Morgunblaðið - 12.05.2018, Page 35
argjöldum lífeyrissjóða sem er lang-
stærsti kostnaður þeirra og mjög
mismunandi hvernig hann er greind-
ur í uppgjöri þeirra, bæði hér og er-
lendis. Þannig er í raun ómögulegt
að bera saman rekstrarkostnað sjóð-
anna þó að tölur OECD gefi vissu-
lega bjarta mynd af okkur Íslend-
ingum hvað þetta varðar og hafa
þessar tölur verið notaðar í gríð og
erg til að skapa betri mynd af ís-
lenska kerfinu sem er það besta í
heimi í öllum alþjóðlegum sam-
anburði. Eða hvað? Nú tala fræði-
menn um mikilvægi þess að breyta
lífeyriskerfinu og hvernig það hefur
snúist upp í andhverfu sína. Ég gæti
skrifað linnulaust um fleiri dæmi en
læt staðar numið í bili.
Grein Ástu er frekar aðför að upp-
lýstri umræðu og almennri skyn-
semi en skjaldborg um upplýstara
samfélag.
Samkvæmt hagtölum ættu þús-
undir landsmanna sem flúðu hér lífs-
kjör eftir hrun að standa í biðröðum
eftir að komast aftur heim. Þær bið-
raðir eru ekki sjáanlegar hinu vök-
ula auga né í hagtölum eða grein-
ingum á alþjóðlegum samanburði.
Það er enginn ágreiningur um það
að lægstu laun duga ekki til fram-
færslu.
Meðaltöl og hagtölur geta verið af
hinu góða og gefið ágæta mynd af
stöðu þjóðar og samfélags. Ég hafna
þeim ekki. En tel þær geta verið
meingallaðar og vara við því að þær
séu notaðar sem heilagur sannleikur
þegar annað er augljóst.
Höfundur er formaður VR.
MESSUR 35á morgun
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. MAÍ 2018
Rau›arárstígur 14 · sími 551 0400 · www.myndlist.is
Opið virka daga kl. 10–18, laugard. kl. 11–16
Allir velkomnir
Þorgrímur Andri Einarsson
Listamannaspjall laugardaginn 12. maí, kl. 14
Hetjur og fjórfætlingar
Sýning í Gallerí Fold 5.–18. maí
Við LEitum Að
listAverkum
Erum að taka á móti verkum á
næsta listmunauppboð
Við leitum að verkum eftir frumherjana í
íslenskri myndlist. Sérstaklega eftir
Ásgrím Jónsson, Jóhannes S. Kjarval,
Kristínu Jónssdóttur, Louisu matthíasdóttur,
Þórarinn B. Þorláksson, Svavar Guðnason
og Nínu tryggvadóttur.
Ennfremur er mikil eftirspurn eftir verkum
Georgs Guðna, Kristjáns Davíðssonar,
Gunnlaugs Blöndal og Gunnlaugs Scheving.
Áhugasamir geta haft samband
í síma 551-0400
AKURINN kristið samfélag | Samkoma í
Núpalind 1, Kópavogi, kl. 14. Biblíufræðsla,
söngur og bæn. Gestir frá Færeyjum koma í
heimsókn.
ÁRBÆJARKIRKJA | Hinn 13. maí verður far-
ið í vorferðalag. Lagt af stað frá kirkjunni kl.
11 og komið heim aftur kl. 15. Ferðinni er
heitið í húsdýragarðinn Slakka og Skálholts-
kirkju. Nánari upplýsingar er að finna á
heimasíðu Árbæjarkirkju, www.arbaej-
arkirkja.is.
ÁSKIRKJA | Messa kl. 11. Séra Sigurður
Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari ásamt
Kristnýju Rós Gústafsdóttur djákna. Hljóm-
félagið leiðir messusönginn undir stjórn Fjólu
Kristínar Nikulásdóttur. Orgelleikari er Bjartur
Logi Guðnason. Kaffisopi í Ási eftir messu.
ÁSTJARNARKIRKJA | Uppskeruhátíð barna-
starfs hefst með fjölskylduguðsþjónustu kl.
11. Barnakór kirkjunnar syngur undir stjórn
Keiths Reed. Fræðsla verður í höndum starfs-
fólks kirkjunnar. Prestur er Kjartan Jónsson.
Hressing og leikir á eftir.
BREIÐHOLTSKIRKJA | Guðsþjónusta kl.
11. Prestur er dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson.
Organisti er Örn Magnússon. Félagar úr kórn-
um Ægisif syngja. Kaffi og samfélag eftir
guðsþjónustuna.
DIGRANESKIRKJA | Messufall.
Safnaðarferð í samstarfi við Fornbílaklúbb Ís-
lands.
Dómkirkja Krists konungs, Landakoti |
Messa á sunnud. kl. 8.30 á pólsku, kl.
10.30 á íslensku, kl. 13 á pólsku og kl. 18 á
ensku. Virka daga kl. 18 og má. mi. og fö. kl.
8, lau. kl. 16 á spænsku og kl. 18 er vigil-
messa.
DÓMKIRKJAN | Messa kl. 11. Guðmundur
Brynjólfsson, djákni, prédikar og sr. Sveinn
Valgeirsson þjónar. Dómkórinn syngur, org-
anisti og kórstjóri er Kári Þormar. Minnum á
bílastæði við Alþingi.
FELLA- og Hólakirkja | Guðsþjónusta kl.
11. Sr. Jón Ómar Gunnarsson þjónar og pré-
dikar. Kór kirkjunnar syngur undir stjórn Arn-
hildar Valgarðsdóttur organista. Meðhjálpari
Jóhanna Freyja Björnsdóttir. Kaffisopi eftir
stundina.
FRÍKIRKJAN Reykjavík | Guðsþjónusta kl.
14. Séra Hjörtur Magni Jóhannsson safn-
aðarprestur leiðir stundina. Barn verður borið
til skírnar. Hljómsveitin Mantra og Sönghóp-
urinn við Tjörnina leiða tónlistina ásamt
Gunnari Gunnarssyni organista. Ferming-
arbörn og fjölskyldur þeirra eru hvött til að
mæta.
GLERÁRKIRKJA | Sunnudagur 13. maí –
Vorhátíð fjölskyldurnar. Fjölskylduguðþjónusta
kl. 11. Sr. Stefanía G. Steinsdóttir og Sunna
Kristrún djákni leiða stundina. Barna- og
æskulýðskór Glerárkirkju leiðir söng undir
stjórn Margrétar Árnadóttur. Mannakorns-
guðþjónusta kl. 20. Krossbandið spilar, byrjar
kl. 19.45. Sr. Stefanía leiðir stundina.
GRAFARVOGSKIRKJA | Vorhátíð sunnu-
dagaskólans hefst kl. 11. Hátíðin byrjar í
kirkjunni þar sem við syngjum og hlustum á
sögu. Nemendur úr Tónlistarskólanum í Graf-
arvogi flytja tónlistaratriði og félagar úr Barna-
kór Grafarvogskirkju syngja nokkur lög. Síðan
verður hægt að fara út að hoppa í hoppukast-
ala og fá grillaðar pylsur.
GRENSÁSKIRKJA | Morgunverður kl. 10 og
síðan bænastund á undan messunni sem
hefst kl. 11. Messuhópur þjónar ásamt
nokkrum fermingarbörnum vorsins og sr. Mar-
íu Ágústsdóttur. Ásta Haraldsdóttir organisti
og kór frá Domus Vox annast tónlistarflutning
og leiða almennan söng. Samskot renna í
líknarsjóð safnaðarins. Kaffi á eftir.
GUÐRÍÐARKIRKJA í Grafarholti | Guðs-
þjónusta kl. 11. Prestur sr. Leifur Ragnar
Jónsson, organisti Hrönn Helgadóttir og kór
Guðríðarkirkju syngur. Kirkjuvörður er Lovísa
Guðmundsdóttir.
HAFNARFJARÐARKIRKJA | Kyrrðar- og
íhugunarmessa kl. 11. Sr. Jón Helgi Þór-
arinsson leiðir stundina ásamt Erlu Björgu
Káradóttur söngkonu og Kjartani Jósefssyni
Ognibene organista. Sunnudagaskólinn er
kominn í sumarleyfi. Kaffisopi.
HALLGRÍMSKIRKJA | Messa kl. 11. Sr.
Irma Sjöfn Óskarsdóttir prédikar og þjónar fyr-
ir altari ásamt hópi messuþjóna. Félagar úr
Mótettukór Hallgrímskirkju syngja. Organisti
er Björn Steinar Sólbergsson. Umsjón barna-
starfs Inga Harðardóttir. Norskur gestakór
syngur í messunni og heldur tónleika að
messu lokinni. Bænastund mánud. kl. 12.10.
Fyrirbænaguðsþjónusta þriðjud. kl. 10.30. Ár-
degismessa miðvikud. kl. 8.
HÁTEIGSKIRKJA | Messa kl. 11. Séra
Helga Soffía Konráðsdóttir prédikar og þjónar
fyrir altari. Kór Háteigskirkju syngur. Organisti
er Steinar Logi Helgason. Samskot dagsins
renna til Ljóssins.
HJALLAKIRKJA Kópavogi | Íhugunarguð-
sþjónusta 13. maí kl. 20.
Íhugunarguðsþjónusta er byggð upp eins og
hefðbundin guðsþjónusta. Þar eru sungnir
sálmar, bænir eru bornar fram og lesið er úr
Biblíunni. Áhersla guðsþjónustunnar er á ein-
faldleika, biblíulega íhugun, söng og kyrrð. Sr.
Grétar Halldór Gunnarsson þjónar.
Athugið að ekki er guðsþjónusta kl. 11.
ÍSLENSKA Kristskirkjan | Barnakirkja og
almenn samkoma með lofgjörð og fyrirbæn
kl. 13. Ólafur H. Knútsson prédikar. Eftir
stundina verður kaffi.
KÁLFATJARNARKIRKJA | Árlegur kirkjudag-
ur Kálfatjarnarkirkju hefst með messu kl. 14.
Kór kirkjunnar syngur undir stjórn Kjartans
Jósefssonar Ognibene organista og barnakór
Stóru-Vogaskóla syngur undir stjórn Alexöndru
Chernyshovu. Bjarni Gíslason, fram-
kvæmdastjóri Hjálparstarfs kirkjunnar, prédik-
ar. Prestur er Kjartan Jónsson. 30, 40, 50 og
60 ára fermingarbörn eru sérstaklega velkom-
in. Kvenfélagið Fjóla heldur kaffisölu í Álfa-
gerði til ágóða fyrir kirkjuna að messu lokinni.
KEFLAVÍKURKIRKJA | Sunnudagur kl. 11.
Sunnudagsbíltúr í Útskálakirkju er dagskrá
þessa sunnudags. Í gömlu sóknarkirkju Kefla-
víkur fáum við fróðleik um kirkjuna, heyrum
biblíusögu og syngjum létta söngva. Hver veit
nema hægt verði að bregða á leik á kirkju-
hlaði. Boðið verður upp á kaffi, safa og
heimabakaðar súkkulaðibitakökur. Tilvalið að
koma með smurt að heiman sem vonandi
verður hægt að snæða uppi við kirkjuvegg.
KÓPAVOGSKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11.
Sr. Sigurður Arnarson prédikar og þjónar fyrir
altari ásamt Ástu Ágústsdóttur, djákna. Kór
Kópavogskirkju syngur undir stjórn Lenku Má-
téová, kantors kirkjunnar. Aðalsafnaðarfundur
í safnaðarheimilinu Borgum að guðsþjónustu
lokinni.
KVENNAKIRKJAN | Guðþjónusta í Garða-
kirkju á Álftanesi kl. 20. Séra Hulda Hrönn M.
Helgadóttir prédikar um umhverfismál. Að-
alheiður Þorsteinsdóttir og Anna Sigríður
Helgadóttir sjá um stundarkorn í hvíld og
hvatningu með sálmum, sögum og bænum.
Séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir leiðir þakkir fyr-
ir fyrirgefningu. Messukaffi verður í Króki.
LANGHOLTSKIRKJA | Fjölskyldumessa kl.
11. Sr. Jóhanna Gísladóttir þjónar ásamt
Bryndísi Baldvinsdóttur píanóleikara. Stúlkna-
kórinn Graduale Futuri og grænlenskur barna-
kór leiða saman hesta sína í athöfninni undir
stjórn Rósu Jóhannesdóttur. Aðalsteinn Guð-
mundsson kirkjuvörður og messuþjónar að-
stoða við helgihaldið. Kaffi og ávextir eftir
stundina í safnaðarheimili.
LAUGARNESKIRKJA | Messa kl. 11. Sr.
Eva Björk Valdimarsdóttir þjónar fyrir altari og
prédikar. Elísabet Þórðardóttir og Alexandra
Chernyshova flytja tónlist. Sunnudagaskóli.
Sjálfsbjargarsalurinn Hátúni 12 hinn 14. maí
kl. 20. Gospelkvöld. Miðvikudaginn 16.5. Fé-
lagsmiðstöðin Dalbraut 18-20 kl. 14. Helgi-
stund með sr. Davíð Þór og Elísabetu.
Kyrrðarstund kl. 12 hinn 17. maí. Tónlist, ritn-
ingarlestur, hugvekja, altarisganga og fyr-
irbænir. Súpa á eftir.
Hásalurinn Hátúni 10 kl. 16. Helgistund með
sr. Davíð Þór og Hjalta Jóni.
NESKIRKJA | Vorhátíð barnastarfsins kl. 11.
Hátíðin hefst í fjölskylduguðsþjónustu inni í
kirkjunni og færist svo út í garð þar sem boð-
ið er upp á grillaðar pylsur og meðlæti,
hoppukastala og fleira skemmtilegt. Barna-
kórar syngja í fjölskylduguðsþjónustunni, sr.
Ása Laufey og sr. Steinunn þjóna, Steingrímur
Þórhallsson spilar undir. Ari Agnarsson leikur
á harmónikku í garðinum.
ÓHÁÐI söfnuðurinn | Guðsþjónusta og
barnastarf 13. maí kl. 14. Sr. Pétur prédikar
og þjónar fyrir altari. Messugutti er Petra
Jónsdóttir. Organisti er Árni Heiðar Karsson.
Kvennakórinn Kyrjurnar syngur í messunni
undir stjórn Sigurbjargar Hvanndal Magn-
úsdóttur og við undirleik Helga Hannessonar.
Ólafur Kristjánsson tekur vel á móti öllum.
Nýskráðir félagar boðnir velkomnir.
SALT kristið samfélag | Sameiginlegar
samkomur Salts og SÍK kl. 17 alla sunnu-
daga í Kristniboðssalnum Háaleitisbraut 58-
60. 3. hæð. Barnastarf. Túlkað á ensku.
SELFOSSKIRKJA | Messa kl. 11. Kirkjukór-
inn syngur, organisti er Edit A. Molnár. Prest-
ur er Guðbjörg Arnardóttir. Súpa og brauð að
athöfn lokinni.
SELTJARNARNESKIRKJA | Gosp-
elguðsþjónusta kl. 11. Friðrik Karlsson, bæj-
arlistarmaður Seltjarnarness, leikur á gítar.
Með honum leika og syngja Daney Björk Har-
aldsdóttir, Guðni Gunnarsson og Sigurður
Ingimarsson. Sóknarprestur þjónar. Kaffiveit-
ingar og samfélag eftir athöfn. Hinn 15. maí
kl. 20 flytur Gunnar Þór Bjarnason erindi um
árið 1918 í sögu Íslands. 17. maí kl. 20 verð-
ur boðið upp á sígilda tónlist og hugleiðingar í
umsjá Gunnars Kvaran sellóleikara og Hauks
Guðlaugssonar, fyrrverandi söngmálastjóra.
VÍDALÍNSKIRKJA | Vorhátíð Vídalínskirkju
kl. 11-13. Fram koma fræðarar sunnudaga-
skólans, barna- og unglingakór Vídalínskirkju
undir stjórn Jóhönnu Guðrúnar Jónsdóttur og
Davíð Sigurgeirssonar. Einnig leikur hljóm-
sveit Vídalínskirkju undir stjórn Ingvars Al-
freðssonar. Vídalínurnar sýna leikrit og TTT
börn stuttmynd. Sirkus Íslands gleður kirkju-
gesti og boðið er upp á andlitsmálningu,
hoppukastala og pylsur. Sjá gardasokn.is
VÍÐISTAÐAKIRKJA í Hafnarfirði | Sunnu-
dagaskóli kl. 11 í umsjá Maríu og Bryndísar.
Hressing í safnaðarsalnum á eftir.
Orð dagsins: Þegar
hugurinn kemur
(Jóh. 15.)
Morgunblaðið/Sigurður Ægisso
Krosskirkja í Landeyjum.
í tilteknum sjálfstætt reknum leik-
skólum í Vesturbænum. Það mun
gera okkur kleift að bjóða yngri börn-
um leikskólavist en verið hefur um
leið og þetta viðbótarhúsnæði verður
tilbúið til notkunar á komandi haust-
mánuðum.
Á næsta ári fjölgar leikskólarým-
um enn um 200 m.a. með tilkomu nýs
leikskóla í hinu glæsilega húsnæði
Dalskóla í Úlfarsárdal en líka víðar. Á
árunum 2020 til 2024 verða svo reistir
nýir leikskólar og eru þar eftirtalin
svæði á áætlun: Kirkjusandur, Vatns-
mýrarsvæðið, Vogabyggð, Miðborg,
Ártúnshöfði og Bryggjuhverfi. Alls er
stefnt að fjölgun um allt að 800 leik-
skólarými sem á að nægja til að geta
boðið öllum 12 mánaða börnum leik-
skólaþjónustu á næstu 4 til 6 árum.
Nýliðun leikskólakennara og
aðgerðir til að styrkja
mönnun leikskóla
Eitthvert mikilvægasta verkefni
okkar um þessar mundir er að stuðla
að aukinni nýliðun í stétt kennara í
leik- og grunnskólum sem og fagfólks
í frístundastarfi. Í Reykjavík erum við
að hrinda í framkvæmd aðgerðum til
að bæta vinnuumhverfi starfsfólks og
þar með gera starfsvettvanginn eftir-
sóknarverðari, m.a. með fjölgun
starfsfólks á elstu deildum, auknu
rými barna og starfsfólks, auknu fjár-
magni í viðhald og endurbætur hús-
næðis. Þá liggja fyrir tillögur um að
auka aðsókn ungs fólks í kennaranám,
gera nauðsynlegar breytingar á inn-
taki námsins í takt við óskir vettvangs
um hagnýtari áherslur, samþykkja
sértæka hvata á borð við námsstyrki
eða lægri endurgreiðslur í gegnum
LÍN, bæta móttöku nýliða, t.d. með
leiðsagnarkennurum, efla starfsþróun
og svigrúm til frekari menntunar
o.s.frv. Allar þessar áherslur koma
fram í tillögum sem starfshópar á
vegum Reykjavíkurborgar hafa lagt
til í því skyni að auka nýliðun og bæta
starfsumhverfi kennara í leik- og
grunnskólum.
Það er verk að vinna í leikskóla-
málum en gripið hefur verið til fjöl-
margra aðgerða til að bæta stöðuna
og það er engum ofsögum sagt að
leikskólastarf í Reykjavík er á heims-
mælikvarða. 96% foreldra eru ánægð
með leikskóla barna sinna í Reykjavík
skv. nýjustu viðhorfskönnun og fram-
lög til leikskólastarfs í Reykjavík hafa
aukist til mikilla muna á undan-
förnum árum.
Höfundur er formaður skóla- og frí-
stundaráðs og borgarfulltrúi Sam-
fylkingarinnar.