Morgunblaðið - 12.05.2018, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 12.05.2018, Qupperneq 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. MAÍ 2018 ALLTAF KLÁRT Í ÞRIFINAJAX NÚ FÆRÐU AJAX með matarsóda og sítrónu og AJAX með ediki og eplum Hjálpar þérað gera heimiliðskínandi hreint BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Náttúrusýningin Undur íslenskrar náttúru verður opnuð í Perlunni á laugardaginn kemur. Til stóð að opna sýninguna í byrjun mánaðarins en vegna eldsvoða var því frestað. Gunnar Gunnarsson, forstjóri Perlunnar, segir verkefnið hafa unn- ist hratt. „Safnahönnuðir okkar vita ekki um neitt safn í heiminum af þessari stærðargráðu sem hefur ver- ið opnað með slíkum hraða. Vana- lega er þetta fimm til tíu ára ferli. Hér á Íslandi göngum við hratt til verks,“ segir Gunnar og lýkur lofs- orði á slökkviliðið. Það hafi með snarræði m.a. bjargað tækjabúnaði í opnunarsal nýju sýningarinnar frá eyðileggingu vegna eldsins. Forðaði miklu tjóni „Hingað flæddi mikið vatn. Því rigndi niður á gólfið sem eyðilagðist. Veggirnir fóru illa. Við náðum samt að bjarga þeim. Slökkviliðið byrjaði strax að vernda munina og setja plast utan um tækjabúnað. Þannig sparaði slökkviliðið okkur tugi millj- óna. Þökk sé slökkviliðinu eyðilagð- ist ekki einn einasti skjávarpi. Tölvu- búnaðurinn slapp líka alveg. Það var aðeins þessi veggur og gólfið sem við stöndum á,“ segir Gunnar og bendir á veggi opnunarsalarins. Þar munu gestir fræðast um eldfjöll, jarð- skjálfta, plötuhreyfingar, jarðhita og hvernig Ísland varð til. „Við erum með hljóð og myndir og gestir munu finna fyrir kröftum ís- lenskrar náttúru. Í kjölfarið munu gestir ganga inn í rými með sýningu um jarðsögu Íslands eins og hún hef- ur aldrei verið sögð áður.“ Unnið með heimsþekktu félagi Líkt og fyrri sýningin verður sú nýja með gagnvirku sýningarefni. Sýning er m.a. hönnuð og framleidd af kanadísku fyrirtækjunum Lord Cultural Resources og Realisations sem Gunnar segir heimsþekkt á sínu sviði. Realisations hafi til að mynda unnið náið með sirkusnum Cirque du Soleil. Eigandi fyrirtækisins hafi sýnt Perlunni sérstakan áhuga. Gunnar segir Perlunni ætlað að vera fyrsti áfangastaður erlendra ferðamanna. Á sýningunni fái þeir kynningu á íslenskri náttúru og læri að umgangast náttúru landsins. Hann segir sýninguna unna í sam- starfi við Reykjavíkurborg, Nátt- úruminjasafn Íslands, Náttúru- gripasafn Íslands og háskóla- samfélagið. Lætur náttúruminja- safnið til dæmis nýja safninu í té höfuðkúpu af rostungi og risafuru sem margir muna úr Háskólabíói. Þá verður ísbjörn á sínum stað. Fuglaáhugamenn munu hafa margt að skoða á nýju sýningunni. Gunnar sýnir blaðamanni næst sýningarklefa um Mývatn. „Hér má sjá dýrin og heyra söngin í fuglunum á Mývatni. Okkar virt- asta háskólafólk vinnur textana. Það hafa allir lagst á eitt um að gera þetta sem best,“ segir Gunnar og gengur svo að endurgerð af hluta Látrabjargs. Sýndarveruleiki í Látrabjargi Þar eru yfir 120 fuglar og önnur dýr. Gestir geta skoðað þá í gegnum sjónauka og lifnar bjargið þá við. Fuglar fara á flug. Gestir geta svo á gagnvirkan hátt skoðað fuglana bet- ur og fara þá inn í sýndarveruleika. „Við segjum níu sögur af því hvað gerist í þessum skýjakljúfi fuglanna,“ segir Gunnar. Frá fuglabjarginu liggur leiðin í rými sem er tileinkað hafinu um- hverfis Ísland. Þar varpa sex skjá- varpar mynd af lífinu í sjónum um- hverfis Ísland. Líður gesti þá m.a. eins og hann sé á sundi með selum. Þegar gengið er út úr rýminu standa gestir á glergólfi og undir því synda hvalir. „Þessa mögnuðu sýn geta all- ir gestir Perlunnar upplifað úr stig- anum og af 4 og 5 hæð Perlunnar. Svona hefur enginn gert áður í heim- inum,“ segir Gunnar Gunnarsson. Jöklasýningin Jöklar og íshellir var opnuð í Perlunni í júní í fyrra- sumar. Sú sýning verður nú hluti af sýningunni Undur íslenskrar náttúru. Dýraríkið lifnar við í Perlunni  Ný náttúrusýning verður opnuð í Perlunni laugardaginn 19. maí  Með eftirgerð af Látrabjargi  Forstjóri Perlunnar segir slökkviliðið hafa unnið þrekvirki þegar eldur kviknaði í Perlunni Haförn Fræðast má um dýraríkið á nýju sýningunni. Látrabjarg Á sýningunni má sjá sjófuglana í leit að æti. Hvalir Það er engu líkara en að hvalir syndi undir gólfinu. Morgunblaðið/RAX Athafnamaður Gunnar Gunnarsson, forstjóri Perlunnar, við íshellinn. Sýningin stækkar svo frekar með opnun stjörnuvers í október. Það verður í einum tanka Perlunnar og með rými fyrir 150 gesti. Gunnar Gunnarsson, forstjóri Perlunnar, lofar stórbrotinni upp- lifun. Markmiðið er að gestir geti séð, heyrt og „snert“ norðurljósin með nýrri tækni. Teknar hafi verið stórbrotnar myndir af norðurljósum sem lýstu upp fjörð á Austurlandi. Þar með er ekki öll sagan sögð því í desember opnar Náttúruminjasafn Íslands sýninguna Vatn í náttúru Ís- lands á 2. hæðinni. „Íslensk náttúra er einstök en við- kvæm. Gríðarlegt álag hefur verið á náttúruna undanfarin ár vegna fjölgunar ferðamanna og þar sjáum við tækifæri. Perlan getur hjálpað til við náttúruvernd. Hér getur fólk komið og kynnst undrum íslenskrar náttúru án þess að ganga á hana,“ segir Gunnar að lokum. Stjörnuver verður opnað með haustinu  Tveir áfangar fram undan á árinu Fróðleikur um náttúruna Sýningin er með efni fyrir gesti á öllum aldri.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.