Morgunblaðið - 12.05.2018, Qupperneq 45

Morgunblaðið - 12.05.2018, Qupperneq 45
DÆGRADVÖL 45 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. MAÍ 2018 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Vinátta verður þér mikilvægari en margt annað á næstu sex vikum. Ræddu mál- in við félaga þinn þótt það sé ekki sárs- aukalaust. 20. apríl - 20. maí  Naut Það er í góðu lagi að gefa öðrum ráð svo framarlega að þú lesir þeim ekki pistilinn því það er ekki á þínu valdi. Sýndu tilfinn- ingum annarra tillitssemi. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Reyndu að forðast alla árekstra milli starfs og heimilis. Allt sem þú þarft að gera er að opna augun fyrir fegurðinni og hjartað fyrir tilfinningunum. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Njóttu þess að sinna skapandi verk- efnum og að leika við börnin. Ekki skríða í duftinu fyrir einhverjum sem þú lítur upp til. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Hugsaðu þig vandlega um áður en þú segir af eða á um tilboð sem þér berst. Hafðu hugfast að aldrei er hægt að gera svo öllum líki. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þú þarft að leysa fjárhagslegt vanda- mál sem upp hefur komið. Þú hleypur undir bagga með ættingja sem lenti í hremm- ingum. 23. sept. - 22. okt.  Vog Forðastu að deila við vini þína um sam- eiginlegar eignir í dag. Þú ákveður að hefja átak í átt að betri heilsu í dag því þú veist að á morgun gæti það verið of seint. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Gleði, rómantík, ánægja og hvers kyns skemmtanir ráða ríkjum í dag. Þú ert sæl með lífið og tilveruna og vonar að þetta tímabil vari sem lengst. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Taktu mark á því sem vel er meint en veltu þér ekki upp úr því að öðru leyti. Nú er komið að því, taktu stökkið út í heim, þú sérð ekki eftir því. 22. des. - 19. janúar Steingeit Það er alltaf skemmtileg tilfinning að finna eitthvað nýtt til að vera spennt/ur yfir. Nágrannar valda þér vonbrigðum en þú verður bara að bíta á jaxlinn. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Gættu þess vandlega að enginn hlunnfari þig í viðskiptum. Rask vegna fram- kvæmda á heimilinu reynist þér erfitt, en þú sérð fyrir endann á verkefninu. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þó að þér sé ekki vel við að við- urkenna það, þá ertu mannleg/ur og þarfnast ástar eins og allir aðrir. Ferðalöngunin vex til muna þegar þú hlustar á ferðasögu vinar. Láttu slag standa. Sem endranær er gátan eftirGuðmund Arnfinnsson: Feikna mikið farg hún er. Farin illa þykir mér. Heim af engjum bagga ber. Býsna hratt á teinum fer. Sigmar Ingason svarar: Lestin er engin léttavara limlestingum getur valdið. Heybandslestin held ég bara hafi lengi gagnast best, varla sést á voru landi vagnalest. Helgi R. Einarsson á þessa lausn: Með vísnagátu sæll ég sest og slæ því skyldunum á frest. Hérna á við einna best orð á mismunandi lest. Helgi Seljan svarar: Heybandslest ég eygði áður, ósköp flott mun lestartúr. Baggi sérhver heyi háður, heltast margir lestinni’ úr. Jónas Frímannsson leysir gátuna þannig: Þúsund kíló kallast lest. Kvölum veldur holdið lest. Hestar bera hey í lest. Hér mun koma borgarlest. Þessi er skýring Guðmundar: Feikna mikið farg er lest. Farin illa hún er lest. Heyið flytur heybandslest. Hratt á teinum brunar lest. Þá er limra: Hinn lausgyrti Lárus á Krossi líkist taglhnýttu hrossi, því einatt hann sést aftast í lest sá horngrýtis aftaníossi. Og síðan ný gáta eftir Guðmund: Norðanáttin nöpur er, nakin skelfur hrísla, þrálát kyljan þykir mér, þrátt við gátur sýsla: Þéttur botn og þrýstinn er. Þetta er kot í hreppnum. Einnig þjó á þegnum ver. Þetta er tota á leppnum. Þessi staka Guðmundar Friðjóns- sonar var sungin á Sal í MA: Margur blásinn belgur sprakk, bljúgur laut að Fróni í sem glettin ungfrú stakk ástartítuprjóni. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Hægt er að skerða litla lest Í klípu ÞAÐ ER EKKI ÁFANGASTAÐURINN HELDUR FERÐALAGIÐ SEM SKIPTIR MÁLI. EF ÞÚ KLÚÐRAR, ÞÁ SKIPTIR ÁFANGASTAÐURINN ÖLLU MÁLI. eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „KÚKÚÚÚÚ.“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að sinna henni þegar hún er með kvef. VÚHÚ! FÖSTUDAGUR ER HUGARÁSTAND ÞAÐ ER KOMIN HELGI! GÓÐAR FRÉTTIR! ÞÚ MUNT ALDREI FÁ EÐA ÞJÁST AF SVARTA DAUÐA! KOMSTU MEÐ LYF? NEI, ÉG KOM MEÐ ÖRVASKYTTUR! Leikkonan Isabella Rosselini hefurlengi verið í miklum metum hjá Víkverja. Hún hefur leikið í mörgum mögnuðum myndum og sat líka fyrir á fjölmörgum forsíðum tísku- tímarita, nánar tiltekið hefur hún verið 23 sinnum á forsíðu Vogue. x x x Síðast en ekki síst var hún andlitfranska snyrtivöruframleiðand- ans Lancôme frá 1982. Þessu hlut- verki gegndi hún í fjórtán ár en hún var rekin 42 ára gömul, fyrir að vera of gömul. Það var aldrei sagt beint út en rökin voru að konur dreymi um að vera ungar og það sé því ekki hægt að vera táknmynd þessa draums þegar maður eldist. x x x Tímarnir breytast og mennirnirmeð, sem betur fer, og nú hefur Rossellini verið ráðin aftur til sam- starfs við Lancôme. Hún er 65 ára gömul og trúði því ekki fyrst þegar fyrirtækið hafði samband. Hún ákvað samt að starfa með því á ný til að koma ákveðnum skilaboðum á framfæri. Hún vill berjast á móti ríkjandi æskudýrkun og vill líka losna við orðið „anti-aging“ af öllum kremum því hún sé ekkert andsnúin því að eldast. Þessi skilaboð um að konur megi ekki eldast á meðan karlar verði bara kynþokkafyllri með grátt í vöngum eru alveg úrelt. Fögnum fólki eins og það er. x x x Rosselini segir að ráðning sín hafimikið með það að gera að nýr forstjóri hafi tekið við Lancôme en það er kona, Françoise Lehmann. Hún vill ekki sýna bara eina tegund af fegurð heldur sýna fallegar og fjölbreytilegar konur á ýmsum aldri og af mismunandi litarafti. x x x Þetta eru mjög mikilvæg skilaboðog eitthvað sem íslensk fyrir- tæki þurfa að huga að í meira mæli. Íslendingar eru nú af mun fjöl- breyttari uppruna en áður var og það er mikilvægt að þessi hópur geti endurspeglað sig í auglýsingum, kynningarefni og fjölmiðlum. Ísland er ekki eins einsleitt og það var. vikverji@mbl.is Víkverji Drottinn, Guð vor, hversu dýrlegt er nafn þitt um alla jörðina. Þú breiðir ljóma þinn yfir himininn. (Sálm: 8.2)

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.