Morgunblaðið - 12.05.2018, Side 39
MINNINGAR 39
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. MAÍ 2018
✝ KatrínÞorsteinsdóttir
fæddist á Ísafirði
14. október 1948.
Hún lést 24. apríl
2018.
Katrín var dótt-
ir Ragnheiðar
Bjarnadóttur og
Þorsteins
Þorgeirssonar.
Systkin: Jón Helgi
Þorsteinsson, f.
1945, Gunnar Þorsteinsson, f.
1946, og Elísabet Jasína Guð-
mundsdóttir, f. 1953. Katrín
ólst upp í Reykjavík.
30. ágúst 1973, börn: Sigur-
björg Eiríksdóttir, f. 26. júlí
2001, og Eyjólfur Eiríksson, f.
26. júlí 2001.
Katrín vann í sex ár hjá Sjó-
klæðagerðinni áður en hún
flutti til Grindavíkur og hóf bú-
skap með Eyjólfi, eftir það var
hún mestan hluta starfsæv-
innar starfsmaður Grindavíkur-
bæjar, fyrst á leikskóla og síð-
ar í grunnskóla. Hún hafði
ákveðið starfslok hjá bænum
31. júlí síðastliðinn en þann 30.
júlí, eða daginn fyrir starfslok,
veiktist hún alvarlega er hún
greindist með krabbamein sem
því miður hafði hana undir í
baráttunni og lést hún þann 24.
apríl.
Katrín var jarðsungin frá
Grindavíkurkirkju 3. maí 2018
og var útförin ekki auglýst að
hennar ósk.
Þann 6. júní
1970 giftist hún
Eyjólfi Vilbergs-
syni, f. 4. nóv-
ember 1948. Dætur
þeirra eru: 1)
Ragnheiður G. Eyj-
ólfsdóttir, f. 17.
apríl 1972, gift
Sigurði Arnari
Kristmundssyni, f.
9. október 1966,
börn: Katrín Lóa
Sigurðardóttir, f. 28. mars
1998, og Krista Líf Sigurðar-
dóttir, f. 30. janúar 2013. 2)
Guðrún Vilborg Eyjólfsdóttir, f.
Þakklæti er okkur systrum
efst í huga er við kveðjum móður
okkar.
Hún var stoð okkar og stytta,
bakkaði okkur upp í öllu því sem
okkur datt í hug að taka okkur
fyrir hendur. Og það alveg óháð
því hver hennar skoðun var á
okkar framkvæmdum eða hug-
dettum.
Umhyggja, stuðningur, eftirlit
og yfirsýn voru hennar aðals-
merki, hún var alltaf á vaktinni
að passa stelpurnar sínar sem þó
voru löngu vaxnar úr grasi og
búnar að bæta við fleiri ungum
til að halda utan um.
Hvort sem málið snérist um
að sauma föt, prjóna, baka eða
passa barnabörnin eða jafnvel
hundana þá var hún ávallt liðtæk
á kantinum.
Tímanum frá því hún veiktist
er í rauninni einna helst hægt að
lýsa eins og við höfum sest upp í
svakalegan rússíbana öll fjöl-
skyldan og ekki stigið út úr hon-
um fyrr en yfir lauk. Það var
einungis eitt lítið tímabil sem
hún gat örlítið notið lífsins, um
síðustu jól og áramót. Allt þar
fyrir utan var hún sárkvalin og
þrautin þyngri að standa á
hliðarlínunni og geta ekkert gert
til að lina þjáningar hennar.
Verulega ósanngjarn dómur sem
maður myndi ekki óska sínum
versta óvini.
Við trúum þó að henni hafi
verið tekið opnum örmum þegar
hún steig inn í Sumarlandið og
gerir það stöðuna örlítið bæri-
legri.
Hún bar þig í heiminn og hjúfraði að
sér.
Hún heitast þig elskaði’ og fyrirgaf
þér.
Hún ætíð er skjól þitt, þinn skjöldur
og hlíf.
Hún er íslenska konan, sem ól þig og
þér helgaði sitt líf.
Með landnemum sigldi’ hún um svarr-
andi haf.
Hún sefaði harma. Hún vakti’er hún
svaf.
Hún þerraði tárin. Hún þerraði blóð.
Hún var íslenska konan, sem allt á að
þakka vor þjóð.
Ó! Hún var ambáttin hljóð.
Hún var ástkonan rjóð.
Hún var amma, svo fróð.
Ó! Athvarf umrenningsins,
inntak hjálpræðisins,
líkn frá kyni til kyns.
Hún þraukaði hallæri, hungur og fár.
Hún hjúkraði’og stritaði gleðisnauð ár.
Hún enn í dag fórna sér endalaust
má.
Hún er íslenska konan, sem gefur þér
allt sem hún á.
Ó, hún er brúður sem skín!
Hún er barnsmóðir þín
eins og björt sólarsýn!
Ó! Hún er ást, hrein og tær!
Hún er alvaldi kær
eins og Guðsmóðir skær!
Og loks þegar móðirin lögð er í mold
þá lýtur þú höfði og tár falla’ á fold.
Þú veist, hver var skjól þitt, þinn
skjöldur og hlíf.
Það var íslenska konan sem ól þig og
gaf þér sitt líf.
En sólin, hún sígur, – og sólin, hún rís,
–
og sjá: Þér við hlið er þín
hamingjudís,
sem ávallt er skjól þitt, þinn skjöldur
og hlíf:
Það er íslenska konan, – tákn trúar og
vonar,
sem ann þér og þér helgar sitt líf.
(Ómar Ragnarsson.)
Við kveðjum þig með ást,
söknuði, virðingu og endalausu
þakklæti.
Þínar dætur,
Ragnheiður og Guðrún.
Enn erum við minnt á að eng-
inn ræður sínum næturstað.
Skarð er höggvið í fjölskyldu-
hópinn okkar, Katrín Þorsteins-
dóttir, eða Kata eins og hún var
alltaf kölluð, hefur kvatt þennan
heim eftir hetjulega baráttu við
illvígan sjúkdóm um nokkurra
mánaða skeið. Við kynntumst
Kötu kringum 1970 þegar hún
og Eyjólfur bróðir okkar fóru að
vera saman.
Við urðum fljótt vör við að
þarna fór kona sem hafði sterkar
skoðanir og var ófeimin að láta
þær í ljós, einnig hafði hún mjög
gott minni sem gott var að fletta
upp í. Kata og Eyjólfur byggðu
hús við Heiðarhraun 16 hér í
Grindavík og bjuggu þar allan
sinn búskap þar sem Kata þjón-
aði sem drottning í ríki sínu,
alveg þar til hún lagðist inn á
sjúkrahús, þar sem hún lést
þann 24. apríl.
Við þessi leiðarlok viljum við
systkinin frá Borgargarði og
fjölskyldur, þakka fyrir að hafa
fengið að kynnast Kötu og send-
um Eyjólfi og fjölskyldu og
systkinum Kötu og fjölskyldu
einlægar samúðarkveðjur á
þessum erfiðu stundum.
Fyrir hönd systkinanna frá
Borgargarði og fjölskyldna,
Sverrir Vilbergsson.
Nú hefur svilkona mín og vin-
kona Katrín Þorsteinsdóttir, eða
Kata eins og hún var oftast köll-
uð, kvatt þessa jarðvist eftir
stutt en erfið veikindi.
Okkur varð strax vel til vina
þegar ég flutti til Grindavíkur
1971. Strax þá um sumarið fór-
um við í eftirminnilegt ferðalag
og lögðum undir mestallt Norð-
urland og Snæfellsnes.
Árið 1972 eignuðumst við báð-
ar börn og hittumst flesta daga
meðgöngunnar og borðuðum
rækjur og Ritz kex sem við vor-
um báðar sólgnar í og fór svo að
Kata gat ekki hugsað sér að
borða þetta aftur eftir að með-
göngu lauk.
Margar stundir höfum við átt
saman gangandi um nágrennið,
oft gengum við t.d. saman Nes-
hringinn og víðar í nágrenni
Grindavíkur hér áður fyrr, sát-
um yfir kaffibolla auk þess sem
Reykjavíkurferðirnar voru
margar. Nú á síðustu tveim ár-
um tókum við til við gönguferðir
á nýjan leik og þá með sauma-
klúbbnum okkar og gengur þessi
gönguhópur undir nafninu Hrað-
lestin.
Aftur áttum við samleið á
Norðurlandi á síðasta sumri, þar
sem Eyjólfur og Kata voru í bú-
stað í Kjarnaskógi kíktum við til
þeirra en við vorum hjá Helgu
og Sverri á Hauganesi. Sverrir
Vil. varð 75 ára á þessum tíma
og höfðum við lítið matarboð fyr-
ir fjölskyldumeðlimi sem búa
fyrir norðan og var þá tilvalið að
bæta þeim hjónum í partíið og
áttum við þar góða stund saman.
Kata hafði ótrúlegt minni sem
kom sér oft mjög vel fyrir okkur
sem aldrei munum neitt, hún var
eins og orðabók sem endalaust
var hægt að fletta upp í. Alger
trúnaður ríkti á milli okkar og
gátum við sagt hvor annarri okk-
ar innstu leyndarmál. Kata vildi
allt fyrir alla gera en vildi helst
ekkert þiggja af öðrum. Hún var
staðföst kona með ákveðnar
skoðanir. Stórt skarð er nú
höggvið í hópinn okkar. Elsku
Kata, þín er sárt saknað.
Innilegar samúðarkveðjur,
elsku Eyjólfur, Ragnheiður,
Guðrún og fölskyldur.
Elín Þorsteinsdóttir (Ella).
Nú er skarð fyrir skildi, hún
Kata okkar er dáin.
Við höfum verið saman í
saumaklúbbi í næstum 50 ár, góð
blanda af svilkonum, systrum og
góðum vinkonum. Mikið var
saumað, prjónað og heklað á
fyrstu árunum og börnin okkar
eiga góðar minningar um sauma-
klúbbskvöldin, því þau nutu oft-
ast góðs af kræsingunum sem
bornar voru fram þá. Kata var
mikil handavinnukona og fengu
dætur og barnabörn hennar og
fleiri að njóta þess.
Seinna fór að bera á því að
handavinnan hjá okkur varð ekki
eins fyrirferðarmikil og meira
lagt upp úr ánægjulegum kvöld-
stundum við almennt spjall þar
sem fjölskyldusögur, grínið og
gleðin voru oftast í fyrirrúmi.
Eftir því sem árin liðu og
börnin uxu úr grasi og við sótt-
um í meira nám og vinnu, fór
saumaklúbbunum fækkandi yfir
veturinn og var Kata ekki ánægð
með það. Við tókum okkur tak,
en þegar það kom fyrir að þetta
dróst á langinn og enginn mundi
hver hafði haft klúbbinn síðast,
var segin saga að Kata mundi
það og líka hver okkar var næst í
röðinni. Hún var oftast með allt
á hreinu og var ekkert að skafa
utan af hlutunum. Hana vantaði
þó ekki hlýjuna og kærleikann í
garð fjölskyldu, vina og sam-
starfsfólks og vildi allt fyrir alla
gera.
Eins og okkar kynslóð er tamt
var hún samviskusöm í vinnu,
bæði þegar hún vann á leikskól-
anum og svo í grunnskólanum.
Kata lærði til stuðningsfulltrúa
og vann sem slík í mörg ár.
Hvorki bakverkir né önnur
slæmska héldu henni heima.
Það var mikið áfall þegar
Kata greindist með illvígt
krabbamein síðastliðið sumar.
Baráttan var henni erfið, en
alltaf bar hún sig vel og talaði
um að koma með í göngutúrana
okkar í vor. Alveg fram á síðasta
dag var hún að huga að þörfum
sinna nánustu.
Kata er fyrst okkar klúbb-
systra til að hverfa á braut. Það
er þyngra en tárum taki og við
munum sakna hennar og halda
minningu hennar á lofti, því
þannig var hún bara. Guð blessi
og geymi hana Kötu okkar.
Elsku Eyjólfur, Ragnheiður,
Guðrún og fjölskyldur, Elsa,
Jónsi, Arndís og aðrir aðstand-
endur og vinir, við sendum ykk-
ur samúðarkveðjur og biðjum
ykkur blessunar.
Ágústa, Albína (Bína),
Bjarnfríður (Fríða),
Elín (Ella), Guðlaug og
Margrét (Maddý).
Katrín
Þorsteinsdóttir
Virðing,
reynsla
& þjónusta
Allan
sólarhringinn
571 8222
Svafar:
82o 3939
Hermann:
82o 3938
Ingibjörg:
82o 3937
www.kvedja.is
svafar & hermann
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
RANNVEIG RAGNARSDÓTTIR,
Tjarnarlundi 13c,
Akureyri,
lést á heimili sínu sunnudaginn 6. maí.
Útför hennar fer fram frá Akureyrarkirkju þriðjudaginn 15. maí
klukkan 13.30.
Ragnar Árnason Ingibjörg Sigurðardóttir
Elín Una Friðfinnsdóttir
Erla Hrund Friðfinnsdóttir Páll Baldursson
Elsa B. Friðfinnsdóttir
Emil Friðfinnsson Sabine Friðfinnsson
ömmu- og langömmubörn
Móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
UNNUR BENEDIKTSDÓTTIR,
áður Grænumörk 5, Selfossi,
lést á dvalarheimilinu Lundi, Hellu, 26. apríl.
Útför hennar fer fram frá Fossvogskirkju
mánudaginn 14. maí klukkan 13.
Sigurður K. Eggertsson Jórunn Sigurðardóttir
Benedikt G. Eggertsson
Unnsteinn B. Eggertsson Vilhelmína Roysdóttir
Ásgeir Eggertsson Brynhildur Valdórsdóttir
Ari Blöndal Eggertsson Ragnar Halldór Blöndal
barnabörn og langömmubörn
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
GUÐJÓN S. SVEINBJÖRNSSON
prentari,
Boðaþingi 24,
lést á líknardeild Landspítalans
mánudaginn 7. maí.
Útför hans fer fram frá Áskirkju föstudaginn 18. maí klukkan 13.
Þeim sem vilja minnast hans er bent á Karitas eða líknardeild
Landspítalans.
Símonía K. Helgadóttir
Jóhanna S. Guðjónsdóttir Vilhjálmur J. Guðbjartsson
Sveinbjörn Guðjónsson Kristín Viktorsdóttir
Ingibjörg H. Guðjónsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Elsku mamma okkar, tengdamamma,
amma, langamma og langalangamma,
GUÐJÓNA EYGLÓ FRIÐRIKSDÓTTIR
frá Eyrarlandi, Þykkvabæ,
lést á Hrafnistu, Hafnarfirði, þriðjudaginn 8.
maí. Útförin fer fram frá Þykkvabæjarkirkju
fimmtudaginn 17. maí klukkan 14.
Blóm og kransar afþakkaðir en þeir sem vilja minnast hennar
láti Þykkvbæjarkirkju njóta þess.
Jón Viðar Magnússon Hrafnhildur Bernharðsdóttir
Friðrik Magnússon Hrafnhildur Guðnadóttir
barnabörn, barnabarnabörn
og barnabarnabarnabörn
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir,
afi og langafi,
HARALDUR ÁRNASON,
Strikinu 4,
210 Garðabæ,
lést á Landspítalanum við Hringbraut
þriðjudaginn 8. maí. Jarðarförin fer fram frá
Fríkirkjunni í Reykjavík fimmtudaginn
17. maí klukkan 15.
Auður Gunnarsdóttir
Margrét Haraldsdóttir
Ingunn Edda Haraldsdóttir Errol Bourne
Gunnar Haraldsson Jóna Margrét Kristinsdóttir
afabörn og langafabörn
Ástkær faðir okkar, stjúpfaðir, tengdafaðir,
fósturfaðir, afi, langafi og langalangafi,
GUÐJÓN SVEINBJÖRNSSON,
Leirubakka 30, 109 Reykjavík,
lést á Landspítalanum laugardaginn 28.
apríl. Útförin fer fram frá Breiðholtskirkju
föstudaginn 18. maí klukkan 13.
Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir en þeim sem vilja
minnast hans er bent á líknarfélög.
Logi A. Guðjónsson Jóhanna G. Jónannsdóttir
Sveinbjörn Guðjónsson
Guðmundur Guðjónsson
Jón Ívar Guðjónsson
Björn S. Stefánsson Þorgerður Sigurjónsdóttir
Stella Stefánsdóttir Ásmundur Reykdal
Halldór Sigurðsson
Árný J. Guðmundsdóttir Jóhann T. Sigurðsson
afabörn, langafabörn
og langalangafabörn