Morgunblaðið - 12.05.2018, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 12.05.2018, Qupperneq 19
FRÉTTIR 19Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. MAÍ 2018 Loksins aftur sumar...ís Fjölbreytt úrval af gæða viftum frá Vent-Axia fyrir eldhúsið, baðherbergið, skrifstofuna, verkstæðið eða hesthúsið. Við aðstoðum ykkur við rétta valið. Lo-Carbon Silhouette 125 Centrif-duo Silent 12in Wall fan Hi-line Sabre Plate DALVEGI 10-14 | 201 KÓPAVOGI | SÍMI 540 7000 | FALKINN.IS Hreint loft og vellíðan Það borgar sig að nota það besta VENT–AXIA VIFTUR Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Arnarlax hefur fært sjókvíaeldisstöð sína í Patreksfirði frá Hlaðseyri út undir þorpið. Stöðin verður tekin í notkun í næsta mánuði. Sjókvíarnar blasa við úr gluggum marga íbúða og vinnustaða. Víkingur Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri hjá Arnarlaxi, segir að það sé gömul ákvörðun að færa stöðina utar í fjörðinn, það hafi verið ákveðið í tíð Fjarðarlax, áður en fyr- irtækið sameinaðist Arnarlaxi. Aðal- ástæðurnar séu óhagstæðir straum- ar og súrefni á gamla staðnum. Kvíarnar sem voru við Hlaðseyri hafa verið fluttar og nýjum bætt við því nýja stöðin er stærri en sú eldri. Laxaseiði verða sett út í næsta mán- uði, einnig í sjókvíaeldisstöð Arnar- lax við Hringsdal í Arnarfirði. Aftur á móti verður stöðin í Tálknafirði hvíld. Verð í sögulegu hámarki Starfsemin gengur vel, að sögn Víkings. „Ástandið á mörkuðunum er mjög hagfellt. Mikil eftirspurn og verð í sölulegu hámarki. Það virðist vera að vinsældir lax í heiminum séu enn að aukast. Það skapar þessa eft- irspurn,“ segir Víkingur. Verð á laxi hefur almennt verið hátt undanfarin ár. Það dalaði held- ur undir lok síðasta ár en hefur náð sér aftur á strik og slegið fyrri met. Á vef Landssambands fiskeldis- stöðva kemur fram að fengist hafi allt að 8,29 evrur fyrir kíló af laxi en það samsvarar um þúsund krónum. Morgunblaðið/Guðlaugur Albertsson Útsýni Sjókvíastöð Arnarlax í Patreksfirði hefur verið flutt utar í fjörðinn, út undir þorpið. Þar eru betri aðstæður fyrir laxeldið en innar í firðinum. Nýtt útsýni hjá Patreksfirðingum  Arnarlax flytur sig til í Patreksfirði  Allt að 1.000 krónur fást fyrir kílóið Íþróttahús við Vatnsendaskóla var vígt við hátíðlega athöfn á afmælis- degi Kópavogsbæjar síðdegis í gær. Þetta er nýjasta íþróttahúsið í bæn- um. Það er sérhannað fyrir þjálfun í hópfimleikum og mun íþrótta- félagið Gerpla nýta húsið undir sína starfsemi en einnig fer íþrótta- kennsla Vatnsendaskóla fram í hús- inu. Skólahljómsveit Kópavogs lék nokkur lög við vígsluna og kór Vatnsendaskóla söng og sýningar- hópur Gerplu í hópfimleikum sýndi listir sínar. Guðrún Soffía Jónasdóttir, skóla- stjóri Vatnsendaskóla, bauð gesti velkomna og Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri, Theodóra S. Þorsteins- dóttir, formaður bæjarráðs, og Harpa Þorláksdóttir, formaður Gerplu, fluttu ávörp. „Allir voru sammála um að dagurinn væri mik- ill hátíðisdagur og vígsla hússins mikið fagnaðarefni,“ segir í frétt frá Kópavogsbæ. Íþróttahús sérhannað fyrir hópfimleika vígt  Gerpla og íþróttakennsla Vatnsendaskóla fá inni í húsinu Ljósmynd/Kópavogsbær Íþróttahús vígt Frá vinstri: Sigurbjörg Helgadóttir, nemandi í Vatnsenda- skóla, Guðrún Soffía Jónasdóttir, skólastjóri Vatnsendaskóla, Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri, Theodóra S. Þorsteinsdóttir, fomaður bæjarráðs, Harpa Þorláksdóttir, formaður Gerplu, og Emma Leifsdóttir úr Gerplu. Beiðni Svanhildar Konráðsdóttur, forstjóra Hörpu, um launalækkun verður tekin til formlegrar af- greiðslu á næsta stjórnarfundi sem verður haldinn 30. maí. Svanhildur sagðist í samtali við mbl.is í gær telja það afar líklegt að beiðnin verði sam- þykkt. Spurð hvort einhverjir af þjón- ustufulltrúum Hörpu sem sögðu upp störfum vegna óánægju með kjör sín hafi dregið uppsagnir sínar til baka segist hún ekki vita til þess. VR af- bókaði tvo viðburði í Hörpu í mót- mælaskyni við stöðu kjaramála hjá fyrirtækinu. Engar frekari afbókan- ir fyrirtækja eða stofnana hafa orðið á viðburðum í Hörpu, að sögn Svan- hildar. Svanhildur hefur óskað eftir fundi með Ragnari Þór Ingólfssyni, for- manni VR, til að ræða uppsagnir 23- 24 þjónustufulltrúa í húsinu. „Þetta er jákvætt,“ sagði Ragnar í samtali við mbl.is í gærkvöldi. Haft var eftir Ragnari að hann ætlaði að ræða við þjónustufulltrúana á mánudag og í framhaldi af þeim fundi við forstjóra Hörpu á fimmutdaginn.. Ragnar sagði mjög mikilvægt að sátt væri um starfsemina í Hörpu. Húsið ætti sér sérstæða sögu, nokkurs konar arfur hrunsins, sem þjóðin hefði fengið í hendur. Stjórn ræðir beiðni  Ósk forstjóra Hörpu um launalækk- un rædd í stjórninni í næstu viku

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.