Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.04.2018, Side 37

Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.04.2018, Side 37
22.4. 2018 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 37 LEIKLIST Edie Falco, sem þekkt er fyrir leik sinn í þátt- um á borð við The Sopranos og Nurse Jackie, kveðst ekki hafa haft mikið sjálfstraust þegar hún var að fikra sig áfram í leiklist í háskóla. Fannst allir í kringum sig mun öruggari með sig. Í samtali við breska blaðið The Guardian lýsir hún því að dag einn hafi raddþjálfarinn hennar dregið hana afsíðis og trúað henni fyrir því að hún kynni meira fyrir sér í leiklist en allir hinir í hópn- um og enginn þar væri þess umkominn að kenna henni. „Núna er hann fallinn frá en þvílík áhrif sem orð hans höfðu á mig; bæði voru þau góð fyrir sjálfstraustið, auk þess sem þau sannfærðu mig um að ég vissi hvað ég væri að gera,“ segir Falco, sem leikur einmitt kennara í nýj- ustu kvikmynd sinni, Outside In. Var á réttri braut Edie Falco. AFP SJÓNVARP Killing Eve, nýju spennuþættirnir frá BBC, hafa fengið prýðilega dóma en fyrsti þátturinn af átta fór í loftið fyrr í þessum mánuði. Hermt er af njósnaranum Eve Polastri, sem Sandra Oh leikur, og glímu hennar við siðlausan launmorðingja, Villanelle, sem leikin er af Jodie Comer, en konurnar eru hug- fangnar hvor af annarri. „Tælandi og óvænt. Nálgun Killing Eve á njósnari gegn njósnara-konseptinu umbunar áhorfendum með djörfum og skemmtilegum þætti sem dregur loksins það besta fram í Söndru Oh,“ segir í gagnrýni Rotten Tomatoes. Oh, sem er kanadísk af kóresku bergi brotin, er líklega þekktust fyrir hlutverk sitt sem Cristina Yang í Grey’s An- atomy. Dregur fram það besta í Söndru Oh Sandra Oh fær góða dóma fyrir Killing Eve. AFP Svo lengi sem það eru ekki hel-vítis Axarskaftarnir þá verðég sáttur,“ sagði æskuvinur minn og sló sér á lær. Við vorum að ræða hvaða tónlist við gætum hugs- að okkur að láta flytja yfir okkur látnum og ég verð að viðurkenna að ég þurfti að opna gömul og rykfallin hólf í minnisbankanum til þess að átta mig á því hvað maðurinn var að fara. Já, Accept, sagði ég loksins sigri hrósandi. Hann kallaði þá frómu sveit alltaf Axarskaftana í gamla daga. „Nú, eða japönsku gaurarnir í spandexinu. Hvað hétu þeir aftur?“ Loudness. „Já, einmitt. Ég myndi vilja sleppa við þá líka.“ Þeir eru löngu búnir að hrista spandexið af sér, spila bona fide þrass í dag, svaraði ég, án þess að líta á mig sem sérstakan málsvara þeirra hávaðunga. En rétt skal vera rétt. Vinurinn var ekki sannfærður. „Nú, eru þeir ennþá starfandi?“ Heldur betur. Eins og svo margar af þessum eitíshetjum í málminum. Það er með ólíkindum hvað þetta lið er slitgott. „Segðu,“ sagði annar æskuvinur. „Fyrir tíu árum drifum við bróðir minn okkur ásamt konunum til Kaupmannahafnar til að sjá Kiss í hinsta sinn. Þeir voru þá á lokatúrn- um. Við hefðum átt að flýta okkur meira, þessi túr stendur ennþá yfir.“ Það eru góðar fréttir fyrir okkur sem höfum bundið okkar trúss við Slayer, en lokatúr þeirrar goðsagna- kenndu sveitar er í þann mund að hefjast og mun teygja anga sína hingað upp á skerið í sumar. Mögu- lega verður Slayer enn að kveðja ár- ið 2028. Lokalokatónleikar í Fólk- vangi á Kjalarnesi yrðu vel þegnir. Slay-ist yrði um miðana. En aftur að Axarsköftunum, sem svo eru nefndir. Langt er síðan mér hefur verið hugsað til þessara þýsku höfðingja, hvað þá sett þá á fóninn, Metal Heart, Fast as a Shark og allt það stöff. Auðvitað eru þeir ennþá starfandi en söngvarinn, sem heitir því tilkomumikla nafni Udo Dirk- schneider, er þó horfinn frá borði og starfrækir eigið band, U.D.O. Ruglið því alls ekki saman við U.F.O. Það er allt önnur Ella. Kaninn Mark Tor- nillo þenur nú barkann með Accept. Þjóðverjar, sem eru vitaskuld málmelskir inn að beini, voru býsna atkvæðamiklir á þessum árum, það er eitís-tímanum. Munaði þar ekki síst um Klaus Meine og félaga í Scorpions, sem eru enn að, sjötugir. Nema hvað? Þá má ekki gleyma Doro Pesch, en konur eru sem kunnugt er sjald- séðari en hvítir hrafnar í málm- heimum, og bandinu hennar, War- lock. Þegar að er gáð heyrir það sögunni til en Doro er enn í fullu fjöri og sendi síðast frá sér sólóskífu árið 2012, Raise Your Fist. Lengi býr að fyrstu gerð. Udo karlinn Dirk- schneider hefur engu gleymt. Nýorð- inn 66 ára gamall. Allt nema Axar- skaftana, takk! Málmynjan geðþekka Doro Pesch. Af sálmi Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Leikarinn William H. Macy hefur verið að máta sig við leikstjórastólinn undanfarin misseri milli þess sem hann túlkar hinn sjónumhrygga en úrræðagóða Frank Gallagher í sjónvarpsþáttunum Shameless. Nýjasta mynd Macys, Krystal, var frumsýnd í Banda- ríkjunum á dögunum. Um er að ræða gamanmynd sem fjallar um táninginn Taylor (Nick Robinson) sem glímir við krónískar hjartsláttartruflanir sem valda honum talsverðum óþæg- indum, einkum þegar hann er undir álagi, án þess þó að hann sé í bráðri lífshættu. Hjartað hraðskreiða er að vonum ber- skjaldað líka eins og kemur í ljós þegar hann kynnist gullfallegri eldri konu á ströndinni, Krystal (Rosario Dawson). Sú hefur marga fjöruna sopið; er einstæð móðir, fíkill í bata og fyrrver- andi strippari. Taylor fellur að vonum kylli- flatur fyrir Krystal og freistar þess að ná ástum hennar, við litlar vinsældir þeirra nánustu, beggja vegna. Harðsnúinn fyrr- verandi kærasti Krystal (rapp- arinn T.I.) hefur til dæmis engan húmor fyrir samdrætti þeirra skötuhjúa. Og sá er frægur fyrir að vera laus höndin. Leikur sjálfur í myndinni William H. Macy leikur sjálfur í myndinni, föður Taylors, og einnig koma við sögu Felicity Huffman (eiginkona Macys), sem margir muna eftir úr Aðþrengdum eig- inkonum, en hún leikur móður Taylors, og Kathy Bates, sem leikur yfirmann Taylors, sem hefur djúpar áhyggjur af drengnum. Þá er gamla körfubolta- og kyntröllið Rick Fox á svæðinu; leikur karakter með því skemmtilega nafni Bo. Hvort sá segir „go“ fylgdi ekki sögunni. NÝ MYND EFTIR WILLIAM H. MACY Hjartað slær ört og óreglulega Hjónakornin Felicity Huff- man og William H. Macy. AFP AFP Nick Robinson og Rosario Dawson í sínu fínasta pússi á frumsýningu Krystal vestur í Bandaríkjunum á dögunum. HAGI ehf Stórhöfða 37 • 110 Reykjavík • S. 414-3700 • hagi@hagi.is • Hagi ehf HILTI Hágæða vinnuföt í miklu úrvali Sérmerkjum fyrir fyrirtæki Verkfæri og festingar Mikið úrval af öryggisvörum Nú fástS s vinnuföt í

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.