Morgunblaðið - 12.05.2018, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 12.05.2018, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. MAÍ 2018 SVIÐSLJÓS Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Um tveir af hverjum þremur Íslend- ingum eru búsettir í einhverju af sveitarfélögunum sex á höfuðborgarsvæðinu. Þau ná sam- tals yfir rúmlega 774 ferkílómetra, þar er miðstöð stjórnsýslu, samtals 143 leikskólar og 69 grunnskólar, allar helstu stofnanir samfélagsins og flest stærstu fyrirtæki landsins. 1.263 íbúar höfuðborgarsvæðis- ins bjóða sig fram í samtals 72 emb- ætti borgar- og bæjarfulltrúa á höf- uðborgarsvæðinu í sveitarstjórnar- kosingunum 26. maí næstkomandi. Mörg brýn verkefni bíða þeirra sem kjörnir verða. Talsverðar fram- kvæmdir eru fyrirhugaðar í sam- göngumálum og íbúum hefur fjölg- að, sem kallar á aukin verkefni sveitarfélaganna. Þá eru ýmis brýn verkefni í umhverfis- og sorpmálum, Páll Guðjónsson, framkvæmdastjóri Samtaka sveitarfélaga á höfuðborg- arsvæðinu, SSH, segir að vissulega séu verkefnin ærin, en að sama skapi felist í þeim fjölmörg tækifæri. Í svæðisskipulagi höfuðborgar- svæðisins frá árinu 2015 er gert ráð fyrir að íbúum þar muni fjölga um 70.000 til ársins 2040. Reyndin hefur orðið sú að fjölgunin hefur verið ör- ari en skipulagið gerði ráð fyrir. Páll segir að um 80% þessara nýju íbúa höfuðborgarsvæðisins séu útlend- ingar, margir frá löndum Austur- Evrópu. „Við höfum ekki enn áttað okkur á því hvort þetta fólk er komið hingað á einhvers konar vertíð eða hvort það er komið til að vera. Það skiptir verulega miklu máli, því við viljum auðvitað búa sem best að því fólki sem hingað flyst, en þá þurfum við að fá að vita hver staða þess er. Þetta er mikil áskorun.“ Þessari fjölgun verður fyrst og fremst mætt með þéttingu byggðar, þ.e. að byggt verði innan núverandi byggðamarka í stað þess að stækka svæðið. Slík þétting er nú hafin í flestum sveitarfélögunum. Gríðarmikil uppbygging En fleira fólki fylgir ekki bara aukin húsnæðisþörf, heldur meira álag á samgöngukerfi og meiri þjónustuþörf. Páll segir að gríðar- mikil uppbygging sé fyrirsjáanleg á næstu árum og áratugum í innviðum sveitarfélaganna á höfuðborgar- svæðinu. Eitt af þeim verkefnum sem haldast í hendur við þessa fólks- fjölgun eru umhverfis- og sorphirðu- mál. Bygging gas- og jarðgerð- arstöðvar Sorpu í Álfsnesi er eitt stærsta skrefið sem tekið hefur ver- ið í umhverfismálum á höfuðborgar- svæðinu og nú eru í gangi viðræður fjögurra sorpsamlaga á Suðvestur- landi um aukið samstarf og verka- skiptingu. Í síðustu viku var lokið við að skipuleggja legu borgarlínunnar inni í svæðisskipulagi höfuðborg- arsvæðisins. „Samgöngumálin verða klárlega eitt af stóru verkefnunum á komandi kjörtímabili,“ segir Páll. „Allar helstu stofnæðar á höf- uðborgarsvæðinu, m.a. Miklabraut, Hafnarfjarðarvegur, og Reykjanes- braut eru á forræði Vegagerð- arinnar. Í fyrra óskuðu sveit- arfélögin eftir aðkomu ríkisins að borgarlínunni og niðurstaðan varð að ákveðið var að útvíkka samstarfið við Vegagerðina þannig að þörf fyrir samgöngumannvirki í tengslum við borgarlínu var tekin með í reikning- inn.“ Sorpa, slökkviliðið og Strætó Hann leggur áherslu á að ekki muni allur umferðarvandi leysast með tilkomu borgarlínu. Áfram sé nauðsynlegt að styrkja stóru stofn- brautirnar til að tryggja betra flæði umferðar. „Ef við ætlum að halda sjó í ástandi og afkastagetu samgöngumannvirkja, þá þarf að ráðast í verkefni upp á um 80 millj- arða. Um það bil helmingur af því snýr að fyrri áfanga borgarlínu. Miðað við þær tölur sem liggja fyrir í núverandi samgönguáætlun þarf að bæta verulega úr.“ Spurður hvort hann sjái fyrir sér að fjármagn fáist til þessara framkvæmda segir Páll það með öllu óljóst en samkvæmt fjármálaáætlun standi til í ár að taka upp viðræður við sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu um þessar framkvæmdir. Meðal sameiginlegra verkefna sveitarfélaganna sex á höfuðborgar- svæðinu er rekstur þriggja byggða- samlaga sem eru Sorpa, Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins og Strætó. Í gegnum þessi þrjú samlög fara um 10 milljarðar á ári hverju, þar af helmingur í Strætó. „Eitt af stóru verkefnunum okkar er að ákveða hvernig við ætlum að halda utan um þessi samlög. Við þurfum að staldra við og ákveða hvort þetta rekstr- arform sé besta mögulega leiðin til að veita þessa þjónustu,“ segir Páll. Þjónusta Sorpu og slökkviliðs- ins er hluti af lögbundinni þjónustu sveitarfélaganna. Almenningssam- göngur eru aftur á móti valkvæð þjónusta. Eitt af þeim verkefnum sem Strætó sinnir fyrir sveitar- félögin er samrekstur þeirra á ferða- þjónustu fyrir fatlað fólk. Í vikunni fengu sveitarfélögin senda stöðu- greiningu á þessari starfsemi og þurfa þau að hafa tekið afstöðu í haust til þess hvort þetta fyrir- komulag verði viðhaft áfram. „Þetta verkefni hefur að mestu leyti gengið vel, en því miður virðist það nánast óhjákvæmilegt að upp komi hnökr- ar,“ segir Páll. „En núna er það okk- ar að sinna þessu verkefni eins vel og okkur er unnt.“ Þegar Páll er spurður hverjar séu stærstu áskoranirnar sem sveit- arfélögin á höfuðborgarsvæðinu standi frammi fyrir segir hann að þær felist ekki síst í að tryggja sam- keppnishæfi svæðisins. „Að við séum samkeppnishæf við útlönd þannig að okkur haldist á fólki. Að svæðið sé á hverjum tíma það aðlaðandi, að fólk sjái hér tækifæri og hafi löngun og vilja til að vera hér áfram þannig að við missum ekki fólk með menntun og þekkingu úr landi.“ Milljarðar gætu sparast Að sögn Páls væri hvergi á landinu jafn mikill fjárhagslegur ávinningur af auknu samstarfi og jafnvel sameiningu sveitarfélaga og á höfuðborgarsvæðinu. „Við létum reikna út hver hagræðingin yrði ef öll sveitarfélögin á höfuðborgar- svæðinu yrðu að einu. Það væru um 10 milljarðar á ári ef öll sveitar- félögin næðu að reka sig á meðal- kostnaði á hvern íbúa. Það væri lík- lega óraunhæft að ætla sér að ná þessum sparnaði en þó það væri ekki nema 20-30% af því væri vissulega eftir verulegu að slægjast,“ segir Páll. Er einhver umræða um sam- einingu sveitarfélaga á svæðinu? „Nei, svo virðist ekki vera. Skiln- ingur á auknu samstarfi er vaxandi, en það er engum greiði gerður með því að þvinga það fram.“ Kosið verður til sveitarstjórna eftir sléttar tvær vikur. Hvernig er staða sveitarfélaganna á höfuðborg- arsvæðinu núna, miðað við fyrir fjór- um árum? „Við erum komin út úr táradalnum. Fjárhagsstaða sveitar- félaganna er heilt yfir góð, þau hafa styrk og stöðu til þess að takast á við sín viðfangsefni og að mínu mati geta sveitarfélögin gengið nokkuð upprétt inn í komandi kosningar. Ég hafði nokkrar áhyggjur eftir síðustu kosningar, að þá myndu sveitar- stjórnarmenn gleyma sér í gleðinni yfir því að áhrif hrunsins væru orðin minni. En ég fæ ekki betur séð en að sveitarfélögunum hafi í grunninn verið vel stýrt. Það verður að hafa í huga að þau eru að framleiða velferð og eftirspurnin er óseðjandi.“ Fólksfjölgun og framkvæmdir  Fleiri íbúum á höfuðborgarsvæðinu fylgja margar áskoranir  Borgarlína og þétting byggðar  Komin út úr táradalnum, segir framkvæmdastjóri Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Sveitarfélögin Páll Guðjónsson er formaður Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Gríðarleg fólksfjölgun er fyrirsjáanleg á svæðinu og því fylgja ýmis verkefni, m.a. uppbygging í samgöngum og í umhverfismálum.  Samtök sveitarfélaga á höfuðborg- arsvæðinu, SSH eru, rétt eins og önn- ur samtök sveitarfélaga, ekki stjórn- vald heldur pólitískur og frjáls samstarfsvettvangur sveitarfélaga á viðkomandi svæði og hefur sam- starfið verið við lýði frá 1976. Páll segir að samstarf sveitarfélag- anna hafi aukist mikið undanfarin tíu ár, eða frá hruni. „Á árunum fyrir hrun var lítill vilji til samstarfs, hvert og eitt sveitarfélag var að sinna sínu. Þann 6. október 2008 bað Geir H. Haarde guð að blessa Ísland. Tveimur dögum síðar, 8. október, settust forsvarsmenn sveitarfélaga höfuðborgar- svæðisins niður til fundar og gáfu í framhaldinu út bráðnauðsynlega yfir- lýsingu til samfélagsins um að grunnþjónustan yrði varin,“ segir Páll. Hann segir að í kjölfarið hafi farið í gang samstarf sveitarfélaganna við niðurskurð og að reyna að halda sjó. „Öllum var ljóst að samstarfs og sam- stillingar væri þörf og það voru helstu viðfangsefnin fram að sveitarstjórn- arkosningunum 2010.“ Að sögn Páls var strax eftir þær kosningar settur á stofn framtíðarhópur SSH og var hlutverk hans að greina alla þá möguleika og tækifæri sem fæl- ust í auknu samstarfi sveitarfélaganna á svæðinu. Í kjölfarið var ýmsum verkefnum hrint í gang, m.a. nýju svæðisskipulagi fyrir höfuðborgarsvæðið og sameiginlegri nýtingu ferðaþjónustu fatlaðs fólks. Spurður hvort samstarfið hafi minnkað eftir því sem áhrifa hrunsins gætir minna, segir Páll svo ekki vera. „Hér er ennþá bullandi samstarf og það hefur ekkert dregið úr vilja manna til að vera í samstarfi þó að betur ári núna. En áherslurnar hafa vissulega breyst.“ Frá Kópavogi Samstarf sveitar- félaganna jókst mikið eftir hrun. „Hér er bullandi samstarf“ Sveitarfélögin sneru saman bökum í hruninu Nokkur munur er á þeirri þjónustu sem sveitarfélögin veita. Þar má t.d. nefna dag- vistunarmál, en mislöng bið er eftir leikskólaplássi eftir sveitarfélögunum. Spurður hvort hugmyndir hafi verið uppi innan SSH um að koma á einhverskonar samstarfi milli sveitarfélaganna um að samræma þessa þjónustu seg- ir Páll svo ekki vera. „Auðvit- að skiptist fólk á skoðunum og á vegum SSH starfar skólanefnd og samráðsvett- vangur um velferðarmál. En eiginlegt samstarf hefur ekki verið rætt. Sveitarfélögin vilja vera sjálfstæð í þessum málum, skapa sér sérstöðu og vera í samkeppni hvert við annað.“ Páll segir að það hafi verið óhjákvæmilegt að Reykjavík, sem langstærsta sveitarfélag- ið í sambandinu, hafi í gegn- um tíðina tekið á sig hluta þeirrar félagslegu þjónustu sem hin sveitarfélögin ættu með réttu að sinna og nefnir sem dæmi húsnæðisúrræði fyrir heimilislaust fólk. Þessu hafi fylgt margvíslegur kostnaður fyrir borgina sem hafi komið niður á annarri þjónustu hennar. „Þetta er gríðarlega margslungið,“ seg- ir Páll. „En í raun má segja að allt höfuðborgarsvæðið sinni þessu hlutverki fyrir landið allt; hér er mesta þjón- ustan og fólk flytur hingað til að njóta hennar.“ Þjónustan er mis- munandi Mikið álag á borgina z HÖFUÐBORGARSVÆÐI VEITARSTJÓRNARKOSNINGAR 2018 Íbúar í sveitarfélögunum sex á höfuðborgarsvæðinu eru samtals 222.263. Stærsta sveitarfélagið er Reykjavík en íbúar þar eru 126.041. Það minnsta er Seltjarnarnes, þar sem búa 4.575 manns. Í kosningunum 26.maí eru samtals 1.263 í framboði í sveitarfélögunum sex en sæti borgar- og bæjarfulltrúa eru samtals 72.  Næsti viðkomustaður er Garða- bær. Fjallað verður um það sem þar er efst á baugi fyrir sveitar- stjórnarkosningarnar 26. maí. Á þriðjudag

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.