Morgunblaðið - 12.05.2018, Side 24
24 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. MAÍ 2018
sláttuvélar
Rafhlöðu-
ÞÓR FH
Akureyri:
Baldursnes 8
603 Akureyri
Sími 568-1555
Opnunartími:
Opið alla virka daga
Lokað um helgar
Reykjavík:
Krókháls 16
110 Reykjavík
Sími 568-1500
Vefsíða og
netverslun:
www.thor.is
Eltak sérhæfir sig í sölu
og þjónustu á vogum
12. maí 2018
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 102.23 102.71 102.47
Sterlingspund 138.74 139.42 139.08
Kanadadalur 80.2 80.66 80.43
Dönsk króna 16.383 16.479 16.431
Norsk króna 12.8 12.876 12.838
Sænsk króna 11.895 11.965 11.93
Svissn. franki 102.27 102.85 102.56
Japanskt jen 0.9351 0.9405 0.9378
SDR 146.16 147.04 146.6
Evra 122.06 122.74 122.4
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 147.6967
Hrávöruverð
Gull 1314.8 ($/únsa)
Ál 2325.0 ($/tonn) LME
Hráolía 77.44 ($/fatið) Brent
Skannaðu kóð-
ann til að sjá
gengið eins og
það er núna á
● Arion banki
hlaut verðlaun fag-
tímaritsins Retail
Banker Inter-
national fyrir
byltingar-
kenndustu nýjung í
bankaþjónustu á
árinu (e. Most Dis-
ruptive Innovation
of the Year). Verðlaunin voru veitt fyrir
rafræn íbúðalán en Arion banki býður
upp á greiðslumat á örfáum mínútum
og rafræn íbúðalán með þægilegri
hætti en áður hefur þekkst.
Arion banki verðlaunað-
ur fyrir rafræn íbúðalán
STUTT
Þóroddur Bjarnason
tobj@mbl.is
Endurvinnsla áls verður í brenni-
depli á ársfundi Samáls, samtaka ál-
fyrirtækja Íslandi, sem fram fer að
morgni miðvikudags, þann 16. maí.
Þar verður m.a. sagt frá niðurstöðu
átaksverkefnis í desember sl. sem
gekk út á endurvinnslu sprittkerta.
Hundruð þúsunda kerta söfnuðust á
tímabilinu og voru undirtekir við
átakinu svo góðar að aðstandendur
ákváðu í kjölfarið að gera spritt-
kertaenduvinnsluna að varanlegum
kosti í flokkun og endurvinnslu hér á
landi.
Sveitarfélög samhæfi aðgerðir
Pétur Blöndal, framkvæmdastjóri
Samáls, segir í samtali við Morgun-
blaðið að Líf Lárusdóttir verkefna-
stjóri hjá Gámaþjónustunni fjalli á
ársfundinum um niðurstöður átaks-
ins og þann lærdóm sem hægt sé að
draga af því. Þá muni hún ræða tæki-
færin sem séu fyrir hendi, svo sem
meiri samhæfingu milli sveitarfé-
laga. „Hvert sveitarfélag hefur sinn
háttinn á þegar kemur að endur-
vinnslu, og því er mikil þörf á sam-
hæfingu og einföldum lausnum. Ann-
ars er viðbúið að fólk ruglist í ríminu
þegar það ferðast á milli staða, að
ekki sé talað um alla þá ferðamenn
sem streyma til landsins,“ segir Pét-
ur.
Hann segir að úr sprittkertunum
sem söfnuðust í desember hafi verið
bræddir álhleifar til endurvinnslu,
en einnig hafi íslenskir hönnuðir
gert nytjahluti úr endurunnu áli í
samstarfi við Málmsteypuna Hellu.
Olga Ósk Ellertsdóttir og Studio
Portland ræða hönnunina á fundin-
um, en sýningin #Endurvinnumálið
var afmælisopnun Hönnunarmars í
ár og verður hún sett upp fyrir árs-
fundinn í Hörpu. „Þetta átak með
sprittkertin tókst ótrúlega vel, segir
Pétur. „Tilgangurinn var að vekja
fólk til vitundar um mikilvægi endur-
vinnslu þess sem til fellur á heim-
ilunum. Sprittkertin eru góð dæmi-
saga um hvernig fanga má
endurvinnslustrauma sem liggja um
heimilin í landinu og gera gott úr
þeim. Endurvinnsla er sterk og vax-
andi bylgjuhreyfing í samfélaginu.“
Pétur segir að Samál hafi markað
sér þá stefnu að álsporið á Íslandi sé
jákvætt á öllum sviðum. „Við viljum
að álsporið sé jákvætt, hvort sem er
losun, endurvinnsla og hönnun eða
rannsóknir og þróun.“
Hundruðum þúsunda
sprittkerta safnað
Árangur Pétur segir álframleiðslu hvergi loftslagsvænni en á Íslandi.
Endurvinnsla
» Framkvæmdastjóri Samáls
hleypir af stokkunum átaki
með Fiskideginum mikla á Dal-
vík, sem felst í að safna og
endurvinna álpappírinn sem
notaður er við að grilla þann
fisk sem boðið er upp á.
» Á ársfundinum verður farið
yfir stöðu og horfur í íslensk-
um áliðnaði og einnig á heims-
vísu, en þar hafa orðið straum-
hvörf á síðustu misserum.
Álendurvinnsla verður í brennidepli á ársfundi Samáls
Erlendum ferðamönnum fækkaði í
apríl milli ára í fyrsta sinn síðan 2010.
Erlendum farþegum sem fóru frá
Keflavíkurflugvelli fækkaði um 3,9%
milli ára en undanfarin fimm ár hefur
aukningin í apríl verið að jafnaði lið-
lega 28%. Þetta er niðurstaða taln-
ingar Isavia í Flugstöð Leifs Eiríks-
sonar og segir í tilkynningu
Ferðalmálastofu að lækkunin sé í
takt við þróun sem mælst hafi í vetur,
þar sem hægst hafi á fjölgun farþega.
Erlendir farþegar sem fóru af
landinu voru um 147 þúsund í apríl
og nam fækkunin um 6 þúsund far-
þegum á milli ára. Bandaríkjamenn
og Bretar voru fjölmennastir í hópi
erlendra ferðamanna, samtals um
40%, en þeim fækkaði þrátt fyrir það
nokkuð á milli ára, eða sem nemur
10% frá Bandaríkjunum og 18% frá
Bretlandi. Hlutfallslega fjölgaði Pól-
verjum mest þeirra sem fóru, þeir
voru nærri tvöfalt fleiri í apríl í ár en í
fyrra. Má leiða líkum að því að það sé
að miklu leyti umferð pólskra ríkis-
borgara sem hér eru búsettir atvinnu
sinnar vegna.
Fyrstu fjóra mánuði ársins hefur
farþegum fjölgað um 3,7% í saman-
burði við sama tímabil í fyrra. Aukn-
ingin var hins vegar 56% á síðasta
ári, 35% árið 2016 og 29% árið 2015.
Bretum hefur hins vegar fækkað um
6% frá áramótum og farþegum frá
Norður-Ameríku hefur fækkað um
2%.
Páskar hafa áhrif
Um 52.700 Íslendingar fóru utan í
apríl sem er 15,1% fækkun milli ára.
Fækkunina má að einhverju leyti
rekja til þess að þeir sem fóru vegna
ferðalaga um páska mældust í mars-
mánuði í ár en í apríl í fyrra. Samtals
hafa 188.800 Íslendingar farið utan
frá áramótum eða 7,6% fleiri en á
sama tímabili á síðasta ári.
Morgunblaðið/Eggert
Flugstöð Bæði útlendingum og Ís-
lendingum sem fóru af landinu
fækkaði í apríl.
Fækkun í fyrsta
sinn í átta ár
Erlendum ferða-
mönnum fækkaði
um 3% í apríl
● Markaðsaðilar
vænta þess að
verðbólga verði
2,4-2,5% á öðrum
og þriðja ársfjórð-
ungi en að hún
muni aukast lítil-
lega á þeim fjórða
og verði þá 2,7%,
miðað við miðgildi
svara í könnun
Seðlabankans á
verðbólguvæntingum, sem fram-
kvæmd var 2. til 4. maí. Þá vænta
markaðsaðilar þess að verðbólga verði
2,6% eftir eitt ár, 2,7% eftir tvö ár og
2,6% að meðaltali næstu fimm og tíu
ár.
Verðbólguvæntingar til skemmri og
lengri tíma hafi lítið breyst frá síðustu
könnun bankans sem framkvæmd var
í lok janúar. Leitað var til 29 aðila,
m.a. banka, lífeyrissjóða, verðbréfa-
og fjárfestingarsjóða, verðbréfamiðl-
ana og fyrirtækja með starfsleyfi til
eignastýringar. Svarhlutfall var 72%.
Litlar breytingar á
verðbólguvæntingum
SÍ Væntingar
kannaðar.