Morgunblaðið - 12.05.2018, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 12.05.2018, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. MAÍ 2018 Bilbao&Bordeaux sp ör eh f. Haust 5 Sérlega skemmtileg ferð um Spán og Frakkland, sem einkennist af glæstum borgum, sjávarbæjum og dásamlegri náttúrufegurð.Við hefjum ferðina í Madríd, höfuðborg Spánar og ferðumst um Baskahéraðið á Norður-Spáni til Bordeaux þar sem siglt verður til Blays, síðan förum við til Tours og að endingu heimsækjum við fallega bæinn Blois við ána Loire. 16. - 28. september Fararstjóri: Steingrímur Gunnarsson Bókaðu núna á baendaferdir.is Sími 570 2790 | bokun@baendaferdir.is | Síðumúla 2, 108 RVK Verð: 279.700 kr. á mann í tvíbýli. Mjög mikið innifalið! Farsímaáskriftum hér á landi fjölg- aði lítillega í fyrra, í takt við fólks- fjölgun sem varð um 3% á árinu en gagnamagn á farsímanetinu heldur áfram að aukast. Örlítið dró þó úr aukningunni í fyrra en hún hefur verið mjög mikil undanfarin ár með innleiðingu á 4G farsímatækninni. Þetta kemur fram í nýútkominni töl- fræðiskýrslu Póst- og fjarskipta- stofnunar um íslenskan fjarskipta- markað á árinu 2017. Fjölgun hefur orðið í samnings- bundnum áskriftum að farsímum en fyrirframgreiddum símakortum fækkar. Fram kemur í tölunum að þó samtöl úr farsímum hafi lengst í fyrra í mínútum talið þá fækkar sím- tölum þar sem hringt er úr farsím- um á milli ára. Jafnframt fækkaði skilaboðum, bæði SMS og MMS, lít- illega milli ára í fyrra. Fastlínusímum heldur áfram að fækka eða um 2,4% í fyrra og eru nú rúmlega 132 þúsund með áskrift að fastlínu- eða heimasíma og mínútum símtala úr heimasímum fækkar mik- ið milli ára eða um 17%. Aftur á móti hefur netsímaáskrifendum (VoIP) fjölgað mikið með aukinni lagningu ljósleiðara. Í farsímanetum er hlutfallslega meira gagnamagn notað í símum en í öðrum tækjum sem eru eingöngu fyrir gagnanotkun, t.d. spjaldtölv- um. Síminn og Vodafone eru stærstu fyrirtækin á markaði fyrir heima- síma með um 94% hlutdeild. Nova, Vodafone og Síminn skipta nokkurn veginn jafnt með sér mark- aðshlutdeild á farsímamarkaði. Nova var með flestar áskriftir fyrir tal- og netþjónustu í fasímakerfinu í fyrra og var markaðshlutdeild þess 33,2% en bæði Vodafone og Síminn koma nú fast á hæla Nova með 32,8% og 32,2% hlutdeild á þeim markaði. Fjöldi áskrifta hjá Voda- fone jókst verulega á milli ára. Internettengingum hefur fjölgað lítillega þegar á heildina er litið, en mikil aukning er í ljósleiðarateng- ingum samhliða fækkun í xDSL- tengingum. Um síðustu áramót voru ljósleiðaratengingar 43% allra inter- nettenginga. ,,Velta á fjarskiptamarkaði jókst lítillega á árinu 2017. Tekjur af heimasíma og farsíma fóru lækkandi en aftur á móti hafa tekjur af fasta- neti, gagnaflutningum og inter- netþjónustu ásamt sjónvarpsþjón- ustu farið hækkandi. Fjárfesting á fjarskiptamarkaði hefur aukist mikið á síðustu tveimur árum. Aukningin hefur aðallega orð- ið í fastaneti, m.a. vegna lagningar ljósleiðara, en fjárfestingar í far- símarekstri hafa hins vegar dregist saman,“ segir í umfjöllun Póst- og fjarskiptastofnunar. omfr@mbl.is Gagnamagn á farsímaneti Heimild: Póst- og fjarskiptastofnun 25 20 15 10 5 0 2009 2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017 .000.000 GB Tal og gögn Eingöngu gögn Færri símtöl úr farsímum í fyrra  Meira gagnamagn yfir farsímanetið Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Harðar deilur eru innan verkalýðs- hreyfingarinnar vegna myndbands- ins sem ASÍ birti um baráttuað- ferðir og þróun kaupmáttar launa á umliðnum áratugum. Formaður VR boðar vantraust á forseta ASÍ vegna málsins og hann og fleiri verkalýðsformenn gagnrýna fram- setninguna harðlega. Hagstofan heldur yfirlit yfir þróun lágmarkslauna Nákvæmt yfirlit yfir lágmarks- dagvinnutaxta í almennri verka- mannavinnu frá ári til árs er að finna hjá Hag- stofu Íslands, sem nær yfir allt tímabilið frá árinu 1906 til 2017 og jafn- framt útreikning á kaupmætti lág- markstaxta fyrir hvert ár allt þetta 111 ára tímabil. Þar má sjá að kaupmáttur lægstu launa hefur sveiflast verulega í gegnum tíðina en frá 1994 til dags- ins í dag hefur hann aukist meira en dæmi eru um hér á landi alla seinustu öld. Frá árinu 2013 hefur kaupmáttur lágmarkstaxta verka- fólks hækkað um 40-50%. (sjá með- fylgjandi línurit). Gagnslaust að fá krónur sem þú getur ekki keypt neitt fyrir ,,Ég geti ekki séð önnur markmið fyrir kjarabaráttu en að fá raun- verulegar kjarabætur,“ segir Ás- geir Jónsson, forseti hagfræðideild- ar Háskóla Íslands, og bætir við að raunverulegar kjarabætur snúist um það að fá aukinn kaupmátt. ,,Í gegnum tíðina hefur íslenska krónan tapað miklu af sínu verð- mæti vegna verðbólgu og það er al- gerlega gagnslaust að fá krónur í vasann sem þú getur ekki keypt neitt fyrir,“ segir Ásgeir og kveðst ekki átta sig á þessari umræðu að undanförnu því hann fái ekki séð að neitt annað geti verið í spilunum þegar staðið er í kjarabaráttu en að fá aukinn kaupmátt. Hópar launafólks eru í misjafnri stöðu til þess að fá kauphækkanir og segir Ásgeir að það sé meg- inhlutverk verkalýðsfélaga að semja fyrir fólk með það að augna- miði að það standi betur á eftir og menn fái launahækkanir sem skila sér í kjarabótum. Lexía sem við Íslendingar ættum nú þegar að hafa lært ,,Ef hins vegar er rekin sú stefna að krefjast meiri nafnlaunahækk- ana en efnahagslífið getur staðið undir þá leiðir það til hærri verð- bólgu og þá jafnframt hærri vaxta. Nafnvaxtastig hvers lands er bein- tengt við verðbólguna og í landi þar sem barátta verkalýðsfélaga snýst um nafnlaunahækkanir án tillits til kaupmáttar, þá leiðir það sjálfkrafa til þess að vextir hækka. Og að sjálfsögðu stendur verkafólk verr að vígi á eftir. Þetta er lexía sem við Íslendingar ættum að hafa lært nú þegar. Hátt vaxtastig á Íslandi og víðtæk verðtrygging stafar ein- mitt af verðbólgusögu landsins “ segir hann. ,,Síðustu þrjú til fjögur ár eru al- gert einsdæmi í lýðveldissögunni vegna þess að það hefur aldrei komið fram eins mikill kaupmáttur á jafn stuttum tíma og sem betur fer þá hefur kaupmáttur lægstu launanna hækkað verulega,“ segir Ásgeir. Ef skoðað er yfirlit Hagstofunnar sem sýnir þróun lágmarks dag- vinnutaxta allt frá árinu 1906 og fram á okkar dag og reiknaðan kaupmátt lægstu taxta allt þetta tímabil má glögglega sjá að hækk- un kaupmáttarins hefur verið gríð- arleg á síðustu árum eða um 40- 50% frá 2013. ,,Og það markmið að hækka lægstu launin hefur ekki heppnast jafn vel mjög lengi,“ segir Ásgeir. 40-50% hækkun kaupmátt- ar lægsta taxta frá 2013  Kjarabætur eina markmið kjarabaráttu, að sögn hagfræðings Kaupmáttur lágmarkstaxta 1906 til 2017 Júlí 1914 = 100 600 500 400 300 200 100 0 1906 1916 1926 1936 1946 1956 1966 1976 1986 1996 2006 2016 Heimild: Hagstofa Íslands Morgunblaðið/Golli Fiskvinnslufólk Hjá Hagstofunni má sjá þróun taxtakaups verkafólks. Ásgeir Jónsson Erna Ýr Öldudóttir ernayr@mbl.is „Ég var ítrekað spurður af Elsu Yeoman á fundinum, hvort ég væri með Alzheimer,“ sagði Kjartan Magnús- son, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, en hann gagnrýndi í borgarstjórn 8. maí sl., fundarstjórn Lífar Magneudótt- ur, og ósæmilega framkomu fulltrúa meirihlutans á fundi forsætisnefndar borgarstjórnar 5. maí sl.og óskaði eftir viðbrögðum borgarstjóra. Borgarstjóri sagði húmorinn þekktan Kjartan sakaði meirihlutann í forsætisnefnd um að rit- skoða tillögur sínar á fundi forsætisnefndar 5. maí sl., en fulltrúar meirihlutans í nefndinni hefðu skrökvað að eng- in mál utan ársreikningur kæmust á dagskrá borgar- stjórnarfundarins 8. maí skv. hefð, eftir að forsætisnefnd varð efni þeirra ljóst. Jafnframt að fulltrúar meirihlutans í nefndinni hefðu sífellt gripið fram í fyrir sér og gengið út af fundi er hann tók til máls. Að auki hefði Elsa H. Yeoman, borgarfulltrúi Bjartrar framtíðar, viðhaft persónulegar aðdróttanir í hans garð með því að spyrja hann endurtekið hvort hann væri með Alzheimer-sjúkdóminn. Forseti borgarstjórnar gerði þá athugasemd við að Kjartan skyldi upplýsa um það sem sagt var á lokuðum nefndarfundi, á opnum fundi borgarstjórnar. Borgarstjóri, Dagur B. Eggertsson, vísaði umræðu um fundarstjórn forsætisnefndar inn á fund forsætisnefnd- ar. Hann kvaðst ekki vanur því að svona umræða væri tekin inn á vettvang borgarstjórnar og benti á að „allir borgarfulltrúar ættu nú að þekkja húmor Elsu Yeoman, sem gæti verið svartur og allskonar“. Fundur forsætisnefndar fór fram í gærmorgun. Morg- unblaðið hafði samband við Líf Magneudóttur, forseta borgarstjórnar, sem fer fyrir nefndinni og stýrir fund- inum og spurði hvort umræða um fundarstjórn í nefnd- inni hefði verið tekin upp og hvort mál minnihlutans hefði komist á dagskrá næsta borgarstjórnarfundar. Tillagan komst ekki á dagskrá Líf játti því, í samtali við Morgunblaðið, að tillögur minnihlutans hefðu komist á dagskrá en að umræðan um fundarstjórn og framkomu fundarmanna hefði ekki verið tekin fyrir og ítrekaði að orð fundarmanna af lokuðum fundum skyldu skv. reglum ekki rata á opinberan vett- vang eins og fund borgarstjórnar. Kjartan Magnússon sagðist í samtali við Morgunblaðið ekki hafa verið viðstaddur fundinn í forsætisnefnd. Til- laga hans um niðurfellingu gjalda af lóð Hjálpræðishers- ins hefði ekki fengið að fara á dagskrá. Um það hví hann hefði endurtekið orð annars borgarfulltrúa af lokuðum nefndarfundi á opnum fundi borgarstjórnar sagði hann: „Lokaðir nefndarfundir eru ekki skálkaskjól.“ Spurði ítrekað hvort borgar- fulltrúi væri með Alzheimer  Lokaðir fundir ekki skálkaskjól, segir Kjartan Magnússon Elsa Yeoman Líf Magneudóttir Kjartan Magnússon

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.