Morgunblaðið - 12.05.2018, Side 2

Morgunblaðið - 12.05.2018, Side 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. MAÍ 2018 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf. Borgin lofar 100 íbúðum  Einn af frambjóðendum Samfylkingarinnar vill vernda saltfiskreitinn Magnús Heimir Jónasson mhj@mbl.is Borgarráð Reykjavíkur hefur veitt Byggingarfélagi námsmanna og Félagi eldri borgara vilyrði fyrir byggingarrétti að allt að 50 íbúðum hvoru á Stýrimannaskólareit. Spurður um þessi lóðavilyrði segist Hjálmar Sveinsson, formaður um- hverfis- og skipulagsráðs Reykja- víkurborgar, ekki vita betur en að vilyrðin hafi verið samþykkt í borgarráði en þau veitt með fyr- irvara um samþykki og staðfest- ingu deiliskipulags á umræddum byggingarreit. Búið er að gera drög að breytingu á aðalskipulagi en slík breyting hefur ekki verið samþykkt. „Þetta tekur allt sinn tíma en ég á ekki von á því að það taki neitt óeðlilega langan tíma. Þessi skipulagsvinna er rétt að byrja með þessum drögum að breytingu á aðalskipulagi,“ segir Hjálmar og bætir við að í þeirri vinnu verði haft samráð við Minja- stofnun Íslands og Borgarsögu- safn. Sóknarnefnd Háteigskirkju hefur lagst alfarið gegn áformum um byggingu íbúða á Stýrimanna- skólareitnum. Þá hefur hópurinn Vinir Saltfiskmóans óskað eftir því við borgaryfirvöld að fá að taka umrætt svæði í fóstur með það að markmiði að hirða um reitinn. Mun ræða við samflokksmenn Sagnfræðingurinn Guðjón Frið- riksson, sem skipar 21. sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík, segir í færslu á fésbókarhópnum Saltfiskmóinn að hann muni beita sér fyrir því eftir fremsta megni að ekki rísi íbúðabyggð á reitnum. „Saltfiskreitirnir sem eru vel sjá- anlegir þarna vestur af Sjómanna- skólanum eru líklega þeir einu sem varðveist hafa í Reykjavík. Ég sem sit á framboðslista Samfylkingar- innar í borginni mun beita mér fyr- ir því af fremsta megni að ekki rísi íbúðabyggð á reitnum en raunar hefur ekkert verið ákveðið um það. Einungis talað um mögulega íbúða- byggð,“ ritar Guðjón. Hann segir í samtali við Morg- unblaðið að hann muni ræða við samflokksmenn sína um málið, annaðhvort Dag B. Eggertsson borgarstjóra eða Hjálmar Sveins- son ásamt því að senda inn sínar athugasemdir til borgarinnar með formlegum hætti. Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Fyrsta kísilmálminum var í gær tappað af ljósbogaofni kísilvers PCC BakkiSilicon á Bakka við Húsavík. Á ýmsu hefur gengið við upphitun ofnsins en hún hefur þó verið án slysa á fólki og nágrannar verksmiðjunnar hafa ekki orðið var- ir við mengun frá henni. Enn er verið að hita upp fyrsta ofninn, Birtu, en Hafsteinn Vikt- orsson, forstjóri fyrirtækisins, von- ast til að hann verði kominn í fullan rekstur um helgina. „Alltaf eru að koma upp smávægileg vandamál og allt tekur þetta lengri tíma en reiknað var með. Við förum gæti- lega. Ætlum hvorki að leggja starfs- fólk okkar í hættu né leggja of mik- ið á umhverfið,“ segir Hafsteinn. Gripið til neyðarreykháfa Enn er verið að fínstilla reyk- hreinsivirkið og uppfæra tölvufor- rit. Tvisvar hefur þurft að grípa til neyðarreykháfanna, í stutta stund í hvort skipti, og þá hefur sést reyk- ur frá verksmiðjunni. Ekki er þó vitað til þess að lykt eða mengun hafi borist út fyrir verksmiðjulóð- ina. Eftirlitsmenn Umhverfisstofnun- ar hafa tvisvar komið til að skoða aðstæður á meðan unnið hefur verið að uppkeyrslu ofnsins en ekki gert neinar athugasemdir. Fyrsta málminum tappað af ofninum  Á ýmsu hefur gengið við upphitun ljósbogaofns PCC á Bakka við Húsavík Ljósmynd/PCC BakkiSilicon Framleiðsla Starfsmenn PCC vinna að því að tappa fyrsta kísilmálminum af ljósbogaofninum sem enn er verið að keyra upp í full afköst. Séra Elínborg Sturludóttir, sóknarprestur í Stafholts- prestakalli í Borg- arfirði, hefur ver- ið kjörin prestur við Dómkirkjuna í Reykjavík. Þetta var niðurstaða kjörfundar í vik- unni, en niður- staðan var kunngerð í gær. Elínborg og sr. Gunnar Jóhannesson voru þeir tveir umsækjendur af fjórum sem metnir voru hæfastir. Fyrir þjónar við Dómkirkjuna sr. Sveinn Val- geirsson, sem er sóknarprestur. „Ég hlakka til að þjóna við Dóm- kirkjuna sem ég hef sterkar taugar til. Það liggur ekki fyrir hvenær ég kem til starfa, því eftir er að velja sóknarprest í minn stað hér í Staf- holti og þá á fjölskyldan eftir að ganga frá ýmsu. Sauðburði er til dæmis ekki lokið,“ segir Elínborg sem hefur þjónað sl. tíu ár í Borgar- firði og fimm ár þar áður í Grundar- firði. sbs@mbl.is Sr. Elínborg kjörin í Dóm- kirkjuna Séra Elínborg Sturludóttir  Kemur þegar sauðburðinum lýkur „Þetta mál er bara leyst, þær sem vilja alls ekki vinna í kjól geta fengið að vera í skyrtu og buxum, eins og hefur alltaf verið,“ segir Stefán Magnússon, framkvæmdastjóri Hard Rock Café á Íslandi, í samtali við Morgunblaðið um kvartanir frá Eflingu vegna tilmæla um að kven- kyns starfsmenn staðarins klæddust kjólum, og segir málið storm í vatns- glasi. „Ég vil að það komi skýrt fram að frá opnun staðarins hefur aldrei ver- ið um það að ræða að starfsmenn væru skyldaðir í kjóla, það hefur alltaf verið val, jafnvel þótt stefna Hard Rock Café sé að kvenkyns starfsmenn séu í kjólum,“ segir Stef- án. Stefán gagnrýnir vinnubrögð Efl- ingar sem hann segir hafa farið of- fari í málinu. Enginn hafi haft sam- band við sig frá Eflingu, áður en félagið sendi honum kröfubréf og birti harðorða fréttatilkynningu um málið á vef sínum svo að málið blés upp í fjölmiðlum. ernayr@mbl.is Segir kjólamál á Hard Rock vera storm í vatnsglasi Efri byggðirnar á höfuðborgarsvæðinu eru ein- stakt útivistarsvæði og þar eru jafnan margir á ferli: göngufólk, hlauparar, reiðhjólamenn og knapar á klárum sínum, enda eru hesthúsasvæði á þessum slóðum. Þessi unga hestakona fór á fáki sínum við Rauðavatn og naut útiverunnar. Ætla má þó að sprett verði úr spori og hraðar farið yfir þegar kemur fram á sumarið og hest- urinn orðinn vel þjálfaður. Raunar er heilmikið framundan í hestasportinu um þessar mundir og má þar að nefna að Landsmót hestamanna verð- ur haldið í Víðidal í Reykjavík 1. til 8. júlí í sumar en búast má við að þúsundir gesta sæki mótið og má þar kynnast öllu því besta í íslenskri hesta- mennsku, sem þykir vera í fremstu röð. Viðrar fák sinn í gróðursæld við Rauðavatn Morgunblaðið/Eggert Í útreiðartúr í vorblíðunni í efri byggðum borgarinnar Opnað var fyrir utankjörfundar- atkvæðagreiðslu á höfuðborgar- svæðinu fyrir komandi sveitar- stjórnarkosn- ingar í gær. Alls höfðu 211 manns greitt utankjör- fundaratkvæði um kl. 21 en kjör- staður var opinn til kl. 22. Sam- kvæmt upplýsingum frá kjörstað var afar rólegt seinni hluta dags og greiddu einungis sjö manns at- kvæði milli kl. 19 og 21. Bergþóra Sigmundsdóttir, hjá Sýslumann- inum á höfuðborgarsvæðinu, segir utankjörfundaratkvæðin vera fleiri í ár en í síðustu sveitarstjórnar- kosningum en þó færri en í síðustu alþingis- og forsetakosningum. Um 200 manns hafa greitt atkvæði

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.