruvaldið hefjist ekki handa fyrr en yfirgnæfandi líkur standi til þess að viðkomandi ein- staklingur sé í raun og sannleika sekur. Aðrir halda því fram að aðstöðumunur ákæruvaldsins með reg- inafl og fjármuni ríkisvaldsins á bak við sig annars vegar og hins ákærða hins vegar sé yfirþyrmandi og það sé því lítið jafnræði í dómsalnum, nema þá helst þegar hinn ákærði sé mjög loðinn um lófana og geti keypt sér margvíslega aðstoð og þar með talið haft áhrif á almenningsálitið. Það er sláandi að sjá hvernig veröld fanga skiptist í Bandaríkjnunum með hliðsjón af kynþáttum. Blökkumenn eru 13% Bandaríkja- manna, en þeir eru 40% þeirra sem haldið er í fang- elsum. Fylgdarlið á flótta gat spilað fangavist á Saga ’ Heimildum til að dæma menn til dauða fækkar smám saman eftir því sem siðferðisstigið styrkist og fullnustu slíkra dóma enn meir, sem betur fer. Reykjavíkurbréf20.04.18

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.