Morgunblaðið - 12.05.2018, Síða 30

Morgunblaðið - 12.05.2018, Síða 30
30 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. MAÍ 2018 Tjarnargötu 2 | 230 Reykjanesbæ | Sími 421 3377 | bustod@bustod.is | www.bustod.is Fallegar vörur fyrir heimilið Stærð 232 cm | Verð 299.000 kr. Stærð 202 cm | Verð 275.000 kr. Stærð 172 cm | Verð 235.000 kr. Ég hitti á dögunum konu sem er kát og hress og segist oftundrast hvað mönnum sé tíðrætt um vandamál en gefa lítinngaum að því sem vel er gert. Gefum henni orðið: Í mínu ungdæmi var mikill fögnuður þegar tókst að virkja bæjarlæk, kaupa bíl, leggja veg, búa til flugvöll, fjölga kindum og kúm, koma sér upp hænsnastofni og hvert nýtt fyrirtæki vakti vonir í brjósti um betri tíð fyrir menn og málleysingja. Ný heimilistæki léttu störfin innanbæjar, þvottavélin malaði í stað þess að við stæðum sveittar yfir suðupotti, rafmagnseldavélin hitnaði á svipstundu og hvergi sót eins og fylgdi kolaeldavélinni sem ég ólst upp við. Vandamálin sem okkur fannst tæknin leysa eru horfin en í staðinn komin ný vandamál, ef marka má það sem ég les í blöðum. Flugvöllur- inn er á svo dýrmætu landi og fyrir þeim sem vilja byggja hús, einmitt þar sem hann stendur. Vegirnir þurfa viðhald og það er alveg að sliga þjóðina að sinna því og þrátt fyrir mikilvirkari tæki virðist vegagerð vera heil- mikið mál. Nú eru menn uppteknir af mengum og gróðureyðingu. Byrj- um á kúnni sem leysir vind og býr til metangas, kindin bítur nýgræðing- inn og hestar traðka niður kjarr. Bíllinn sem færði okkur frelsið til að skreppa hvert sem var, á miklu skemmri tíma en þegar við fórum allt ríðandi, spillir loftinu í borginni. Glæsilegu ræktuðu túnin sem urðu til eftir að hægt var að ræsa fram mýrarnar eru nú mesti mengunarvald- urinn á Íslandi. Mannlífið hefur mikið breyst. Ég ól upp mín börn heima og kunni því vel en nú eru heilu fréttatímarnir lagðir undir umræður um það vanda- mál sem fylgir því að börn komist ekki á leikskóla um leið og fæðingar- orlofi lýkur. Varla þarf að taka fram að fæðingarorlof var ekki til þegar mín börn fæddust. Vágesturinn í mínu ungdæmi var áfengisneysla. Sum heimili voru alltaf fátæk vegna þess að húsbóndinn og stundum húsmóðirin líka eyddu tekjum og tíma til drykkju í stað þess að vinna þau verk sem þurfti til að framfleyta fjölskyldunni. Það var átak að byggja upp með- ferðarstöðvar og þar með vonaði ég að þetta vandamál yrði úr sögunni. Fólk hefur svo marga möguleika í dag til að gera eitthvað skemmtilegt og uppbyggilegt. Tækifærin voru færri áður og kannski skiljanlegra að fólk leitaði gleði í flöskunni. En þetta hefur aldeilis ekki þróast í rétta átt. Eiturlyf og áfengi valda miklum skaða og því óskiljanleg sú umræða að það sé heppilegt að auka aðgengi að áfengi og gera eiturlyf lögleg. Það er óhugsandi fyrir aðra að skilja hvernig það hefur verið að horfa á samfélagið byggjast upp og breytast til hins betra. Það er svo margt léttara en áður. Framfarirnar hafa ýmis vandamál í för með sér sem þarf að leysa en við megum ekki bara horfa á vandamálin og gleyma að horfa á allt það góða sem áunnist hefur. Svo mörg voru orð konu sem lifað hefur tímana tvenna. Velferð eða vandamál Tungutak Lilja Magnúsdóttir liljam@simnet.is Tvennir tímar Margt hefur breyst í samfélagi okkar á einni mannsævi. Sl. þriðjudag efndi velferðarráðuneytið til ráð-stefnu á Hótel Nordica um „snemmtækaíhlutun í málefnum barna“. Um 350 mannssóttu þessa ráðstefnu, bæði í Reykjavík og á Akureyri. Yfirgnæfandi meirihluti fundargesta var ungar konur. Tveir fyrirlesarar komu frá Noregi og forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, ávarpaði ráð- stefnugesti. Við upphaf ráðstefnunnar flutti Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra, ræðu, þar sem hann kvaðst stefna að endurskoðun alls félags- lega kerfisins eins og það snúi að börnum, Hann kvaðst vilja brjóta niður múra og byggja brýr til þess að bæta þjónustu við börn. Hvað er hér á ferð? Í stuttu máli sagt er það augljóslega staðfastur ásetningur hins unga ráðherra að umbylta velferðar- kerfi þjóðarinnar, sem verið hefur í föstum farvegi frá því á fjórða tug 20. aldar, til þess að mæta gjör- breyttum aðstæðum frá því, sem þá var. Hér skal full- yrt að þetta er viðamesta verkefni á þessu sviði sem nokkur félagsmálaráðherra hefur hafizt handa við frá stofnun lýðveldisins. Með ráðstefnunni sl. þriðjudag hefur Ásmundur Einar sett á dagskrá þjóðfélags- umræðna fyrir opnum tjöldum, alvarlegan þjóðfélagsvanda sem hefur verið dulinn að því leyti til að enginn ráðamaður hefur fyrr en nú sýnt honum slíkan áhuga eða lýst sig reiðubúinn til að takast á við hann. Hér er ekki um að ræða málefni sem deilur verða um milli flokka. Þvert á móti má ætla að víðtæk þverpólitísk samstaða geti tekizt um róttækar umbætur á þessu sviði. Rannsóknir á málefnum barna hafa stóraukizt á síð- ustu áratugum. Við vitum meira nú en áður hvar skór- inn kreppir. En jafnframt hafa margvíslegar breyt- ingar á samfélaginu leitt af sér ný og áður óþekkt vandamál, sem takast verður á við. Ofneyzla áfengis hefur lengi verið þjóðarböl en ótrúlega víðtæk áhrif þess böls á uppvaxandi æsku, kynslóð eftir kynslóð, hafa lítið verið til umræðu. Geðraskanir í margvíslegri mynd hjá foreldrum hafa djúpstæð áhrif á líf barna. Á undanförnum árum hafa ungmenni, sem í því hafa lent en lifað af, lýst áhrifum geðsýki á lífi þeirra í æsku á áhrifamikinn hátt á ráðstefnum sem Geðhjálp hefur efnt til. Það hafa verið sannkallaðar hryllingssögur. Heimilisofbeldi hefur vafalaust alltaf verið til staðar en er að komast upp á yfirborðið. Aukin neyzla fíkni- efna kemur hér einnig við sögu. Sjálfsvíg eru orðin átakanlega mörg. Og fátækt er vaxandi vandamál. Sumt af þessu unga fólki lifir af en annað ekki og þá er átt við að þau ná aldrei tökum á lífi sínu, leiðast út í neyzlu og enda oftar en ekki í fangelsum vegna afbrota eða gefast einfaldlega upp. Það er orðin víðtæk samstaða um það bæði hér á Íslandi og í mörgum nálægum löndum að leiðin til þess að takast á við þennan alvarlega þjóðfélagsvanda er að bregðast við strax í bernsku og æsku en bíða ekki fram á fullorðinsár eins og of mikið hefur verið gert af seinni áratugi. Dæmi um þetta er að rofni tengsl móður og barns á fyrstu mánuðum og misserum ævinnar getur það valdið barninu vanda nánast alla ævi af margvíslegu tagi. Á ráðstefnu velferðarráðuneytisins voru flutt fjöl- mörg erindi sem leiddu þessi vandamál í ljós en um leið kom skýrt fram hversu flókin úrlausnar þau eru. Það virðist blasa við að á fyrsta skólastigi megi sjá fyrstu vísbendingar um vandamál, sem þá eigi að tak- ast á við þegar í stað. Og fyrsta skólastigið er leik- skólar. En jafnvel enn fyrr má gera ráð fyrir að þeir sem starfa við ungbarnavernd geti séð ef ekki er allt með felldu. Í þessu ljósi má líta svo á að þeir – eða öllu heldur þær – sem starfa við ung- barnavernd, svo og leikskóla- kennarar gegni lykilhlutverki í þeim viðamiklu breytingum, sem framundan eru. Og í því felst að samfélagið hlýtur að viðurkenna og staðfesta að mikilvægi þeirra, sem sinna þeim störfum er margfalt meira en talið hefur verið fram til þessa. Frá því að Ásmundur Einar Daðason tók við ráð- herraembætti hefur hann lagt áherzlu á samtöl við fólk í öllum geirum samfélagsins sem vinnur að þess- um málum. Í framhaldi af þeim samtölum efndi ráðu- neyti hans til umræddrar ráðstefnu sem líta verður á sem upphaf þeirrar miklu vinnu sem framundan er. Í gær tilkynnti ráðherrann um ráðningu Ernu Kristínar Blöndal lögfræðings sem verkefnastjóra í þessu mikla verkefni en hún hefur öðlast verðmæta innsýn í gangverk „kerfisins“, vegna fyrri starfa. Á næstunni má gera ráð fyrir frekari ákvörðunum af hans hendi til þess að leggja frekari grunn að þessu viðamikla verki. Á ráðstefnunni sl. þriðjudag varð ljóst að nú þegar er orðin til öflug og fjölmenn „hersveit“, ef svo má að orði komast, að baki ráðherranum sem hefur brenn- andi áhuga á því að það takist að ljúka þessu verki, móta hugmyndir að vinnubrögðum, binda þessar breytingar í lög og tryggja strax í upphafi fjármagn til þeirra til frambúðar. Það skiptir máli að fólk úr öllum geirum samfélags- ins sem komið hefur að málefnum barna komi við sögu og að víðtæk samstaða náist um þetta mesta þjóðfélagslega umbótamál sem sett hefur verið af stað á Íslandi á 21. öldinni. Umbylting á velferðar- kerfinu í þágu barna Brjótum niður múra og byggjum brýr, sagði Ásmund- ur Einar á ráðstefnunni Af innlendum vettvangi … Styrmir Gunnarsson styrmir@styrmir.is Í frægri smásögu lýsir George Or-well því þegar hann var lög- regluþjónn í bresku nýlendunni Búrma og neyddist til að skjóta fíl sem hafði troðið niður bambuskofa, velt um sorpvagni og drepið mann. Birtist hún á íslensku í Rauðum pennum 1938 og í annarri þýðingu í greinasafninu Stjórnmálum og bók- menntum 2009. Sögumaður hugsar með sjálfum sér: „Það er einhvern veginn erfiðara að fá sig til að drepa stór dýr.“ Stór dýr eins og fílar og hvalir hafa einmitt hlotið sérstakt nafn á ensku, „charismatic megafauna“ eða þokkafull risadýr. Virðast þau hafa miklu meira aðdráttarafl á fólk en lítil dýr eins og flugur eða rottur. Ýmis náttúruverndarsamtök berjast fyrir því að alfriða þokkafull risadýr og vilja til dæmis harðbanna sölu fílabeins og hvalkjöts. Þau rök eru færð fyrir friðun að þessi þokkafullu risadýr séu í út- rýmingarhættu. En þótt sumir stofnar hvala og fíla séu í útrýming- arhættu eru aðrir það ekki, til dæm- is hvalastofnarnir tveir á Íslands- miðum, langreyður og hrefna. Telja sjávarlíffræðingar að þeir éti árlega sex milljónir tonna af margvíslegu sjávarmeti á meðan við Íslendingar löndum eitthvað um einni milljón tonna af fiski. Friðunarsinnar halda því fram að hér rekist hinn þurfta- freki maður á óspjallaða náttúruna. En það er misskilningur. Hér rekast á tveir hópar manna. Annar vill friða hvali en láta Íslendinga fæða þá. Hinn vill nýta hvali og vernda um leið með því að halda nýtingunni inn- an sjálfbærnismarka. Svipað er að segja um fíla. Fílar valda margvíslegum usla í heima- högum sínum og fátæku fólki er þar freisting að fella þá og selja fílabein- ið, jafnvel þótt það hætti til þess líf- inu. Þótt sumir fílastofnar í Afríku séu sterkir eru aðrir því veikir. Til þess að vernda þessa stofna væri skynsamlegast að leyfa sölu fíla- beins en veita fólki á heimaslóðum fílanna eignarrétt á skepnunum. Hinir nýju eigendur myndu þá gæta þeirra því að það væri þeirra eigin hagur. Með einu pennastriki myndu veiðiþjófar breytast í veiðiverði. Vissulega ætti að vernda þokka- full risadýr. En verndun krefst verndara. Ég ræði frekar muninn á verndun og friðun í nýútkomnu riti, Green Capitalism eða grænum kapítalisma. Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar Hannes H. Gissurarson hannesgi@hi.is Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð Þokkafull risadýr

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.