Morgunblaðið - 12.05.2018, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. MAÍ 2018
1.259.000
Austurvegur 69 - 800 Selfoss // Lónsbakk i - 601 Akureyr i // Sólvangi 5 - 700 Egilsstaðir
Sími 480 0400 // jotunn@jotunn.is // www.jotunn.is
Verð frá
m. vsk
Laugavegi 77 | 101 Reykjavík | Sími: 551 3033 Flottir
í fötum
Frábært úrval
af útskriftar
fötum frá
B E C K
U O M O
Það var viðbúið að einhverjirbæjarstjórar yrðu ósáttir við
samanburð Samtaka atvinnulífsins
á fjármálum stærstu sveitarfélag-
anna. Það er nefnilega alltaf hægt
að deila um hvaða mælikvarða á að
nota og hvert vægi þeirra skuli
vera.
Og það kom ekkiá óvart að
Hafnarfjörður væri
ósáttur við að
verma botnsætið í
ljósi þess að þar
hefur staðan farið
batnandi á þessu
kjörtímabili.
En það kom dálítið á óvart aðbæjarstjórarnir skyldu reyna
að gera lítið úr skuldastöðu og
teldu hana ekki eiga að hafa mikið
vægi við samanburð á fjárhags-
stöðu sveitarfélaganna. Þetta væru
„skuldir fortíðar“. En skuldir eru
alltaf „skuldir fortíðar“ og þær eru
greiddar í nútíð og framtíð.
Það skiptir nefnilega miklu aðsveitarfélög séu skuldlítil, eins
og Halldór Benjamín Þorbergsson,
framkvæmdastjóri SA, bendir á í
samtali við Morgunblaðið í gær.
„Við megum aldrei gleyma því að
skuldir sveitarfélaganna eru á end-
anum á ábyrgð íbúa sem munu
greiða þær og rekstur sveitarfé-
laga getur verið í járnum ef þau
eru of skuldsett. Skuldir í dag eru
ávísun á aukna skattheimtu og lak-
ari þjónustu í framtíð,“ sagði Hall-
dór.
En þó að sum skuldug sveitar-félög séu að vinna sig út úr
vandanum þá gildir ekki hið sama
um Reykjavík. Borgin er ekki að-
eins í næstneðsta sæti yfir fjár-
hagsstöðu sveitarfélaga. Hún held-
ur áfram að safna skuldum. Í
höfuðborginni er staðan stjórnlaus
og óverjandi.
Halldór Benjamín
Þorbergsson
Bætt staða sumra,
óverjandi í borginni
STAKSTEINAR
Veður víða um heim 11.5., kl. 18.00
Reykjavík 9 rigning
Bolungarvík 3 alskýjað
Akureyri 8 skýjað
Nuuk -2 skúrir
Þórshöfn 10 skýjað
Ósló 15 heiðskírt
Kaupmannahöfn 14 skýjað
Stokkhólmur 20 heiðskírt
Helsinki 20 heiðskírt
Lúxemborg 18 heiðskírt
Brussel 19 heiðskírt
Dublin 10 rigning
Glasgow 12 rigning
London 15 skýjað
París 21 heiðskírt
Amsterdam 18 heiðskírt
Hamborg 18 léttskýjað
Berlín 16 skýjað
Vín 23 léttskýjað
Moskva 18 heiðskírt
Algarve 19 léttskýjað
Madríd 23 léttskýjað
Barcelona 21 heiðskírt
Mallorca 21 heiðskírt
Róm 22 þrumuveður
Aþena 22 skýjað
Winnipeg 7 skýjað
Montreal 6 léttskýjað
New York 18 léttskýjað
Chicago 12 alskýjað
Orlando 23 heiðskírt
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
12. maí Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 4:22 22:27
ÍSAFJÖRÐUR 4:04 22:55
SIGLUFJÖRÐUR 3:47 22:38
DJÚPIVOGUR 3:46 22:02
Atvinna
Lokadagur vetrarvertíðar virtist
ekki vera ofarlega í huga sjómanna
í gær. Í Vestmannaeyjum voru sjó-
menn á humarbátnum Brynjólfi VE
afslappaðir að ljúka löndun þegar
ljósmyndara bar að garði og gerðu
einfaldlega það sem gera þurfti,
enda humarvertíð í fullum gangi.
Þeir eru frá vinstri Óðinn, Hafþór,
Ingimundur og Sigurður.
Í eina tíð hafði lokadagur hefð-
bundinnar vetrarvertíðar mikið
gildi og samkvæmt almanakinu er
hann 11. maí. Áður fyrr var vetrar-
vertíð gerð upp þennan dag og oft
var mikið um dýrðir. Algengt var
að skipseigandi eða formaður héldi
bátsverjum veislu, gerði vel við þá í
mat og drykk, og gæfi jafnvel
hverjum manni flösku ef vel hafði
gengið. Eftir lokadag hélt vertíðar-
fólk heim á leið til annarra starfa.
Dagsetningin átti þó einkum við
um verstöðvar á sunnanverðu land-
inu, þar sem þorskurinn gengur
síðar norður fyrir. Breyttir at-
vinnuhættir og kvótakerfið hafa átt
stóran þátt í því að lokadagurinn
virðist nánast heyra sögunni til. Nú
er víðast hvar róið jafnt og þétt all-
an ársins hring í sókninni eftir þeim
gula og öðrum fisktegundum.
Morgunblaðið/Ómar Garðarsson
Lokadagur Nokkrir hressir sjómenn í Vestmannaeyjum í gær.
Rólegheit á loka-
degi vetrarvertíðar
Karlmaður hefur verið ákærður af
embætti héraðssaksóknara fyrir
stórfelldar ærumeiðingar gegn
fyrrverandi sambýliskonu sinni,
með því að hafa tekið ljósmynd af
henni sofandi ásamt öðrum karl-
manni og dreift henni til þriggja
annarra einstaklinga á Facebook.
Í ákæru málsins kemur fram að
maðurinn hafi tekið ljósmynd á
síma sinn af konunni hálfnakinni og
karlmanninum nöktum þar sem þau
lágu sofandi í rúmi. Sendi hann
myndina í kjölfarið á þrjá aðra ein-
staklinga. Er hann sagður með
háttsemi sinni hafa móðgað og
smánað konuna, sem fór fram á að
fá greiddar alls 800 þúsund krónur
í miskabætur auk greiðslu lög-
mannsþóknunar og málskostnaðar.
Málið var þingfest í héraðsdómi sl.
miðvikudag.
Ákærður fyrir ærumeiðingar með dreifingu
ljósmyndar af fyrrv. sambýliskonu sinni