Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.04.2018, Síða 40

Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.04.2018, Síða 40
SUNNUDAGUR 22. APRÍL 2018 Á Sögum verðlauna íslensk börn allt það sem þeim fannst standa upp úr í menningarlífinu 2017, í anda Kids’ Choice Aw- ards. Þetta er verðlaunahátíð eins og börn vilja sjá hana, fyndin og fjörug – og langar ræður eru stranglega bannaðar. Krakkar á aldrinum sex til tólf ára um allt land hafa kosið sitt uppáhald. Verðlaun verða veitt fyrir tónlist, leiklist, sjónvarp og síðast en ekki síst barnabókmenntir. Tilnefningar er hægt að sjá á sur- veymonkey.com. Á hátíðinni verður einnig afhentur Sögusteinn- inn, heiðursverðlaun IBBY, auk þess sem ungir rithöfundar, leikskáld og kvikmyndagerðarmenn hljóta verðlaun. Sögur – verðlaunahátíð barnanna verður sýnd í beinni út- sendingu á RÚV. Að henni standa Sögur – samtök um barna- menningu í samstarfi við fjölmarga aðila sem láta sig barna- menningu varða. Frítt er inn á hátíðina og þeir sem hafa hug á að mæta þurfa að tryggja sér miða inni á harpa.is. Morgunblaðið/Eggert Verðlaunahátíð barnanna Sigyn Blöndal, stjórnandi Stundarinnar okkar, er tilnefnd sem sjónvarpsstjarna ársins. Sögur – verðlaunahátíð barnanna fer fram í Eldborg í kvöld, sunnudagskvöld. Jói Pé og Króli eru til- nefndir í nokkrum flokk- um fyrir tónlist sína. „Jeg var svo lánsamur að kynn- ast góðu fólki strax er jeg kom hingað til lands, þá aðeins 23 ára. Jeg hafði að vísu ferðast lít- ilsháttar í Frakklandi og Þýska- landi, en Ísland var fyrsta landið utan míns heimalands, sem jeg kyntist að nokkru ráði. Heppni mín var að jeg komst í kynni við valmennið Jónatan Hallvarðsson hæstarjettardómara og bjó hjá honum í ár. Ef jeg ætti að dæma íslensku þjóðina eftir þessum eina manni, þá væri hún besta þjóð í heimi.“ Þetta sagði dr. John MacKen- zie, vararæðismaður Breta, í kveðjusamtali við Morgunblaðið 22. apríl 1948 en hann var þá að flytja búferlum til Finnlands, ásamt eiginkonu sinni, Sigríði Ólafsdóttur, og tveimur börnum þeirra, eftir tíu ára dvöl á Íslandi. Samtalið fór fram á íslensku og kom fram að flestir, sem þekktu dr. MacKenzie, væru löngu búnir að gleyma því að hann væri út- lendingur. Lofaði hann blaða- manni að tala íslensku áfram og borða kjötsúpu á miðvikudög- um. „Ísland varð mitt annað föðurland og hjeðan fer jeg rík- ari af endurminningum, reynslu og þar að auki með konu og tvö börn. Eiginlega mætti segja að Ísland sje mitt fósturland. For- eldrar mínir dóu er jeg var ung- ur, en tengdaforeldrar mínir hafa komið í þeirra stað og það er því margt sem bindur hugann við þetta land og þessa þjóð.“ Dr. John MacKenzie sneri aft- ur til Íslands sem sendiherra frá 1970-75. Hann lést árið 1986. GAMLA FRÉTTIN Best í heimi! Dr. John MacKenzie og Sigríður Ólafsdóttir með son sinn vorið 1948. ÞRÍFARAR VIKUNNAR Gary Busey kvikmyndaleikari Boris Johnson utanríkisráðherra Bretlands Halldór Blöndal fyrrverandi ráðherra GM 9900 Verð frá 435.000,- GM 3400 Verð frá 649.000,- GM 2152 Verð frá 539.000,- GM 7700 Verð frá 629.000,- GM 3300 Verð frá 665.000,- Skeifunni 8 | Sími 588 0640 | casa.is CONDEHOUSE TEN Borðstofuborð

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.