Morgunblaðið - 12.05.2018, Page 38
38 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. MAÍ 2018
✝ Hjörtur Krist-mundsson
fæddist í Keflavík
27. júlí 1960 og lést
27. apríl síðastlið-
inn á Landspítalan-
um í Fossvogi.
Foreldrar hans
voru Kristmundur
Sverrir Krist-
mundsson, f. 1928,
d. 1971, og Sigríð-
ur Hjartardóttir, f.
1937, d. 1993.
Kona Hjartar er Aðalheiður
Jóna Sigurðardóttir, f. 1969.
Dætur Aðalheiðar eru Gréta
María Dagbjartsdóttir, f. 1990,
og Kristveig Lilja S. Dagbjarts-
dóttir, f. 1992.
Synir Hjartar eru Kjartan
Svanur, f. 1986, og Brynjar
Andri, f. 1991. Móðir þeirra er
Ásta Auðbjörg Ægisdóttir, f.
1965, fyrrverandi eiginkona
Hjartar.
Hálfsystkin samfeðra: Svein-
björn Þór Kristmundsson, f.
1951, d. 2003, Þorleifur Kjartan
Kristmundsson, f. 1952, d. 2018,
mundsson, f. 1952, kona hans er
Erla Björk Sigurðardóttir, f.
1956, Guðný Sigríður Þorleifs-
dóttir, f. 1952, gift Jóhanni
Kristjáni Ragnarssyni, f. 1948,
Ingibjörg Þorgerður Þorleifs-
dóttir, f. 1954, Kristmundur
Benjamín Þorleifsson, f. 1962,
kvæntur Miroslöwu Þorleifsson,
f. 1964, Steinvör Valgerður
Þorleifsdóttir, f. 1963, gift
Kristjóni Jónssyni, f. 1966, d.
2016, Þórhildur Helga Þorleifs-
dóttir, f. 1965, gift Boga Theo-
dór Ellertssyni, f. 1968.
Hjörtur vann við blaðburð-
arstörf á barnsaldri og einnig
við almenn sveitastörf á Kol-
freyjustað og Kolmúla. Hann
sinnti jafnframt dúntekju og
æðarrækt í Andey og Æðar-
skeri frá unga aldri. Á ung-
dómsárum sínum vann hann hin
ýmsu störf hjá KFFB á
Fáskrúðsfirði en síðan vann
hann um árabil hjá Samskipum
á Austurlandi. Hjörtur var
verslunarstjóri Samkaupa/
Strax og síðar útibússtjóri
MEST á Reyðarfirði. Síðastlið-
inn áratug starfaði Hjörtur hjá
Eimskip á Austurlandi, síðast
sem öryggisfulltrúi.
Útför Hjartar fer fram frá
Fáskrúðsfjarðarkirkju í dag,
12. maí 2018, kl. 14. Jarðsett
verður á Kolfreyjustað.
kvæntur Svanhildi
Ólafsdóttur, f.
1961, Steinunn
Þorsteinsdóttir, f.
1956, maður henn-
ar er Sigurður Sig-
urðsson, f. 1950.
Hálfsystir sam-
mæðra: Sigrún
Ragnarsdóttir, f.
1955, gift Smára
Júlíussyni, f. 1948.
Alsystkin: Birgir
Kristmundsson, f. 1957, kvænt-
ur Áslaugu Guðnýju Jóhanns-
dóttur, f. 1958, Sigurbjörg
Kristmundsdóttir, f. 1959, mað-
ur hennar er Gestur Stefánsson,
f. 1957, Hrefna Guðný Krist-
mundsdóttir, f. 1966, gift Níels
Pétri Sigurðssyni, f. 1961.
Eftir fráfall föður síns fór
Hjörtur í fóstur til föðurbróður
síns að Kolfreyjustað á Fá-
skrúðsfirði. Fósturforeldrar
Hjartar voru Þorleifur Kjartan
Kristmundsson, f. 1925, d. 2000,
og Þórhildur Gísladóttir, f.
1925, d. 2008.
Fóstursystkin: Jón Helgi Ás-
Elsku hjartans ástin mín,
mín eina sanna ást. Takk fyrir
að gefa mér næstum því 6 ár af
ævi þinni. Þú kenndir mér að
elska og þú kenndir mér að
treysta upp á nýtt. Ég er svo
þakklát fyrir að við nýttum tím-
ann okkar vel saman og gerðum
allt sem okkur langaði að gera
en við áttum samt svo mikið eft-
ir. Ég er svo þakklát fyrir síð-
asta samtalið okkar þar sem við
tjáðum hvort öðru ást okkar og
töluðum um hamingjuna. Ég er
svo þakklát fyrir að hafa verið
hjá þér á síðustu andartökunum
og fá að halda í höndina á þér
og liggja við brjóst þér.
Ég elska þig alltaf.
Sérðu ekki við fæddumst til að
standa hlið við hlið
og halda út á veginn saman og líta
aldrei við.
Með þér vil ég verða gamall og
ganga lífsins veg
með þér er líf mitt ríkara - með þér
er ég bara ég.
Menn segja ég sé breyttur og syngi
um börnin og þig
ég syng um það sem skiptir máli að-
eins fyrir mig.
Eitt mátt þú vita - ég elska þig meira
en lífið sjálft
ég trúi án þín mitt líf væri hvorki
heilt né hálft
Með þér er vorið yndislegt
og sumarið dýrðin ein.
Með þér er haustið göngutúr
og ævintýri undir stein.
Með þér er veturinn kertaljós
koss og stök rós.
(Bubbi Morthens)
Guð styrki strákana þína
Kjartan Svan og Brynjar Andra
í sorginni.
Endalaus söknuður og ást til
þín, elsku Hjörtur minn.
Aðalheiður Jóna
Sigurðardóttir.
Við systkinahópurinn frá
Kolfreyjustað skiptumst í tvö
holl, Nonni, Guðný og Imba í
því eldra en yngra hollið var
skipað okkur þremur sem hér
minnumst Hjartar. Hann var
elstur í yngra hollinu, kom síð-
astur inn í það og kveður fyrst-
ur.
Við vorum bræðrabörn og
Hjörtur kom til okkar eftir að
faðir hans lést úr hjartaáfalli
einungis 42 ára. Í minningunni
var glaðasólskin þegar hann
kom gangandi frá Lækjamóti
og við yngri systkinin vorum yf-
ir okkur spennt yfir þessum
skemmtilega frænda sem var að
koma til okkar.
Það hvíldi líka ævintýrablær
yfir honum, hann var forfram-
aður úr Keflavík. Þar hafði
Hjörtur verið blaðburðardreng-
ur og lent í líkamsárás þegar
aðrir drengir stungu hann í
magann og myndir af honum á
sjúkrahúsinu höfðu birst í fjöl-
miðlum. Okkur fannst virkilega
spennandi að sjá örið sem
Hjörtur bar eftir þann hildar-
leik.
Sporin út á Kolfreyjustað
hljóta þó að hafa verið erfið fyr-
ir Hjört í þessum aðstæðum, að
skipta um heimili svona ungur.
Hjörtur ræddi það aldrei og við
fundum ekki fyrir því, við fund-
um bara frábæran bróður, alltaf
í góðu skapi, glettinn og með
glimt í auga. Hjörtur kenndi
okkur ótal margt, eins og ljóðið
„Maðurinn með hattinn“, sem
við kunnum öll upp á tíu og
hann var svo kankvís, þegar var
spurt hvað ætti að vera í mat-
inn þá svaraði Hjörtur „burt-
flogin hænsni og teiknaðar
kartöflur“.
Bíla- og búleikir í klettunum,
skautað á tjörninni, berjamór
og skeljaleit. Leikvöllur æsku
okkar var ekki eingöngu fjallið
og fjaran og allt þar á milli
heldur einnig Andey og Æð-
arsker. Tvær eyjar í mynni Fá-
skrúðsfjarðar þar sem
fjölskyldan dvaldi löngum á vor-
in og sumrin við dúntekju og
æðarrækt. Hjörtur var dugleg-
ur í varpinu eins og öllu sem
hann tók sér fyrir hendur, nat-
inn við fuglinn og það var
skemmtilegt að vinna með hon-
um. Hann var skipperinn á
slöngubátunum okkar og fór
ófáar ferðirnar frá Staðarhöfn
og út í Andey.
Það var einstakt samband á
milli mömmu okkar og Hjartar.
„Fóstra mín,“ sagði Hjörtur
ætíð með svo miklum hlýleika í
rómnum að eftir var tekið og
eins var það þegar hún talaði til
hans eða um hann. Hjörtur var
einn af okkur en átti líka annan
stóran systkinahóp sem hann
var alltaf í miklum og góðum
tengslum við sem og móður
sína.
Það voru forréttindi fyrir
okkur að fá Hjört í fjölskylduna
og að alast upp með þessum
góða dreng. Tengslin hafa alla
tíð haldist sterk og ljúf og því
var mikið áfall þegar hann fékk
heilablóðfall þarliðna helgi og
sorg er hann lést í kjölfar þess.
Eitt aðaleinkenni Hjartar var
mikil greiðvikni og við dauða
sinn gaf hann öðrum líf með líf-
færagjöfum.
Kæru systkini Hjartar, okkar
dýpsta samúð.
Aðalheiður, Kjartan Svanur
og Brynjar Andri, hugur okkar
er hjá ykkur.
Elsku Hjörtur bróðir, við
sjáumst aftur, við sjáumst
áreiðanlega aftur.
Þín,
Kristmundur, Steinvör
og Þórhildur Helga
Maður minnstu þess að þú átt að
deyja.
Daginn sem þú fæddist voru allir
glaðir,
þú grést aleinn.
Lifðu þannig að á hinstu stundu gráti
allir aðrir,
þú verðir sá eini sem ekki fellir tár.
Þá getur þú rólegur mætt dauðanum
hvenær sem hann kemur.
(DH)
Þessi ofangreindu orð eiga
svo vel við Hjört frænda minn
og fósturbróður að ég hef litlu
við þau að bæta.
Frændi minn kær og fóst-
urbróðir, þakka þér samfylgd-
ina í tæp 60 ár.
Hvíldu í friði í mjúku mold-
inni á Kolfreyjustað – á staðn-
um þar sem þú ólst upp hjá
fólkinu okkar.
Öllu, Kjartani Svani, Brynj-
ari Andra, öllum stóra systk-
inahópnum og öðrum ástvinum
sendi ég mínar dýpstu samúðar-
kveðjur.
Blessuð sé minning þín.
Ingibjörg Þ. Þorleifsdóttir
„Sæl systir góð og gleðilegt
sumar, hvað er verið að bralla?“
voru síðustu rafrænu skilaboðin
frá honum Hirti bróður mínum
21. apríl sl. Þeir feðgar hann og
Brynjar komu til okkar um
kvöldið og áttum við saman
notalega stund. Það var til-
hlökkun í bróður sem sýndi
okkur mynd af nýja hjólhýsinu
sem hann og Alla kona hans
höfðu keypt daginn áður og eft-
irvænting fyrir komandi sumri,
plön um ferðalög og samveru-
stundir með vinum og ástvinum.
En skjótt skipast veður á lofti
og ekki grunaði mig þarna um
kvöldið að þetta yrði síðasta
samverustund okkar systkina.
Við Hjörtur bróðir erum
samfeðra en ólumst ekki upp
saman og vorum svo heppin að
kynnast á fullorðinsárum, og
hér sit ég svo þakklát fyrir að
hafa náð þessum fallegu
tengslum við hann og systkini
okkar. Upp í hugann koma
minningar um dásamleg systk-
inamót, á Vestfjörðum og nokk-
ur á Akureyri, ættarmótin, sím-
tölin og heimsóknir, tengsl sem
hafa styrkst með árunum.
Hjörtur var rólegur, prúður,
jafnlyndur og góður við sam-
ferðafólkið sitt, en gat svo sann-
arlega líka verið stríðinn, gant-
ast og skemmt sér og þær ylja
minningar þegar hann og Daddi
bróðir okkar sem kvaddi í byrj-
un þessa árs voru að segja sög-
ur og skemmta sér saman á
systkinamótunum okkar, þá var
mikið hlegið og leikið.
Hann bróðir minn var frábær
pabbi og var mjög umhugað um
velferð strákanna sinna þeirra
Kjartans og Brynjars sem hann
eignaðist með Ástu, fyrrverandi
eiginkonu sinni.
Það er margs að minnast og
margs að sakna en þakklætið er
mér efst í huga.
Elsku Alla, Kjartan, Brynjar
og aðrir ástvinir, öllum sendi ég
ykkur mínar innilegustu sam-
úðarkveðjur.
Bið ég þér blessunar, Hjört-
ur minn, blessuð sé minning
þín.
Steinunn systir.
Kær frændi og fjölskylduvin-
ur, Hjörtur Kristmundsson, er
fallinn frá mitt í blómaskeiði lífs
síns. Hjörtur flutti barn að aldri
með fjölskyldu sinni til Kefla-
víkur. Mamma var fljót að
bjóða fjölskylduna velkomna,
stolt af því að fá frændfólk að
austan sem nágranna. Sjálf
fékk ég stundum að passa
barnahópinn kvöld og kvöld og
var með Hjört í vist eitt sumar.
Þessi glaði drengur náði til
hjarta míns og hefur æ síðan
átt þar sérstakan stað. Fjöl-
skyldur okkar voru samhentar
og áttu margt sameiginlegt,
m.a. að skarta stórum barna-
hópi og tilheyra verkamanna-
stétt sem þurfti að hafa fyrir
því að draga fram lífið. Það var
mikið áfall fyrir fjölskylduna
þegar heimilisfaðirinn Krist-
mundur Sverrir frændi varð
bráðkvaddur frá stóra hópnum
sínum. Móðirin, Sigga Hjartar
eins og hún var alltaf kölluð,
lagði á sig margfalda vinnu til
að sjá fjölskyldunni farborða.
Börn sem ekki fæðast með silf-
urskeið í munni verða fullorðin
börn og læra að taka ábyrgð
fyrir aldur fram. Börn Sverris
og Siggu eru í þeim hópi.
Heimahagar fyrir austan heill-
uðu og fluttu þau þangað eitt af
öðru. Sigga var áfram í Keflavík
og vann hörðum höndum til
æviloka, en hún lést langt fyrir
aldur fram.
Á meðan Sigga var á lífi voru
börnin dugleg að koma suður
með fjölskyldur sínar. Hjörtur
bar einstaka umhyggju fyrir
ástvinum sínum. Hann kom
alltaf við hjá foreldrum mínum
þegar hann var á ferðinni, einn
eða með stóran hóp. Í einni af
síðari heimsóknum hans til
mömmu var hann með allar
systur sínar meðferðis. Ég var
svo heppin að vera hjá mömmu
þann daginn. Eftir að pabbi
lést var Hjörtur tíðari gestur
hjá „Rúnu frænku“ og hringdi
reglulega í hana. Mér þótti af-
ar vænt um þegar hann tók
upp á því að kalla mig „sys“
fyrir allnokkrum árum, en það
er einmitt svo lýsandi fyrir
frændkærleik hans.
Hjörtur var afar stoltur af
börnum sínum og fékk Rúna
frænka reglulega að heyra
hann segja frá daglegu lífi
þeirra sem og stórum sigrum.
Eftir að leiðir Hjartar og
barnsmóður hans skildi var
hann einn um tíma. Einn dag-
inn hringdi hann í Rúnu
frænku og sagði henni að hann
hefði fundið stóru ástina sína.
Stuttu síðar birtist hann með
hana og kynnti þær með þeim
orðum að hér væru tvær mik-
ilvægar konur í lífi hans að
hittast í fyrsta en ekki síðasta
sinn. Hjörtur var ástfanginn
upp fyrir haus og það skein af
þeim báðum kærleikur, gleði
og hamingja.
Það er svo gott en líka um
leið svo sárt að vita að hann
var mitt í blómaskeiði lífs síns
þegar hann var kallaðir burt.
Allt er í heiminum hverfult
en heimurinn hefur misst mik-
ið við fráfall Hjartar, hann var
einn af þessum eðalgimstein-
um sem glóa í mannsorpinu.
Öllum ástvinum sendi ég
mína innilegustu samúð og veit
að ég tala einnig fyrir hönd
bræðra minna.
Far þú í friði, ljósengill
mikli. Takk fyrir allt og allt.
Þín „sys“
Hjördís Árnadóttir.
Hjörtur vinur minn hafði
þann mikilsverða eiginleika að
geta gert grín að sjálfum sér,
enda tók hann sig ekki hátíð-
lega og átti auðvelt með að sjá
hið spaugilega í hversdagslíf-
inu. Þegar hann hringdi kynnti
hann sig gjarnan þannig að
hann beygði nafnið sitt vitlaust
eða sagðist vera „dádýrið“.
Foreldrar mínir nytjuðu
túnin á Kolfreyjustað hjá fóst-
urforeldrum Hjartar. Mikill
samgangur var því á milli og
Kolfreyjustaðarsystkinin dug-
leg að hjálpa til. Hann sýndi
fljótt lagni við vélar og var
duglegur, raunar hörkudugleg-
ur.
Einhverju sinni fórum við
Bergþór minn til Helgu, systur
Hjartar, í helgarferð og Hjört-
ur hafði fengið sömu hugmynd.
Heila helgi á Akureyri
skemmtum við okkur konung-
lega saman, borðuðum góðan
mat og nutum lífsins með
hlátrasköllum og galsa.
Eftir heimkomuna sagði
Hjörtur öllum sem heyra vildu
að hann hefði farið á homma-
helgi á Akureyri.
Hjörtur tók þátt í mörgum
leikfélagsuppfærslum. Þar
naut hann sín vel enda hefði
hann vafalaust orðið góður
leikari ef hann hefði kosið að
fara þá leið. Hann átti auðvelt
með að herma eftir fólki, auð-
vitað allt á góðlátlegan hátt, og
átti það til að endurflytja heilu
samtölin við góðar undirtektir
þeirra sem hlustuðu á.
Þá hafði hann eina falleg-
ustu rithönd sem ég hef séð og
þakkaði hana alltaf fóstru
sinni.
Með kærleik og þakklæti í
hjarta kveð ég í dag þennan
skemmtilega, bóngóða og
greiðvikna mann.
Blessuð sé minning Hjartar
Kristmundssonar.
Albert Eiríksson.
Hjörtur
Kristmundsson
Við önnumst alla þætti undirbúnings og fram-
kvæmd útfarar ásamt vinnu við dánarbússkiptin.
Við þjónum með virðingu og umhyggju að
leiðarljósi og af faglegum metnaði.
Jón G. Bjarnason,
umsjón útfara
Við erum til staðar
þegar þú þarft á
okkur að halda
Útfararþjónusta
& lögfræðiþjónusta
Vesturhlíð 2 Fossvogi | Sími 551 1266 | útför.is
Með kærleik og virðingu
Útfararstofa Kirkjugarðanna
Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla
útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í
hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“
valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina
www.mbl.is/sendagrein
Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin
að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á
föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi).
Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki
lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri grein-
ar eru eingöngu birtar á vefnum.
Minningargreinar