Morgunblaðið - 12.05.2018, Síða 28

Morgunblaðið - 12.05.2018, Síða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. MAÍ 2018 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Myndbandfrá Al-þýðu- sambandi Íslands hefur valdið nokkurri ólgu, ef ekki uppnámi. Gengur nýr formaður VR, Ragnar Þór Ingólfsson, svo langt að líta á það sem ástæðu til að lýsa formlega yfir vantrausti á Gylfa Arnbjörnsson, forseta Alþýðusambandsins. Í þessu myndbandi eða auglýsingu eru settar fram nokkrar fullyrðingar. „Kjarabætur snúast ekki um krónur, heldur hvað fæst fyrir þær,“ segir rödd í upphafi þess. „Það heitir kaupmáttur. Um hann snýst baráttan fyrir betra lífi.“ Þessi fullyrðing getur vart talist stríða gegn ríkjandi viðhorfum og væri nær að tala um staðhæfingu hins augljósa. Næst segir að á „ólgu- og átakaárunum“ hafi laun hækkað um allt að 55% á ári. Á sama tímabili (1970 til 1990) hefði kaupmáttur staðið í stað eða minnkað og kauphækkanir litlu skilað. Gengisfellingar og aðrar stjórnvaldsaðgerðir, óða- verðbólga, vextir og ýmiss fórnarkostnaður hefðu jafn- harðan étið krónurnar sem höfðust upp úr verkföllum og vopnaskaki. Síðan er rakið að árið 1990 hafi verið „skipt um leikkerfi með svokallaðri þjóðarsátt“. Síðan þá hafi laun hækkað mun minna, en kaupmáttur aukist um 2,4% á ári. „Vel skipulögð sókn með raunhæf langtímamark- mið hefur þannig skilað margföldum árangri miðað við uppþot og kollsteypur gamla kerfisins,“ segir því næst áður en klykkt er út með: „Viljum við gamla kerfið aftur.“ Tímasetning þessa mynd- bands er ugglaust engin til- viljun. Í nýjum leiðtogum stéttarfélaga er herskár tónn. Undirliggjandi er það viðhorf að með hinu nýja „leikkerfi“ hafi forusta launþegahreyfingarinnar lyppast niður. Í ræðu 1. maí boðaði Ragnar „baráttu sem hefur ekki sést í íslenskri verka- lýðshreyfingu í áratugi“. Í ræðunni boðaði hann ekki allsherjarverkföll, heldur skærur. Smærri hópar yrðu sendir í verkföll „þar sem það bítur mest“. Hægðar- leikur væri að lama heil- brigðiskerfið eða flug- samgöngur með því að senda nokkra tugi manna í verkfall. Viðbrögð Ragnars við myndbandinu koma kannski ekki á óvart. Hann heldur því fram að aldrei hafi bilið milli þeirra ríku og fátæku á Íslandi verið meira. Launamunur getur vissulega verið mikill og stundum er eins og þeir, sem hæst hafa launin, beri ekkert skynbragð á um- hverfi sitt og haldi að þeirra launahækkanir sé hægt að taka út fyrir sviga og sam- hengi. Síðan er því reyndar ávallt bætt við að þeir hafi dregist aftur úr. Þá þurfa stéttarfélögin að glíma við þá stöðu að í gegnum umfangsmikið eign- arhald lífeyrissjóðanna í at- vinnulífinu eru þau í kjör- stöðu til að hafa áhrif á þau háu launakjör, sem þau gagnrýna hvað harðast. Þau þurfa að semja um laun starfsmanna í fyrirtækjum og um leið passa upp á fjár- festingu lífeyrissjóðanna í þessum sömu fyrirtækjum. Í hinu umdeilda mynd- bandi er hins vegar ekki mænt á launamuninn, held- ur kaupmáttinn, sem hlýtur þegar upp er staðið að vera lykilatriði kjarabaráttu. Það er til lítils að fá fleiri krón- ur í launaumslagið ef afleið- ingin er sú að minna fæst fyrir þær. Á tímum hinna miklu launahækkana voru launþegar eins og Sýsifus, sem dæmdur var til að ýta stóru grjóti upp brekku án þess nokkurn tímann að komast alla leið. Þeir stóðu alltaf í sömu sporum. Nú eru að verða liðnir þrír áratugir síðan tókst að ná kjaramálum upp úr þeim hjólförum. Árangurinn er ótvíræður og sennilega hafa mestu kjarabæturnar orðið á þessum áratug. Á síðustu fimm árum hefur kaup- máttur aukist verulega, ekki síst á lægstu laununum þar sem hann hefur verið á milli 40 og 50%. Það er furðulegt að ekki skuli mega leggja áherslu á þennan ávinning í mynd- bandinu, hvað þá að sann- leikurinn skuli valda slíku uppnámi að gefi tilefni til að lýsa vantrausti á forseta ASÍ. Tilgangur kjarabaráttu er að ná fram kjarabótum. Það hlýtur að vera fagn- aðarefni þegar það tekst, frekar en að það eigi að fela vegna þess að það passar ekki inn í áróðursmyndina. Er ástæða til að koll- varpa aðferðum sem hafa virkað?} Kjör og kaupmáttur Þ að er hlutverk Alþingis að fylgjast með störfum ráðherra og stjórn- sýslunnar. Þetta er ófrávíkjanlegur þáttur í því að styrkja lýðræðis- legan grundvöll stjórnskipunar- innar. Löggjafarvaldinu er ótvírætt skipað ofar framkvæmdavaldinu og hefur aðhald með því, sem birtist einkum í formi fyrirspurna, skýrslu- beiðna, rannsókna og gagnrýni. Fyrirspurnum svarað með skætingi Undirritaður hefur á yfirstandandi þingi fylgst vel með störfum ríkisstjórnarinnar í mál- efnum Arion banka. Málið varðar mikla fjár- hagslega hagsmuni almennings. Hef ég lagt fram munnlegar fyrirspurnir og skriflegar. Má þar nefna: Fyrirspurn um söluna á hlutabréfum ríkisins í bankanum og kauprétt Kaupþings. Hverjir eru raunverulegir eigendur vogunarsjóðanna í Ar- ion banka? Hvort vogunarsjóðirnir uppfylli kröfur laga um fjármálafyrirtæki hvað varðar fjárhagslegt heilbrigði, orð- spor og gagnsæi? Kaup Arion banka á eigin bréfum. Sundurliðun á hlut ríkisins vegna afkomuskiptasamnings o.fl. Í stuttu máli er niðurstaðan þessi: Munnlegum fyrir- spurnum var svarað í þinginu með útúrsnúningum og skæt- ingi. Skriflegum fyrirspurnum frá því í mars hefur enn ekki verið svarað. Á fundi efnahags- og viðskiptanefndar Alþing- is hinn 7. maí sl. spurði ég hvort ríkisstjórnin væri í við- ræðum við vogunarsjóðina um að falla frá forkaupsrétti ríkisins á hlutabréfum Kaupþings í Arion banka. Svarið var nei. Á fundi fjárlaganefndar Alþingis 9. maí sl. spurði ég um það sama. Fátt varð um svör. Í Fréttablaðinu daginn eftir eða 10. maí sl. kemur fram að stjórnvöld hafi náð samkomulagi við Kaupþing um að falla frá forkaupsrétti á hlutabréfum Kaupþings í Arion banka. Í blaðinu kemur einnig fram að samkomulagið hafi náðst helgina áður, sem var þá 5.-6. maí sl. Eftirlitshlutverk Alþingis hundsað Í máli þessu öllu hefur eftirlitshlutverk Al- þingis verið hundsað með freklegum hætti. Það er alvarlegt mál. Það virðist auðveldara fyrir blaðamenn að fá upplýsingar um málið en Al- þingi. Fögur fyrirheit stjórnarsáttmála ríkis- stjórnar Vinstri-grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar um að efla Alþingi eru hlægileg. Leyndarhyggja ríkisstjórnarinnar í mál- efnum Arion banka og hagsmunum ríkisins tengdum þeim er til skammar. Augljóst er að í málinu er eitthvað sem þolir ekki dagsins ljós. Undanlátssemi ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur gagnvart vogunarsjóðum Arion banka er makalaus. Allar kröfur sjóðanna hafa verið samþykktar: Sala hlutabréfa rík- isins á undirverði samþykkt möglunarlaust. Bankaskattur á vogunarsjóðina lækkaður möglunarlaust. Verðmætum for- kaupsrétti afsalað möglunarlaust. Allt fyrir ekki neitt. Ríkisstjórn vogunarsjóða er réttnefni. Birgir Þórarinsson Pistill Ríkisstjórn vogunarsjóða Höfundur er þingmaður Miðflokksins. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen BAKSVIÐ Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Hvorki Lyfjastofnun néinnflytjendur telja þaðhlutverk sitt að haldautan um upplýsingar um það í hvaða lyfjabúðum hægt er að fá lyf sem tímabundinn skortur er á hjá dreifingarfyrir- tækjum. Slíkra upplýsinga er helst að leita í samfélögum sjúklinga á samfélagsmiðlum sem alls ekki all- ir notendur lyfjanna vita um eða hafa aðgang að. Þegar tímabundinn skortur varð á mikilvægu lyfi sem fólk með vanvirkan skjaldkirtil eða sem hef- ur þurft að láta fjarlægja skjald- kirtil þarf að nota daglega það sem eftir er lífsins létu Lyfjastofnun og innflytjandinn þess getið í svörum við fyrirspurn Morgunblaðsins að lyfið væri enn fáanlegt í ein- hverjum apótekum og heilbrigðis- stofnunum. Samkvæmt upplýs- ingum sem sjúklingar veittu blaðamanni og sjá mátti á sam- félagsmiðlum var umrætt lyf, Lev- axin, þá ekki lengur fáanlegt í apó- tekum á höfuðborgarsvæðinu. Annar styrkleiki þess hafði lengst verið fáanlegur í einu tilteknu apó- teki sem lét fólk fá litla skammta til að fleiri fengju að njóta. Þarna hafa Lyfjastofnun og innflytjand- inn ekki haft nýjar upplýsingar eða verið að vísa til apóteka annars staðar á landinu. Ef það síðar- nefnda er rétt nýtast lyfin aðallega þröngum hópi og ekki hægt að segja að þau séu aðgengileg fyrir sjúklinga á höfuðborgarsvæðinu. Breytingar á markaðnum Þótt lyfið Levaxin sé til um- ræðu hér er vandamálið alls ekki bundið við það. Gerist það reglu- lega að ýmis mikilvæg lyf eru ekki fáanleg hér á landi um tíma. Ástæðurnar geta verið margvís- legar. Þær upplýsingar fengust frá framleiðanda Levaxin, Takeda í Danmörku, fyrir milligöngu Vistor sem er umboðsfyrirtækið hér að skorturinn hafi stafað af breyt- ingum á evrópska markaðnum fyr- ir skjaldkirtilslyf. Framboð ann- arra lyfja hafi minnkað og Takeda ekki náð að anna aukinni eftir- spurn síðustu mánuði. Gerðar hafi verið ráðstafanir til að koma birgðastöðunni í lag. Sala á lyfinu hófst á ný í byrjun vikunnar þann- ig að notendur geta tekið gleði sína á ný. Lyfið er þannig að það hefur engin eða lítil áhrif á fólk þótt það geti ekki tekið það í fá- eina daga en áhrifin geta verið slæm ef það missir úr lengri tíma. Sjúklingarnir og læknar þeirra hafa stundum mikið fyrir því að stilla sjúklinginn af með réttan skammt og truflun hefur ekki góð áhrif. Sjúklingar eiga að geta tekið önnur lyf í staðinn en mikil tregða er til þess. Margir telja hin lyfin ekki hafa sömu virkni eða auka- verkanir. Ekki hlutverk stofnunarinnar Það væri til mikilla bóta, þeg- ar sú staða kemur upp að mikil- vægt lyf er sett á biðlista hjá dreifingarfyrirtæki sem þýðir að það er ekki fáanlegt um tíma, að einhver aflaði upplýsinga um það hvar lyfið væri fáanlegt og birti opinberlega. Þá myndu þau lyf sem til eru í landinu nýtast betur þeim sem á þurfa að halda. Lyfjastofnun er mikið apparat með fjölda starfsmanna en telur það ekki hlutverk sitt að sjá um slíkt og hún telur sig heldur ekki hafa heimild í lögum til að skikka umboðsmenn markaðsleyfishafa til að safna slíkum upplýsingum sam- an og birta. Spyrja má: Hver ann- ar ætti að hafa þetta hlutverk? Létta mætti róðurinn með betri upplýsingum Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Levaxin Fólk getur orðið fyrir heilsubresti og fundið fyrir miklum óþæg- indum ef það fær ekki skjaldkirtilslyfin sín í einhvern tíma. Þegar lyf er ófáanlegt um tíma fer það á biðlista hjá dreifingar- aðila. Ef ekki er hægt að nota önnur lyf sem markaðssett eru hér á landi tekur við svokallað undanþágukerfi. Þá getur lækn- ir sótt um leyfi til Lyfjastofn- unar og óskað eftir að nota lyf sem ekki er á markaði hér. Það er þá notað á ábyrgð læknisins og lyfjainnflytjendur reyna að útvega það. Umboðsmenn markaðs- leyfishafa geta einnig óskað eftir tímabundnum undan- þágum frá kröfum um merking- ar og fylgiseðla lyfja. Ef slíkt er talið til þess fallið að leysa vandann, án þess að tefla ör- yggi sjúklinga í hættu, segist Lyfjastofnun ávallt bregðast við slíkum umsóknum með jákvæð- um hætti. Fólk getur flutt með sér lyf til landsins eða keypt í netverslun en í báðum tilvikum er það tak- markað við 100 daga skammta. Ófáanleg lyf sett á biðlista ÝMSAR LEIÐIR TIL

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.