Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.04.2018, Síða 31

Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.04.2018, Síða 31
Þeir sem hafa skoðað slíkar tölur segja stundum sem svo, að það sé auðvitað rétt og satt að þar á bæ teljist allir saklausir þar til sekt sé sönnuð. En sá mikli og mikilvægi öryggislás sem það skilyrði sé virðist í of mörgum tilvikum hljóða svona í raunveru- leikanum: „Innocent Until Proven Black.“ Sem betur fer hefur margt í kynþáttalegum efnum smám saman breyst til batnaðar vestra. Því er líkleg- ast að það halli almennt mest á þá sem ekki hafi fjár- muni til að verja sig og hvítir og einstaklingar með annan hörundslit búi við nokkurt jafnræði í þeim efn- um. Ástæðan fyrir því hvernig blökkumenn hrannast í fangelsin sé þá fremur sú, að blökkumenn séu al- mennt mun verr staddir fjárhagslega og félagslega og það sé meginástæða þess að þeir feti fyrr og fjöl- mennari áfram brautina sem endar við fangelsisgirð- inguna. Ofurþungi dóma Fangelsisdómar eru með ólíkindum þungir vestra og iðulega er tekið fram að hinn dæmdi megi ekki eiga von í reynslulausn þótt hlotið hafi dóm til áratuga. Þá er ekki verið að tala um kúnstuga dóma þar sem menn eru dæmdir í öld eða jafnvel aldir í fangelsi. Þetta þýðir að fjöldi fangelsaðra vex ár frá ári og ef svipaður fjöldi væri í fangelsum hér og er þar væru 10 sinnum fleiri lokaðir inni hér en tíðkast. Bandaríkjamenn eru 4,4% af íbúum jarðar en bandarískir fangar eru 22% þeirra sem eru í fang- elsum í heiminum. Reiknað er með að fangelsun hvers einstaklings þar leggi sig á rúmar þrjár milljónir á ári í krónum talið og má því rétt ímynda sér hvílík sóun er þarna á ferð- inni, fyrir utan þá mannlegu sóun sem hlýtur að vera enn tilfinnanlegri. Dauðadæmdir menn eru iðulega í einangrun á gangi dauðadæmdra í einn til tvo áratugi og jafnvel lengur, áður en loks er gengið til lokaverksins. Þannig að fanginn tekur í því tilviki út tvöfaldan eða þrefaldan þann refsitíma sem menn afplána hér, áður en hann er loks tekinn af lífi fyrir glæpinn! Í löndum eins og Kína er hinn dauðadæmdi skotinn örfáum dögum eftir dóminn, enda ekki talið nauðsyn- legt að kanna í mörg ár hvort yfirvöldum, sem aldrei skjátlast, hafi skyndilega skjátlast í slíkum efnum. Frá Keflavík með Kötu Þetta málefni er kalsað hér í tilefni af nokkuð sér- stökum fangelsisflótta frá Sogni í Ölfusi. Rétt eins og gilti um fangann umrædda forðum þyk- ir utanlandsmönnum þessi atburður sýna að við séum svolítið skrítin og skondin hér nyrðra, sem sé eðlilegt í þessari einangrun, sem ekki nema nokkrar milljónir túrista sæki í árlega. Reyndar höfum við sjálf mörg hver þann kæk að þykja fínt að ýta undir þá mynd að við séum meira og minna öll hálfgerðir Magnúsar í Spaugstofunni eða náfrændur Gísla gimsteins á Uppsölum. Lengi gátum við nýtt okkur til þess háttar upp- sláttar að hér var ekki neitt sjónvarp á fimmtudögum og ekkert í júlí. Þá mátti ekki afgreiða sterkt vín á miðvikudögum á veitingastöðum, því þá fengu amer- ískir dátar bæjarleyfi. Fínir menn á Hótel Borg fengu eina tekönnu aukalega á borðið, svo lítið bar á, til að bregðast við hefðu þeir farið dagavillt. Og svo voru jú hundar bannaðir í Reykjavík. Bjór var líka bannaður og því urðu blessuð börnin að láta sér duga vodka, landa eða brennivín til að lyfta sér upp. Nú er þetta allt eyðilagt og við höfum eiginlega ekki neitt annað til að hreykja okkur af við útlendinga en svið, hákarl og einstaka sinnum hval til að bjarga okk- ur fyrir horn. Þess vegna gladdi það marga sem sakna skrítileg- heitanna sem skáru okkur frá umheiminum að flótta- fanginn skyldi fara á flóttaputtanum úr landi með Katrínu forsætisráðherra, sem var raunar sjálf á dá- litlum flótta einmitt þá stundina undan gagnrýnis- röddum í eigin flokki, hjáróma nokkuð, yfir því að Ís- land hefði pukrast og laumast til að vera með í kór fastafulltrúa Nató sem klöppuðu fyrir Trump, May og Macron þegar þau létu sprengjunum rigna yfir Sýr- land án þess þó að drepa nokkurn. Varla er til nokkurt dæmi í gervallri hernaðarsög- unni þar sem öðru eins sprengjumagni hefur verið skotið af eins mikilli tæknikunnáttu úr herskipum og kafbátum eða varpað úr flugvélum án þess að nokkr- um á jörðu niðri tækist að verða fyrir öllum ósköp- unum. Schengen bregst aldrei flóttamönnum Nú mun loks vera búið að finna leigubílstjórann sem keyrði flóttamanninn út á flugvöll. Eftir fáein ár verða komnir sjálfkeyrandi leigubílar og verða þá engir samsekir föngum á flótta út á flugvöll. En hér heima var það svo Schengen sem lagðist í lið með fanganum og bætist þá fangahjálp við fjölmarga galla á því sam- starfi. Á móti má benda á að einn einasti flóttamaður, sem Schengen sér um á þennan hátt, segir lítið upp í allan flóttamannaskarann sem kerfið mokar látlaust í gagnstæða átt. Nú er nefnilega svo komið að Schengen er algjör- lega búið að kippa möguleikanum undan því að Ísland geti með sómasamlegum hætti gætt sinna landa- mæra. Forsendan fyrir Schengen var auðvitað veik, en hún var þó ekki síst byggð á því, að ytri landamæri svæðisins væru ekki hundrað sinnum götóttari en dýrustu tískugallabuxur nútímans. En það eru þau og vel það. Morgunblaðið/Valli 22.4. 2018 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.