Morgunblaðið - 12.05.2018, Page 16
16 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. MAÍ 2018
Smiðjuvegi 9 · 200 Kópavogi
Sími 535 4300 · axis.is
Vandaðar íslenskar innréttingar
VIÐTAL
Stefán E. Stefánsson
ses@mbl.is
Nú í morgun lentu Guðni Th. Jó-
hannesson, forseti Íslands, og Eliza
Reid, eiginkona hans, á Keflavíkur-
flugvelli eftir tvær viðburðaríkar
heimsóknir til Bandaríkjanna sem
aðeins nokkrir dagar skildu að. Í
heimsóknunum tveimur, sem voru
til Seattle á vesturströndinni og
New York á austurströndinni,
heimsóttu þau fjölmörg fyrirtæki,
sátu ráðstefnur og fundi og þá var
forseti heiðursgestur á árlegum
galakvöldverði American Scand-
inavian Foundation, sem haldinn
var í hinum fræga Metro-
politan-klúbbi í New York á
fimmtudagskvöld.
Fyrri heimsóknin hófst um miðja
síðustu viku og lauk á laugardag í
Seattle en síðari heimsóknin hófst
á mánudag og lauk síðdegis í gær í
New York. Blaðamaður Morgun-
blaðsins settist niður með forseta í
höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna
í gærmorgun, um hálftíma áður en
fundur hans og António Guterres,
framkvæmdastjóra Sameinuðu
þjóðanna, hófst.
„Þetta hefur verið mikil dagskrá
og í raun hefði verið þægilegra fyr-
ir okkur að halda beint frá Seattle
til New York. Við mátum það hins
vegar svo að það væri mikilvægt
að hitta börnin í nokkra daga og
því flugum við heim frá Seattle um
liðna helgi. Framundan er opinber
heimsókn til Finnlands og því var
kærkomið að ná tveimur dögum
með krökkunum heima á Íslandi,“
segir Guðni.
Vitnisburður um sameigin-
legan menningararf
Hann segir að það hafi verið af-
ar áhugavert að heimsækja íslensk
fyrirtæki sem haslað hafa sér völl
á vesturströnd Bandaríkjanna, við
Kyrrahafið. Þar megi nefna fyrir-
tæki á borð við Marel.
„En það var einnig mjög
ánægjulegt að fá tækifæri til að
taka þátt í opnun Norræna safns-
ins þar í borg. Þetta glæsilega og
nýja safn varpar ljósi á fólksflutn-
ingana frá Norðurlöndum í lok 19.
aldar og upphafi þeirrar 20. Til
þessa svæðis eins og annarra í
Bandaríkjunum. En safnið undir-
strikar líka þau grunngildi sem við
teljum samfélag okkar byggja á.“
Það leiðarstef í sýningu safnsins
kallaðist einnig á við ræðu þá sem
Guðni flutti sem heiðursgestur á
galakvöldverði American Scand-
inavian Foundation á fimmtudags-
kvöld í New York. Þar benti hann
á að Norðurlönd væru stolt af
þeirri grundvallarhugsjón að ein-
staklingar ættu að hafa frelsi til
þess að leita gæfunnar og hafa ríkt
svigrúm til athafna.
„Á sama tíma leggjum við
áherslu á að ríkisvaldið eigi að
hjálpa þeim sem standa höllum
fæti og þurfa á aðstoð að halda.
Þetta helst í hendur við hugsjónina
um jafnrétti og jafna stöðu fólks
almennt. Mælingar sýna að okkur
hefur tekist að mörgu leyti vel til,
þótt ekkert samfélag geti státað af
því að vera fullkomið. Við eigum að
halda þessu á lofti og megum vera
stolt af árangrinum, án þess að það
birtist sem yfirlæti eða hroki.
Þetta benti ég á í ræðu minni hjá
American Scandinavian Founda-
tion, þótt sú ræða hafi öðrum
þræði verið nýtt til að slá á létta
strengi.“
Í ferðunum tveimur kom framtíð
íslenskrar tungu einnig mikið við
sögu og Guðni segir að ráðstefna
sem haldin var á vegum Íslensk-
ameríska viðskiptaráðsins í Banda-
ríkjunum og aðalræðisskrifstof-
unnar í New York, hafi vakið tals-
verða eftirtekt.
„Á ráðstefnunni ræddum við um
framtíð íslenskunnar og íslenskra
bókmennta á tölvuöld. Ég er bjart-
sýnn á framtíð íslenskunnar en við
verðum að tryggja að hún haldi
sínum sessi, ekki síst í tæknibylt-
ingunni sem nú gengur yfir heim-
inn. Við viljum geta, og að hið
sama gildi um börnin okkar, talað
við tækin á íslensku. Ég er bjart-
sýnn á að það geti orðið, m.a. eftir
að hafa heimsótt fyrirtæki á borð
við Microsoft í Seattle. Þessi stóru
tæknifyrirtæki eru vissulega hagn-
aðardrifin en þau virðast einnig
skynja samfélagsábyrgð sína og
með öflugu átaki hins opinbera, í
samstarfi við þessa aðila, hef ég
fulla trú á því að við munum sjá ís-
lenskuna standa styrkum fótum á
þessum vettvangi.“
Norðurlandabúar eftirsóttir
Í gær áttu forsetahjónin stefnu-
mót við íslenska frumkvöðla sem
starfa undir handarjaðri Nordic
Innovation House í New York. Í
samtölum við forsvarsmenn þeirrar
stofnunar, sem öll norrænu ríkin
eiga aðild að, kom fram að sam-
starf þeirra á þessum vettvangi
væri einstakt á heimsvísu.
„Það er gaman að sjá kraftinn í
þessu samstarfi á vettvangi ný-
sköpunar. Það undirstrikar að á
ákveðnum sviðum getum við eflt
hvert annað með því að standa
saman. Það er einnig eftirtektar-
vert að sjá hversu mikillar vel-
gengni fólk frá Norðurlöndum nýt-
ur og á fundi með forsvarsmönnum
Nordic Innovation House kom
fram að fyrirtæki, vörur og starfs-
fólk frá Norðurlöndum nýtur mik-
ils meðbyrs um þessar mundir í
Bandaríkjunum.“
Meðal þeirra frumkvöðla sem
forsetahjónin ræddu við voru for-
svarsmenn fyrirtækisins Icelandic
Provisions sem framleiðir skyr inn
á Bandaríkjamarkað með mjólkur-
gerlum frá Íslandi. Þótt fyrirtækið
hafi fyrst hafið framleiðslu árið
2016 eru vörur þess seldar í yfir
5.000 verslunum í Bandaríkjunum.
Kom fram á fundinum að kókos-
skyrið sé hvergi fáanlegt um þess-
ar mundir því leikkonan Sara
Jessica Parker hafi sagt opin-
berlega að það væri í uppáhaldi hjá
sér.
Í máli forsvarsmanna fyrirtæk-
isins, sem að hluta er í eigu MS,
kom fram að vöxtur fyrirtækisins
væri ævintýri líkastur og að engin
framleiðsla á „jógúrtmarkaðnum“,
eins og það var orðað, yxi með við-
líka hætti og um þessar mundir.
Fundur í Sameinuðu
þjóðunum
Í gær ræddust forseti og Ant-
ónio Guterres, framkvæmdastjóri
Sameinuðu þjóðanna, svo við í
höfuðstöðvum samtakanna í kjölfar
þess að forsetahjónin fengu kynn-
ingu á starfsemi stofnunarinnar af
hendi prótókollstjóra SÞ og Einars
Gunnarssonar, fastafulltrúa Íslands
hjá SÞ. Guðni segir fundinn með
Guterres hafa verið góðan og að
þar hafi framtíð íslenskunnar, jafn-
réttismál, málefni hafsins, umskipti
í orkubúskap veraldar, málefni
norðurslóða og þær fjórar háskóla-
deildir Sameinuðu þjóðanna sem
starfræktar eru á Íslandi borið á
góma.
„Hann er viðræðugóður maður
og kvaðst vita af góðum verkum
Íslendinga á sviði jafnréttismála og
þegar kemur að málefnum hafsins.
Þá sagðist hann eiga góðar minn-
ingar frá Íslandsferð árið 1984.“
Framtíð íslenskunnar í forgrunni
Forsetahjónin hafa gert víðreist um Bandaríkin í tveimur ferðum með skömmu millibili Fundur
með framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna Heiðursgestir á árlegri samkomu ASF í New York
Ljósmynd/Skrifstofa forseta Íslands
SÞ Einar Gunnarsson, fastafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum, António Guterres, framkvæmdastjóri SA,
Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid að loknum fundinum í skrifstofum SÞ í New York í gærmorgun.
Morgunblaðið/Stefán Einar Stefánsson
Mjólkurvörur Forsetahjónin fengu kynningu á starfsemi fyrirtækisins
Icelandic Provisions sem framleiðir skyr úr íslenskum mjólkurgerlum.
Umferð um
göngustíg í
Reykjadal verð-
ur aftur heimil
frá og með kl. 10
í dag en land-
verðir frá Um-
hverfisstofnun
verða á staðnum
og fylgjast með
ferðalögum
gesta. Þetta kemur fram á vefsíðu
Umhverfisstofnunar. Ákvörðun um
opnun var tekin í kjölfar ástands-
úttektar á svæðinu í Reykjadal.
Landvarsla verður á svæðinu til
að byrja með og mun landvörður
hafa eftirlit með því að gestir svæð-
isins fari ekki út fyrir göngustíga
þar sem svæðið er illa farið.
Umhverfisstofnun biður ferða-
þjónustuaðila að miðla því til við-
skiptavina sinna sem stefna á að
fara í Reykjadal að þeir gangi ein-
ungis á merktum göngustígum á
svæðinu.
Opnað fyrir umferð
um Reykjadal á ný
Reykjadalur.