Morgunblaðið - 12.05.2018, Side 27

Morgunblaðið - 12.05.2018, Side 27
FRÉTTIR 27Erlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. MAÍ 2018 Jarðvísindamenn telja að möguleiki sé á meiri- háttar eldgosi úr Kilauea-eldfjallinu á Hawaii. Fjallið hóf að gjósa fyrir um viku og hefur hraun runnið í stríðum straumum frá því síð- an. Hafa vísindamenn hvatt til að Eldfjalla- þjóðgarðinum á eyjunni verði lokað í varúðar- skyni. Vísindamennirnir segja að nú sé yfirborð hraunsins í gíg eldfjallsins að lækka og það gæti þýtt að sprenging innan hans væri í upp- siglingu. Fari yfirborð hraunsins undir grunn- vatnsborðið geti kvikan komist að vatni og hit- að það og mikil gufa myndast, að sögn Ingrid Johanson eldfjallafræðings. Og ef hraunmolar falla úr veggjum gígsins gæti myndast stífla. Þá myndast mikill þrýstingur undir sem „get- ur að lokum valdið mikilli sprengingu“, að því er fréttaveitan AFP hefur eftir Johanson. Þessi atburðarás gæti hafist um miðjan mán- uðinn að mati vísindamanna. Í aðdraganda gossins var 5 stiga jarð- skjálfti. Eftir að gosið hófst á fimmtudag í vik- unni sem leið varð svo 6,9 stiga skjálfti sem er sá stærsti sem mælst hefur á Hawaii frá árinu 1975. Eldgosið hefur valdið mikilli eyðileggingu í íbúabyggð í grennd fjallsins en engan hefur sakað. Kilauea er eitt virkasta eldfjall heims og er eitt af fimm eldfjöllum á Stórueyju á Hawaii. Vísindamenn telja hættu á miklu eldgosi á Hawaii AFP Eldgos Hraun hefur runnið frá Kilauea-eldfjallinu á Hawaii frá því að það byrjaði að gjósa fyrir rúmri viku. Bandarískir jarðvísindamenn telja hættu á miklu sprengigosi í fjallinu á næstunni. Konungur Malasíu hefur samþykkt að veita Anwar Ibrahim sakarupp- gjöf sem tekur gildi samstundis, að sögn nýs forsætisráðherra landsins í gær. Þykir þetta benda til þess að Anwar Ibrahim, sem hefur setið í fangelsi frá árinu 2015 fyrir samkyn- hneigð, verði næsti forsætisráðherra landsins. Mahathir Mohamad sór í gær embættiseið sem forsætisráðherra Malasíu eftir að kosningabandalag stjórnarandstöðuflokka, sem hann fór fyrir, vann óvæntan kosningasig- ur um helgina. Mahathir varð þar með elsti þjóðarleiðtogi heims en hann er 92 ára að aldri. Mahathir var áður leiðtogi flokka- bandalags, sem fór með völd í Malas- íu frá árinu 1957, þegar landið fékk sjálfstæði, þar til í gær. Hann var sjálfur forsætisráðherra í 22 ár og stýrði landinu með harðri hendi en tókst jafnframt að gerbylta lífskjör- um íbúa landsins. Mahathir lét sjálf- viljugur af embætti árið 2003 en féllst á að verða forsætisráð- herraefni stjórnarandstöðuflokk- anna eftir að Najib Razak, fráfar- andi forsætisráðherra, flæktist í umfangsmikið spillingarmál. Mahathir hafði áður sagt að hann myndi væntanlega verða forsætis- ráðherra í tvö eða þrjú ár en þá myndi Anwar taka við stjórnartaum- unum. Dæmdur fyrir samkynhneigð Mahathir rak Anwar úr embætti aðstoðarforsætisráðherra árið 1998 og í kjölfarið var hann dæmdur í níu ára fangelsi fyrir samkynhneigð og spillingu. Anwar hafði þá verið talinn líklegastur til að verða forsætisráð- herra. Hann var látinn laus árið 2004 en dæmdur að nýju árið 2015 í fimm ára fangelsi fyrir samkynhneigð eft- ir mikinn kosningasigur stjórnar- andstöðuflokkanna árið 2013. Láta átti hann lausan úr fangelsi í næsta mánuði. Með sakaruppgjöfinni getur Anw- ar snúið strax aftur í stjórnmálin. Anwar, sem er sjötugur að aldri, er á sjúkrahúsi þar sem hann er í með- ferð vegna axlarmeiðsla. AFP Elsti leiðtoginn Mahathir Moham- ad (t.h.) með eiginkonu Anwars. Anwar fær upp- gjöf saka  Gæti orðið for- sætisráðherra 100 ára FJÖLBREYTTHÁTÍÐARDAGSKRÁ 100 ára kaupstaðarafmæli Siglufjarðar 20. maí 2018 Fram koma: Sturlaugur Kristjánsson, bæjarlistamaður Fjallabyggðar Síldargengið kíkir í heimsókn Kór eldriborgara í Fjallabyggð Gómarnir Fánar dregnir að húni Fermingar- og afmælismessa í Siglufjarðarkirkju 16:00 -17:30 Hátíðarkaffi fyrir bæjarbúa og aðra gesti 15:00 Björgvin og Bíbí. Fjölskylduskemmtun í Íþróttahúsinu á Siglufirði Allir velkomnir 09:00 11:00 LAUGARDAGUR 19. MAÍ AÐRIR VIÐBURÐIR SUNNUDAGUR 20. MAÍ 14:30 ÍÞRÓTTAHÚS FJALLABYGGÐARÁSIGLUFIRÐI Hátíðarfundur í bæjarstjórnFjallabyggðar Ávarp forseta bæjarstjórnar - Tímamóta samþykkt bæjarstjórnar Bæjarstjóri Fjallabyggðar Gunnar I. Birgisson setur hátíðina Ávarp forsætisráðherra Katrínar Jakobsdóttur Nemendur Tónlistarskólans á Tröllaskaga - tónlistaratriði Ávarp vildarvina Siglufjarðar/Siglfirðingafélagsins Karlakór Fjallabyggðar - tónlistaratriði Ávarp fulltrúi vinabæja Siglufjarðar Nemendur Tónlistarskólans á Tröllaskaga - tónlistaratriði Síldarminjasafnið opið Alþýðuhúsið á Siglufirði: Sunnudagskaffi með skapandi fólk. Ómar Hauksson, bókhaldari og sögumaður á Siglufirði. Kompan gallerí: Sýning. Kristján Steingrímur Jónsson Ljóðasetur Íslands: Opnun sýningar: Ljóðabækur og kveðskapur tengdur Siglufirði Ráðhússalurinn á Siglufirði: Sýning - Ólöf Birna Blöndal Söluturninn Aðalgötu: Vinur lífsins. Sýning Guðmundar Kristjánssonar Siglfirðingafélagið með opið hús í Bláa húsinu: Myndasýning gamalla húsa. Andlit bæjarins frá 1960 Kaffi Rauðka: Tónleikar með Stjórninni

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.