Morgunblaðið - 12.05.2018, Blaðsíða 41
MINNINGAR 41
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. MAÍ 2018
✝ Arnór Aðal-steinn Stígsson
fæddist á Horni í
Sléttuhreppi 14.
janúar 1922. Hann
lést á hjúkrunar-
heimilinu Eyri á Ísa-
firði 6. maí 2018.
Foreldrar hans
voru Stígur Bæring
Vagn Haraldsson
frá Horni, f. 13.9.
1892, d. 8.9. 1954,
og Jóna E. Jóhannesdóttir frá
Höfða, f. 1.9. 1892, d. 15.3. 1984.
Systkini Arnórs eru 1) Har-
aldur Stígsson, f. 1914, d. 2009,
maki Elín Guðmundsdóttir, f.
1921, d. 1964. 2) Bergmundur
Stígsson, f. 1915, d. 1994, maki
Jóna Björg Guðmundsdóttir, f.
1915, d. 2002. 3) Drengur Stígs-
son, f. d. 1917. 4) Sigrún Krist-
jana Stígsdóttir, f. 1919, d. 1994,
maki Hörður Davíðsson, f. 1917,
d. 2011. 5) Rebekka Stígsdóttir,
f. 1923, maki Sturla Halldórs-
son, f. 1922, d. 2008. 6) Anna
Stígsdóttir, f. 1925, barnsfaðir,
3) Svanfríður Arnórsdóttir,
f. 18.3. 1954, maki Jóhann Guð-
mundur Sigfússon, f. 1954, slitu
sambúð. Saman eiga þau Valdi-
mar, f. 1976, Aðalheiði, f. 1980,
og Jóhann Friðgeir f. 1981. 4)
Elfa Dís Arnórsdóttir, f. 21.7.
1957, maki Guðmundur Eydal,
f. 1956, slitu sambúð, saman
eiga þau Kristbjörn Eydal, f.
1976, og Sigrúnu Jónu, f. 1977.
Seinni maki er Gunnar Örn
Hauksson, f. 1950, slitu sambúð,
saman eiga þau Hauk Ársæl, f.
1985, og Jóhann Örn, f. 1987.
Langafabörnin eru 22 tals-
ins.
Arnór lagði stund á hús-
gagnasmíði og bjuggu þau Mál-
fríður allan sinn búskap á Ísa-
firði. Arnór starfaði við smíð-
arnar allt fram til ársins 2016
þegar hann flutti á hjúkrunar-
heimilið Eyri. Hann var lengi
meðlimur í karlakór Ísafjarðar,
Kirkjukór Ísafjarðar og Sunnu-
kórnum ásamt því að starfa í
Frímúrarareglunni allt frá ár-
inu 1974. Hann lagði stund á
gönguskíði og skíðastökk.
Hann varð meðal annars
Vestfjarðameistari í þessum
greinum árið 1947.
Útför Arnórs fer fram frá
Ísafjarðarkirkju í dag, 12. maí
2018, kl. 11.
Ragnar Aðalsteinn
Ingólfsson, f. 1925,
d. 1997. 7) Helga
Friðrika, f. 1926, d.
2005, maki Ragúel
Hagalínsson, f.
1921, d. 1999. 8)
Guðný Stígsdóttir,
f. 1928, d. 1972,
maki Benedikt
Davíðsson, f. 1927,
d. 2009. 9) Stígur
Stígsson, f. 1930,
maki Halldóra Daníelsdóttir, f.
1929, d. 2010. Hinn 25.6. 1949
gekk Arnór að eiga Málfríði
Halldórsdóttur, f. 22.5. 1931,
d. 8.11. 2008. Börn þeirra eru:
1) Jóna Arnórsdóttir, f. 18.3.
1949, d. 10.3. 1961. 2) Stígur
Arnórsson, f. 11.8. 1952, maki
Jónína Auður Sigurðardóttir, f.
1956, slitu sambúð, barn þeirra
er Arnór, f. 1975. Núverandi
maki Björk Helgadóttir, f.
20.11. 1959, fyrir á hún soninn
Davíð Sveinsson, f. 1976. Saman
eiga þau Ara, f. 1984, og Helgu
Björk, f. 1990.
Elsku pabbi okkar kvaddi okk-
ur 96 ár gamall hinn 6. maí síðast-
liðinn!
Við erum innilega þakklát fyr-
ir að hafa fengið allan þennan
tíma með þessum gleðigjafa.
Hann var besta fyrirmynd sem
nokkur getur hugsað sér. Hann
var vinnusamur og vann við iðn
sína langt fram yfir nírætt, ein-
staklega vandvirkur og ráðagóð-
ur.
Hér á Ísafirði og víðar má sjá
verkin hans! Sem dæmi; Tjöru-
húsið, Turnhúsið og Faktorshús-
ið í Neðstakaupstað, sem hann sá
um uppbyggingu á og eru mikil
bæjarprýði á Ísafirði. Einnig má
nefna gamla sjúkrahúsið, þar
sem hann meðal annars smíðaði
útihurðirnar sem eru algert lista-
verk.
Hann var mikill sögumaður og
kunni heilu ljóðabálkana utan að,
einnig mjög góður söngmaður og
hafði unun af öllu sem snéri að
söng og tónlist.
Skíðaíþróttin var honum mikið
áhugamál og stundaði hann
skíðagöngu fram yfir áttrætt.
Hann fór á Seljalandsdalinn til að
fylgjast með Fossavatnsgöng-
unni núna fyrir nokkrum dögum
og hafði mikla ánæju af.
Hann hafði mikla unun af
börnum og alltaf til í sprell og
leiki við þau.
Lífið á Hornströndum þar sem
hann ólst upp til fullorðins ára,
lýsti hann alltaf eins og ævintýri
og
eintínslastaklega gaman að
hlusta á hann lýsa daglegu lífi
þar. Eggjatínsla í bjarginu, sjó-
róðrar, bjargsig og
aðstæður sem fólk í dag á erf-
itt með að ímynda sér hvernig
voru á þeim tíma.
Hann var einstaklega vel lið-
inn af félögum sínum í Frímúr-
arareglunni og vann að uppbygg-
ingu húsnæðis þeirra af miklum
dugnaði og var virkur og trúr fé-
lagi í Njálu til æviloka.
Pabbi flutti á Hjúkrunarheim-
ilið Eyri í desember 2016. Honum
leið mjög vel þar með góðum vin-
um og frábæru starfsfólki sem
við kunnum góðar þakkir fyrir.
Fram á síðasta dag var hann létt-
ur og kátur og fólki leið vel í
kringum hann.
Fegurðin er frá þér barst,
fullvel þótti sanna,
að yndið okkar allra varst,
engill meðal manna.
Hlutverk þitt í heimi hér,
þú hafðir leyst af hendi.
Af þeim sökum eftir þér,
Guð englahópa sendi.
Sú besta gjöf er gafstu mér,
var gleðisólin bjarta,
Sem skína skal til heiðurs þér,
skært í mínu hjarta.
(B.H.)
Ástarþakkir fyrir allt og allt,
elsku pabbi okkar,
Stígur, Svanfríður
og Elfa Dís.
Yfir tindum Hornbjargs háum
himinvindar leika dátt,
hvirfla myndum bernskubláum
beina lyndi í sólarátt.
Þessar ljóðlínur, sem urðu eitt
sinn til á þorrablóti Sléttuhrepp-
inga, koma upp í hugann, þegar
yndislegur öðlingur hefur nú
kvatt þennan heim.
Arnór Stígsson frá Horni í
Hornvík var einstakur maður.
Hann varð 96 ára gamall, en hélt
reisn sinni til síðasta dags. Allt
frá unga aldri þjálfaði hann lík-
ama sinn og varð afbragðs
íþróttamaður og fór snemma að
síga í björgin eftir eggjum. Skíða-
ganga varð hans uppáhalds íþrótt
og fór hann á skíði langt fram á
níræðisaldurinn.
Hann hafði góðan bakgrunn,
hafði vanist því að þeytast yfir
fjöllin t.d. frá Horni til Hesteyrar
eftir lyfjum og öðrum nauðsynj-
um og skipti þá veðrið ekki máli.
Í þverhníptum fuglabjörgunum,
Hornbjargi og Hælavíkurbjargi
var mikil þörf á aðgæslu og var
Arnór þekktur fyrir að vanda
hvert fótmál á þræðingum. Það
er ógleymanlegt að hafa séð hann
í „bjarginu“. Það var hans heima-
slóð, tindar Hornbjargs Þar sem
himinvindar leika dátt. Og í
seinni tíð hvirfluðust bernsku-
myndirnar frá æskustöðvunum
um huga hans.
Andlegt atgervi Arnórs var
með ólíkindum. Ég færði honum
einn daginn afmælisdrápu eftir
Jakobínu Sigurðardóttur, sem
hún orti til móðurbróður síns,
Sigmundar Guðnasonar skálds
frá Hælavík. Arnór hafði ekki séð
drápuna áður. Eftir einhverja
daga kom ég til hans á Hjúkr-
unarheimilið Eiri og fór hann þá
með kveðskapinn, 18 erindi og
fipaðist hvergi. Hann þurfti ekki,
eins og við yngra fólkið, að fara
með allt stafrófið til að muna
hvað vinir og kunningjar hétu.
Jónas Hallgrímsson segir í
kvæði:
Hvað er langlífi?
Lífsnautnin frjóa
alefling andans
og athöfn þörf.
Það er öllum ljóst, sem þekktu
Arnór Stígsson að hann lifði lífinu
lifandi, maður athafna og andans
maður, alltaf öðrum til fyrir-
myndar.
Í minningargrein, sem ekki má
vera of löng, verður margt útund-
an.
Þannig er ekki fjölyrt um lífs-
hlaup Arnórs í þessari grein, en
hann var einn virtasti húsgagna-
smiður á Ísafirði og eru þeir ófáir
sem eiga handverk hans. Hann
var prímus mótor í kóraflóru Ísa-
fjarðar og söng m.a. í Sunnukórn-
um, kirkjukórnum o.fl. Hann var
mikill sagnamaður, stálminnugur
og hafði frá mörgu að segja sem
ekki lá á lausu annars
staðar.
Frá því ég var á barnsaldri hef
ég þekkt Arnór Stígsson og flest
hans fólk, fólk sem vakið hefur
athygli mína fyrir hógværð, heið-
arleika og jákvæðni. Gleðin hefur
oftar en ekki verið í fyrirrúmi,
gleðin sem stuðlar að langlífi og
eflingu andans. Það er margs að
minnast úr eldhúsinu á Hlíðar-
vegi 32 þegar þau hjónin Addi og
Malla, Málfríður Halldórsdóttir
kona hans sem lést fyrir nokkr-
um árum, léku á als oddi. Það var
gaman.
Það er með söknuði sem við
kveðjum Arnór Stígsson en
gleðin yfir því að hafa þekkt hann
og átt hann að vini er ómetanleg.
Við Guðrún og börnin okkar
sendum Stíg, Svanfríði og Elfu
Dís og fjölskyldum þeirra inni-
legar samúðarkveðjur.
Magnús Reynir
Guðmundsson.
Ég réði mig í sumarvinnu,
þetta var upp úr 1980. Vinnu sem
mér var treyst fyrir – nemi í
listakademíu í útlöndum. Það var
verið að gera upp höfuðdjásn
húsa á Ísafirði og Arnór Stígsson
var þar fyrir og bar ábyrgð á tré-
smíðavinnu við það vandasama
verk enda orðlagður völundur
víða um sveitir. Við fyrstu kynni
bauð hann af sér þann þokka að
ég var hvergi smeykur. Ég var að
skrapa glugga í einu herberginu
og heyrði notalegt ættjarðar-
söngl í eldhúsinu sem var næst-
um í falsettu. Skyndilega skynj-
aði ég yfirþyrmandi þögn og ég
kíkti laumulega yfir. Þar stóð
Arnór í hvíldarstöðu og horfði
líkt og í leiðslu á athafnasvæði
sitt.
Á þessu augnabliki var ég
kominn í Akademíu Arnórs
Stígssonar. Hvert skref sem
hann tók við vinnu sína var svo
þrauthugsað að ég man aldrei
eftir að hann þyrfti að taka upp
verk. Hann gaf sér líka tíma –
tíma sem margborgaði sig. Ég
hef áttað mig á að akademía Arn-
órs var ekki síðri en sú í útlönd-
um þó að ég næði ekki þeirri
færni sem hann bjó yfir frá hendi
náttúrunnar.
Það er ekki auðvelt að rifja
upp öll þau ár sem við áttum sam-
an í vinnu og draga eitt umfram
annað. Auðvitað eru minnisstæð
stórkarlaleg verk eins og að lyfta
upp 200 m2 Turnhúsinu, rétta það
af og koma undir það nýjum fót-
stykkjum. Það tók vissulega dá-
góða stund sem hann stóð í hvíld
og íhugaði hvernig best væri að
standa að þessu. Framkvæmdin
varð líka einföld, fljótleg og að-
allega stuðst við hið forna vog-
arafl. Akademía Arnórs bauð upp
á lausnamiðaða nálgun.
Akademían bauð einnig upp á
óvenju glæsilega sagnakúrsa.
Það varð bókstaflega allt að sögu
hjá Arnóri.
Hann sagði frá með þeim hætti
að þú varst staddur inni í sögu-
sviðinu og skipti þá ekki máli
hvort þú þekktir þar til eða ekki.
Hver persóna sögunnar var fyrir
þér ljóslifandi og umhverfi allt,
landslag, húsakostur eða annað
sem sagan snérist um. Smæsta
hreyfing eða augntillit dró upp
skýra mynd og umbreytti sagna-
þulnum í þann sem um var rætt.
Sagnaflokkarnir voru allt frá
daglegu lífi á Hornströndum og
Ísafirði til skíðaferða eða ferða-
laga til framandi staða. Aldrei
var hallað á neinn þó að kannski
hefði mátt greina blæbrigðamun
raddarinnar sem gaf þér færi á
eigin túlkun, en umtalsbetri
sögumann hef ég aldrei hitt.
Í lifanda lífi útskrifaði Arnór
mig ekki úr sinni akademíu enda
var hér um símenntun að ræða þó
að hún hafi verið stopul síðustu
árin. Arnór hélt starfsgetu fram
yfir nírætt og var sannur kenni-
maður sem sat í hárri elli og út-
hellti visku sinni þar til yfir lauk.
Ég kveð minn mentor með virð-
ingu og þakklæti og útskrifa mig
aldrei úr akademíunni því minn-
ingin um Arnór verður alltaf til
staðar. Aðstandendum votta ég
samúð mína.
Jón Sigurpálsson.
Elsku langafi. Takk fyrir allar
góðu samverustundirnar.
Manstu um jólin þegar við gáfum
þér jólakúlurnar og þú settir þær
á eyrun? Og þegar við amma og
mamma komum til þín um jólin?
Og þegar mamma og Hjálmar og
ég komum um páskana? Og þeg-
ar við komum á afmælisdaginn
þinn í janúar þegar þú varðst 95
ára? Manstu þegar Högni og
Geiri héldu afmælið sitt á Hlíða-
veginum, var það ekki gaman?
Ég mun sakna þín svo mikið og
þú varst svo skemmtilegur. Og
þú varst svo gamall.
Sofðu rótt elsku langafi minn.
Englanna skarinn skær
skínandi sé mér nær.
Svo vil ég glaður sofna nú
sætt í nafni Jesú.
Bestu kveðjur,
Steinunn Elísa.
Elsku afi.
Það er sárt að kveðja þig,
elsku afi minn, en jafnframt svo
ljúft að minnast allra fallegu
stundanna okkar saman. Ef þú
vissir hvað þú hefur kennt mér
margt. Hvað ég hef dáðst að þér
og reynt að hafa þig til fyrir-
myndar í mínu lífi. Þú hjartahlýi,
glaðlyndi og fallegi maður sem
alltaf hefur reynst mér og börn-
unum mínum, Elfari Loga,
Arnóri Páli og Steinunni Elísu,
svo vel. Það sem mér finnst ég
heppin að hafa fengið tækifæri til
að eyða dýrmætum tíma með þér
í gegnum tíðina þegar við höfum
gist á Hlíðaveginum hjá þér. Þú
byrjaðir alla morgna á því að
segja góðan daginn hlæjandi og
bauðst hlæjandi góða nótt á
kvöldin. Að sitja með þér í eld-
húsinu á kvöldin og hlusta á sög-
urnar þínar sem þú sagðir af svo
mikilli innlifun. Í hvert skipti sem
við hittumst hafðirðu frá ein-
hverju nýju að segja. Ég er svo
þakklát fyrir að hafa komið vest-
ur um páskana til að hitta þig og
kynna þig fyrir elsku Hjálmari
mínum. Þú náðir sannarlega að
heilla hann upp úr skónum á
þessum stutta tíma sem þið
þekktust. Fyrir Steinu var líka
ómetanlegt að fá að hitta þig, hún
sem tengdist þér svo sterkum
afaböndum.
Þú talaðir alltaf mikið um hana
Nanný þína sem þið amma misst-
uð svo unga. Nú getið þið amma
umvafið hana öllum kærleikanum
sem þið hafið að gefa og við sem
eftir sitjum eigum minningu um
dásamlegan afa og yndislega
ömmu sem mun ylja okkur um
ókomna tíð. Takk fyrir allt, elsku
afi minn. Takk og sofðu rótt.
Þín
Sigrún Jóna.
Í dag er fyrrverandi tengda-
faðir minn og kær vinur til
margra ára, Arnór Aðalsteinn
Stígsson, lagður til hinstu hvíld-
ar. Það er erfitt að finna réttu
orðin sem lýsa þessum öðlingi.
Arnór var vinur vina sinna og sú
vinátta algjörlega falslaus, hann
var glettinn, hláturmildur, orð-
heppinn og stríðinn.
Það eru margar minningar
sem renna í gegnum huga mér á
þessari stundu eins og t.d. þegar
hann kenndi páfugli, sem þau
hjón áttu, að segja: aumingja
Malla og þegar hann og kötturinn
minn hann Debill voru að „ljó-
nast“.
Síðast en ekki síst var þegar
Arnór sonur minn tók fyrstu
sporin sín, voru þau til afa síns og
nafna, sá yngri vissi að þar var
hlýr, góður og traustur faðmur.
Það verður skrítið og tómlegt
að koma á Ísafjörð og eiga ekki
erindi til þín, kæri vinur, en ég
segi Guðs þökk fyrir allt og allt.
Eftirfarandi ljóð segir allt sem
þarf.
Hver minning dýrmæt perla að liðnum
lífsins degi,
hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka
hér.
Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem
gleymist eigi,
og gæfa var það öllum, er fengu að
kynnast þér.
(Ingibjörg Sigurðardóttir)
Minningin lifir í hug og hjarta
okkar sem kynntumst honum.
Kæri vinur, ég minnist þín
með þakklæti og hlýju.
Jónína Auður (Jóka).
Arnór Aðalsteinn
Stígsson
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir og amma,
KATRÍN ÞORSTEINSDÓTTIR,
lést þriðjudaginn 24. apríl. Útför hennar fór
fram frá Grindavíkurkirkju 3. maí í kyrrþey
að ósk hinnar látnu.
Fjölskyldan þakkar auðsýnda samúð.
Eyjólfur Vilbergsson
Ragnheiður G. Eyjólfsdóttir Sigurður A. Kristmundsson
Guðrún V. Eyjólfsdóttir
Katrín Lóa, Sigurbjörg, Eyjólfur og Krista Líf
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
INGIBJÖRG ÁRNADÓTTIR
hjúkrunarfræðingur,
lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð
sunnudaginn 6. maí.
Útförin fer fram í Kópavogskirkju
þriðjudaginn 15. maí klukkan 13.
Þeim sem vildu minnast hennar er bent á Krabbameinsfélag
Íslands.
Guðný Sif Jónsdóttir Halldór Eyþórsson
Tómas Árni Jónsson María Jónsdóttir
Helga Aðalheiður Jónsdóttir Guðmundur Vilhjálmsson
barnabörn og barnabarnabörn
Elsku eiginmaður, faðir, tengdafaðir, afi og
langafi,
MAGNÚS BREIÐFJÖRÐ HJARTARSON,
(Maggi kók),
lést föstudaginn 27. apríl á
hjúkrunarheimilinu Skógarbæ. Fjölskyldan
þakkar starfsmönnum á Roðasölum og
Skógarbæ fyrir góða umönnun.
Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Þeim
sem vilja minnast hans er bent á Alzheimersamtökin.
Gunný Gunnarsdóttir
dætur, tengdasynir, barnabörn og barnabarnabarn
Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur
samúð, hlýhug og vináttu við andlát og
útför ástkærs eiginmanns, föður,
tengdaföður, afa og langafa,
JÓNS INGA RAGNARSSONAR
málarameistara.
Hjartans þakkir til Breiðabliks fyrir stuðninginn og líknardeildar
Landspítalans fyrir hlýju og góða umönnun.
Alda Sveinsdóttir
Ragnar Jónsson
Ingibjörg Hrönn Jónsdóttir Per-Arne Svensson
Linda Dröfn Jónsdóttir Örn Steinar Arnarson
og fjölskyldur