Morgunblaðið - 12.05.2018, Blaðsíða 47
AFP
er gamli Rybak var þá nettur,
sjarmatröll hið mesta. Ég var líka
hrifinn af lögum sem voru djörf
og nútímaleg, Slóvenía átti hik-
laust besta tilleggið þar en Aust-
urríki kom og sterkt inn að því
leytinu til. Ég var hins vegar ekk-
ert of hrifinn af hermikrákunum,
jújú, hin kýpverska Beyoncé fékk
mig til að dilla mér út í annað
(sæmilegir Shakiru-taktar) en
Svíinn og Michael Jackson-
heiðrunin, nei takk. Danir voru
þá í fullkominni flatneskju með
víkingana sína, í takt við lands-
lagið þar, og það þýðir ekkert að
hrópa eftir hærri jörð á bjagaðri
íslensku. Gamla herraþjóðin í
ruglinu. Tékkar voru í takt við
tímann og ég hrópa húrra fyrir
ofurleikhúsi Moldóvu og þá sér-
staklega Úkraínu, hvar sonur
Drakúla átti firnafallegan sprett
á brennandi flygli. Ja hérna hér!
Góða skemmtun í kvöld,
kæru landar. Gangið hratt um
gleðinnar dyr.
Hvala, jú! Lea Sirk flutti lagið "Hvala, ne!" fyrir Slóven-
íu, það besta í flokki djarfra og nútímalegra, 10. maí sl.
Flatneskja Danir buðu upp á undarlegt víkingaatriði
að þessu sinni í Eurovision, fullkomna flatneskju.
Jackson? Svíinn Benjamin Ingrosso heillaði ekki pistilritara með popplagi sínu og dansi í anda Michael Jackson.
MENNING 47
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. MAÍ 2018
Ís og land er yfirskrift sýningar með
verkum hins þekkta þýska ljós-
myndara Olafs Ottos Beckers sem
verður opnuð í Ljósmyndasafni
Reykjavíkur í dag, laugardag,
klukkan 15. Ljósmyndirnar tók
Becker á Íslandi og Grænlandi á ár-
unum 1999-2017. Verk hans fjalla
iðulega um breytingar í náttúrunni
sem orsakast af loftslagsbreytingum
og öðrum manngerðum áhrifum. Og
í verkunum mætast persónuleg og
listræn nálgun á heimildaljós-
myndun sem vekur spurningar um
félagslega og menningarlega þætti í
samtímanum.
Ljósmyndaverk Beckers frá
Grænlandi og Íslandi hafa komið út í
nokkrum kunnum bókverkum, þar á
meðal Under the Nordic Light: A
Journey Through Time: Iceland
1999-2011.
Á sunnudag kl. 13.15 verður boðið
upp á sýningarspjall með Becker.
Ljósmynd/Olaf Otto Becker
Ægifegurð Hluti eins ljósmyndaverks Olafs Ottos Beckers á sýningunni í Ljósmyndasafni Reykjavíkur.
Sýna Ís og land Beckers
Endanleg dagskrá tónlistarhátíð-
arinnar Secret Solstice, sem hald-
in verður í fimmta sinn í Laugar-
dal 21.-24. júní, liggur nú fyrir og
hefur verið birt á vef hátíðar-
innar, secretsolstice.is. 120 hljóm-
sveitir og sólólistamenn koma
fram að þessu sinni og þá m.a.
Slayer, Stormzy og Gucci Mane og
bæst hafa við hliðarviðburðir á
borð við sundlaugarteiti í Hrepps-
laug. Í hóp listamanna hátíðar-
innar hafa bæst við Ateria, hljóm-
sveitin Skrattar, Rix, Röskva,
Mókrókar, Orang Volante og
Intr0beatz og greint hefur verið
frá því að hægt er að kaupa dag-
passa á bæði opnunarkvöldið og
laugardagskvöld. Aðdáendur
Bonnie Tyler geta því t.d. keypt
miða á opnunarkvöldið 21. júní og
þeir sem vilja sjá Slayer á laugar-
degi geta keypt sér miða fyrir
þann dag.
Dagskrá Secret Solstice fullkláruð
Morgunblaðið/Hanna
Stuð Glögglega má sjá á þessari mynd hversu gaman var á Secret Solstice í fyrra.
Ert þú á leið í leikhús? Pantaðu ljúffengar veitingar til
að njóta fyrir sýningu eða í hléi á borgarleikhus.is
Rocky Horror (Stóra sviðið)
Lau 12/5 kl. 16:00 34. s Fös 25/5 kl. 20:00 38. s Sun 3/6 kl. 20:00 48. s
Þri 15/5 kl. 20:00 aukas. Lau 26/5 kl. 20:00 39. s Mið 6/6 kl. 20:00 49. s
Fim 17/5 kl. 20:00 35. s Sun 27/5 kl. 20:00 40. s Fim 7/6 kl. 20:00 50. s
Fös 18/5 kl. 20:00 36. s Mið 30/5 kl. 20:00 aukas. Fös 8/6 kl. 20:00 51. s
Lau 19/5 kl. 20:00 37. s Fim 31/5 kl. 20:00 41. s Lau 9/6 kl. 20:00 52. s
Mið 23/5 kl. 20:00 aukas. Fös 1/6 kl. 20:00 46. s Sun 10/6 kl. 20:00 53. s
Fim 24/5 kl. 20:00 aukas. Lau 2/6 kl. 20:00 47. s
Besta partý sem þú munt nokkurn tímann upplifa.
Elly (Stóra sviðið)
Fös 31/8 kl. 20:00 139. s Sun 9/9 kl. 20:00 142. s Sun 16/9 kl. 20:00 145. s
Lau 1/9 kl. 20:00 140. s Mið 12/9 kl. 20:00 143. s Lau 22/9 kl. 20:00 146. s
Fös 7/9 kl. 20:00 141. s Fim 13/9 kl. 20:00 144. s Sun 23/9 kl. 20:00 147. s
Sýningar haustið 2018 komnar í sölu.
Sýningin sem klikkar (Nýja sviðið)
Fim 17/5 kl. 20:00 31. s Lau 19/5 kl. 20:00 33. s Sun 27/5 kl. 20:00 35. s
Fös 18/5 kl. 20:00 32. s Fös 25/5 kl. 20:00 34. s
Það er alveg öruggt að þetta fer úrskeiðis!
Fólk, staðir og hlutir (Litla sviðið)
Sun 13/5 kl. 20:30 22. s Fös 18/5 kl. 20:30 24. s Fös 25/5 kl. 20:30 aukas.
Mið 16/5 kl. 20:30 aukas. Lau 19/5 kl. 20:30 aukas. Lau 26/5 kl. 20:30 aukas.
Fim 17/5 kl. 20:30 23. s Fim 24/5 kl. 20:30 aukas.
Komumst við vímulaus af í geggjuðum heimi?
Hin lánsömu (Stóra sviðið)
Sun 13/5 kl. 20:00 3. s Mið 16/5 kl. 20:00 4. s
Kraftmikil og kómísk saga 8 systkina sem lifa velmegunarlífi
Slá í gegn (Stóra sviðið)
Sun 13/5 kl. 19:30 29.sýn Sun 3/6 kl. 19:30 32.sýn Fim 14/6 kl. 19:30 35.sýn
Sun 27/5 kl. 19:30 30.sýn Lau 9/6 kl. 19:30 33.sýn
Lau 2/6 kl. 19:30 31.sýn Sun 10/6 kl. 19:30 34.sýn
Einstaklega litríkt sjónarspil og frábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna!
Svartalogn (Stóra sviðið)
Lau 12/5 kl. 19:30 6.sýn Lau 26/5 kl. 19:30 8.sýn Fös 8/6 kl. 19:30 10.sýn
Fös 25/5 kl. 19:30 7.sýn Fim 31/5 kl. 19:30 9.sýn
Heillandi verk um óvæntu möguleikana í lífinu
Stríð (Stóra sviðið)
Mið 16/5 kl. 19:30 Frums Fim 17/5 kl. 19:30 2.sýn Fös 18/5 kl. 19:30 3.sýn
Ragnar og Kjartan hafa tvívegis skapað í sameiningu sviðsverk fyrir Volksbühne-l
Faðirinn (Kassinn)
Sun 13/5 kl. 19:30 50.sýn
Síðustu sýningar komnar í sölu
Aðfaranótt (Kassinn)
Lau 12/5 kl. 19:30 2.sýn Fös 18/5 kl. 19:30 5.sýn Fös 25/5 kl. 19:30 9.sýn
Mið 16/5 kl. 19:30 3.sýn Mið 23/5 kl. 19:30 7.sýn
Fim 17/5 kl. 19:30 4.sýn Fim 24/5 kl. 19:30 8.sýn
Lokaverkefni leikarabrautar sviðslistadeildar LHÍ
Improv Ísland (Þjóðleikhúskjallari)
Mið 16/5 kl. 20:00
Spunasýningarnar vinsælu snúa aftur - engin sýning eins!
Oddur og Siggi (Á flakki um landið)
Þri 15/5 kl. 11:00
Vestm.eyjar
Skemmtileg, sorgleg og hjartnæm sýning
leikhusid.is | midasala@leikhusid.is | 551 1200