Morgunblaðið - 12.05.2018, Page 12
12 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. MAÍ 2018
Suðurlandsbraut 26 Sími: 587 2700
Opið 11-18 virka daga og 11-16 laugardaga. www.alno.is
Morgunblaðið/Eggert
Samhent Friðþór Vestmann Ingason ásamt börnunum Inga Steini og Fríðu Rún og eiginkonunni Ragnheiði Jónsdóttur.
Guðrún Erlingsdóttir
ge@mbl.is
V
ið tókum strax ákvörðun
um að geðsjúkdómur
minn væri ekki tabú.
Það skiptir máli og gerir
okkur öllum gott að
ræða hlutina á opinskáan hátt,“ segir
Friðþór Vestmann Ingason, sjúkra-
liði og þroskaþjálfi sem gaf út bókina,
Lærdómsvegurinn, þar sem hann
lýsir á rauntíma baráttu sinni við
geðsjúkdóminn, geðhvörf tvö og mik-
ið þunglyndi sem hann gekk í gegn-
um.
„Það skiptir mig miklu máli að
umræða um geðsjúkdóma og geðbat-
terríið sé jákvæð. Margir hafa fengið
góðan bata og það er hægt að nýta
sér geðsjúkdóma á jákvæðan hátt,“
segir Friðþór sem alinn er upp í
Vestmannaeyjum. Hann flutti þaðan
1999 þegar hann elti eiginkonu sína,
Ragnheiði Jónsdóttur, til Reykjavík-
ur þar sem hún hóf nám þroska-
þjálfafræði.
„Ég vann með fötluðum í Eyjum
og kynntist málefnum þeirra í gegn-
um mömmu sem vann í kertaverk-
smiðjunni Heimaey. Í sumarvinnu
1999 kynntist ég Ragnheiði, sem kom
til Eyja til að klára stúdentspróf og
starfa með hópi fatlaðra einstaklinga.
Þegar Ragga fór í námið kunni ég illa
við að vera einn í Eyjum og fór með
henni en ætlaði strax aftur til baka en
hér er ég enn,“ segir Friðþór sem býr
í Reykjavík. Hann menntaði sig sem
sjúkraliða og vann við það þar til
hann fór í nám í þroskaþjálfafræðum
við HÍ. Hann starfar nú sem deildar-
stjóri í íbúðakjarna fyrir fatlaða.“
Friðþór segir veikindin fyrst
hafa komið í ljós árið 2010.
„Það var gríðarleg keyrsla á
mér þegar ég var að skila lokarit-
gerðinni í HÍ. Ég svaf nánast ekkert í
10 sólarhringa . Eftir skilin fann ég
fyrir þyngslum og skrítnum tilfinn-
ingum og var greindur með miðl-
ungsþunglyndi. Árið 2016 hætti ég að
geta sofið. Það og erfið samskipti á
vinnustað 2014 settu sjúkdóminn í
gang,“ segir Friðþór sem segir að
gömul óuppgerð mál hafi komið upp.
Einelti á vinnustað og sem barn í
Eyjum, drykkja foreldra og ábyrgð í
kjölfarið sem hann tókst á við allt of
ungur.
„Tengingin við raunveruleikann
brast og þar með rökhugsunin. Á
geðrofatímabilinu tók ég ekki eftir
því sjálfur í hvað stefndi og upplifði
að allt væri rétt hjá mér, meðan allir
aðrir voru ómögulegir. Ég var reiður
og pirraður út í allt og alla. Umhverf-
ið var mér erfitt og ég náði ekki að
tækla neitt,“ segir Friðþór sem
sveiflaðist á milli maníu og þunglynd-
is sem einkennir geðhvörf tvö.
„Ég var í maníu í einhverja
daga, hámark viku í einu og svo kom
skellurinn og þunglyndið á eftir.
Maníutímabilið var skemmtilegt og
hamingja út um allt. Ég var á fullu í
félagsstarfi, vann mikið og fór út í
það að kaupa utanlandsferðir fyrir
fjölskylduna annan hvern mánuð.
Sem betur fer keypti ég ekki dýrar
ferðir,“ segir Friðþór og hlær, en
bætir svo við alvarlegur: „Ég var allt-
af eitthvað svo þreyttur á sjálfum
mér og konunni fannst þetta ástand
orðið skrýtið,“ segir Friðþór sem
endaði á bráðamótttöku geðdeildar.
Gimsteinninn Fjóla Katrín
„Ég var heppinn að greiningin
tók ekki langan tíma. Í dag er ég á
góðum stað og held sjúkdómnum
niðri með lyfjum, passa að álag sé
ekki of mikið, lifi í fastri rútínu og er í
viðtölum hjá sálfræðingi einu sinni í
mánuði og eftir þörfum. Lyfin hjálpa
mér heilmikið en í sálfræðimeðferðin
mest. Sálfræðingurinn minn, Fjóla
Katrín Steinsdóttir, er algjör gim-
steinn og ég er henni óendanlega
þakklátur fyrir hjálpina. Fjóla færði
mér verkfæri sem ég nota til þess að
halda sjúkdómnum niðri og hugræn
atferlismeðferð hefur hjálpað mér að
henda reiður á hugsununum,“ segir
Friðþór
„Það er gríðarlega mikilvægt að
sálfræðiþjónusta sé niðurgreidd. Ég
geng til sálfræðings einu sinni í mán-
uði og oftar ef líðan mín þannig. Hver
tími kostar 10 til 16.000 krónur. Ég
þurfti mikið á sálfræðingi að halda
árið 2017 og það kostaði mig nokkur
hundruð þúsund,“ segir Friðþór sem
vonast til þess að ráðamenn átti sig á
mikilvægi sálfræðiaðstoðar.
„Kostnaður getur fælt fólk frá
að nýta sér þjónustu sem getur í raun
aukið lífsgæði fólks.“
Friðþór segir að eitt af mark-
miðum bókarinnar sé að fjalla já-
kvætt um geðsjúkdóma og geðheil-
brigðiskerfið.
„Eitt af markmiðum bókarinnar
er að fjalla jákvætt um geðsjúkdóma
og geðheilbrigðiskerfið. Ég var hepp-
inn og fékk gott teymi sem tók utan
um mig og fjölskylduna en á það lagði
ég mikla áherslu. Veikindin snerta
við fleirum en mér,“ segir Friðþór og
bætir við að umræða um geðheil-
brigðiskerfið sé of neikvæð og ein-
blínt sé á það sem miður hefur farið.
„Neikvæð umræða kemur vissu-
lega upp vegna skorts á þjónustu
sem stafar að mínu mati af fjárskorti.
Það er margt hægt að gera og í raun
og veru er það fyrst og fremst ein-
staklingurinn sjálfur sem hefur mest
áhrif á bataferlið. Það er hægt að lifa
góðu lífi með geðsjúkdóma með góðri
aðstoð. Brautin er ekki bein en við
höfum verkfæri til þess að vinna með
frá sálfræðingum og geðlæknum En
Byrjaði á
Lærdóms-
veginum
á geðdeild
Friðþór Vestmann Ingason greindist með þunglyndi
og síðar geðhvarfasýki tvö. Hann skrifaði bókina Lær-
dómsveginn á rauntíma frá því að hann var innlagð-
ur á geðdeild og þangað til honum tókst að komast á
fætur á ný. Í bókinni segir fjölskyldan frá sinni hlið.
Ánægður Friðþór er nú á góðum stað í lífinu og þakklátur fyrir fjölskyldu
og vini. Hann hvetur fólk til að tjá tilfinnngar sínar áður en það er of seint.
Hvað er betra á
góðum degi en
koma saman
brokkandi á sín-
um reiðhesti til
messu? Nú er
lag, því hin ár-
lega kirkjureið
hestafólks á
höfuðborgar-
svæðinu verður á
morgun, sunnu-
dag, 13. maí. Riðið verður til Selja-
kirkju, þar sem tekið verður á móti
hestum sem bíða í tryggri rétt á
meðan messað er. Guðsþjónustan
hefst kl. 14 og Sigurður Kr. Sigurðs-
son predikar. Brokkkórinn syngur
undir stjórn Magnúsar Kjartans-
sonar. Gestum er boðið í kirkjukaffi
að lokinni guðsþjónustu. Lagt verð-
ur af stað úr hesthúsahverfum kl.
12:30 og riðið um Heimsenda þar
sem hópar sameinast. Viðburðurinn
er fyrir alla fjölskylduna.
Endilega …
… skundið til
messu á fákum
Magnús
Kjartansson