Morgunblaðið - 12.05.2018, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 12.05.2018, Blaðsíða 36
36 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. MAÍ 2018 ✝ Jóhanna Karls-dóttir fæddist í Borg í Reykhóla- sveit 10. apríl 1943. Hún lést 25. apríl 2018 á Heilbrigðis- stofnun Norður- lands á Sauðárkróki. Foreldrar hennar eru Unnur Halldórs- dóttir, f. 10. ágúst 1916, d. 17. janúar 2014, og Karl Árna- son, f. 20. ágúst 1911, d. 5. nóv- ember 2003, ábúendur á Kambi í Reykhólasveit. Systkin Hönnu eru sex, Sum- arliði, f. 1938, d. 1942, Guðbjörg, f. 1940, Sumarliði, f. 1945, Sig- rún Dúna, f. 1947, Halldór, f. 1952, Björgvin, f. 1957. 2011. 2) Reynhildur, f. 18. maí 1978. Hanna lauk prófi frá Sam- vinnuskólanum á Bifröst 1961 og stúdentsprófi frá Fjölbrauta- skóla Norðurlands vestra á Sauðárkróki 1987. Árið eftir út- skriftina frá Bifröst starfaði hún í Malmö í Svíþjóð og næstu árin vann hún ýmis skrifstofustörf í Reykjavík og síðan við Bænda- skólann á Hvanneyri. Frá 1984 til starfsloka 2013 var hún skólafulltrúi Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra á Sauðár- króki. Hún settist ekki alveg í helgan stein, heldur vann að skinnaverkun með Kalla síðustu árin. Hanna söng í kirkjukórum Hvanneyrar og Sauðárkróks í rúm 40 ár, hún var virk í þjóð- dönsum í Reykjavík, Borgarfirði og Skagafirði og sjálfboðaliði í Rauða krossinum stóran hluta ævinnar. Jóhanna verður jarðsungin frá Sauðárkrókskirkju í dag, 12. maí 2018, klukkan 14. Hanna giftist Karli Bjarnasyni 30. desember 1967. Hann er fæddur 28. júlí 1945 í Asparvík á Ströndum. For- eldrar hans eru Bjarni Jónsson, f. 2. september 1908, d. 10. janúar 1990, og Laufey Val- geirsdóttir, f. 19. ágúst 1917, d. 6. febrúar 2007, ábúendur í Bjarnarhöfn í Helga- fellssveit. Börn Hönnu og Kalla eru tvö: 1) Grétar, f. 30. apríl 1972, eiginkona hans er Annika No- ack, f. 1. júní 1981, og dóttir þeirra Jóhanna María, f. 15. maí „enginn getur mokað mold minningarnar yfir.“ (Bjarni Jónsson frá Gröf) Mamma fékk að velja sér óskalag á afmælinu sínu um daginn og stuttu eftir andlát hennar heyrði ég sama lag sungið tvisvar. Ég ætla að skilja það sem svo að mamma hafi verið að senda okkur skilaboð: „Vorið kemur, heimur hlýnar, hjartað mitt!“ (Jóhannes úr Kötlum) Grétar. Kær mágkona, vinur og svil- kona, Jóhanna Karlsdóttir, verð- ur borin til grafar í dag. Hennar er nú sárt saknað. Hanna og Kalli bróðir voru afar samrýnd og miklir félagar. Áttu þau áttu eina fésbókarsíðu saman og hún hét auðvitað „Hanna og Kalli“. Hanna féll strax vel inn í stórfjölskylduna í Bjarnarhöfn enda uppalin hinum megin við Breiðafjörðinn á Kambi í Reyk- hólasveit og þekkti allt til bú- setu og vinnu við þær aðstæður. Hún kunni vel að taka til hendi, gat brugðið sér á grásleppuveið- ar, farið í lunda, málað kirkju- garðsgirðinguna sem var skylduverk hjá tengdapabban- um. Við fjögur veltum fyrir okkur á sínum tíma að búa öll saman í Bjarnarhöfn. Skurðir voru grafnir og mýrar plægðar. Kalli og Hanna vildu reisa sitt nýbýli á Engjahólminum en við Ingi- björg ætluðum að reisa okkar nýbýli á Brúarholtinu. Já, það var svo sannarlega spáð og spekúlerað. Að sjálf- sögðu tekur lífið nýjar vending- ar. Hanna og Kalli fluttu að Hvanneyri, Kalli sem bústjóri og Hanna sem fjármálastjóri skólans. Var þá oft komið við, jafnvel gist á leið til og frá Reykjavík. Tíu árum síðar lágu leiðir aftur saman og nú í Skagafirði. Kalli varð framleiðslustjóri hjá Loðskinni og Hanna ritari Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra. Við fluttum að Hólum í Hjaltadal, Signý systir og Hjálmar á Sauðárkrók og Val- geir bróðir að Hólum. Það var einstaklega notalegt samfélag, Hanna var mjög hlý og gestris- in, afar söngvin og kunni reið- innar býsn af lögum og textum. Hanna var alltaf til í sönginn, hvort heldur var í rútu með fé- lagi búfræðikandídata, í skemmtiferð eða á hátíðum í góðra vina hópi. Ótal minningar frá slíkum stundum rifjast upp og vekja gleði og þakklæti. Hanna hafði mjög ríka rétt- lætiskennd og var ákveðin í skoðunum sem hún kom hisp- urslaust á framfæri. Hún var virk og einlæg í hinni pólitískri baráttu og var stuðningur Hönnu og hvatning hennar ein- læg. Við hugsum með þakklæti til starfs hennar, vináttu og góðra stunda á þeim vettvangi. Hann var mjög kvik í hreyf- ingum, hafði afar gaman af dansi og var lipur og létt á dans- gólfinu. Þau Hanna og Kalli voru gjarna fyrst í dansinn og leiddu félagana inn í hringiðu og gleði dansgólfsins. Þannig mun- um við áfram sjá Hönnu í hug- anum, leikandi eins og fis í fang- inu á Kalla sínum sem hún náttúrlega stýrði. Það var alltaf gleði í kringum Hönnu og hún vinamörg. Þau Grétar og Reynhildur syrgja nú góða móður. Okkur verður sérstaklega hugsað til tengdadótturinnar Anniku og ömmustelpunnar Jóhönnu Mar- íu sem var dýrmætur auga- steinn ömmu sinnar. Missir og sorg litlu Hönnu Maju er mikil og þá er gott að geta ræktað og gefið stöðugt líf góðum minn- ingum. Það vitum við að þú, Kalli, systkinin og tengdadótt- irin munuð gera með Hönnu Maju því nógu er þar af að taka. Við fjölskyldan þökkum Hönnu fyrir allar góðu stund- irnar sem hún gaf okkur. Ljúfar minningar eru huggun og við horfum til þeirra með hlýju og þakklæti. Elsku Kalli, Grétar, Reyn- hildur, Annika og Jóhanna María, við vottum ykkur okkar dýpstu samúð og blessuð veri ykkur lifandi minning um góða eiginkonu, móður, tengda- mömmu og ömmu. Guð blessi minningu Jóhönnu Karlsdóttur. Ingibjörg Sólveig Kolka og Jón Bjarnason. Dag nokkurn fyrir rúmum 50 árum meðan ég var enn í for- eldrahúsum sagði mamma mér frá því að von væri á stúlku í heimsókn sem Kalli bróðir minn væri eitthvað að spekúlera í. Við vorum bæði spennt að kynnast henni. En það komu tvær ungar konur og við vissum ekki hvor væri stúlkan hans Kalla. Brátt komumst við að því og að hún héti Jóhanna, kölluð Hanna. Stuttu eftir þessi fyrstu kynni var sýnd mynd í sjónvarpinu frá óbyggðaferð og þar var Hanna hlaupandi í bröttum skriðum eins og þær væru stofugólf. Við sáum strax að hér var sann- kölluð kjarnakona á ferð sem okkur leist vel á. Ekki leið á löngu þar til Hanna varð ein af heimilisfólkinu í Bjarnarhöfn. Hún gekk í öll störf sem til féllu á stóru heimili og búi að ógleymdum sjávarnytjum eins og grásleppuveiði. Sannkallaður víkingur til allra starfa. Hanna og Kalli giftu sig við fallega athöfn í Bjarnarhafnar- kirkju 30. desember 1967. Sam- búð þeirra einkenndist af inni- legri ást og hlýju. Heimili þeirra stóð alltaf opið fyrir vini og vandamenn. Á sorgarstundu lýsti Hanna upp tilveru fjölskyldu okkar er dóttirin Reynhildur fæddist sama dag og Reynir bróðir okk- ar lést fyrir réttum 40 árum. Hanna hafði yndi af söng og var lengi í kór Sauðárkróks- kirkju. Hún var einnig vel virk í fjöldasöng við hvers konar sam- komur. Hún kunni mörg lög og kvæði. Hún var góður félagi, vinur og ljós í lífi allra sem kynntust henni. Hanna var góður dansari og kunni vel gömlu dansana sem og þjóðdansa og var hún virkur fé- lagi í þjóðdansafélagi í Borg- arfirði meðan fjölskyldan bjó á Hvanneyri. Þessir hæfileikar nýttust svo í Skagafirði er Hanna og Kalli voru fengin til að setja upp álfadanssýningar sem voru haldnar um áramót. Fyrst voru þessar sýningar í Varmahlíð, bæði á íþróttavelli og í samkomuhúsinu Miðgarði og síðar var sýnt á fleiri stöðum. Þessar sýningar voru vinsælar og vel sóttar. Jafnframt voru nokkrar þjóðdansasýningar að sumri til. Hanna og Kalli unnu m.a. við sútun skinna, en Kalli er lærður sútari og vann lengi við gæru- sútun. Þau unnu með margs konar skinn af stórum og smáum dýrum bæði fyrir ein- staklinga, fyrirtæki og sig sjálf. Þar má nefna ísbjarnarskinn, hákarlaskráp, kanínur og allt þar á milli. Þau vildu gjarnan hafa eitthvað til að rísla við. Skinnin fóru í margs konar not til skrauts, til uppstoppunar eða jafnvel sem efni í veiðiflugur. Hanna kom úr stórum og samheldnum systkinahóp. Sam- staða systkinanna kom vel í ljós í veikindum hennar þegar þau heimsóttu hana á sjúkrabeð og veittu henni og fjölskyldunni styrk með nálægð sinni. Hanna var með ákveðnar og róttækar skoðanir á flestum málefnum og lét þær óspart í ljósi. Hún var hreinskiptin í öll- um samskiptum og lék enginn vafi á áliti hennar. Við fjölskyldan þökkum Hönnu fyrir allar góðar sam- verustundir og vottum Kalla, Grétari, Anniku, Hönnu Maríu og Reynhildi og öðru venslafólki okkar innilegustu samúð. Valgeir, Ingibjörg Elsa og Sigurður Reynir. „Sæl Hjartagullið mitt“, svona byrjuðu ævinlega símtölin frá Hönnu frænku. Hanna frænka mín er stóra systir pabba en mér fannst hún alltaf eiga heima svo langt í burtu þegar ég var yngri. Fyrst þegar ég man eftir mér bjó hún á Hvanneyri, svo í Danmörku og loks á Sauðárkróki en allir þess- ir staðir eru langt í burtu frá Kambi eða það fannst mér alla- vega þá. Mér finnst því að ég hafi fyrst kynnst Hönnu frænku minni almennilega þegar ég flutti á Sauðárkrók feimin, tví- tug stelpa, en þá tóku Hanna og Kalli mig undir sinn verndar- væng og leyfðu mér að búa hjá sér í Víðihlíðinni fyrstu mán- uðina, sem var ómetanlegt fyrir mig sem þekkti engan á staðn- um. Við Hanna áttum margar góðar stundir saman við eldhús- borðið í Víðihlíðinni á þessum tíma, og reyndar oft eftir það, þar sem við unnum þau verkefni sem til féllu á hverjum tíma, t.d. líma á dollur, stimpla á miða eða eitthvað annað sem þurfti að gera. Á meðan við vorum að dunda okkur við verkin spjöll- uðum við saman um heima og geima og fannst mér þessar stundir okkar ákaflega skemmti- legar. Mest hafði ég samt gam- an af að heyra hana rifja upp gamla tíma úr fallegu sveitinni okkar og stundum, ef ég var heppin, sagði hún mér sögur af ömmu og afa og systkinum sín- um. Hanna kynnti mig líka fyrir kirkjukórnum þar sem við sung- um saman í nokkur ár. Hanna frænka og fjölskyldan í Víðihlíð 15 voru einu ættingjar mínir á Sauðárkróki í mörg ár, en það var líka alveg nóg því ef mig vantaði einhverja aðstoð þá gat ég treyst á að Hanna frænka var tilbúin að aðstoða mig, hvort sem það var að passa börnin mín eða redda mér á annan hátt. Margar góðar stundir höf- um við fjölskyldan átt með Hönnu og Kalla í gegnum árin en mig langar sérstaklega að nefna hina árlegu piparköku- húsagerð sem ég veit að margir minnast með ást og hlýju. Elsku Hanna mín, hjartans þakkir fyrir allar þær gleði- stundir sem við höfum átt sam- an og allt sem þú hefur gefið mér. Góða nótt, Hjartagullið. Ég fel í forsjá þína, Guð faðir, sálu mína, því nú er komin nótt. Um ljósið lát mig dreyma og ljúfa engla geyma öll börnin þín, svo blundi rótt. (Matthías Jochumsson) Dýpstu samúðarkveðjur frá mér til Kalla, Reynhildar, Grét- ars, Anniku og Hönnu Maju. Unnur Ólöf. Sumarnótt Ein í auðum dali áin niðar gegnum víðimó, hægur sunnansvali silfurdöggvar hverja tó; sofa hjarðir, sefur ló svífur þoka í skriðum læðist grá með loðna skó lágt í rauðum skriðum. (Snorri Hjartarson) Henni Hönnu hefði ekki þótt leiðinlegt að vera úti um slíka sumarnótt. Hún hefði glaðst yfir gróandanum og þokunni sem döggvaði jörðina. Hún hafði sterkar taugar til landsins og var, þrátt fyrir áratuga langa dvöl í kaupstað, alltaf sama sveitastelpan sem kom til Reykjavíkur, kynntist krökkun- um sem dvöldu langdvölum á Njálsgötunni og náði í hann Kalla sinn. Við kynntumst henni þar forðum daga þegar við vor- um öll ung og kát og áttum framtíðina fyrir okkur. Njálsgat- an var allt að því félagsheimili þar sem Kalli og systur hans, Rúna og Signý, og Guðmundur Steindórsson bjuggu. Strákarnir voru búfræðingar frá Hvanneyri en voru í Reykjavík í svokallaðri undirbúningsdeild fyrir fram- haldsnám í búvísindum. Þeim fylgdu aðrir strákar úr deildinni og stelpur litu þar inn og úr þessum hópi urðu nokkur hjóna- bönd. Á Njálsgötunni var oft glatt á hjalla og svo sannarlega tekist á um ýmis málefni, s.s. skoðanir í pólitík innanlands sem utan ásamt með ýmsum málefnum tengdum landbúnaði. Þar var ekki komið að tómum kofunum hjá Hönnu sem var mælsk, rök- föst og þekkti vel til málefna. Oft hafði hún andmælendur Jóhanna Karlsdóttir HJARTAVERND Minningarkort 535 1800 www.hjarta.is Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÞÓRHALLUR ÞRASTAR JÓNSSON verkfræðingur, áður til heimilis á Kópavogsbraut 111, Kópavogi, lést á Hrafnistu í Hafnarfirði sunnudaginn 29. apríl. Steinunn Bækkeskov Douglas Hanahan Sólveig Þórhallsdóttir Lárus Einarsson Björn Þrastar Þórhallsson Heiðrún Hákonardóttir Ella Þórhallsdóttir Pjetur G. Hjaltason Sigríður Þórhallsdóttir Guðbjörn Samsonarson Páll Guðjón Þórhallsson Ásdís Gíslason Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GUNNAR EGILSON, fyrrv. flugumferðarstjóri og bóndi, Grund 2, Eyjafjarðarsveit, lést í faðmi fjölskyldunnar á Sjúkrahúsinu á Akureyri sunnudaginn 6. maí. Jarðarförin auglýst síðar. Auður Birna Egilson Þorsteinn Egilson Bryndís Egilson Stefán Sch. Árnason Kjartan Steinarr Egilson Snæfríð Egilson Ivan Falck-Petersen Agla Egilson Jónas Kristjánsson barna- og barnabarnabörn Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, INGIBJÖRG KARLSDÓTTIR, Inba Kalla, áður til heimilis að Selvogsgötu 13, Hafnarfirði, lést í faðmi fjölskyldu sinnar á dvarlarheimilinu Hrafnistu í Hafnarfirði miðvikudaginn 9. maí. Jarðarförin auglýst síðar. Fyrir hönd aðstandenda, Sigurbjörg Hilmarsdóttir Guðmundur Björnsson Sigrún Hilmarsdóttir Kristján Hringsson Jónas Hilmarsson Ágústa Ragnarsdóttir Guðríður Hilmarsdóttir Gunnar Ólafur Eyriksson Ágústa Guðný Hilmarsdóttir Valur Helgason Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir og afi, SIGURÐUR BJÖRGÚLFSSON arkitekt, Suðurgötu 33, Reykjavík, varð bráðkvaddur á heimili sínu þriðjudaginn 6. maí. Telma Ingibjörg Sigurðardóttir Björgúlfur Kristófer Sigurðsson Ívar Örn Lárusson Helen Ívarsdóttir Arna Karen Ívarsdóttir Ástkæri faðir okkar, tengdafaðir og afi, HALLDÓR HJÁLMARSSON rafvirkjameistari andaðist miðvikudaginn 9. maí á hjartadeild Landspítalans. Útför hans verður frá Víðistaðakirkju fimmtudaginn 17. maí klukkan 13. Steinunn Halldórsdóttir Einar Steingrímsson Sigmar J. Halldórsson Sóley Björgvinsdóttir Hjálmar Halldórsson Rún Halldórsdóttir Páll Halldórsson Stella Óladóttir Örn Halldórsson Ingibjörg B. Sigurðardóttir og barnabörn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.