Morgunblaðið - 12.05.2018, Side 13

Morgunblaðið - 12.05.2018, Side 13
við verðum að gera hlutina sjálf,“ segir Friðþór og bætir við að hann hafi þá tilfinningu að margir fái hjálp en geri ekki það sem lagt er upp með. Skoða þurfi stöðu og aðstæður hvers einstaklings fyrir sig. Friðþór skrifaði bókina til þess að opna umræðuna um geð- hvarfasýki út frá sjónarhóli ein- staklingsins en ekki síður út frá sjón- arhóli, maka, barna og fjölskyldu,vina og ættingja. Friðþór vill með bókinni kynna fagaðilum þau atriði sem skipta máli. Hlið einstaklingsins með geð- hvarfasýki og fjölskyldunnar sem er í sárum og þarfnast hjálpar eftir erfið veikindatímabil. Friðþóri tókst að koma lífi sínu aftur á eðlilegt ról með aðstoð og litlum skrefum í einu. Skrif Lærdómsvegarins hófust þegar Friðþór dvaldi á geðdeild og átti að vera lítil saga fyrir fjölskylduna. „Allt í einu er þetta orðið að stórri bók sem sýndi fleiri hliðar en mína. Bókin er skrifuð í rauntíma frá því að ég lagðist inn á geðdeild og þar til ég er stóð á fætur á ný,“ segir Friðþór sem þrátt fyrir allt er þakk- látur fyrir að reynsluna sem hann fékk af því að greinast með geð- hvarfasýki. „Ég var strax jákvæður gagn- vart þessu erfiða verkefni og nýtti mér það eins vel og ég gat. Í gegnum veikindi mín hef ég öðlast mikla sjálfsþekkingu og lært mikið. þetta hefur verið erfið en dýrmæt reynsla,“ segir Friðþór sem notið hefur ómet- anlegs stuðnings fjölskyldu og vina. Hann segir Röggu sína hafa verið hans stoð og stytta og eiga sinn þátt í því að hann sé á góðum stað í dag. Friðþór gefur sjálfur út bókina og kynnir með fyrirlestrum um land allt. „Það er erfitt fyrir óþekkta höf- unda að fá góða útgefendur. Bókin var gefin út 20. apríl og eftirspurnin eftir henni hefur verið góð,“ segir Friðþór. Hann kynnti bókina „heima“ eins og hann kallar Vestmannaeyjar um síðustu helgi. „Það var skrýtið að koma til Eyja með fyrirlestur. Ræða opin- berlega um sjúkdóminn, fjölskyldu- alkóhólismann, og eineltið sem ég varð fyrir í Eyjum. Mér var vel tekið og fyrirlesturinn var lokun á ákveðnum þáttum í lífi mínu. Mér fannst alltaf erfitt að fara til Eyja, eins mikið og mig langaði þangað. Í Herjólfi fann ég fyrir kvíða og skömm eins og ég væri ekki velkom- in. En mér var alltaf vel tekið. Nú er sú skömm farin. Það skiptir öllu að ræða málin ef okkur líður illa. Ef við gerum það ekki getum við farið á endastöð og lent í hörmungum. Ég vissi ekki að ég væri með kvíða samt kveið ég fyrir öllu og fannst tilfinningin bæði vond og skýtin.“ Bókin Lærdómsvegurinn Barátta og sigrar Friðþórs við geðhvarfa- sýki tvö er skrifuð í rauntíma. Lærdómsvegurinn er seldur í, Penninn- Eymundson og í gegnum laerdomsvegurinn.com eða fiddi79-@gmail.com, er hægt er að panta bókina og fyrirlestur frá Friðþóri. DAGLEGT LÍF 13 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. MAÍ 2018 ÁRSFUNDUR 2018 Hilton Nordica Þriðjudagur 15. maí kl. 14 Á traustum grunni • Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra Ávarp • Jónas Þór Guðmundsson stjórnarformaður Ávarp • Hörður Arnarson forstjóri Á traustum grunni - gott ár að baki • Selma Svavarsdóttir forstöðumaður á starfsmannasviði Að virkja jafnréttið • Ragna Árnadóttir aðstoðarforstjóri Áhrif aukinnar eftirspurnar á raforkumarkað • Stefanía G. Halldórsdóttir framkvæmdastjóri markaðs- og viðskiptaþróunarsviðs Orka í dansi framtíðarinnar Fundarstjóri • Magnús Þór Gylfason yfirmaður samskiptasviðs Landsvirkjun hvetur til opinnar umræðu um orkumál og býður alla velkomna á ársfund. Síðasta ár voru met slegin í sölu og vinnslu rafmagns. Rekstrarafkoma fyrirtækisins hefur aldrei verið betri og efnahagurinn er traustur. Á ársfundinum verður fjallað um þessa góðu stöðu. Einnig verða kynnt þau tækifæri og þær áskoranir sem framundan eru og fjallað um raforkumarkaðinn í víðu samhengi. Bein útsending verður frá fundinum á landsvirkjun.is. Verið öll velkomin Skráning á www.landsvirkjun.is #lvarsfundur „Markmiðið með viðburðinum Emerging Proud er að vekja athygli á því að einhvers konar merking eða skilaboð geti falist í hugarástandi fólks í geðrofsástandi,“ segir Hrann- ar Jónsson, formaður Geðhjálpar. „Í tilefni af deginum sem haldinn er um allan heim sýnum við kvik- mynd undir merkjum Emerging Proud og efnum til umræðna að sýningu lokinni,“ segir Hrannar. Emerging Proud snýst um að margir í geðrofi upplifi merkingu eða skila- boð í ástandinu sem skili sér í já- kvæðri lífsreynslu og fólk finni sig á betri stað í lífinu. Kvikmyndin er unnin af geðhjúkrunarfræðingi sem upplifði jákvæða lífsreynslu í geðrofi en fannst kerfið sýna lítinn stuðn- ing. Í myndinni eru viðtöl við fólk sem upplifað hefur geðrof og um- breytingar í kjölfarið á jákvæðan hátt. Hrannar segir að þeim sem upp- lifað hafa geðrofseinkenni séu margar leiðir færar til þess að lifa góðu lífi. „Sjálfshjálparhópar, líkamsrækt, uppgjör við sjálfan sig og tengsl við sína nánustu, auk hinnar skapandi hliðar sem sjaldan er minnst á. Sköpunin er jákvæður partur af líf- inu sem getur stundum verið erfiður og ekki alltaf ljóst hver útkoman verður,“ segir Hrannar og bætir við að allir séu velkomnir á viðburðinn sem hefst kl. 14 í húsnæði Geð- hjálpar í Borgartúni. Áhugaverður viðburður Skilaboð falin í geðhvörfum Jákvæð Katla Ísaksdóttir, Halldór Auðar Svansson og Hrannar Jónsson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.