Morgunblaðið - 12.05.2018, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 12.05.2018, Qupperneq 26
26 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. MAÍ 2018 Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Stjórnvöld í Frakklandi hvöttu í gær Evrópuríki til að verja viðskipta- hagsmuni sína vegna þeirrar ákvörðunar Donalds Trump forseta að draga Bandaríkin út úr samn- ingnum um kjarnorkuáætlun klerkastjórnarinnar í Íran og hefja að nýju viðskiptaþvinganir gegn landinu. Viðskiptaþvinganirnar beinast ekki aðeins að Íran, heldur einnig að erlendum fyrirtækjum sem eiga við- skipti við landið, þeirra á meðal evr- ópskum. Bandaríkjastjórn hefur skipað evrópsku fyrirtækjunum að stöðva öll viðskipti sín við Íran innan sex mánaða og bannað þeim að gera nýja viðskiptasamninga við landið. Jean-Yves Le Drian, utanríkis- ráðherra Frakklands, sagði í gær að viðskiptaþvinganir þessar væru „óviðunandi“. Bruno Le Maire, efna- hagsmálaráðherra Frakklands, tók í sama streng og sagði að Evrópu- ríkin þyrftu að standa vörð um „efnahagslegt fullveldi“ sitt og rétt sinn til að eiga viðskipti við Íran. Hann sagði að Evrópusambandið kynni að endurnýja reglur sem voru settar árið 1996 til að heimila evr- ópskum fyrirtækjum að virða að vettugi viðskiptaþvinganir Banda- ríkjanna gegn Kúbu. Þær kváðu m.a. á um að úrskurðum banda- rískra dómstóla á grundvelli við- skiptaþvingananna yrði ekki fram- fylgt í ESB-ríkjunum. Þessum reglum var þó ekki beitt í reynd. Vatn á myllu Kínverja? Nokkur fyrirtæki í Frakklandi hafa gert stóra viðskiptasamninga við Íran frá því að kjarnorkusamn- ingurinn við Íran var undirritaður árið 2015. Á meðal þeirra eru Air- bus, olíurisinn Total og bílaframleið- endurnir Renault og Peugeot. Aðsögn fréttaskýranda breska ríkisútvarpsins bitna viðskipta- þvinganirnar einkum á Airbus, Boeing og fleiri flugvélaframleið- endum. Airbus hefur gert samninga um sölu á 100 farþegaþotum til Ír- ans frá árinu 2015 og Boeing 80. Íran framleiðir núna um 4% af allri olíu í heiminum og viðskipta- þvinganirnar gætu orðið til þess að heimsmarkaðsverð á olíu hækkaði. Stærstur hluti írönsku olíunnar hef- ur verið seldur til Kína, Indlands og Suður-Kóreu. Talið er líklegt að Kína og fleiri Asíuríki haldi áfram að kaupa olíu af Írönum, að mati sér- fræðinga í alþjóðaviðskiptum. Þeir segja að svo geti farið að Kínverjar hagnist mest á þeirri ákvörðun Trumps að beita Íran viðskipta- þvingunum að nýju. Þeir telja líklegt að ákvörðunin verði til þess að Kín- verjar greiði fyrir írönsku olíuna í eigin gjaldmiðli en ekki bandaríkja- dollar og það geti orðið til þess að vægi kínverska júansins aukist í ol- íuviðskiptum í heiminum á kostnað dollarans. Eftirlitið bar árangur Með samningnum við Bandaríkin, Bretland, Frakkland, Kína, Rúss- land og Þýskaland frá árinu 2015 skuldbatt klerkastjórnin í Íran sig til að takmarka verulega kjarnorku- áform sín gegn því að viðskipta- þvingunum gegn landinu yrði aflétt. Stjórnvöld í Bretlandi, Frakklandi, Kína, Rússlandi og Þýskalandi segj- ast ætla að standa við samninginn og telja að Íranar hafi staðið að fullu við skilmála hans. Alþjóðakjarnorku- málastofnunin (IAEA) hefur einnig staðfest það og jafnvel hátt settir embættismenn í stjórn Trumps hafa tekið undir þetta, auk leyniþjónustu Bandaríkjanna. Trump og embættismenn hans hafa sagt að þrátt fyrir þá ákvörðun hans að draga Bandaríkin út úr samningnum þurfi Íranar að virða hann og heimila vopnasérfræðingum Alþjóðakjarnorkumálastofnunar- innar að halda áfram ströngu eftirliti til að tryggja að staðið verði við samninginn. Sérfræðingar í barátt- unni gegn útbreiðslu kjarnavopna óttast að ákvörðun Trumps verði til þess að Íranar stöðvi eftirlitið. Þeir segja að ef Evrópuríkjunum og Kína takist ekki að bjarga samningnum beri Írönum ekki lengur skylda til að heimila eftirlitið. „Staðreynd máls- ins er að eftirlitið ber árangur og hefur gert það,“ hefur fréttaveitan AFP eftir einum sérfræðinganna, Corey Hinderstein. Óttast er einnig allsherjarstríð geti blossað upp milli Írans og Ísr- aels ef ákvörðun Trumps verður til þess að Íranar hefja auðgun úrans að nýju til að framleiða kjarnavopn. Frakkar bjóða Trump birginn  Evrópuríki hvött til að verja viðskiptahagsmuni sína í Íran  Kínverjar gætu hagnast mest á ákvörðun Trumps Bandaríkjaforseta  Staðreynd málsins sögð sú að eftirlitið hafi borið árangur Yfirráðasvæði í Sýrlandi Stöðvar íranskra hermanna eða liðsmanna hreyfinga sem Íranar styðja (apríl 2018) Frá desember 2017 til 9. maí, 2018 10. maí 2018 50 km TYRKLAND LÍBANON JÓRDANÍA ÍSRAEL ÍRAKDeir Ezzor Raqa Aleppó Afrín Homs Palmyra Daraa Heimildir: SOHR, AFP, ISW, Ísraelsher, Rússlandsher Árásir Ísraela og Írana í Sýrlandi Idlib Dumayr Tyrkir og bandamenn Kúrdar og bandamenn Sýrlandsher og bandamenn hans Uppreisnarmenn og íslamskar hreyfingar Samtökin Ríki íslams Vesturbakkinn Gólan- hæðir ÍSRAELAR 28 F-15- & F-16-þotur 60 flugvélaflugskeyti 10 flugskeyti frá herstöð Rússar segja að loftvarnaflaugar hafi skotið helming flugskeyta Ísraela niður Að minnsta kosti 20 manns biðu bana Árásirnar síðustu daga Muadamiyat Al-Sham SÝRLAND ÍSRAEL LÍBANON 20 km Svæði sem Ísraelar hernámu Hlutlaust svæði með hermenn á vegum SÞ ± 20 flugskeyti Fajr og Grad Enginn beið bana Árásir Ísraela ÍRANAR DAMASKUS en 4 voru skotnar niður og aðrar lentu utan hernumda svæðisins, að sögn Ísraela Flaugunum var skotið að Gólanhæðum sem Ísraelar hernámu 1967 Avigdor Lieberman, varnar- málaráðherra Ísraels, hvatti í gær sýrlensku einræðisstjórnina til að vísa írönskum hersveitum úr landi eftir að Ísraelsher gerði árásir á stöðvar íranskra hermanna í Sýr- landi. Utanríkisráðuneyti klerka- stjórnarinnar í Íran fordæmdi árás- irnar, sagði þær „freklegt brot á fullveldi Sýrlands“ sem hefði rétt til að verja sig. Íranar hafa sent hundruð her- manna til Sýrlands. Auk þess að styðja einræðisstjórn landsins hefur klerkastjórnin í Íran dælt vopnum í Hizbollah, samtök sjía-múslíma í Líbanon, sem hafa sent þúsundir liðsmanna sinna til Sýrlands. Eitt af helstu markmiðum klerka- stjórnarinnar hefur verið að tortíma Ísraelsríki. Ísraelar óttast að klerkastjórnin ætli að styrkja her- afla sinn í Sýrlandi með það fyrir augum að geta gert árásir á Ísrael. Stjórnvöld í Ísrael eru jafnvel sögð vera tilbúin að hætta á stríð til að koma í veg fyrir að Íranar geti gert árásir á ísraelskar borgir frá her- stöðvum í grannríkinu, að sögn The Wall Street Journal. AFP Spenna við landamærin Fáni Ísraels á Gólanhæðum sem Ísraelar hernámu 1967. Ísraelar saka Írana um að hafa skotið flugskeytum að svæðinu. Hvött til að vísa Írönum frá Sýrlandi

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.